Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 DV Fréttir Síðastliðinn þriðjudag var dómur kveðinn upp í nokkuð óvenjulegu dómsmáli á Bretlandi. Breski sagn- fræðingurinn David Irving, sem í fyrra höfðaði meiðyrðamál á hend- ur bandaríska prófessornum Deborah Lipstadt fyrir ummæli hennar þess efnis að Irving væri gyðingahatari sem neitaði Helför- inni og væri hliðhollur nýnasisma, tapaði málinu eftir að Lipstadt var sýknuð af ákæru um ærumeiðingar. Neitar Helförinni Þar með lauk rúmlega 30 daga réttarhöldum sem vakið hafa gríð- arlega athygli ekki síst vegna þeirra ummæla sem Irving hefur látið frá sér fara um Helförina. Hann hefur m.a. neitað þvi að gasklefarnir í Auschwitz hafi verið til og segir að þeir hafl verið reist- ir eftir stríð sem eins konar Dis- neyland fyrir þá sem vildu skoða hörmungar stríðsins. Þá hefur Irv- ing sagt að það hafl ekki verið ætl- un Hitlers að útrýma gyðingum á kerflsbundinn hátt og að tölur yfir þá sem létust i þýskum útrým- ingarbúðum séu stórlega ýktar og að þar hafi ekki fleiri látið lífið en gengur og gerist i fangabúðum þar sem tala dauðsfalla er í hærri kant- inum. Ummæli af þessum toga hafa verið áberandi í bókum Irvings undanfarin 10-15 ár en hann hefur skrifað yfir 30 bækur um Helförina og áhrifamenn innan þýska ríkis- ins á timum seinni heimsstyrjald- ar. Þar hefur hann einkum getið sér orð fyrir nákvæmni í rann- sóknum sínum og umfjöllun um einstök atriði auk þess sem fáir fræðimenn skáka honum hvað varðar þekkingu á sögu Þýska- lands á valdatíma Hitlers. Erlent ■ fréttaliós * __________.. Dáður af þjóðernissinnum Á seinni árum hefur orðið æ erf- iðara fyrir Irving að fá bækur sín- ar útgefnar og árið 1992 voru bæk- ur hans bannaðar í Þýskalandi og honum meinað að stiga fæti á þýska grund framar en þar í landi er refsivert að neita Helförinni eða sýna samúð með sjónarmiðum nas- ista af hvaða tagi sem er. Sama er uppi á teningnum í Kanada, Aust- urríki, Ástralíu og á Ítalíu en öll þessi ríki hafa meinað honum að- gang á þeim forsendum að hann hafi gerst brotlegur við lög. Irving hefur því bæði verið dáð- ur og hataður en meðal þeirra sem hafa sótt kjark í skrif hans eru ýmsir hópar þjóðernisinna í Bandaríkjunum og Evrópu og næg- ir þar að nefna samtök Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, nýnasista í Evrópu og Bandarikjunum og Landssamband evrópskættaðra Bandaríkjamanna sem er með höf- uðstöðvar sínar í New Orleans. Þeir sem hafa gagnrýnt Irving hvað harðast eru auk Ísraelsríkis, gyðinga og afkomenda þeirra sem létust í Helförinni, samtök á borð við Simon Wiesenthal-stofnunina og prófessorar og fyrirlesarar sem kenna sögu gyðinga og ofsókna á hendur þeim. Höföar meiöyröamál í þessum hópi er Deborah Lip- stadt, prófessor við Emory-háskóla í Atlanta i Georgíufylki, en hún gagnrýnir Irving i bók sinni, Hel- Irving á leið í réttarsalinn David Irving þurfti aö fara úr jakkanum viö réttarhöldin eftir aö eggjum var fleygt í hann fyrir utan dómhúsiö þjóðernissinna þar sem hann héldi fyrirlestra úr efni bóka sinna sem samræmast skoðunum þeirra. Hann bar til baka fullyrðingar Irvings - sem hann heldur fast í enn þann dag í dag - að gasklefarn- ir hafi verið uppspuni, að Hitler hafl ekki verið ábyrgur fyrir dauða gyðinga og að mun færri hafi látist í útrýmingarbúðum en tölur gefa til kynna. Sagði Justice Gray dómari að þessar rangfærslur væru vísvit- andi settar fram af hans hálfu til að þær samræmdust persónuleg- um skoðunum hans. Gray viður- kenndi að vísu að sumar af fullyrð- ingum Lipstadt um Irving væru óviðurkvæmilegar en sagði að ásakanir þær sem bornar hefðu verið á hann og væru jafnframt sannar væru það alvarlegar að allt annað félli í skuggann af því. í kjölfarið var málinu vísað frá og Irving gert að greiða allan máls- kostnað og önnur tilfallandi gjöld aö upphæð 200 milljónir króna. Staðreyndum leynt Óvist er hvort Irving áfrýjar dómnum en menn hafa á orði að hér hafi hann fallið á eigin bragði. Hann mun þó eiga að vinum fjölda fjársterkra stuðningsmanna og skoðanabræðra sem eru boðnir og búnir að standa straum af máls- kostnaði og halda baráttu hans áfram við að endurheimta trúverð- ugleika sinn sem fræðimaður. En er efasemdamaður um Hel- förina hæfur til að skrifa sem sagn- fræðingur? Mark Mazower, sagnfræðingur við Princeton-háskóla, sagði að „ef menn einskorðuðu sig við höfunda sem eru fræðilega á sama máli og þeir væru ýmsar sagnfræðilegar staðreyndir útilokaðar á sama tíma“. Það sé því nauðsynlegt að taka allar hugmyndir til greina en „mestu máli skiptir hvemig slíkt efni er meðhöndlað". Michael Geyer, prófessor í evr- ópskri samtímasögu við háskólann í Chicago, bendir hins vegar á að það sé ótækt að útiloka staðreynd- ir svo að þær samræmist ákveð- inni kenningu líkt og Irving hefur gert í ritum sínum. Rithöfundurinn Raul Hilberg tekur í sama streng þegar hann segir: „Þú getur skapað tálsýn sem gefur algjörlega rangar upplýsing- ar með því að leyna staðreyndum, jafnvel þó allt sem þú segir sé satt.“ förinni neitaö: Vaxandi árás á sannleika og minningu þar sem hún fer m.a. hörðum orðum um Ir- ving og kallar hann „hættulegasta talsmann þeirra sem neita Helför- inni“ og að „honum sé tamt að nýta nákvæmar upplýsingar og móta þær og samræma að sínum niðurstöðum". Þessi ummæli voru Irving hins vegar um megn - hann hafði mætt miklu andstreymi frá andstæðing- um sínum og var það farið að hafa áhrif a trúverðugleika hans sem fræðimanns. Árið 1996 hætti út- gáfufyrirtækið St. Martin’s Press viö að gefa út nýjustu bók hans sem var pólitísk ævisaga þýska áróðursmeistarans Jósefs Göbbels þar sem Irving hélt því m.a. fram að það hefði verið Göbbels - ekki Hitler - sem stóð að baki fjöldamorðunum á gyðingum. Irving höfðaði sem áður segir meiðyrðamal á hendur Lipstadt en kaus að gera það i Bretlandi en ekki í Bandaríkjunum þar sem samkvæmt bresku réttarkerfi er undir hinum ákærða komið að sanna réttmæti ásakananna (í þessu tilfelli Lipstadt) en ekki Ir- vings eins og þekkist í bandaríska réttarkerfinu. Það var því ljóst að það var á brattann að sækja fyrir prófessor Lipstadt að sanna rétt- mæti jafnalvarlegra ásakana og að ásaka aðra manneskju um gyð- ingahatur og að afneita Helförinni. Að mati Lipstadt kom þó aðeins eitt til greina og það var að berjast til síðasta blóðdropa. Gyöingahatari Síðastliðinn þriðjudag, eftir 30 daga stif réttarhöld, var dómur loks upp kveðinn þar sem dómari las m.a. upp úr útdrætti á 66 siðna dómsúrskurði sínum. Þar segir hann augljóst að Irving hafi í rit- um sínum dregið verulega úr vægi ódæðisverka Hitlers, sérstaklega með tilliti til viðhorfa hans til gyð- inga og ábyrgðar gagnvart meðferð nasista á gyðingum. Hann sagði augljóst að hann væri hliðhollur hugmyndafræði nasista og benti í þessu sambandi á hversu tíður gestur Irving væri á samkomum ýmissa hægrisinnaðra Byggt á the Times, The New York Times, Reuters o.fl. Lipstadt ásamt fórnarlambi úr fangabúðum nasista Lipstadt felldi tár eftir aö dómurinn var upp kveöinn. David Irving tapar meiðyrðamáli á hendur Deborah Lipstadt og Penguin-útgáfufyrirtækinu Féll á eigin bragði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.