Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Qupperneq 24
24 Fréttir LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 ____________PV Lyflaverslun,;, islands ^i ^ Pharmaco híre Ijj íslenskar ift* fiskafurölr hf. 'rt '^■ísbú , Hampiðj; HampiöJ; Útrás íslendinga Stoke > Bónus: Færeyjar, Bandaríkin, Svíþjóö Sjólasklp: Kanaríeyjar NASCO: Kanada, Lettland, Eistland, Litháen, Rússland EJS: Kína, Ástralía Fluglelölr: Evrópa, Bandaríkin Islenskar flskafuröir hf.: Rússland, Svíþjóö Stoke Holding: England Grandi: Chile, Mexíkó Hamplðjan: Nýja-Sjáland, Portúgalj Namibla, Bandaríkin, írland, Noregur, Mexlkó. Domlno's Pizza: Danmörk Kaupþing: Lúxemborg, Bandaríkin, Svíþjóö OZ: Svíþjóö, Bandaríkin Fjárfestingabankl atvfnnulífsins: Bretland Isbú: Kína, Rússland Hnlt: Eystrasaltslöndin, Rússland Pharmaco: Búlgaría, Rússland Sæplast: Noregur, Kanada, Indland Samherji: Bretland, Færeyjar, Bandarlkin, Þýskaland Pizza '67: Danmörk, Lettland, Klna Básafeli hf.: Kanada Össur hf.: Bandarikin SIF hf.: Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Spánn, Brazilía, Noregur, Ítalía, Rússland SH: Bandarlkin, Bretland, Rússland Byko: Lettland, Rússland Lyfjaverslun íslands: Litháen Eimsklp: Bandaríkin, Holland, Bretland, Noregur, Japan Rúmfatalagerinn: Færeyjar, Kanada Marel hf.: Kanada, Bretland, Frakkland, Danmörk, Bandaríkin Arthur Treachers: Bandaríkin Herballfe: Bandaríkin íslendingar eiga fyrirtæki um allar koppagrundir: Fiskveiðar, gervi- limir og pitsur - heimsbyggðin eitt athafnasvæði og ekkert er íslendingum óviðkomandi Sjávarútvegsfyrirtæki eru lang- umsvifamest þar sem litið er til strandhöggs islenskra fyrirtækja i útlöndum. Það kemur ekki á óvart aö SÍF hf. er langstærst á heimsvísu þegar litið er til ijölda tengdra fyrir- tækja. SÍF er samsett úr íslenskum sjávarafurðum og Sölusambandi is- lenskra fiskframleiðenda. Sá sam- runi átti sér staö á síðasta ári og ástæða þess að saman gekk var ekki síst sú að ÍS haföi tapað stórt í Rúss- landi og víðar. Önnur sjávarútvegs- fyrirtæki, svo sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, eru einnig um- svifamikil í útlöndum. SH hefur að sama skapi og gamli samkeppnisað- iiinn tapað háum fúlgum í Rúss- landi. Talið er að samanlagt hafi risamir tveir tapað sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna. Niður- staðan er sú að báðir hafa hopað þaðan, sem og fyrirtæki í öðrum greinum. Rússneski björninn hefur því klóraö mörg fyrirtæki og sum nær til ólífis. í myrkviöi rússnesks efnahagslífs má þó finna einn sólar- geisla sem er gos- og bruggverk- smiðja gamla Hafskipsforstjórans, Björgólfs Guðmundssonar í St. Pét- ursborg. Sú verksmiðja blómstrar eftir því sem næst verður komist. Annar sem hefur verið að gera það gott er gamli sjónvarpsstjórinn á Stöð 2, Jón Óttar Ragnarsson, sem flestu rúinn hélt til Ameríku og stofnaði félag í því skyni að megra feita Ameríkana. Reksturinn undir merkjum Herbalife blómstraði og nú er Jón Óttar forríkur af tiltæk- inu. Flest íslensk fyrirtæki róa á ör- ugg mið, svo sem Bandaríkin og Evrópu, þangaö sem bankar og önn- Þessi þjóð í Dumbshafi fœst við útgerð, matvcelavinnslu, banka- starfsemi, trjávinnslu, smíði gervilima og jafnvel hafa uppskriftir að pitsum orðið víðfrœgar. ur fyrirtæki teygja sig. En þeim er ekkert í hinum stóra heimi óviö- komandi. Þessi þjóð í Dumbshafi fæst viö útgerð, matvælavinnslu, bankastarfsemi, trjávinnslu, smíði gervilima og jafnvel hafa uppskrift- ir að pitsum orðið víðfrægar. Þá hefur hin víðfræga Bónusformúla Jóhannesar náö fótfestu í Færeyjum og landnám í Ameríku er í fuflum gangi. Eitt sinn reyndu íslendingar að koma á fót lakkrísverksmiðju í Kína en þaö endaði með ósköpum. Helstu eigendur lakkrísverksmiðj- unnar í Kína voru Hafldór Jóhanns- son og Stefán Jóhannsson. Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur sat i stjóm lakkrísfabrikkunnar ásamt Björgúlfi Jóhannssyni, nú forstjóra Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað en þáverandi tjármálastjóra Samherja. íslendingar eru á fullu í hnattvæðingu þeirra viðskipta sem sannað hafa sig á íslandi. Margir eru að gera það gott en síðan eru hinir sem misst hafa fótfestuna úti í hinum stóra heimi. Útgerö og vinnsla Marel hf. er eitt þeirra fyrirtækja sem skotist hafa upp á stjörnuhim- ininn. Fyrirtækið sérhæfir sig í smíði fiskvinnslulína og alls kyns tæknibúnaðar til fiskvinnslu. í krafti sérþekkingar sinnar hefur fyrirtækið átt viðskipti viða um heim og starfsvettvangur 492 starfs- manna fyrirtækisins á sér engin landamæri. Þannig á Marel jöfnum höndum viðskipti við Nýja-Sjáland í suðri og Grænland í norðri. Starfs- stöðvar og tengd fyrirtæki eru í Kanada, á Bretlandi, í Frakklandi og í Danmörku. Marel á meirihluta í danska fyrirtækinu Carnitech A/S sem síðan á dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Sem sagt á góöu róli. í Kanada eiga íslendingar hluti í rækjuverksmiðjum og útgerðum togara sem er eölflegt framhald af þeim tengslum sem myndast hafa vegna stórfelldra veiða íslendinga á Flæmska hattinum. Meðal þeirra sem stóöu að stofnun fyrirtækis um rækjuverksmiöju var Básafefl hf. á Reynir Traustason blaöamaöur Isafirði. Grandi hf. í Reykjavík hef- ur um árabfl ásamt fleirum verið aö byggja upp rekstur fyrirtækjanna Pesquera Siglo S/A og Nautico S/A í Mexíkó og Deris S.A. í Chile. Rekstur þessara fyrirtækja hefur gengið vel og er þar þakkaö hægfara uppbyggingu þar sem fátt hefur far- ið úr skorðum. Bakkavör hf., sem er að hluta í eigu Granda hf., hefur einnig verið að gera það gott erlend- is. Það fyrirtæki keypti sænskt fyr- irtæki sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á kældri vöru. Fyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði gerir út þrjá stóra frystitogara frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Ekki er haft hátt um þann rekstur en DV hefur fyrir því heimUdir að sá rekstur sé með ein- dæmum arðbær. Upphafið má rekja til þess að fyrirtækið sigldi frysti- togaranum Heinaste suður eftir árið 1998 þar sem hann var gerður út tU veiða á uppsjávarfiski. Svo góð reynsla var af veiðum skipsins að á síðasta ári bættust við togaramir Alfa og Beta. Þama er fyrst og fremst um það að ræða að íslensk þekking sé lögð til og hún skUar ár- angri. Sama má segja um fyrirtækið NASCO sem gerir út á annan tug skipa frá Kanada og hefur náð yfir- ráðum yfir stærstum hluta rækju- kvótans þar. NASCO rekur útgerð- arfélög í Lettlandi, Litháen, Eist- landi og Rússlandi, auk rækjuverk- smiðju í Kanada. Fiskafurðir hf. hafa sérhæft sig í útgerð í Barenst- hafi. Það fyrirtæki hefur gegnum tíöina keypt og selt Rússafisk. Fiskafurðir eiga stóran hlut í sænska fyrirtækinu Scandsea A/S sem einnig á hlut í Fiskaafurðum. Sameiginlega reka þessi fyrirtæki um 20 togara í Barenstshafi og víð- ar auk móðurskips. Fyrirtækin hafa fjárfest í rússneskum togurum sem þau endurleigja síöan fjárvana út- gerðum og gera út skip þeirra. ÖU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.