Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Qupperneq 66
74 Tilvera LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 DV Burtfarartónleikar Ögmundur Þór Jóhannesson, nemandi í gítarleik við Tónlistar- skóla Kópavogs, heldur burtfarar- tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Mauro Giuliani, Heitor Villa-Lobos, Astor Piazolla, Leo Brouwer og Isaac Al- bénis. Aðgangur ókeypis. Opnanir ■ HAFNARBORO Kl. 16 verður opn- uð sýning á málverkum Margrétar > Sveinsdóttur í Hafnarborg. Sýningin stendur til 1. maí og er opin alla daga nema þriðjudaga, frá kl. 12 til 18. ■ LISTASAFN ÍSLANDS Annars vegar fólk heitir sýning Birgis Andr- éssonar sem opnuð verður í Lista- safni íslands í dag. Um er að ræða 60 myndir af kunnum íslenskum þjóösagnapersónum frá síðustu öld og fyrri hluta 20. aldarinnar, allar unnar upp úr prentuðum svarthvít- um Ijósmyndum og prentaðar meö tölvuprenti. Jí ■ UÓSMYNDASÝNING í ÍS- LENSKRI GRAFIK Kristín Hauks- dóttir er myndlistarmaður sem lagt hefur áherslu á Ijósmyndun og mal- verk. Kl. 16 verður opnuð sýning eft- ir hana í íslenskri grafík, Tryggva- götu 17, sem nefnist Brot frá liðinni old, 1993-99. ■ UÓSMYNDIR HJÁ SÆVARI KARLI Aö loknu námi í Ijósmyndun í Gautaborg vann Bára Kristinsdóttir sem aðstoðarljósmyndari í Svíþjóð og á Flórida. Hún starfar núna sjálf- stætt sem iðnaðar- og auglýsinga- Ijósmyndari. Bára hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en opnar nú þriöju einkasýningu sína í Galleríi Sævars Karls. Opnað verður kl. 14 og boðiö verður upp á léttar veiting- ar. ■ MYNDLISTARVOR j EYJUM í Gallerí Ahaldahúsinu, á horni Græð- isbrautar og Vesturvegar, opnar Vignir Jóhannsson myndlistarmaöur sýningu kl. 17 á vatnslitamyndum, olíumálverkum og skúlptúrum. ■ STÖPLAKOT Helga Jóhannes- dóttir opnar 5. einkasýningu sína, Leir, gler, málmur, í Stöðlakotl við Bókhlöðustíg kl. 15. Sýningin verður opin daglega kl. 15-18. Lokað er á mánudögum. Hún stendur til 7. maí. ■ SVARTA PAKKHÚSIÐ KEFLAVÍK Siguröur Þórir opnar sýningu á teikn- ingum við Ijóö Þórs Stefánssonar í Svarta pakkhúslnu, Hafnargötu 2, Keflavík, kl. 14. Sýningin stendurtil 24. april. Opið er virka daga kl. 16- -18 og helgidaga kl. 14-18. * Síðustu forvöð ■ STEINUNN OG ASMUNPUR I LISTASAFNI REYKJAVIKUR Högg myndasýningu Steinunnar Þórarins- dóttur og úrval af verkum Ásmundar Sveinssonar lýkur í Ásmundarsal Listasafns Reykjavíkur í dag. Þetta eru verk tveggja af merkustu mynd- höggvurum Islands á heillandi sýn- ingu. Fundir ■ BOKASAMBANP ISLANDS Is lenskar glæpasögur og afþreyingar- bókmenntir er umræöuefni um- , ræöufundar sem Bókasamband ís- lands stendur fyrir í Kornhlöðunni við Bankastræti kl. 14. Kristinn Kristjánsson og Ulfhildur Dagsdóttir flytja framsöguerindi. Höfundar Leyndardóma Reykjavíkur 2000 taka þátt 5 umræðunum og árita bókina fyrir lesendur. Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is Skínandi stjarna Laddi hefur verið ein skærasta stjarna íslenskra skemmtikrafta í 30 ár. Laddi fagnar 30 árum í bransanum: Enginn neðanbeltishúmor - þarf ekki á honum að halda ing. Fyrir hlé koma allir þessir karakt- erar fram og þvælast fyrir Steini Ár- manni sem er alltaf að reyna að kynna Ladda. Eftir hlé verð ég svo bara á sviðinu." Sýningamar verða að minnsta kosti tíu talsins en líklegt er að þeim fiölgi ef eftirspum verður góð. Miðasala er þeg- ar hafm og hefur farið mjög vel af stað. Sem fyrr sagði verða sýningamar haldnar I Bíóborginni sem Laddi vill reyndar kalla Austurbæjarbíó. „Mér finnst það mjög skemmtilegur staður, auk þess sem hljómburðurinn er góður. Ég lék þar í Kossinum í vetur og þá kviknaði hugmyndin að sýningunni.“ Laddi sagði að ekkert hefði verið talað um að farið yrði víðar um land með sýn- inguna en hann teldi það þó ólíklegt enda um mikið fyrirtæki að ræða. -EÖJ Hinn landskunni skemmtikraftur Laddi heldur um þessar mundir upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Af því tilefni hefur hann sett saman nýja grín- og gleðisýningu sem hann kýs að kalla „LADDI 2000“ og verður framsýnd í bíóborginni í kvöld klukkan átta. Ásamt Ladda taka þátt í sýningunni fimm manna hljómsveit og grínaram- ir Haili (bróðir Ladda) og Steinn Ár- mann Magnússon sem verður nokkurs konar kynnir. „Haili er fastur liður í ferlinum enda vora Halli og Laddi upp- hafið að þessu öllu saman“, sagði Laddi í samtali við DV. Þó að sýningin sé haldin í tilefni af 30 ára starfsafmæli Ladda segist hann ekki beinlínis vera að líta yfir ferilinn. „Að ínegninu til er um nýtt efni að ræða, við munum aðeins rifja upp fá- ein gömul gullkorn eins og Spike Jo: nes-atriðið sem var með því fyrsta sem við Halli gerðum saman. Og svo eru náttúrlega öll lögin i sýningunni vel þekkt.“ Að sögn verður um afar fjöl- skylduvæna skemmtun að ræða og segir Laddi ekki vera vanþörf á enda tröllriði neðanbeltishúmor öllu um þessar mundir. „Ég hef aldrei þurft á því að halda“, segir Laddi, „það er helst að maður noti stöku sinnum eitt- hvað tvírætt en það er allt og sumt.“ Gamlir kunningjar Svo sem við er að búast mun Laddi bregða sér í gervi nokkurra ástsælustu persóna sinna í sýningunni. Ógjöm- ingur væri að taka þær allar fyrir enda sagði grínarinn að færri hefðu komist að en vildu. „Þetta verður tviskipt sýn- Söngtónleikar á Hornafirði: Diddú, Bergþór og Jónas Á mánudaginn verður efnt til stórtónleika á Höfn í Hornar- firði. Þá koma í heimsókn þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Bergþór Pálsson, baríton og Jónas Ingimundarson pianóleik- ari. Þessa heillandi listamenn er óþarfi að kynna en þau Sigrún, Bergþór og Jónas hafa átt far- sælt samstarf og efnisskrá tón- leikanna verið flutt víða við miklar vinsældir. Á efnisskrá tónleikanna, sem er afar fjölþætt, eru fjölmörg lög eftir Sigfús Halldórsson. Um þau er óþarfi að fjölyrða, svo mjög sem þau hafa hreiðrað um sig í þjóðarsálinni. Þess má þó geta að 7. september á þessu ári hefði Sigfús orðið 80 ára. Á síðari hluta tónleikanna eru söngvar úr söngleikjum, svo sem Óperu- draugnum eftir L. Weber, Show- boat eftir J. Kem og atriði úr Porgy og Bess eftir G. Gershwin. Tónleikamir eru í Hafnarkirkju mánudaginn 17. aprO og hefjast kl. 20.30. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson Lög Sigfúsar Halldórssonar eru í hávegum höfö á tónleikunum á Höfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.