Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 52
Grafisk Tryk
60
Tilvera
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
DV
áiJOTUN
15-40%
afsláttur af allri Jotun málningu
Nám í Danmörku
Hjá Horsens Polytechnic bjóðum við upp
á fleiri tegundir af tœknimenntun.
Meðal annars:
• tækniteiknun
• landmælingartæknir
• véltæknir
• byggingafræðingur með fjórum brautum: enskri, byggingar-
og framkvæmdalínu
Allir velkomnir
Á fundinum munu verða nemandinn Sigurður Ólafsson og
kennarinn Eli Ellendersen og munu Þeir verða fyrir svörum og
segja frá skólanum.
Jafnfi-amt verða til staðar íslenskir byggingaffæðingar
menntaðir í Horsens.
Romið og taiö nánari upph singar:
Kynningarfundur í Reykjavík
ó. april kl. 15.00 a Radisson SAS. Hótel Sögu.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Sigurður Ólafsson
og Eli Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu frá 02.04 -
12.04.2000 eða leggja inn skilaboð.
a
s
s
Horsens Polytechnic
Slotsgade 11 DK-8700 tiorsens Dennark
Tlf. +45 7625 5001
Fax +45 7625 Í100
E-iraai1:horstek@horstek.dk
http://w##w. horstek.dk
Skáklífið blómstrar
DV-MYND E.ÓL.
Fyrsti leikurinn á Reykjavíkurskákmótinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leikur fyrsta leiknum fyrir
stórmeistarann Jan Timman.
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að fjaila öllu meira
um heimsmótið í Kópavogi, og þó.
Mótið var ákaflega vel heppnað og
minnti um margt á mót á áttunda
áratugnum: fullt hús og líflegar
skákir. Ég fór í tónlistarhúsið fyrri
daginn. Það hús hentar ákaflega vel
til stórmóta í skák og ég er viss um
að þar verða fleiri mót í framtíð-
inni. Seinni daginn var ég heima
vegna smálasleika en ég skemmti
mér konunglega með því að horfa á
Skjá 1, sem stóð fyrir afbragðsút-
sendingu, og ekki síður að fylgast
með á Netinu hjá ICC (alþjóðlega
taflfélagið)! Það var ákaflega gaman
að sjá athugasemdir birtast í sífellu
á skjánum og lauma að einni og
einni athugasemd sjálfur. Kasparov
vann ekki fyrr en að hraðskákunum
kom og felldi Anand á tíma í fyrri
skákinni. Þeir hjá ICC héldu því
fram að skákin hefði verið jafntefli
en ég leiðrétti það. Þá birtust þau
skilaboð á skjánum að „officiaT
væri að skákinni hefði lokið með
jafntefli. Ég sagðist vera að horfa á
beina útsendingu frá mótinu og ég
skildi íslensku eitthvað betur en
ensku og ljóst væri að Kasparov
hefði unnið á tíma í fyrri skákinni.
Þeir heiðursmenn þama á ICC leið-
réttu það svo ekki fyrr en daginn
eftir. Seinni skákin bar öll einkenni
taugaveiklunar hjá Anand og hann
fórnaði manni í tóma vitleysu og
tapaði. Verst að flestir vestur-
heimskir voru annaðhvort að fara
að sofa á þessum tíma eða að nudda
stírumar úr augunum þannig að
ekki nema allra mestu skáksjúk-
lingamir þar náðu að fylgjast með.
En þeir em margir og fer fjölgandi!
Reykjavíkurskákmótið
í Ráðhúsi Reykjavíkur ríkti mikil
gleði og eftirvænting þegar mótið
var sett þar á fímmtudag. Allar
stjömumar sem höfðu boðað komu
sína mættu. Og við íslendingamir
líka. Aðstæöur þama í Ráðhúsinu
til að halda fjölmenn mót eru hreint
út sagt frábærar þannig að enginn
hefur afsökun og ef menn tapa er
það þeim að kenna! Engin óvænt úr-
slit urðu í fyrstu umferð en þau
koma. í dag og á morgun, þ.e. um
helgar, er byrjað kl. 14 en annars kl.
17. Hægt er að fylgjast með öllum
úrslitum og sjá allar skákimar á
Netinu. Slóðin er: www.sim-
net.is/hellir.
Skiptamunsfórnir!
Amar Gunnarsson er kunnur
baráttumaður við skákborðið. I 1.
umferð átti hann í höggi við fremsta
skákmann Svía um þessar mundir,
ættaðan austan úr Rússlandi. Svi-
inn varð að taka á honum stóra sín-
um og spumingin er hvort Amar
hafi ekki átt mun betra tafl undir
lokin.
Hvítt: Amar Gxmnarsson -
Svart: Evgenij Agrest
Hollensk vöm
1. c4 f5 2. Rf3 Rf6 3. g3 g6 4.
Bg2 Bg7 5. Rc3 0-0 6. 0-0 d6 7. d4
c6 8. Dc2 Kh8 9. Hdl Ra6 10. Bg5
De8. Hér er venjulega leikið 11. d5
en Amar hefur annað í huga. En
reglan er sú að leika ekki sama
manninum oft í byrjuninni. Þá
reglu er að vísu hægt að þverbrjóta
í undantekningartillfeUum. 11. Dd2
Df7 12. De3 He8 13. d5 cxd5 14.
cxd5 Rg4 15. Dd2 Rc5 16. Bf4 Bd7
17. h3 Rf6 18. Rg5 Dg8 19. Be3 a5.
23. Rh4 Df7 24. Bxb7 Hab8 25. Bd5
Rxd5 26. Dxd5 Df6 27. Dxc5 g5 28. Rf3
Df7. Amar hefur náð að skapa sér
rýmra tafl og lætur nú tU skarar
skríða. Eiginlega nauðsynlegur leik-
ur ef svartur ætlar að tefla tU vinn-
ings en áhættusamur. Svartur fóm-
ar tveimur peðum - getur það stað-
ist?!
Hér hefðu varkárari sálir leikið
29. Habl og reynt að halda sér fast!
Eða jafnvel leikið 29. Dxa5!? 29. Hd5
Hec8 30. Da7 Ha8 31. Db7. Hér gat
svartur þráleikið hrókunum tU jafn-
teflis en mikið vUl meira! 31. - De8
32. Hddl?! Hví ekki að fórna
skiptamun með 32. Rxe5 Bxe5 33.
Hxe5 Dxe5 34 Dxd7 og nóg hefur
hvítur af peðunum? 32. -Hab8 33.
Da7 Hxb2 34. Ra4 e4! Hér er það
svartur sem notar tækifærið og
fómar skiptamun. 35. Rxb2 exf3.
Hér kemur vel tU greina að leika
36. Habl fxe2 37. Hel og staðan er
óljós. En leikur Amars er ekki
Sævar
Bjarnason
skrifar um skák
Skákþátturinn
slæmur, mistökin koma í 38. leik.
36. exf3 Bxb2 37. Hel Dd8 38.
He7? Mun betra var 38. Habl og
Amar virðist hafa vel teflanlega
stöðu. Bxal 39. Hxd7 Dg8 40. Hc7
Hd8 41. Dxa5 f4 42. Hc6 fxg3 43.
fxg3 De8 44. Db6 Del+ 45. Kg2
Dd2+ 46. Df2 Dd5 47. Ha6 Bg7 48.
De2 Hb8 49. Kfl Hbl+ 0-1.
Þeir jafnaldrar, sem fæddust
heimsmeistaraeinvígisárið 1972,
hafa marga hUdina háð gegnum
árin, þó þeir tefli ekki eins mikið
hvor við annan lengur eins og geng-
ur. Hannes er nú stórmeistari og
stigahæstur íslendinga. Sigurður
Daði er öflugur skákmaður en
starfar sem lífefnafræðingur. Þeir
félagar hafa eflaust báðir brosað í
kampinn, enda tefldu þeir stór-
skemmtUega.
Hvltt: Hannes Hlífar Stefáns-
son - Svart: Sigurður Daði Sigfús-
son.
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 RfB 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7.
Bb3 0-0 8. a4 b4 9. d3 d6 10. c3
Hb8 11. a5 Bg4 12. Bc4 bxc3 13.
bxc3.
Upphafið að stórskemmtilegum
sviptingum. 13. - Rxa5 14. Hxa5
Hxbl 15. Hxa6 Dc8 16. d4 d5 17. exd5
e4 18. Dc2 exf3 19. Dxbl Bd6.
Sigurður Daði hefur fómað
skiptamun en Hannes sér við henni!
20. Dd3 fxg2 21. Ba3 Bf5 22. De2
He8 23. Ddl Hxel+ 24. Dxel Bf4
25. De7 h5 26. Hxf6 gxf6 27. d6
cxd6 28. Bxf7+ Kh8 29. Dxf6+ Kh7
30. Bxh5 Dd7 31. Bf3 Db5 32.
Kxg2 Dd3 33. Dh4+ 1-0.