Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 4 ^Ferðir DV Reykingar leyföar Northwest-flugfélagið hefur leyft reykingar á lengri flugleiðum, flug- þjónum til mikillar armæðu. Bandarískir flugþjónar: Mótmæla reykjar- svælu Flugþjónar bandaríska flugfé- lagsins Nortwest Airlines una því ekki lengur að þurfa að sinna störf- um sínum í mettri reykjarsvælu í háloftunum. Flest flugfélög heims- ins hafa bannað reykingar en ein- staka félög, þar á meðal Northwest, leyfa ósómann á lengri flugleiðum. Þetta fer fyrir brjóstið á flugþjón- unum og þeir höfðuðu mál gegn fé- laginu. Áfrýjunardómstóll í Seattle dæmdi flugþjónunum í vil og taldi að reyklausir flugþjónar ættu ekki •' að vinna við slíkar aðstæður. Lög- menn flugþjónanna fóru fram á háar skaðabætur. Ekki fylgir dómnum niðurstaða um hugsanleg- ar skaðabætur tfl flugþjónanna en að sögn talsmanns Northwest er málinu ekki lokið því félagið hyggst áfrýja dómnum. Hjólatúristi Skynjari setur mótor í gang þegar álagiö verður of mikið. Rafknúin reiðhjól: ^Harðsperr- ur heyra sögunni til Hjólreiðar geta verið hin mesta skemmtun einkum þegar ferðast er um framandi staði. Margir þekkja þó hversu hjólreiðamar geta tekið í og harðsperrur eru oft fylgifiskur hjá ferðamönnum sem hafa ekki verið duglegir í líkamsræktinni. Breska fyrirtækið Easyriders hef- ur fundið lausn á þreytu hjólreiða- manna. Fyrirtækið býður nú til leigu reiðhjól, sem við fyrstu sýn era ekkert frábrugðin venjulegum s. hjólum, sem eru búin tölvustýrðum rafmótor. Fullkominn skynjari á hjólinu nemur hraða hjólsins, álag á fótstig og vindstyrk. Ef álagið hraði hjólreiðamannsins minnkar úr hófl fram og álagið á fótstigin eykst að sama skapi fer mótorinn í gang. Þannig er hjólið rafknúið þegar þurfa þykir en að öðru leyti þarf hjólreiðamaðurinn sjálfur að sjá um erfiðið. Þeir sem vilja kynna sér þessa tegund reiðhjóla geta heimsótt slóðina www.easy-riders.co.uk á Netinu. Býrðu í Kuupmannohöfn? Ertu ó leiðinni ??? www.isiendingqfelagid.dk Hegðun og umgengni hótelgesta mismunandi eftir kynjum og stöðu: Kvæntir karlar hinir mestu snyrtipinnar Hver gengur best um hótelher- bergi? Svar: Sá sem gleymir að setja klósettsetuna niður heima hjá sér. Staðreyndin er nefnilega sú að giftir karlmenn eru snyrtilegri hótelgestir en konur. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fodor-útgáfufyrirtækisins þar sem hegðun 600 hótelgesta var könnuð. Þátttakendum var skipt upp í flokka eftir kynjum og einnig eftir því hvort fólk var gift eða ekki. Spumingar voru lagðar fyrir hóp- inn og það til dæmis kannað hvort fólk tæki fötin sin upp af gólfínu, hengdi upp handklæði á baðher- berginu, byggi um rúmið eða tæki almennt til á herberginu sínu. Meg- inniðurstöður könnunarinnar voru þær að ógiftar konur ganga verst um hótelherbergi en kvæntir karlar eru hins vegar hinir mestu snyrtip- innar þegar þeir dvelja á hótelum. Giftar konur búa um rúmið Um 68% kvæntra karla sögðust ávallt ganga frá fotunum sínum áður en þær færu út að morgni. Ókvæntir karlar fylgja hinum kvæntu fast á eftir en 61% þeirra lætur fataleppa ekki liggja á gólfum hótelherbergja. Rétt rúmur helming- ur giftra kvenna, 52%, sagðist einnig ganga frá fatnaði sínum. Herbergisþemur ættu að hafa nóg að gera við að taka til á baðherbergj- um því það er fremur óalgengt að hót- elgestir þreyti sig á því að hengja upp handklæði að notkun lokinni. í þess- um lið báru kvæntir karlar enn sigur úr býtum en 12% þeirra kunna lítt að meta blaut handklæði á gólfum. Þegar kemur að þvi að búa um rúmið standa konur sig i fyrsta skipti vel en 23% giftra kvenna byrja daginn alltaf á að búa um hót- elrúmið. Þá mældist munur á hótel- gestum eftir þvi hvort fólk var í sumarleyfi eða í viðskiptaerindum. Herbergisþjónusta er til að mynda mun meira notuð af þeim sem eru í Konur búa frekar um rúm Um 23% giftra kvenna þyrja daginn á að búa um sig. vinnuferðum og þeir hótelgestir eru að sama skapi mun snyrtilegri en hinir sem eru að skemmta sér. Tæp- ur helmingur þeirra sem er í fríi hefur ekki fyrir því að tina spjarim- ar upp af gólfmu né hengja hand- klæðin upp á baðherberginu. - cnn/travel Lundúnaaugað vekur áhuga víða um heim Þrátt fyrir að brösuglega hafl gengið að koma Lundúnaauganu, stærsta Parisarhjóli heims, af stað um síðustu áramót vekur hjólið mikinn áhuga víða um heim. Hjólið er ekki einasta vinsælt meðal ferða- manna sem heimsækja London heldur hafa fjölmargar borgir, þeirra á meðal Boston, Toronto og Sydney, sýnt því mikinn áhuga að koma upp eftirlíkingu hjólsins. Talsmenn flugfélagsins British Airways, sem eiga stærstan hlut í Lundúnaauganum, segja ekkert því til fyrirstöðu að fleiri hjól verði reist. Ferðamálaráðið í London er ekki alveg eins hriflð þvi þar á bæ telja menn að hjólið sé þegar orðið tákn borgarinnar, rétt éins og Eiffel- tuminn í París og Empire State byggingin í New York. Vinsældir Lundúnaaugans njóta vaxandi vinsætdí enda útsýni úr hjólinu einstakt. Hring eftir hring Kóngafólk kann líka aö meta gott útsýni. Andrés prins og fyrrum kona hans, Sarah Ferguson, buðu dætrum sínum í Lundúnaaugaö. Lundúnaaugað hóf ekki að snúast fyrr en í febrúar síðastliðnum en bilun gerði vart við sig í hemlabúnaði þegar átti að vigja það um áramótin. Vin- sældir hjólsins hafa vaxið jafnt og seld- ir aðgöngumiðar nálgast fýrstu millj- ónina. Ferð með hjólinu tekur tæpa klukkustund og kostar 7.45 pund á mann. Langar biðraðir eru við hjólið á degi hveijum og svartamarkaðsbrask er þegar farið að gera vart við sig. Hjá bröskurum kostar aðgöngumiðinn ekki undir tólf pundum. -reuter Mótmæla Flugmenn Air France vilja tala frönsku við sitt heimafóik. Franskir flugmenn æfir: Fyrirskipað að tala ensku Flugmenn franska flugfélagsins Air France eru ekki kátir þessa dag- ana enda hefur þeim verið bannað að tala sína ylhýru frönsku þegar þeir nálgast heimaland sitt. Flugfé- lagið hefur gefið út skipun þess efn- is að öll samskipti flugmanna við flugumsjónarmenn í Frakklandi eigi eftirleiðis að vera á ensku. Málið hefur vakið athygli í Frakklandi og málhreinsunarmenn segja þetta hinn mesta yfirgang og að nauðsynlegt sé að hamla gegn yf- irgangi enskrar tungu á þessum víg- stöðvum sem annars staðar. Ástæða þess að flugfélagið setti þessar reglur er þó ekki hrifning þess á ensku heldur að tryggja að flugmenn annarra flugfélaga geti alltaf skilið hvað fer fram í talstöðv- um þeirra þegar þeir fljúga til og frá Frakklandi. Þá blása talsmenn Air France á mótmælin og benda á að samræður flugmanna og flugum- sjónarmanna séu einfaldlega ekki hluti af franskri menningu. Öryggið beri að setja á oddinn og því verði flugmennimir að hlýða. Ekki er þó útséð um endalok þessa máls því þar sem Air France er i eigu ríkis- ins verða stjómvöld að samþykkja breyttar reglur og má búast við nið- urstöðu á næstunni. Himbriminn á siglingu Um tuttugu farþegar komast i hverja siglingu og algengast er að útsýnis- sigling taki um eina og hálfa klukkustund. Skemmtisiglingar um Þingvallavatn í sumar: Náttúran frá nýju sjónar- horni Þingvallasiglingar hafa undanfar- in sumur boðið upp á hefðbundnar útsýnis- og fræðsluferðir um Þing- vallavatn, allt eftir óskum hvers hóps. í sumar er ráðgert að halda siglingunum úti og í boði verða ýmsar sérferðir, til að mynda I tengslum við Kristnitökuhátíðina. Meðal ferða sem í boði verða má nefna siglingu með þjóðgarðinum að Amarfelli, Sandey, Nesjaey, Arn- arkletti, Hestvík og Jórukleif þar sem sögur herma að tröllskessan Jóra hafi búið fyrrum. Þá verða sérferðir fyrir hópa, til dæmis veiðiferðir. Þaulvanur heimamaður siglir bátnum, sem tekur um 20 farþega, og kynnir far- þegum jafnframt sögu og staðhætti. : j ; : ; I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.