Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Helgarblað I>V Ríkir Bandaríkjamenn: Falla fyrir hestinum Vinsældir íslenska hestsins i Banda- ríkjunum á síðustu árum hafa verið stigvaxandi og virðast flest fylkin í þessu stóra landi vera heilluð af „þarfasta þjóninum". Mikil hefð fyrir hestamennsku af ýmsu tagi er í land- inu öllu, sérstaklega þó i Suðurríkjun- um. Þrátt fyrir það eru Bandaríkin ekki auðsóttur markaður. Islenski hesturinn er t.d. það frábrugðinn öðr- um hestum í reiðlagi og umgengni að þeir sem hafa tileinkað sér reiðlist „stóru hestanna" verða að endurskoða margt er kemur að þeim íslenska. Margir myndu áætla að Suðurríki Bandaríkjanna væru ekki sérlega hentug fyrir íslenska hestinn hvað veðurfar snertir. En þeir sem til þekkja segja að hann spjari sig furðu vel og sé fljótur að laga sig að aðstæð- um. Valur Blomsterberg hefur síðustu þrjú ár starfað við markaðssetningu og sölu á íslenska hestinum í Kalifomíu og víðar í Bandaríkjunum. Hann segist hafa áttað sig á því þegar hann var við nám í markaðsfræðum í Kalifomia State University að möguleikar á að koma íslenska hestinum inn á markað í Kalifomíu væra miklir. Loftslagið er þurrt og hentar hestinum einkar vel. Mikill áhugi er á hestamennsku yflr- leitt og flestir þeir sem halda hesta hafa þá við heimilið sitt þannig að landrými er til staðar. Valur segir að orðspor hestsins hafi farið úr „cute little pony“ í það að fólk segir í dag: „Er þetta þessi íslenski sem allir tala um?“ „Bandaríkjamenn og þá sérstaklega þeir sem búa i Kalifomíu leita mikið í það sem kalla má „originaT og það má segja um íslenska hestinn," segir Val- ur sem komið hefur sér upp hestamið- stöð miðja vegu milli San Diego og Los Angeles. Hann lét slag standa fyrir þremur árum og fór út til að kanna áhugann og leggja grunn að því að senda hesta út. Hann fór síðan heim og fékk Kristin Skúlason í samstarf með mér sér. Er þetta sá íslenski? „Við sendum út 23 hesta í fyrstu til að sjá hvað markaðurinn þurfti. Þeir fóru fljótlega og það hvatti okkur til að halda áfram. Skömmu síðar kaupi ég búgarðinn sem ég nefni, Ice Horse USA Ranch og flölskyldan mín kom hingað út í framhaldi af því. Ég hellti mér út í botnlaust markaðsstarf sem fólst i því m.a. að sýna hestinn og kynna hjá ýmsum reiðklúbbum sem höfðu önnur hestakyn og koma fólkinu á bak.“ Valur segir að orðspor hestsins hafi farið úr „cute little pony“ í það að fólk segi í dag: „Er þetta þessi íslenski sem allir tala um?“ „Nú er svo komið að íslenski hestur- inn er kominn á stærstu hestasýningu í Kalifomíu „Night of the Horses" sem haldin er einu sinni á ári og það er gíf- urlegur sigur fyrir hestinn. Það em allir að herja á Bandaríkja- markað, hvort sem það er með hesta eða eitthvað annað. Því em Banda- ríkjamenn varkárir í viðskiptum og kreflast upplýsinga og heiðarleika. Þegar þeir finna að þetta er til staðar em þeir traustir og áreiðanlegir við- skiptavinir. Ég tel að við eigum ekki eingöngu að horfa í sölutölur heldur árangur í markaðsvinnu og hana get- um við mælt í orðspori og eftirspum. Það er ekki nóg á þessum markaði að selja hest og þakka svo pent fyrir sig. Með hverjum hesti sem selst verður að vera ákveðin eftir- fýlgni." ( útreiðartúr á ICE Horse búgarðinum. Frá vinstri: Brynhildur Blomsterberg, eiginkona Vals, Valur og Sólveig Ásgeirsdóttir tamningakona Allír á nám- skeið „Þegar kúnninn kemur í upphafi byrjum við á því að teyma undir hverj- um og einum sama hve vanur knapinn er á hestum. Reiðlag á íslenskum hestum er í raun alveg öfúgt við flest önnur hesta- kyn. Því læt ég afla fara á reiðnámskeið sem kaupa af mér hesta. Síðan hef ég það fyrir reglu að menn geta skilað hestinum eftir ákveðinn tíma ef hon- um líkar hann ekki. Þetta er mjög mik- ilvægt því ég legg mikið upp úr því að orðspor hestsins og mitt sé í lagi. Hest- urinn er mjög viðkvæm vara og það þarf að fara gætilega á öflum sviðum. Þeir sem koma hingað á búgarðinn og vilja prófa hestinn læt ég skrifa undir yfirlýsingu um að þeir geri það á eigin ábyrgð. Þetta þarf að gera til að tryggja að ef einhver dettur af baki og slasast geti sá hin sami ekki málsótt mig. Þetta er jú land málssókna. Þó hestur- inn virki lítifl fyrir Bandaríkjamönn- um þá er hann sterkur og fljótur að taka af mönnum ráðin ef kunnáttan er ekki fyrir hendi. Nær aflir þeir sem prófa hestinn hrifast af honum og þá er það aðaUega sinni og það gerist að ég fæ upphring- ingu frá fólki sem heyrt hafi af slíkum upplifunum og hafi áhuga á að prófa og jafnvel kaupa hest. Svo em það einnig margir sem hafa hvekkst á öðr- um hestakynjum og finnst íslenski hesturinn himnasending“. Valur segir að hann og Kristinn, sem búsettur er á íslandi, leggi mUda vinnu í að finna hesta sem henta Bandaríkjamarkaði. „Það er gott að geta leitað tfl sama aðUans sem þekkir markaðinn og hvað þarf tU í það og það skiptið. Hestur sem telst góður reiðhestur á íslandi er ekki endUega góður hér úti“. Flestir gera kröfú um það að hestur- inn sé þægur, töltgengur og hæfilega stór. Einnig skipta litir miklu máli því eins og áður var sagt hafa flestir Kali- fomiubúar hestinn heima við og því Valur Blomsterberg afhendir Anne MaKie fyrsta íslenska hestinn sem hún eignast. Hesturínn laðar fólk í heimsókn „Ég er t.d. að koma með stóran hóp á landsmótið í Víðidal. Einnig verður farið í hestaferðir og hrossaræktarbú skoðuð, sem og land og þjóð. Það er svo merkUegt tU þess að hugsa að íslenski hesturinn fær fólk tU að fara í fyrsta sinn frá Bandaríkjunum og það aUa leið tU íslands. Sumir þurfa jafnvel að ná sér í vegabréf í fyrsta skipti á æv- inni. Það getur verið hreint ævintýri að sjá hvað þessu fólki finnst mikið tU íslands koma, sjá heimaland hestsins og heimsækja þann bæ sem þeirra hestur kemur frá. Þetta virkar kannski furðulega á okkur en þetta lýsir því hvað þetta er viðfeðm at- vinnugrein". Þessi grein viðskipta kemur svo víða við að það er erfitt að ímynda sér hvar mörkin liggja. Valur segist ánægður með þann framgang sem hesturinn hefur fengið en segir að mik- U vinna sé fram undan í markaðssetn- ingu, við að auka hróður íslenska hestsins. Hinrik Ólafsson Valur ásamt Jenny Winbigter sem starfar á búgaröinum. ganghæfnin og geðslagið. Margt af því fólki sem kemur tU mín hefur haft önnur hestakyn og það kemur því skemmtUega á óvart hve hesturinn er meðfærUegur, hæfi- leikar&ur og hlýr í viðmóti. Á búgarðinum okkar em góðar reiðleiðir og hingað koma ýmsir hópar eingöngu tU að fara í útreiðartúr og njóta þess að vera út í náttúrunni með ís- lenska hestinum. Þó þetta fólk kaupi ekki af mér segir það frá upplifun aðUar fara fram á það við hann. „Annars get ég sagt frá því svo menn geri sér grein fyrir þessum við- skiptum að hver hestur getur verið meira virði en bUlinn sem þetta fólk ekur á. Margir bytja á að festa kaup á einum hesti en vUja svo fá fleiri. Þetta fólk veit alveg hvað það viU og það þarf lítið tfl að fyrirbærið „íslenski hestur- inn“ verði tískufyrirbæri hjá slíku fólki." En starfsemin hjá Val er ekki ein- göngu að selja hesta því eins og áður segir þarf að halda regluleg námskeið og fara á helstu hestasýningar og mót. Fjarlægðimar era gifurlegar í Banda- rUcjunum því era slík ferðalög tíma- frek og kostnaðarsöm. Valur er t.d. með mikla sölu á íslenskum reiðtygj- um og fatnaði. Flestir þeir sem kaupa íslenskan hest hafa þann draum um að koma tU íslands og sjá hestinn f sinu eiginlega umhverfi. Ferðast um landið á hestum, fara á stærri hestamanna- mót og kynnast landi og þjóð. Valur segist koma regluiega með hóp af sín- um viðskiptavinum, þó aðaUega á sumrin, þó svo að það færist í vöxt að menn vUji koma á öðrum árstímum tU að kaupa hross. „Sumir vUja jafnvel kaupa hross hér heima sem eiga möguleika inn á lands- mót og koma síðan og horfa á sitt hross með íslenskum knapa keppa meðal þeirra bestu.“ slensk umferöarskilti setja skemmtilegan svip á umhverfiö á ICE Horse búgaröinum. skiptir máli að hafa sem flest litaaf- brigði. Rika og fræga fólkið Kalifomía er meðal annars þekkt fyrir að þar býr ríkt og frægt fólk sem veit ekki aura sinna tal. Valur segist hafa slíkt fólk sem viðskiptavini en vUl ekki gefa upp nein nöfn þar sem þeir Horft frá búsgaröinum yfir fagrar lendur Kaliforníu. „Annars get ég sagt frá því svo menn geri sér grein fyrir þessum viðskiptum að hver hestur getur verið meira virði en bíllinn sem þetta fólk ekur á. “ íslenska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.