Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 DV Hundruð manna á biðlista eftir meðferð: Hrotuvakn- ing í sam- félaginu - sjúklingar sem þjást af kæfisvefni geta fengið bót rneina sinna Kæfisvefn er algengari sjúkdóm- ur en margan grunar en taliö er aö um 4% mannkyns þjáist af kæfisvefni í einni eöa annarri mynd. Á síðustu árum hefur biðlist- um eftir meðferð við kæfisvefni fjölgað gríðarlega hér á landi og læt- ur nærri að hundruð manna séu á slíkum listum. Það hefur því orðið hrotuvakning í samfélaginu eins og einn viðmælandi orðar það. Fólk getur kafnaö Að sögn Eyþórs Bjömssonar, sér- fræðingi í öndunarsjúkdómum, stafar sjúkdómurinn fyrst og fremst af þrengslum í loftvegi sem veldur því að sjúklingurinn festir illa svefn, auk þess sem hann á oft erfitt með að anda sem aftur veldur minni súrefnismettun í blóðinu og öndunarhléum. í slíkum öndunar- hléum getur sjúklingurinn hætt að anda i hálfa til eina minútu hverju sinni þar sem öndunarflæði um loft- vegi lokast einfaldlega þannig að sjúklingurinn á á hættu að kafna. Að sögn Eyþórs Björnssonar læknis ágerist sjúkdómurlnn eftir því sem árin færast yfir - öndunarhléin verða iengri og tíðari og getur þetta tvennt hæglega stefnt sjúklingnum í bráða hættu. Ofug ryksuga Hallur lýsir tækinu sem öfugri ryksugu sem blási loftinu út i staö þess aö sjúga þaö inn. En það er ekki bara hættan á köfnun sem hrjáir þá sem haldnir eru kæfisvefni heldur annað, sem er þeim mun algengara, að menn ná ekki aö festa svefn almennilega á nætumar og fá þar með ekki nægi- lega hvíld til að takast á við verk- efni dagsins. Dæmi eru um að menn sem þjást af kæfisvefni hafi jafnvel ekki sofið almennilega svo árum skiptir. Karlmenn og feitlr í meirihluta Að sögn Eyþórs er sjúkdóms- greiningin fólgin í því aö sjúkling- urinn er boðaður i viðtal og í fram- haldi af því er viðkomandi látinn gista næturlangt á spítala, annað- hvort á Vífilsstöðum eða á Geðdeild Landspítalans, þar sem hann er tengdur við vél sem mælir öndunar- hléin í svefninum, en út frá því er kæfisvefn m.a. ákvarðaður. Kæfisvefn getur þó jafnframt verið í tengslum við aðra sjúkdóma, þ.á m. of háan blóöþrýsting, hjartabilanir, heilablóðfall og elliglöp. Eyþór bendir einnig sérstaklega á þá hættu sem steðjar að fólki sem ekki er nægilega úthvílt þegar það mætir til vinnu og nefnir að mönnum í þessum hópi sé flmm sinnum hættara við umferðarslys- um en öðrum vegna þreytu og lélegs viðbragðs. Af þeim sem þjást af sjúkdómnum eru karlmenn i þónokkrum meiri- hluta en einnig hefur verið sýnt fram á að sjúkdómurinn er mun al- gengari meðal svartra og Asíubúa þar sem lögun höfuðkúpu þeirra er öðruvísi en hjá hvítum og kokið þrengra. Þar fyrir utan er talið að þéttvaxið fólk sé í sérstökum áhættuhópi enda eru meiri líkur á að hold safnist í kringum háls og valdi þrengslum í koki. Allt betra en hroturnar í makanum En hvað gerist ef ekkert er að gert? Að sögn Eyþórs ágerist sjúk- dómurinn eftir því sem árin færast yfir - öndunarhléin verða lengri og tiðari og getur þetta tvennt hæglega stefnt sjúklingnum í bráða hættu. Sjúkdómurinn er, eins og áður seg- ir, metinn út frá öndunarhléum en meðferð er byggð á því hversu tíö þau eru. Ef litlar breytingar verða á öndunarhléum er fólki yfirleitt ráð- Það er ekki bara hœttan á köfnun sem hrjáir þá sem haldnir eru kcefisvefni heldur ná menn ekki að festa almennilega svefn á nœtumar og fá þar með ekki nœgilega hvíld til að takast á við verkefni dagsins. lagt að grenna sig. Þá eru einnig til sérstakir bitgómar sem draga fram neðri kjálka og tungu og koma í veg fyrir að öndunarvegur lokist. Þá eru einnig stundum gerðar að- gerðir á koki þar sem hluti af mjúka gómnum, úfurinn og hálskirtlar eru fjarlægðir. Séu hins vegar miklar breytingar á öndunarhléum stendur fólki til boða tæki sem leyst getur vanda þess. Tæki þetta er eins og skókassi i laginu en úr því liggur slanga með grímu á öðrum endanum sem er lögð yfir vit þess sem sefur. Tækið, sem er tengt við rafstraum, blæs stöðugum loftstraumi um slönguna og heldur öndunarveginum opnum. Að sögn Eyþórs nota um 700 manns hér á landi þetta tæki, sem hefur gefið góða raun, en hann segir það ekki óalgengt að sá sem notar þennan búnað þurfi að sofa með slöngu alla sina ævi þar sem tækið lækni ekki kæfisvefn heldur haldi einkennum niðri. „Fólki líst náttúrlega ekkert allt of vel á að þurfa að sofa með svona grímu en þetta kemst upp í vana og menn hætta að kippa sér upp við þennan búnað,“ segir Eyþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.