Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV — Eiginkonan vissi ekki um tvöfalt líf manns síns: Með húfu sonarins við bankaránið „Nei, sjáðu. Það er mynd af bankaræningja í blaðinu sem var tekin með falinni myndavél. Hann er alveg eins og þú,“ sagði Sabine Mortenhuber brosandi við manninn sinn, Franz. Þau sátu við morgun- verðarborðið ásamt litlum syni sín- um. „Leyfðu mér að sjá,“ sagði Franz og teygði sig eftir blaðinu. Hann brosti svolítið þegar hann sá mynd- ina: „Ja, það er reyndar svipur en þú verður að viðurkenna að yfir- skeggið mitt er flottara." Að loknu þessu samtali kvaddi Franz eiginkonu sína og Markus son sinn, sem var þriggja ára, ástúð- lega. Franz var á leiðinni í vinnuna. Hann var múrari að mennt og hafði verið atvinnulaus um skeið. Nú var hann búinn að fá vinnu sem eftir- litsmaður með stóru verkefni hjá byggingameistara. Launin voru góð og Franz var ánægður með yfir- mannsstöðu sína. Allt þetta sagði hann Sabine sem var stolt af mann- inum sínum sem sá svo vel tU þess að efnahagur þeirra var í góðu lagi. Ánægð með tilveruna Sabine var ánægð með tilveruna. Hún hafði nóg af peningum, þau áttu fallegt heimili með dýrum hús- gögnum og stereógræjum og þau áttu yndislegasta barn í heimi, Markús litla. Fjölskyldan horfði sjaldan á sjón- varp. í staðinn áttu hjónin notaleg- ar stundir yfir góðum mat og víni auk þess sem þau sinntu tómstunda- störfum sínum. Sabine hafði gaman af leirkerasmíði en Franz lék sér með leikfangabíla. Þennan morgun hélt Franz Mortenhuber ekki til vinnu eins og Sabine hélt. Ekkert frekar en hann hafði gert alla aðra daga. Hann hafði í raun ekki verið í vinnu einn einasta dag þau þrjú ár sem þau höfðu verið gift. Geðvillingur með sannfæringarkraft Franz var geðvillingur og eins og Bankaræninginn Hann vissi ekki aö falin myndavéi bankans tók mynd af honum. aðrir geðvillingar hafði hann mik- inn sannfæringarkraft Honum hafði tekist að fá himinhá lán í öll- um bönkum í heimabæ sínum, Wels, í Austurríki. Hann hafði byrj- að með þvi að fá lítilsháttar lán hjá vinnufélögum og vinum en svo tókst honum að sannfæra banka- menn um að veita honum hvert lán- ið á fætur öðru. Franz tókst að greiða afborganirnar með nýjum lánum en að lokum hafði meira að segja sá banki sem hafði verið fús til að taka mesta áhættu sagt nei. Á þeim tíma var Franz í mikilli íjár- þörf og honum datt rán í hug. Þegar næsta dag framdi hann sitt fyrsta rán. Hann valdi bensínstöð utan við bæinn. Hann beindi gas- byssu að eigandanum, sem var kon- um á miðjum aldri, og hafði á brott með sér veltu dagsins. Lítið var fjallað um ránið í blöð- um daginn eftir en ránsfengurinn var nógu stór til þess að Franz Mortenhuber gæti komist af enn einn mánuðinn. Enn það kom að því að hann vantaði aftur fé. í þetta sinn lét hann til skarar skríða í útibúi bankans Volksbank á Am Rosenhag 18. Hann setti á sig prjónahúfu son- arins en dulbjóst ekki að öðru leyti. Ránsfenginn, mörg hundruð þúsund austurrískra skildinga, setti hann í möppu við hliðina á gasbyssunni sem hann hafði einnig notað við þetta rán. Byssan var ekki hlaðin frekar en við fyrra ránið. Hann vissi að það var svo mikið fé í möppunni að hann gæti nú tek- ið það rólega í langan tima. Það er að segja ef lögreglan leysti ekki mál- ið. Varð skelfingu lostinn En Franz Mortenhuber vissi ekki að það höfðu verið teknar myndir af honum með fóldu myndavélinni í bankanum. Hann varð skelfingu lostinn þegar Sabine sýndi honum myndina í blaðinu en hann hélt ró sinni. Franz vissi ekki heldur að lög- reglumaður á lögreglustöðinni í Wels hafði þekkt hann af myndinni í blaðinu þar sem hann hafði áður yfirheyrt hann sem vitni vegna íkveikju. Morguninn sem Sabine hafði séð myndina í blaðinu var barið ákveð- ið og lengi á dyrnar á íbúð þeirra. Fyrir utan stóðu þrír menn frá lög- reglunni: „Eruð þér frú Morten- huber?“ Sabine kinkaði kolli og augna- bliki síðar sneru mennirnir öllu við í íbúðinni. Sabine stóð úti í homi með grátandi son sinn og horfði dauðhrædd á það sem fram fór. Einn lögreglumannanna birtist skyndilega með þykkt búnt af pen- ingaseðlum: „Vitið þér eitthvað um þetta? Þetta lá í frímerkjaalbúmi," sagði hann. Sabine hristi höfuðið og skildi Á meðan allt lék í lyndi Litla fjölskyldan í lautarferö á meöan hún naut góöra daga. Franz, Sabine og sonur þeirra, Markus. I blíöu og stríðu Kirkjubrúökaupi var aflýst þegar upp komst um tvöfalt líf Franz. \ „Morguninn sem Sabine hafði séð myndina í blaðinu var barið ákveðið og lengi á dyrnar á íbúð þeirra. Fyrir utan stóðu þrír menn frá lögreglunni: „Eruð þér frú Morten- huber?“ hvorki upp né niður i neinu. Það komu sífellt fleiri seðlabúnt í ljós. Peningamir voru alls staðar. Undir gólfteppinu og innan um nær- fötin í svefnherberginu. Lögreglu- mennirnir fundu meira að segja seðla í ísskápnum. Sabine fékk alvarlegt áfall. Hún grét og faðmaði Markus litla að sér. Áhyggjulaus tilvera hennar var hrunin. Nú vissi hún hvað allt snerist um. Myndin af bankaræningjanum hafði ekki bara líkst Franz. Hún var af Franz. Ætlar að bíða eftir eiginmanninum Franz Mortenhuber var handtek- inn þennan sama dag. Hann neitaði allri vitneskju um bankaránið en gat auðvitað ekki gefið skýringu á öllu fénu sem hafði fundist í íbúð hans. Þegar lögreglan sýndi honum prjónahúfu sonarins hafði einnig hafði fundist í íbúðinni játaði hann loks og viðurkenndi einnig ránið á bensínstöðinni. Hann sór jafnframt og sárt við lagði að eiginkona hans hefði ekkert vitað um málið. Franz Mortenhuber var dæmdur í fimm ára fangelsi. Sabine varpaði öndinni léttar þegar dómurinn féll. Hún ætlaði að bíða eftir Franz sín- um. „Við höfðum rætt út um málin. Franz var mjög óhamingjusamur og vissi vel að hann hafði byggt tilveru sína á lygi. En hann hefur lofað mér hátíðlega að það muni aldrei gerast aftur. Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir hann. Að vita aldrei hvaðan hann fengi peninga næst. Við hefðum heldur ekki þurft að berast jafn mikið á og við gerðum. En hann vildi hafa það þannig. Hann hlýtur að hafa verið undir hræðilegu álagi. Ég skil ekki hvern- ig hann gat lifað svona tvöfoldu lífi," sagði Sabine. Hún veit vel að framtíðin ber annað í skauti sér. Hún neyðist til að flytja úr dýrri íbúð þeirra. Selja þarf bílinn og Sabine verður að ábyrgjast greiðslur af lánunum sem maður hennar tók. Hún veit einnig að það verður ekkert af stóra kirkjubrúðkaupinu sem hana dreymdi um: „Það var búið að bjóða gestunum en ég aflýsi því með gleði. Hefði ég haldið það hefði það verið fyrir stolið fé og það hefði verið óhugsandi." Djöfullegar hringiugar Lydia lést úr hræðslu eftir símhringingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.