Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 64
SFRETTASKOTIÐ
1 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
I Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
föv hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö i DV,
fi greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
H er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
‘gg sólarhringinn.
1550 5555
Úrslitatilraun í Karphúsinu um helgina og verkfall blasir við:
Miðlunartillagan
verður kolfelld
- ef hún er á grunni Flóabandalags, segir samninganefndarmaður
Samninganefndir Verkamanna-
sambands íslands og Samtaka at-
vinnulífsins eiga langa helgi fyrir
höndum en til stendur að gera alvar-
lega lokatilraun til að ná samningum
um launalið nýs kjarasamnings. Mið-
að við tóninn í mönnum í gær verður
það torsótt, svo ekki sé meira sagt, og
Vatneyrin til sölu:
40 miiyónir
boðnar
Þekktur athafnamaður í Reykja-
vík bauð 40 milljónir í hið sögu-
fræga skip, Vatneyrina frá Patreks-
firði, um miðja vikuna. Landsbank-
inn á nú Vatneyrina en bankinn
tryggði sér skipið á nauðungarupp-
boði í febrúarmánuði síðastliðnum.
„Bankinn ætlar að svara tilboði
mínu eftir helgi en ég tel að það
geti borgað sig að gera skipið upp
og selja,“ sagði athathamaðurinn
sem ekki vildi láta nafns stns getið
þar sem viðskiptin væru á við-
kvæmu stigi. -EIR
bfother P-touch 9400
Stóra merkivélin sem
10 leturgerðir
margar leturstærðir
16 leturstillingar
Crentar í 10 línur
orði 6 til 36 mm
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
þolir álagið
því allt eins lík-
legt að sáttasemj-
ari leggi fram
miðlunartillögu,
jafnvel annað
kvöld eða á mánu-
dag, sem fari til
atkvæðagreiðslu
hjá aðildarfélög-
um VMSÍ og Sam-
taka atvinnulífs-
ins á næstu dög-
um.
„Ég vil ekki
trúa því að þetta
endi með því að lögð verði fram miðl-
unartillaga, ég vil að við fáum að
klára þetta sjálíir og það tekst ef allir
hafa á því áhuga að semja. Það yrði
ekki til að auðvelda málin ef miðlun-
artillaga kæmi fram sem síðan yrði
felld úti í félögunum," segir Aðal-
steinn Baldursson, formaður fisk-
vinnsludeildar Verkamannasam-
bandsins. En hvað telur hann að
muni gerast komi slík tillaga fram?
„Ég trúi ekki öðru en að tillaga
sem væri á svipuðum nótum og
samningar Flóabandalagsins yrði al-
gjörlega kolfelld úti í félögunum. Lík-
lega hafa eitt eða tvö félög innan Flóa-
bandalagsins fellt samninginn á dög-
unum og það sama myndi gerast hjá
okkur. Menn verða líka að horfa á
það að síðan Flóabandalagið gerði
sinn samning hefur ýmislegt breyst í
þjóðfélaginu. Yflr okkur hafa dunið
hækkanir á öllum mögulegum hlut-
um og er auðveldast að benda á sím-
ann og bensínið í því sambandi. Þó
ekki væri nema bara vegna þess
hvemig umhverfið hefúr breyst síð-
ustu dagana er staðan allt önnur og
ákvæði i Flóabandalagssamningnum
um að segja megi honum upp, breyt-
ist forsendur, gæti þess vegna farið
að koma til framkvæmda,“ segir Að-
alsteinn.
Samningafundir í gær stóðu fram á
kvöld. Gærdagurinn fór í að ræða allt
annað en þær launahækkanir sem
em stærsti ásteytingarsteinninn. -gk
Aöalsteinn
Baldursson
„ Trúi ekki aö
miðlunartillagan
komi fram. “
Nýbúum fjölgar
um 172 prósent
Nýbúum á íslandi hefúr
fjölgað um 172 prósent á síð-
ustu sex árum og undirbýr
dómsmálaráðherra nýja laga-
setningu um útlendinga á Is-
landi. Til snarpra orðaskipta
kom á Alþingi á dögunum
þegar dómsmálaráðherra
svaraði fyrirspum Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur
um þær kröfur sem gerðar
era til nýbúa sem vilja fá ætt-
ingja sína í heimsókn. Er
þeim gert að leggja fram fjár-
tryggingu og jafnvel að sýna
ilveig
Pétursdóttir
Boöar lagasetn-
ingu og nýja um-
ræöu um útlend-
inga á íslandi.
launaseðla nokkra mánuði aftur i tím-
arm til að sanna að þeir séu þess færir
að sjá gestum sínum farborða á meðan
á heimsókn þeirra stendur. „Ég
vek athygli á að núgildandi
reglur era ekki strangari en
svo að nýbúum hefúr fjölgaö
hér á landi um 172 prósent á
síðustu sex árum en um leið og
þeir auðga menningarflóru
okkar verðum við að gæta þess
að erlent fólk sem hingað flyst
aðlagist bæði félagslega og
menningarlega. Ég mun hins
vegar leggja fyrir næsta þing
frumvarp til nýrra útlendinga-
laga og þá verður hægt að taka
fyrir umræðuna um hvort slaka
skuli á skilyrðum fyrir dvalarleyfi út-
lendinga hér á landi,“ sagði Sólveig Pét-
ursdóttir dómsmálaráðherra. -EIR
DVWND ÞOK
Við erum komnir aftur!
Þremenningarnir á myndinni eru loksins komnir í rétta búninga - nýja KR-
búninginn sem nú hefur veriö kynntur. Þeir Atli Eövaldsson, Pétur Pétursson
og Ellert B. Schram tóku þátt í gamni meö DV fyrir réttri viku þegar lesendum
voru sýndir þverröndóttir búningar. Urðu margir heldur óhressir með þann
búning. Gekk 1. apríl gabbiö meira aö segja svo nærri mönnum að stuön-
ingsmenn annarra félaga en KR voru farnir aö sýna megna vanþóknun sína á
„fangabúningnum“. Á bls. 4 í dag eru fleiri myndir af KR-búningum þar sem
m.a. er borinn saman búningur félagsins áriö 2000 og 1940.
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
Vor í lofti
Þaö er létt yfir þjóöinni í vorblíöunni sem leikiö hefur viö landsmenn aö und-
anförnu. Engu er líkara en þessir ungu menn hafi rofiö samninginn viö aö-
dráttarafliö í léttleika sinum oggleöi yfir væntanlegri sumarkomu.
Landssöfnun til
styrktar Svavari
Svavar Guðnason, útgerðarmaður á
Patreksfirði, ætlar ekki að leggja árar
í bát þó búið sé að dæma hann í millj-
ónasekt og í fangelsi vegna veiða utan
kvóta. Svavar ætlar að halda málinu
áfram þar til sigur vinnst með hruni
kvótakerfisins:
„Fyrst fer ég í einkamál við ríkið og
ef það gengur ekki þá skýt ég málinu
til Mannréttindanefhdar Sameinuðu
þjóðanna og þaðan til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu," sagði Svavar sem
þegar hefúr tapað öllu nema konu og
húsi vegna kvótabaráttu sinnar.
Áframhaldandi barátta kostar peninga
og þvi hafa stuðningsmenn Svavars
efiit til landssöfiiunar fyrir hann og er
markmiðið 20 milljónir króna á næstu
vikum. „Nú er bara að sjá hvort þessi
75 prósent þjóðarinnar sem eru á móti
kvótakerfinu leggi inn á stuðnings-
reikning minn. Málareksturinn hefur
þegar kostað mig 10 milljónir og nú
þarf ég í það minnsta 20 milljónir til að
geta haldið
áfram,“ sagði
Svavar og brýnir
fólk til að reiða
fram fé og leggja
inn á reikning
númer 0318-26-67-
67 í Búnaðarbanka
íslands í Garðabæ.
„Það er enn
löng leið ófarin til sigurs og landssöfh-
unin er yfirlýsing um að ég ætli að
halda áfram. Ef allt bregst þá mun ég
og stuðningsmenn mínir snúa okkur
að því að brjóta kerfið niður innan frá.
Við getum gert samkomulag við Norð-
menn um að þeir hætti að selja okkur
olíu og Bretar væru vísir til að leggja
okkur hð með efhahagsþvingunum. Ég
er að spila póker við ríkið í þessu
kvótamáli og ég á enn einn jókerinn
uppi í erminni en hann sýni ég ekki
fyiT en allt um þrýtur," sagði Svavar,
útgerðarmaður á Patreksfirði. -EIR