Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 34
34
LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000
Tímarit
mánaðarins
...a tilboðsverði
Helgarblað ________________________________________________________________H>"V
Pagur i lífi________________________________________________
z /
Olafur Guðsteinn tónlistarmaður, einnig þekktur sem OGUÐ:
Hátíðartónleikar á Gauknum
- undirbúningur, átök og fögnuður
IFæst á
blaðsölustöðum
Síðasti þriðjudagur í lífi mínu var
tileinkaður rokki og róli. Þá stóð
Örkumlútgáfan, sem ég tilheyri, að
tónleikum á Gauki á Stöng ásamt
Logsýru, útgáfufyrirtæki Saktmóði-
gs. Þessir tónleikar voru hugsaðir
sem nokkurs konar kynningar- og
fjáröflunartónleikar fyrir pönk-
safndisk sem Örkumlútgáfan er að
fara að gefa út á næstunni. Diskur-
inn á að vera minnisvarði um pönk-
hátíðimar þrjár sem Örkumlútgáf-
an stóð fyrir í MH ‘96, ‘97 og ‘98 og
verða á honum einungis lög sveita
sem þar komu fram. Tvö bönd voru
því fengin til viðbótar við Örkuml
og Saktmóðig til að spila á tónleik-
unum. Það voru Fallega gulrótin og
Forgarður helvítis. Einnig kom
fram hljómsveitin Óskalög sjúk-
linga sem sérstakur gestur en á ekki
efni á diskinum.
Risið úr rekkju - tvisvar
Nokkurn veginn svona leið dag-
urinn.
Eitthvað glumdi í eyrum mér í sí-
fellu: „Pabbi, vaknaöu, pabbi, vakn-
aðu.“ Að lokum náði mælandinn til-
ætluðum árangri. Er ég nuddaði
stírurnar úr augunum varð mér
strax ljóst að dagurinn var enn all-
ungur. Kannski of ungur. Tóku nú
við hefðbundnar morgunvenjur þar
sem morgunhanakomi og kalki í
vökvaformi var dælt í skál fyrir
litla hávaðasegginn. Að þessu loknu
læddist sú hugsun að mér að réttast
Olafur Guösteinn
„Nú var maöur tilbúinn í átökin og ekkert því aö vanbúnaöi fyrir þaö fara aö rokka úr sér
og öörum ráö og rænu. “
væri að skríða aftur upp í fletið, til
að hvíla sig betur. Auðvitað lét mað-
ur það eftir sér. Reyndar þurfti að
hóta litla skrípinu því að það myndi
missa úr nammidag fengi gamli
maðurinn ekki að hvíla sig ögn bet-
ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR HJÁ OKKUR.
r. . ..........
yrtivörur
- •■vv-H■ ■„■■■■ .....
Nýtt körtatímabii.
Opið 10:00- 18:00 iau.
FULL BÚÐ AF GLÆNÝJUM VÖRUM.
TOPSHOP
' T O P M A N
ur. Það var jú stór og mikill dagur
fram undan og nauðsynlegt að vera
vel stemmdur.
Um það bil klukkutími leið, og
risið var úr rekkju á ný. Næst á dag-
skrá var að ferðbúast. För var heit-
ið á leikskólann Lindarborg þar
sem sú litla hefur aðsetur á daginn,
á meðan pabbi og mamma gegna
sínum mikilvægu störfum. Haldið
var svo heim aftur, þar sem rýnt
var í skólabækurnar og rembst við
að rækta toppstykkið, ásamt því
mikilvæga verki að setja bjórinn i
kæli (enginn verður spældur ef
bjórinn er nógu vel kældur). Öðru
hvoru var þó tekin pása frá andans
iðjunni og var þá tekið til við að
hringja og senda tölvupóst í gríð og
erg lil fjölmiðla. Einhverjir verða jú
að vita af því sem í vændum er.
Tilbúinn í átökin
Er þarna var komið við sögu var
aðeins farið að líða á daginn og
komið að leiðinlegasti hluta þess að
standa í tónleikahaldi. Að róta. Það
þurfti aumingja ég að gera einn (ég
á samt ekkert betra skilið). Dlu er
best aflokið, svo að draslinu var
Sviösljós
rumpað niður á
Gauk á mettíma.
Þá tók við
hljóðprufun sem
einnig er leiðin-
leg. Sem betur var
ekki þörf á aðstoð
minni við hana
svo að ég gat
henst eftir krakk-
anum og konunni.
Krakkinn var á
sínum stað en
konan var farin.
Ég var vist eitt-
hvað seinn fyrir
og leiddist henni
svo biðin að hún
fékk vinkonu sína
til að sækja sig í
minn stað. Heim
aftur. Krakka
skilað. Kona
kysst. Niður í bæ
á ný. Farið yfir
tónleikamál og
rabbað við Skjá
einn ásamt Davíð
hógværa úr Sakt-
móðigi. Fylgst
með endanum á
hljóðprufunni.
Allt virtist vera
að smella saman.
Allt er þegar þrennt er, því í
þriðja sinn gekk ég inn fyrir þrösk-
uldinn á híbýlum mínum. Langþráð
hvíld. Sturta. Bjór. Sjónvarpsgláp
(aaaaaaaaaaaa). Nú var maður til-
búinn í átökin og ekkert að vanbún-
aði fyrir það fara að rokka úr sér og
öðrum ráð og rænu. Er komið var á
Gaukinn hófst neysla á fjörmjólk
(bjór), sem er alveg nauðsynleg ætli
maður sér að líta sannfærandi út
sem rokkari.
Góðu kvöidi fagnað
Það er skemmst frá því að segja
að tónleikarnir tókust vel í flesta
staði. Þ.e. aUa nema...... hum!!
sleppi því að nefna einhverja van-
kanta. Þetta tókst alveg með ágæt-
um. Fullt af fólki. Hljómsveitimar í
fantaformi. Og örugglega einhver
peningur í kassann fyrir útgáfuna.
Já, lífið getur verið gott öðru hvoru.
Auðvitað varð svo að fagna vel
heppnuðu kvöldi er heim var kom-
ið. Það kom í verkahring minn og
tengdapabba að gjöra svo. Fagnað-
arlætin voru góð og stóðu fram und-
ir morgun.
Stallone og Madonna
verst á öldinni
- fengu bæði gullna hindberið
í Hollywood era ekki aðeins veitt
verðlaun fyrir bestu frammistöðu sem
allir þekkja og era kennd við Óskar.
Þar eru enn fremur veitt árlega verð-
laun sem era kölluð Golden Raspberry
eða Gullna hindberið. Þau era veitt
fyrir alveg sérstaklega slæma frammi-
stöðu og era ekki næstum því eins eft-
irsótt og óskarsverðlaunin.
Verðlaun gullna hindbersins era
byggð upp nákvæmlega eins og ósk-
arsverðlaunin, með tilnefningum og
síðan vali úr þeim hópi í mörgum
flokkum. Siðasta verðlaunaafhending
var sérstök aldamótaafhending og þá
vora veitt tvenn sérstök heiðursverð-
laun til versta leikara aldarinnar og
verstu leikkonu aldarinnar.
Það var Sylvester Enzio Stallone sem
fékk gullna heiðurshindberið sem versti
leikari aldarinnar. Sérstaklega var
minnst á kvikmyndir eins og Judge
Dredd og Rambo-myndröðina við af-
hendinguna en, eins og aðdáendur
Stallone muna eflaust, hefur hann leik-
ið í 49 kvikmyndum sem ná yfir allan
óþægindaskala bíóunnenda, aút frá því
að vera rífandi skemmtilegar yfir í það
að vera óbærilega leiðinlegar. Það fylgir
ekki sögunni hvort Enzio var mættur á
staðinn til að veita hindberinu viðtöku
en það var annar ítali sem fékk hin
heiðursverðlaunin. Það var nefiiilega
Madonna Veronica Louise Ciccone,
eða Madonna, sem var útnefnd versta
leikkona aldarinnar. Madonna hefur
leikið í 22 kvikmyndum og tekist hvað
best upp þegar hún leikur sjálfa sig í
heimildarmyndum um Madonnu.
IJryal
-1 stuttu máli sagt