Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 24
24 Fréttir LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 ____________PV Lyflaverslun,;, islands ^i ^ Pharmaco híre Ijj íslenskar ift* fiskafurölr hf. 'rt '^■ísbú , Hampiðj; HampiöJ; Útrás íslendinga Stoke > Bónus: Færeyjar, Bandaríkin, Svíþjóö Sjólasklp: Kanaríeyjar NASCO: Kanada, Lettland, Eistland, Litháen, Rússland EJS: Kína, Ástralía Fluglelölr: Evrópa, Bandaríkin Islenskar flskafuröir hf.: Rússland, Svíþjóö Stoke Holding: England Grandi: Chile, Mexíkó Hamplðjan: Nýja-Sjáland, Portúgalj Namibla, Bandaríkin, írland, Noregur, Mexlkó. Domlno's Pizza: Danmörk Kaupþing: Lúxemborg, Bandaríkin, Svíþjóö OZ: Svíþjóö, Bandaríkin Fjárfestingabankl atvfnnulífsins: Bretland Isbú: Kína, Rússland Hnlt: Eystrasaltslöndin, Rússland Pharmaco: Búlgaría, Rússland Sæplast: Noregur, Kanada, Indland Samherji: Bretland, Færeyjar, Bandarlkin, Þýskaland Pizza '67: Danmörk, Lettland, Klna Básafeli hf.: Kanada Össur hf.: Bandarikin SIF hf.: Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Spánn, Brazilía, Noregur, Ítalía, Rússland SH: Bandarlkin, Bretland, Rússland Byko: Lettland, Rússland Lyfjaverslun íslands: Litháen Eimsklp: Bandaríkin, Holland, Bretland, Noregur, Japan Rúmfatalagerinn: Færeyjar, Kanada Marel hf.: Kanada, Bretland, Frakkland, Danmörk, Bandaríkin Arthur Treachers: Bandaríkin Herballfe: Bandaríkin íslendingar eiga fyrirtæki um allar koppagrundir: Fiskveiðar, gervi- limir og pitsur - heimsbyggðin eitt athafnasvæði og ekkert er íslendingum óviðkomandi Sjávarútvegsfyrirtæki eru lang- umsvifamest þar sem litið er til strandhöggs islenskra fyrirtækja i útlöndum. Það kemur ekki á óvart aö SÍF hf. er langstærst á heimsvísu þegar litið er til ijölda tengdra fyrir- tækja. SÍF er samsett úr íslenskum sjávarafurðum og Sölusambandi is- lenskra fiskframleiðenda. Sá sam- runi átti sér staö á síðasta ári og ástæða þess að saman gekk var ekki síst sú að ÍS haföi tapað stórt í Rúss- landi og víðar. Önnur sjávarútvegs- fyrirtæki, svo sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, eru einnig um- svifamikil í útlöndum. SH hefur að sama skapi og gamli samkeppnisað- iiinn tapað háum fúlgum í Rúss- landi. Talið er að samanlagt hafi risamir tveir tapað sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna. Niður- staðan er sú að báðir hafa hopað þaðan, sem og fyrirtæki í öðrum greinum. Rússneski björninn hefur því klóraö mörg fyrirtæki og sum nær til ólífis. í myrkviöi rússnesks efnahagslífs má þó finna einn sólar- geisla sem er gos- og bruggverk- smiðja gamla Hafskipsforstjórans, Björgólfs Guðmundssonar í St. Pét- ursborg. Sú verksmiðja blómstrar eftir því sem næst verður komist. Annar sem hefur verið að gera það gott er gamli sjónvarpsstjórinn á Stöð 2, Jón Óttar Ragnarsson, sem flestu rúinn hélt til Ameríku og stofnaði félag í því skyni að megra feita Ameríkana. Reksturinn undir merkjum Herbalife blómstraði og nú er Jón Óttar forríkur af tiltæk- inu. Flest íslensk fyrirtæki róa á ör- ugg mið, svo sem Bandaríkin og Evrópu, þangaö sem bankar og önn- Þessi þjóð í Dumbshafi fœst við útgerð, matvcelavinnslu, banka- starfsemi, trjávinnslu, smíði gervilima og jafnvel hafa uppskriftir að pitsum orðið víðfrœgar. ur fyrirtæki teygja sig. En þeim er ekkert í hinum stóra heimi óviö- komandi. Þessi þjóð í Dumbshafi fæst viö útgerð, matvælavinnslu, bankastarfsemi, trjávinnslu, smíði gervilima og jafnvel hafa uppskrift- ir að pitsum orðið víðfrægar. Þá hefur hin víðfræga Bónusformúla Jóhannesar náö fótfestu í Færeyjum og landnám í Ameríku er í fuflum gangi. Eitt sinn reyndu íslendingar að koma á fót lakkrísverksmiðju í Kína en þaö endaði með ósköpum. Helstu eigendur lakkrísverksmiðj- unnar í Kína voru Hafldór Jóhanns- son og Stefán Jóhannsson. Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur sat i stjóm lakkrísfabrikkunnar ásamt Björgúlfi Jóhannssyni, nú forstjóra Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað en þáverandi tjármálastjóra Samherja. íslendingar eru á fullu í hnattvæðingu þeirra viðskipta sem sannað hafa sig á íslandi. Margir eru að gera það gott en síðan eru hinir sem misst hafa fótfestuna úti í hinum stóra heimi. Útgerö og vinnsla Marel hf. er eitt þeirra fyrirtækja sem skotist hafa upp á stjörnuhim- ininn. Fyrirtækið sérhæfir sig í smíði fiskvinnslulína og alls kyns tæknibúnaðar til fiskvinnslu. í krafti sérþekkingar sinnar hefur fyrirtækið átt viðskipti viða um heim og starfsvettvangur 492 starfs- manna fyrirtækisins á sér engin landamæri. Þannig á Marel jöfnum höndum viðskipti við Nýja-Sjáland í suðri og Grænland í norðri. Starfs- stöðvar og tengd fyrirtæki eru í Kanada, á Bretlandi, í Frakklandi og í Danmörku. Marel á meirihluta í danska fyrirtækinu Carnitech A/S sem síðan á dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Sem sagt á góöu róli. í Kanada eiga íslendingar hluti í rækjuverksmiðjum og útgerðum togara sem er eölflegt framhald af þeim tengslum sem myndast hafa vegna stórfelldra veiða íslendinga á Flæmska hattinum. Meðal þeirra sem stóöu að stofnun fyrirtækis um rækjuverksmiöju var Básafefl hf. á Reynir Traustason blaöamaöur Isafirði. Grandi hf. í Reykjavík hef- ur um árabfl ásamt fleirum verið aö byggja upp rekstur fyrirtækjanna Pesquera Siglo S/A og Nautico S/A í Mexíkó og Deris S.A. í Chile. Rekstur þessara fyrirtækja hefur gengið vel og er þar þakkaö hægfara uppbyggingu þar sem fátt hefur far- ið úr skorðum. Bakkavör hf., sem er að hluta í eigu Granda hf., hefur einnig verið að gera það gott erlend- is. Það fyrirtæki keypti sænskt fyr- irtæki sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á kældri vöru. Fyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði gerir út þrjá stóra frystitogara frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Ekki er haft hátt um þann rekstur en DV hefur fyrir því heimUdir að sá rekstur sé með ein- dæmum arðbær. Upphafið má rekja til þess að fyrirtækið sigldi frysti- togaranum Heinaste suður eftir árið 1998 þar sem hann var gerður út tU veiða á uppsjávarfiski. Svo góð reynsla var af veiðum skipsins að á síðasta ári bættust við togaramir Alfa og Beta. Þama er fyrst og fremst um það að ræða að íslensk þekking sé lögð til og hún skUar ár- angri. Sama má segja um fyrirtækið NASCO sem gerir út á annan tug skipa frá Kanada og hefur náð yfir- ráðum yfir stærstum hluta rækju- kvótans þar. NASCO rekur útgerð- arfélög í Lettlandi, Litháen, Eist- landi og Rússlandi, auk rækjuverk- smiðju í Kanada. Fiskafurðir hf. hafa sérhæft sig í útgerð í Barenst- hafi. Það fyrirtæki hefur gegnum tíöina keypt og selt Rússafisk. Fiskafurðir eiga stóran hlut í sænska fyrirtækinu Scandsea A/S sem einnig á hlut í Fiskaafurðum. Sameiginlega reka þessi fyrirtæki um 20 togara í Barenstshafi og víð- ar auk móðurskips. Fyrirtækin hafa fjárfest í rússneskum togurum sem þau endurleigja síöan fjárvana út- gerðum og gera út skip þeirra. ÖU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.