Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 66
74
Tilvera
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
DV
Burtfarartónleikar
Ögmundur Þór Jóhannesson,
nemandi í gítarleik við Tónlistar-
skóla Kópavogs, heldur burtfarar-
tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi
Kópavogs, kl. 16. Á efnisskránni
eru verk eftir J.S. Bach, Mauro
Giuliani, Heitor Villa-Lobos, Astor
Piazolla, Leo Brouwer og Isaac Al-
bénis. Aðgangur ókeypis.
Opnanir
■ HAFNARBORO Kl. 16 verður opn-
uð sýning á málverkum Margrétar
> Sveinsdóttur í Hafnarborg. Sýningin
stendur til 1. maí og er opin alla
daga nema þriðjudaga, frá kl. 12 til
18.
■ LISTASAFN ÍSLANDS Annars
vegar fólk heitir sýning Birgis Andr-
éssonar sem opnuð verður í Lista-
safni íslands í dag. Um er að ræða
60 myndir af kunnum íslenskum
þjóösagnapersónum frá síðustu öld
og fyrri hluta 20. aldarinnar, allar
unnar upp úr prentuðum svarthvít-
um Ijósmyndum og prentaðar meö
tölvuprenti.
Jí ■ UÓSMYNDASÝNING í ÍS-
LENSKRI GRAFIK Kristín Hauks-
dóttir er myndlistarmaður sem lagt
hefur áherslu á Ijósmyndun og mal-
verk. Kl. 16 verður opnuð sýning eft-
ir hana í íslenskri grafík, Tryggva-
götu 17, sem nefnist Brot frá liðinni
old, 1993-99.
■ UÓSMYNDIR HJÁ SÆVARI
KARLI Aö loknu námi í Ijósmyndun í
Gautaborg vann Bára Kristinsdóttir
sem aðstoðarljósmyndari í Svíþjóð
og á Flórida. Hún starfar núna sjálf-
stætt sem iðnaðar- og auglýsinga-
Ijósmyndari. Bára hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum en opnar nú
þriöju einkasýningu sína í Galleríi
Sævars Karls. Opnað verður kl. 14
og boðiö verður upp á léttar veiting-
ar.
■ MYNDLISTARVOR j EYJUM í
Gallerí Ahaldahúsinu, á horni Græð-
isbrautar og Vesturvegar, opnar
Vignir Jóhannsson myndlistarmaöur
sýningu kl. 17 á vatnslitamyndum,
olíumálverkum og skúlptúrum.
■ STÖPLAKOT Helga Jóhannes-
dóttir opnar 5. einkasýningu sína,
Leir, gler, málmur, í Stöðlakotl við
Bókhlöðustíg kl. 15. Sýningin verður
opin daglega kl. 15-18. Lokað er á
mánudögum. Hún stendur til 7. maí.
■ SVARTA PAKKHÚSIÐ KEFLAVÍK
Siguröur Þórir opnar sýningu á teikn-
ingum við Ijóö Þórs Stefánssonar í
Svarta pakkhúslnu, Hafnargötu 2,
Keflavík, kl. 14. Sýningin stendurtil
24. april. Opið er virka daga kl. 16-
-18 og helgidaga kl. 14-18.
* Síðustu forvöð
■ STEINUNN OG ASMUNPUR I
LISTASAFNI REYKJAVIKUR Högg
myndasýningu Steinunnar Þórarins-
dóttur og úrval af verkum Ásmundar
Sveinssonar lýkur í Ásmundarsal
Listasafns Reykjavíkur í dag. Þetta
eru verk tveggja af merkustu mynd-
höggvurum Islands á heillandi sýn-
ingu.
Fundir
■ BOKASAMBANP ISLANDS Is
lenskar glæpasögur og afþreyingar-
bókmenntir er umræöuefni um- ,
ræöufundar sem Bókasamband ís-
lands stendur fyrir í Kornhlöðunni
við Bankastræti kl. 14. Kristinn
Kristjánsson og Ulfhildur Dagsdóttir
flytja framsöguerindi. Höfundar
Leyndardóma Reykjavíkur 2000
taka þátt 5 umræðunum og árita
bókina fyrir lesendur.
Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is
Skínandi stjarna
Laddi hefur verið ein skærasta stjarna íslenskra skemmtikrafta í 30 ár.
Laddi fagnar 30 árum í bransanum:
Enginn neðanbeltishúmor
- þarf ekki á honum að halda
ing. Fyrir hlé koma allir þessir karakt-
erar fram og þvælast fyrir Steini Ár-
manni sem er alltaf að reyna að kynna
Ladda. Eftir hlé verð ég svo bara á
sviðinu."
Sýningamar verða að minnsta kosti
tíu talsins en líklegt er að þeim fiölgi ef
eftirspum verður góð. Miðasala er þeg-
ar hafm og hefur farið mjög vel af stað.
Sem fyrr sagði verða sýningamar
haldnar I Bíóborginni sem Laddi vill
reyndar kalla Austurbæjarbíó. „Mér
finnst það mjög skemmtilegur staður,
auk þess sem hljómburðurinn er góður.
Ég lék þar í Kossinum í vetur og þá
kviknaði hugmyndin að sýningunni.“
Laddi sagði að ekkert hefði verið talað
um að farið yrði víðar um land með sýn-
inguna en hann teldi það þó ólíklegt
enda um mikið fyrirtæki að ræða. -EÖJ
Hinn landskunni skemmtikraftur
Laddi heldur um þessar mundir upp á
30 ára starfsafmæli sitt. Af því tilefni
hefur hann sett saman nýja grín- og
gleðisýningu sem hann kýs að kalla
„LADDI 2000“ og verður framsýnd í
bíóborginni í kvöld klukkan átta.
Ásamt Ladda taka þátt í sýningunni
fimm manna hljómsveit og grínaram-
ir Haili (bróðir Ladda) og Steinn Ár-
mann Magnússon sem verður nokkurs
konar kynnir. „Haili er fastur liður í
ferlinum enda vora Halli og Laddi upp-
hafið að þessu öllu saman“, sagði
Laddi í samtali við DV.
Þó að sýningin sé haldin í tilefni af
30 ára starfsafmæli Ladda segist hann
ekki beinlínis vera að líta yfir ferilinn.
„Að ínegninu til er um nýtt efni að
ræða, við munum aðeins rifja upp fá-
ein gömul gullkorn eins og Spike Jo:
nes-atriðið sem var með því fyrsta sem
við Halli gerðum saman. Og svo eru
náttúrlega öll lögin i sýningunni vel
þekkt.“ Að sögn verður um afar fjöl-
skylduvæna skemmtun að ræða og
segir Laddi ekki vera vanþörf á enda
tröllriði neðanbeltishúmor öllu um
þessar mundir. „Ég hef aldrei þurft á
því að halda“, segir Laddi, „það er
helst að maður noti stöku sinnum eitt-
hvað tvírætt en það er allt og sumt.“
Gamlir kunningjar
Svo sem við er að búast mun Laddi
bregða sér í gervi nokkurra ástsælustu
persóna sinna í sýningunni. Ógjöm-
ingur væri að taka þær allar fyrir enda
sagði grínarinn að færri hefðu komist
að en vildu. „Þetta verður tviskipt sýn-
Söngtónleikar á Hornafirði:
Diddú, Bergþór og Jónas
Á mánudaginn verður efnt til
stórtónleika á Höfn í Hornar-
firði. Þá koma í heimsókn þau
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran,
Bergþór Pálsson, baríton og
Jónas Ingimundarson pianóleik-
ari. Þessa heillandi listamenn er
óþarfi að kynna en þau Sigrún,
Bergþór og Jónas hafa átt far-
sælt samstarf og efnisskrá tón-
leikanna verið flutt víða við
miklar vinsældir.
Á efnisskrá tónleikanna, sem
er afar fjölþætt, eru fjölmörg lög
eftir Sigfús Halldórsson. Um þau
er óþarfi að fjölyrða, svo mjög
sem þau hafa hreiðrað um sig í
þjóðarsálinni. Þess má þó geta
að 7. september á þessu ári hefði
Sigfús orðið 80 ára. Á síðari
hluta tónleikanna eru söngvar
úr söngleikjum, svo sem Óperu-
draugnum eftir L. Weber, Show-
boat eftir J. Kem og atriði úr
Porgy og Bess eftir G. Gershwin.
Tónleikamir eru í Hafnarkirkju
mánudaginn 17. aprO og hefjast
kl. 20.30.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson
Lög Sigfúsar Halldórssonar eru í hávegum höfö á tónleikunum á Höfn.