Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 27
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
DV
Helgarblað
60 ARA FAGLEG REYNSLA
27
Samstarf, ekki sameining
Nú er uppi sú staða í íslensku
leiklistarlífi að stærsti keppinaut-
ur Þjóðleikhússins hefur fengið
nýjan yfirmann sem er vinsælasti
leikstjóri Þjóðleikhúss til margra
ára. í samtíma okkar er og mikið
rætt um sameiningu og hagræð-
ingu á ýmsum sviðum. Hefur sú
hugmynd heyrst að sameina leik-
húsin?
„Ekki í alvöru," segir Stefán og
finnst hugmyndin augljóslega
brosleg.
„Samkeppni og þá einkarlega
heiðarleg samkeppni er stóru leik-
húsi eins og þessu alveg nauðsyn-
leg og ég vil að hún sé til staðar.
Ég vænti góðs af samstarfi við
Guðjón Pedersen á ýmsum svið-
um. Samstarf húsanna hefur verið
svolítið, einkum í formi lána á
leikurum, en ég get vel séð fyrir
mér aukið samstarf. En ekki sam-
einingu.
Þjóðleikhúsið hefur í minni tíð
átt mikið samstarf við ýmsa leik-
hópa í samfélaginu og ég tel að
það samstarf hafi alltaf verið báð-
um til góðs og hyggst halda áfram
að líta jákvætt á alla þróun á því
sviði.“
Meira pláss væri gott
Nú er Þjóðleikhúsið eitt grón-
asta kennileiti borgarinnar en það
er 50 ára gamalt hús, byggt eftir
teikningu frá 1930. Er ekki orðið
þröngt um ykkur?
„Það var rætt þegar við vígslu
hússins að nauðsynlegt væri að
byggja við það og stækka og það
var hugmynd Guðjóns Samúels-
sonar arkitekts að slikt væri góð-
ur kostur.
Húsið var endurbætt mjög mik-
ið fyrir skömmu en það var ein-
ungis sá hluti sem snýr að áhorf-
endum. Endurbætumar náðu ekki
nema að sviðsbrúninni. Þótt stóra
sviðið sé gott leikhús þá eru
geymslur af skornum skammti og
tæknibúnaður úr sér genginn og
margt sem ekki svarar kalli tím-
ans. Mér finnst eðlilegt að halda
endurbótum áfram og byggja síð-
an við húsið að austanverðu. Þar
gætu orðið til góðar geymslur og
síðan mætti verða til 250-300
áhorfenda salur í kjallara. Smíða-
verkstæðið, sem komið var á fót í
minni tíð, hefur löngu sannað
gildi sitt en er heldur lítið. Hitt er
svo annað mál að Þjóðleikhúsið
verður alltaf hér enda þetta gamla
og merka hús sneisafullt af góðum
leikhúsöndum hálfrar aldar.“
En hvenær kom Stefán fyrst í
Þjóðleikhúsið?
„Ég man það afskaplega vel. Ég
var sex ára gamall árið 1951 og
það var verið að sýna Snædrottn-
inguna eftir H.C. Andersen. Ég
var algerlega heillaður og tel mig
enn muna heilar senur úr verk-
inu. Mörgum árum seinna, þegar
ég kom hér inn i öðru hlutverki,
„Við höfum á að skipa
mjög sterkum leikara-
hópi, ég vil segja einum
þeim fjölhœfasta og
sterkasta frá upphafi
starfseminnar. Hér starfa
40 fastráðnir leikarar og
ég tel að í þeim hópi liggi
styrkur okkar. “
gerði ég þau mistök að fara og
skoða ljósmyndir úr sýningunni
og þá reyndist leikmyndin ekki
vera eins glæsileg og í minninu.
En þetta er galdur leikhússins."
Vísir frá vígsludegi
Fátt skilar tíðarandanum betur
en gömul dagblöð og við skulum
grípa niður í frásögn Vísis af
vígslu Þjóðleikhússins 20. apríl
1950 eins og hún birtist lesendum
daginn eftir.
„Þá hófst sýning á Nýársnótt-
inni eftir Indriða Einarsson, en
segja má að kvöldið hafl verið
helgað þessum frumkvöðli og af-
bragðsmanni í íslenzkum leik-
menntarmálum. Gangur leiksins
skal ekki rakinn hér að sinni, að-
eins tekið fram að leikendur stóðu
sig með mikilli prýði eins og vera
bar á þessum merkisdegi.
Vafalaust má telja að leikhús-
gestir hafi orðið hrifnir af ljósaút-
búnaði sviðsins ekki sist þá, er
sýnd var skæðadrífa, snemma í
leiknum, norðurljós á himni og
ýmislegt annað sem til þessa hef-
ur ekki gefizt kostur á að sýna
hér. Má með sanni segja, að nú
loksins hefur íslenskum leikurum
gefizt boðlegur leikvangur og
sæmilegir atvinnumöguleikar
með hinu nýja og veglega húsi.“
-PÁÁ
HE 500
Kr.15.2D5,-
LAUFSUGUR-BLÁSARAR
G LIMGERÐISKLIPPUR
KURLARAR
FÖSTUO., LAUGARD., SUNNUD.
KLIPPT OG SKORIÐ
fyrir sumario
HE 400
Kr. 11.250.
Kr. 19.980,-
aBi
___ _______A 1 Aw I XV Ijt
Grcen verslunarmiðstöð
STEKICJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300