Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000 Helgarblað !OV Drew Barrymore Barrymore fór meó vini sínum i bankann um daginn og þaö komst í fréttirnar. Með kærastan- um í bankann Drew Barrymore og unnusti hennar í þrjá mánuði, Tom Green, sáust fara saman í bankann á dögunum. Nú gætu menn freistast til þess að halda að svo hversdagsleg athöfn séu ekki beinlínis fréttamatur en það nú aldeilis ekki svo í þessu tilviki. Þetta var nefnilega sæðis- banki í heimaborg þeirra, Hollywood, og erindið var að Tom garmurinn vildi leggja inn í bankann nokkurt magn til síðari tíma afnota. Tom hefur átt við þau veikindi að stríða að forstigsbreytingar krabba- meins greindust í öðru eista hans og óvíst hvort undaneldi er raimhæfur kostur í framtíð- inni. Tom og Drew vildu þess vegna hafa vaðið fyrir neðan sig og eiga smávarasjóð í bank- anum ef þau gripu í tómt þegar til fjölgunar kæmi. Aðspurður sagði Tom við fréttamenn þegar út kom að þetta væri eiginlega ekkert erfitt. Mönnum væri afhent dolla, lánuð kvikmynd að eigin vali og vísað í þægilegt her- bergi. Við getum reiknað með að hann hafi notið aðstoðar Drew við að fylla á dósina. Heygarðshornið Man eftir Snædrottn- ingunni - Stefán Baldursson rifjar upp sín fyrstu kynni af Þjóðleikhúsinu 20. apríl nk. verður þvi form- lega fagnað að 50 ár eru liðin frá vígslu Þjóðleikhússins við Hverf- isgötu. Þá verður frumsýnt leikrit- ið Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare en margvíslegir aðr- ir atburðir á leikárinu hafa mark- að því sérstöðu sem afmælisári. „Við kusum að láta afmælið setja svip á allt árið frekar en vera með eina hátíð. Við höfum horft til fortíðar í verkefnavali ársins eins og Vér morðingar eftir Guð- mund Kamban og Gullna hiiðið eftir Davíð Stefánsson bera með sér en einnig hafa verið settar upp sérstakir atburðir eins og dagskrá byggð á ljóðum Þórarins Eldjáms og tónlist Jóhanns G. Jóhannsson- ar og feiknavinsælt búningaupp- boð. Þetta mun halda áfram í haust meðan afmælisleikárið var- ir,“ sagði Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri í samtali við DV. Leikhúsið efndi til leikritasam- keppni í tilefni afmælisins og leik- rit Ragnars Arnalds, Landkrabb- inn sem hlaut fyrstu verðlaun, er á fjölunum í vetur en fleiri verk sem komu til álita verða færð upp næsta vetur. Það á meðal verður leikrit Andra Snæs Magnasonar, Villibömin á bláa hnettinum, sem fékk einnig íslensku bókmennta- verðlaunin þó í öðru formi væri. Stefán hefur starfað í íslensku leikhúsi í um aldarfjórðung og gegnt starfi þjóðleikhússtjóra frá árinu 1991 og starfar nú eftir samningi til ársins 2004. „Mér finnst nú reyndar að menn megi ekki verða of mosa- grónir í stöðum eins og þessari. En mér fannst ég eiga sitthvað ógert hér og ákvað að takast á við Framtiðin Ég var á leiðinni heim um daginn og kveikti á útvarpinu. Á útvarpsstöð- inni Radíó var símaat - einhver ná- ungi að hringja út um allt og spyrja fólk hvort það hefði ekki dottið í það um helgina. Á meðan ég hlustaði lenti hann á tíu eða ellefu ára krakka og þegar útvarpsmaðurinn spurði ráð- villt barnið í þriðja sinn hvort það hefði ekki farið á fyllerí um helgina skipti ég. Á kristilegu stöðinni var þögn. Á rás eitt var þögn. Á rás tvö var maður að segja frá spennandi verkefni sem hann væri að fást við: það var framtíðin. Hann er aö búa hana til handa okkur. Ég fór að hlusta. Manni virtist sem hann hefði þann starfa með höndum að sitja við og reyna að fmna okkur not fyrir alla þá tækni sem þegar er til og þegar er hægt að ímynda sér að til verði á næstunni, og finna jafnframt nýjar leiðir við að tæknivæða tilveru okkar. Þetta var geðslegur maður að heyra og hann fyllti mig kvíða. * * * Tækninýjungamar sem hann talaði um voru reyndar ekki neitt til að rjúka upp til handa og fóta yfir. Sjálf- ur virtist hann hugfanginn af ein- hverjum gardínufídus: einhver útbún- aður átti að draga frá gardínurnar þegar sólin skín svo að hægt væri að hita íbúðina og lækka kyndingar- kostnaðinn - eða var það öfugt? Svo átti maturinn i ísskápnum að vera gervigreindur. Gulrætumar, mjólkin, þetta enn um sinn. Áskorunarlisti frá starfsfólki leikhússins hafði þar sitt að segja.“ Hvemig metur Stefán stöðu leikhússins á þessu afmæli? „Ég tel að leikhúsið standi vel í listrænum skilningi. Við höfum á að skipa mjög sterkum leikara- hópi, ég vil segja einum þeim fjöl- hæfasta og sterkasta frá upphafí starfseminnar. Hér starfa 40 fast- ráðnir leikarar og ég tel að í þeim hópi liggi styrkur okkar. Þótt hér séu margir listamenn á öðrum sviðum sem koma að skapandi starfí og séu ómissandi þá endar þetta allt í starfi leikararns. Þar kristallast það sem leikhúsið býr til.“ Vitringarnir þrír Stefáni verður tíðrætt um þær skyldur sem Þjóðleikhúsið hafi sem flaggskip íslenskrar leiklistar sem beinast annars vegar að stjórnvöldum sem gera leikhúsinu kleift að uppfylla þær en hins veg- ar að leikhúsinu sjálfu. „Það felst svolitið í eðli starfs leikarans að vilja alltaf sækja fram og gera eitthvað nýtt. Það er mjög gott en það verður alltaf að hafa í huga að áhorfendur eiga að fylgja með. Mjög framsækið til- raunaleikhús er eitthvað sem er gaman að fást við en leikhús eins og Þjóðleikhúsið hefur skyldur við alla áhorfendur og er í stakk búið til þess að sýna verk af öllu tagi eins vel og kostur er.“ í tíð Stefáns hefur erlent sam- starf verið meira áberandi í starfi leikhússins en oft áður. Sérstak- lega eru „vitringamir þrír“ frá Litháen, leikstjóri, leiktjaldahönn- sultan frá í fyrra og það allt saman átti tengjast internetinu einhvern veg- inn en því er stolið úr mér hver not áttu að vera af því. Kannski átti mat- urinn að segja við mann: ekki borða mig fyrr en klukkan þrjú, þú þarft fyrst að klára að melta jógúrtið. Eða eitthvað. „Þama er verið að taka af börnunum helgasta rétt þeirra: réttinn til einvem. Réttinn til þess að geta verið einn og óhultur í herberginu sínu djúpt sokkinn í tindáta- leik, bók, þanka, tölvu, eitthvað. Réttinn til að skella hurðinni og vera einn í fýlu. Vera einn - finnast vera einn: En allt átti að tengjast intemetinu - það man ég - allt snerist um eitthvert húsnet sem virtist eiga að ríða um ailt húsið eða alla ibúðina og stórt og smátt skyldi flækt i þetta net. Húsnet- ið átti einmitt að stjórna þessu gard- ínumöndli og maður átti ailtaf að vera forrita - það var hluti af kvíðanum: ég kann ekki að forrita og sé mig engan veginn í anda sitjandi við öll kvöld að DV-MYND TEITUR Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri Stefán hefur stýrt leikhúsinu frá 1991 og núverandi samningur viö hann gild- ir til 2004. Stefán kom fyrst í Þjóöleikhúsiö 6 ára aö sjá Snædrottninguna og gleymir því aldrei. uður og tónskáld, að verða ís- lenskum leikhúsgestum hugstæð- ir en fyrir þeim fer leikstjórinn Rimas Tuminas og er hann vænt- anlegur til starfa enn einu sinni í haust og verður það fjórða upp- færslan sem hann stýrir. Verður þetta samstarf aukið á næstu árum? „Það þarf að vera jafnvægi í þessu því við hljótum að leita að okkar eigin listrænu sjálfsmynd sem byggir á okkar menningu. Er- lent samstarf i Þjóðleikhúsinu hef- ur alla tíð verið nokkuð en það kann að vera að val á samstarfsað- ilum hafi ekki verið eins mark- visst á árum áður. Við höfum markvisst leitað að því sem við töldum vera í fremstu röð. Ég er viss um að þetta samstarf hefur nú þegar haft meiri áhrif í ís- lensku leikhúsi en margir átta sig á.“ — Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. forrita moppur, hnífapör og paprikur. Þetta var þó ekki það kvíðvænlegasta - þetta var ekki það sem gerði það að verkum að mér rann raunverulega kalt vatn milli skinns og hörunds og fór að líða eins og staddur í miðju Le- onard Cohen laginu, The future. * * * Alls staðar áttu að vera litlar myndavélar. Alveg sérstaklega í bamaherbergjunum. í þættinum ríkti mikil hrifning á þessu. Þetta átti nefnilega að gera foreldrunum kleift að fylgjast með börnunum úr vinn- unni - maður átti sem sagt að hafa skjá á borðinu sínu í vinnunni og fylgjast grannt með öllu sem fram færi á heimilinu, og jafnvel gripið inn í ef svo bæri undir. Krakkarnir kannski að rífast og þá kemur rödd úr loftinu: hættiði að rífast þama! Getur ekki einhver stöðvað þennan mann? Þarna er verið að taka af börn- unum helgasta rétt þeirra: réttinn til einveru. Réttinn til þess að geta verið einn og óhultur í herberginu sínu djúpt sokkinn í tindátaleik, bók, þanka, tölvu, eitthvað. Réttinn til að skella hurðinni og vera einn í fýlu. Vera einn - finnast vera einn: Það mikilvægasta er ekki endilega að vera einn, heldur hafa það á tilfinningunni að maður sé einn. Hvemig þegnar koma út úr þeim bömum sem alist hafa upp við það að hafa á tilfinning- unni að alltaf sé fylgst með þeim af einhverjum ósýnilegum? Það er mesti misskilningur okkar daga í bamauppeldi að það að fylgj- ast með bömum komi í stað þess að vera með bömum. Að ósýnilegt auga jafngildi nærvera. Nokkrir skólar hafa tekið upp á þeirri endaleysu að fylla lóðir sínar af myndavélum sem eiga að hafa fælingarmátt gagnvart einelti og og annarri vondri hegðun á skólalóðinni. Þegar ég var í Voga- skóla var nú bara hann Skúli smíða- kennari á vappi og fór jafnvel í stór- fiskaleik með okkur þegar sérstak- lega vel lá á honum. Af hverju eru kennaramir ekki með bömunum í frímínútum ef sannað þykir að þau geti ekki verið ein úti? Myndavél- amar byggja múr milli kennara og nemenda, gera kerfið ópersónulegt, skapa óvin. Hið sama mun gerast á heimilunum ef framtíðardraumar geðslega mannsins á rás tvö rætast. Því öll þessi forritun og allar þessar myndavélar miða að því að gera heimilið að sýndarveruleika, að sýndarheimili. Hvað er heimili? Ekki síst baukið við litlu hlutina, misvel heppnað og takturinn sem þessir hlutir em í - ráði þessi mað- ur mun sami takturinn ríkja á öll- um heimilum. Látum engan taka af okkur það að vökva blómin skyndi- lega eftir margra vikna þurrk, ryk- suga þegar við nennum því, laumast í ísskápinn i skjóli nætur, vaska upp af ástríðu, hlusta á asnalega músík, valhoppa á nærbuxunum um alla íbúð á sólrikum degi af því maður er einn heima: stöndum vörð um heimilin: klippum strax húsnet- in þegar þau koma því annars verða þau eins og þymigerðið sem hóf sig hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.