Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 27 I>v Sviðsljós Móöur- missir Sandra Bullock var ekki viðstödd frumsýningu á nýjustu mynd sinni, 28 Days, sem fram fór í fyrradag. Ástæðan er sú að að móðir hennar, þýska óperusöngkonan Helga Bull- ock, lést á þriðjudag. Sandra kynnt- ist skemmtanaiðnaðinum snemma því Helga, sem var 63ja ára að aldri, ól dóttur sína upp á ferðalögum um Evrópu þar sem hún söng í öllum frægustu óperuhúsunum. Talsmað- ur Söndru segir að jarðarfórin muni fara fram í kyrrþey en ekki var greint nánar frá úr hvaða sjúk- dómi móðir hennar dó. Sandra hef- ur hins vegar sjálf átt við sín veik- indi að stríða og nýlega var greint frá því að hún hefði þurft að leita aðstoðar hjá taugalækni eftir að hún datt á snjóbretti í Sun Valley í Idaho-fylki og fékk kúlu á höfuðið. Sandra mun meira að segja hafa lát- ið þau orð falla í nýlegu viðtali að spyriUinn væri kannski sá síðasti úr röðum blaðamanna sem fengi að taka viðtal við hana þar sem hún gæti allt eins dáið i næstu viku af völdum áverkanna. Skipaöi Madonnu að koma meö Lourdes Carlos Leon, barnsfaðir Madonnu og fyrrverandi kærasti hennar, er sagður hafa skipað henni að koma með dóttur þeirra til Bandaríkjanna. Hann saknar nefnilega Lourdes litlu, sem Madonna kallar alltaf Lolu. Dóttirin litla er nú þriggja ára. Madonna er búsett í London en varð snemma í síðustu viku að halda heim til New York, ef marka má skrif breska blaðsins The Sun. Þrjú ár eru nú liðin síðan Madonna sleit sambandi sínu við líkamsræktarþjálfarann sinn, Car- los, sem hún eignaðist Lourdes litlu með. Leon hefur aldrei krafist forræðis yfir þeirri stuttu en gerði samkomulag við söngkonuna frægu um að fá að hitta Lourdes eins oft og hann vill, jafnvel þó Madonna búi erlendis. Nýlega bárust fregnir af því að Madonna ætti von á bami með enska kærastanum sínum, leik- stjóranum Guy Ritchie. Að sögn The Sun voru augu Madonnu tár- vot þegar hún kvaddi unnustann á Heathrowflugvelli áður en hún hélt á fund barnsföður síns í Bandaríkjunum. The Sun kveðst hafa það eftir nánum vini Madonnu að söngkon- an hafi ekki viljað fara til Banda- ríkjanna að skipan Carlos Leons. Henni hafi hins vegar fundist að hún væri skyldug til þess. Madonna hefur bara einu sinni áð- ur á þessu ári farið með Lourdes í heimsókn til Leons í Bandaríkjun- um. 3 STORIR HEIMSFRUMFLUTNINGUR í MENNINGARBORGINNI MIÐASALA HEFST Í UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA 10. APRÍL KL. 13:00 CODEX CALIXTINUS Hallgrlmskirkja, 29. aprll kl. 16:00 Forn helgisöngur munka til dýrðar heilögum Jakobi. Verkið hefur að geyma elstu heimildir um trúartónlist Evrópu. Heimsþekktir einsöngvarar og Karlakórinn Fóstbræður. Miðaverð kr. 2.500. BALDUR Laugardalshöll, 18. ágúst kl 17:00 og kl. 21:00 ; Frumflutningur á mikilfenglegu verki ÍJóns Leifs sem lýsir örlagarikum j atburðum úr norænni goðafræði. Verkið er andsvar Jóns við misnotkun nasista á norrænum menningararfi. I Sinfóníuhljómsveit Islands, Schola Cantorum, Islenski dansflokkurinn, dansarar úr finnska þjóðarballetinum. Miðaverð kr. 3.500. RADDIR EVRÓPU OG BJÖRK Hallgrímskirkja, 26. ágúst kl. 20:00 og 27. ágúst kl. 17:00 Kór ungmenna frá menningaborgum Evrópu og Björk flytja lög Bjarkar f útsetningu Atla Heimis Sveinssonar I bland við fjölbreytt lagaval frá öllum menningarborgunum. Frumflutt verður verk eistneska tónskáldsins Arvo Párt sem hann samdi sérstaklega fýrir kórinn. Miðaverð kr. 3.000. MÁTTARSTÓLPAR MENNINGARBORGAR: sxMloucmm Landsvirfq'un eMSKIP ; MIÐASALA HEFST 1 0. APRIL I UPPLYSINGAMIÐSTOÐ FERÐAMALA, BANKTVSTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK. SÍMI 552 8588 V- Abyrg móðir Madonna hlýddi barnsfööur sínum og fór meö Lourdes til hans. „Guy er eins og faðir Lourdes. Carlos á erfitt með að sætta sig við það,“ segir heimildarmaður breska slúðurblaðsins. Madonna ætlar þó ekki að vera nema viku í burtu frá sínum heittelskaða í þetta sinn. Að sögn vina Madonnu hefur hún aldrei verið hamingjusamari en nú. Sjálf segir hún að móðurhlutverkið hafi breytt henni og gert hana ábyrgðarfyllri. Hún er hætt að vilja sjokkera heiminn. Skoða heiminn Þessir litlu sætu rauöu pandahúnar fengu aö skoöa heiminn í Tarangadýragaröinum í Sydney í Ástralíu. Rauöir pandabirnir eru í útrýmingarhættu á heimaslóöum sínum í Asíu. Viktoría heim til Svíþjóðar Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar er nú komin heim í viku- heimsókn. Hún mun nota tækifær- ið til að hitta Chirac Frakk- landsforseta og svo ætlar prinsessan að taka þátt í hátíðar- höldunum vegna sextugsafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottning- ar. Síðan liggur leiðin aftur í Ya- leháskólann í Bandaríkjunum. Sví- ar velta því nú mikið fyrir sér hvenær prinsessan ætli að flytja heim fyrir fullt og allt. MBNNINQARBORQ IVRÓPU ARIO 2000 www.reykjavik2000.is Gleðilegt sumar í orlofshúsum og tjaldvögnum VR ''ff? VR auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum félagsins sumarið 2000. VR hefur nú til leigu alls 51 orlofshús auk þess sem 33 tjaldvagnar eru nú til útleigu. Fleiri geta því notið þess að dvelja í húsunum en áður þó félagið geti því miður ekki sinnt nema hluta umsókna. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Húsafelli í Borgarfirði • lllugastööum í Fnjóskadal • Kirkjubæjarklaustri • Stöðvarfirði • Flúðum í Hrunamannahreppi • Einarsstöóum á Völlum • Furulundi á Akureyri • Miðhúsaskógi í Biskupstungum • Stykkishólmi • Eyjólfsskógi vió Einarsstaði • Súðavík Tjaldvagnar Einnig geta félagsmenn leigt tjaldvagna til 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigðir frá miðvikudegi til þriðjudags. Leigugjald Vikan í Miðhúsaskógi og í Húsafelli m. heitum potti kr. 12.000,- Vikan annars staðar............................kr. 10.500,- Tjaldvagn 6 dagar..............................kr. 6.500,- V_^j Tjaldvagn 13 dagar.............................kr. 17.000,- O, Úthlutunarreglur Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur eru á skrifstofu VR, í VR blaðinu og á vefnum, www.vr.is. Umsóknareyðublöð Hægt er að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins í Húsi verslunarinnar, 1. hæó eða senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eða á faxi, 510 1717. Einnig er hægt að sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis. Starf okkar Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. e||jj. Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 28. apríl. pitt starf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.