Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 Fréttir Breytingar á hlutum Reykjanesbrautar: Farsælli en tvöföldun - og í samræmi við erlendar rannsóknir, segir veghönnuður í hugmyndun um aukið umferð- aröryggi á Reykjanesbraut hefur nær eingöngu verið horft á tvöfold- un akbrauta úr tveim akreinum í fjórar. Minna hefur farið fyrir um- fjöllun um aðra og þá líklega ódýr- ari möguleika. Samkvæmt mælingum Vegagerð- arinnar fara um 6000 bílar um Reykjanesbraut að meðaltali á sól- arhring. Miðað við bæði innlenda og erlenda staðla um vegagerð er gengið út frá því að tvöfóldunar geti orðið -þörf þegar umferðarþungi er kominn í 15-17 þúsund bíla á sólar- hring. Engar tölur um framreikning á umferðarþunga á Reykjanesbraut komast hins vegar hærra en í 10 þúsund bíla á sólarhring. Þriðja akreinin Samkvæmt umferðaröryggis- handbók Transportökonomisk institutt í Noregi getur tvöföldun akbrauta með lítilli umferð beinlín- is leitt til fjölgunar slysa. 1 handbók- inni er byggt á umferðarrannsókn- um í Noregi, Sviþjóö, Danmörku og reyndar einnig í Bandaríkjunum og Ástralíu. Það er fyrst og fremst auk- inn umferðarhraði sem talinn er leiða til slysaaukningarinnar. Vega- hönnuður sem DV ræddi við segir að tilhneiging sé til aukins umferð- arhraða og í sumum tilfellum hreins kappaksturs á góðum tví- breiðum vegum þar sem umferð er lítil. Því geti samkvæmt norsku handbókinni reynst happadrýgra að búa til þriðju akgreinina á varasöm- um hlutum veganna, ekki ósvipað og gert er í Kömbunum, á leiðinni upp á Hellisheiði, og eins upp heið- ina að vestanverðu. Tvöföldun ak- brauta úr tveim í fjórar kalli auk þess á aðgerðir við dýrar vegteng- ingar og mislæg gatnamót. Mun dýrara sé t.d. að gera mislæg gatna- mót á fjögurra akreina vegi en tveggja og vegtengingar verði allar flóknari. Jónas Snæbjömsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar, segir að slysadreifingin á Reykjanesbraut sé ótrúlega jöfn. Þó megi finna kafla sem lyftast hærra upp í slysatíðni samkvæmt tölum frá 1995. Af þess- um sökum sé erfitt að benda á ákveðna kafla á veginum sem séu hættulegri en aðrir. Aftanákeyrslur algengastar Samkvæmt nýjum tölum Sjóvár- Almennra vegna slysa og tjóna sem komu til kasta félagsins á Reykja- nesbraut á árunum 1990-1999 or- sakast langflest tjón af völdum aftanákeyrsla. Aftanákeyrslur á Reykjanesbraut samkvæmt þessum tölum eru 68, eða nærri því þrefalt algengari en árekstrar við mæting- ar sem eru 23. Aftanákeyrslur eru einnig orsök flestra slysa á fólki, eða 28 einstak- linga, en fast á eftir fylgja slys vegna mætinga þar sem slys urðu 27. Flest staðsett slys urðu á vegin- um milli Voga og Keflavíkur, eða 125. Á sama árabili urðu 24 slys í Kúagerði, 47 á leiðinni Kúa- gerði/Hafnarfjörður, 9 á Stranda- heiði og 139 önnur óstaðsett slys. Fjöldi slasaðra í árekstrum á þessu tímabili var 141. í þessum tölum kemur einnig fram að flest slysin verða í nóvember og desember, eða ríflega tvöfalt fleiri en yfir sumar- mánuðina. Þá kemur einnig fram að langflest slysin verða á tímabilinu kl. 15 til kl. 18 síðdegis. -HKr. Gerðarmenn og fórnarlömb yngri en áður: Ofbeldiö orðið gróf- ara en áður var Sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi þekkir gróft ofbeldi mun betur en hinn almenni Islendingur gerir sér grein fyrir. Guðmundur Týr, eða Mummi sem vinnur hjá Götusmiðjunni, meðferðarheimili fyrir börn og ung- linga, sagði blaðamanni DV að gróft ofbeldi gerðist oftar og hjá yngra fólki en áður var. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því hver hinn raunverulegi heimur er,“ sagði Mummi. „Eftir nokkur ár verður þetta miklu al- gengara, götubardagar og svoleið- is.“ Nauðganir og barsmíðar eru til dæmis mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir og tiltölulega fáir sem lenda í svoleiðis árásum kæra. 21 árs gamall maður varð 19 ára stúlku að bana í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Stúlkan, Áslaug Óla- dóttir, hafði vitnað gegn Reyni Bjarka Ríkharössyni, banamanni sínum, í nauðgunarmáli, og talið er að málin tengist. „Þetta eru hótanimar sem ganga í nauðgunarmálum. Hver heldurðu að kæri eftir þetta?“ spurði Mummi. „Við, fólkið I landinu, þurfum að spyrja hvað sé raunverulega að ger- ast.“ -SMK Hinn raunverulegi heimur Mummi í Götusmiðjunni segir aö gróft ofbeldi sé aigengara en fyrr. Reyk j anesbraut: Þetta er hundalógik - segir Kristján Pálsson „Það er grátlegt og með ólíkindum að menn skuli grípa til ráða eins og þessara til að reyna að koma í veg ------“] fyrir bráðnauðsyn- legar framkvæmd- ir,“ sagði Kristján Pálsson, alþingis- maður og nefndar- maður í fjárlaga- nefnd, i gær þegar hann var inntur eft- ir hugsanlegri auk- inni slysahættu við tvöfoldunina. „Þetta kallar maður hundalógik sem er notuð gegn tvöfoldun Reykja- nesbrautar," sagði Kristján í gær. Hann hóf máls á því opinberlega að vegafé verði varið í Reykjanesbraut í stað þess að bora göng til Siglufjarðar fyrir örfáar sálir. „Þessi furðulega röksemdafærsla er nákvæmlega það sama og for- dæma malbikunarframkvæmdir á ís- landi, þær ykju ferðahraðann. Fyrsti vegavinnuverkstjórinn vildi ekki leggja vegina of beina, það gæti auk- ið hraðann. Því lagði hann götur í hlykkjum svo menn færu sér ekki að voða,“ sagi Kristján Pálsson Kristján tekur undir að vissulega geti hraðinn orðið meiri í umferðinni þegar brautin hefur verið breikkuð. En til séu rannsóknir sem sýna að eftir því sem vegir eru beinni og breiðari og mætingar ökutækja færri, þeim mun öruggari séu menn í akstri. -JBP Kristján Pálsson alþingismaöur Fyrsti vega- vinnuverkstjór- inn lagði götur í hlykkjum svo menn færu sér ekki að voða. Gagnagrunnurinn stangast ekki á við EES „Að áliti Samkeppnis- og ríkisað- stoðardeildar er ástæðulaust að að- hafast frekar í þessu máli á grund- velli samkeppnisregina EES samn- ingsins." Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Samkeppnis- og ríkisaðstoðardeildar Eftirlitsstofn- unar EFTA, ESA, sem úrskurðuðu í gær að lögin um gagnagrunn á heil- brigðissviði séu í samræmi við samninginn um evrópska efnahags- svæðið. Samtökin Mannvemd vís- uðu málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA og barst úrskurðurinn heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu í gærmorgun. Eftirlitsstofnunin telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu nema til komi breyt- ingar á lögum eða málsatvikum er varða mikilvæga þætti þess. -hdm Kaldast inn til landsins Norðaustanátt, víða 8-13 m/s en hægari norövestanlands og 10-15 allra austast í nótt og á morgun. Skýjað og stöku él á norðanverðu landinu en léttskýjað sunnan til. Búast má við 1 til 10 stiga frosti, kaldast til landsins aö næturlagi. 3aD AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.15 21.09 Sólarupprás á morgun 05.37 05.13 Síödegisflóö 19.09 23.42 Árdegisfióö á morgun 07.22 11.55 Skýring&r á vúburtáknum )*>vVINDÁTT 10 —HITI -10° '"N.vindstyrkur ’au\ i metrtim á sekóndu N rKU» i £3 iéttskýjað: HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ; 'W"-7! JfZ- RIGNING SKÚRIR SLYDDA Q Á? W ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR HHOSKÍRT O SNJOKOMA Góð færð á helstu vegum Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiöi og á heiðavegum á Norður- og Austurlandi. Að öðru leyti er góö færð á öllum helstu þjóðvegum landsins. .. GREIÐFÆRT HÁLT ■ÞUNGFÆRT . ÓFÆRT Frostlaust yfir daginn Norðaustanátt, víða 8-13 m/s, 10-15 m/s allra austast en hægari norð- vestanlands. Skýjað og stöku él á noröanveröu landinu en léttskýjað sunnan til. Frostlaust víða sunnan- og vestanlands yfir daginn. Fösíudagu! í Vindur: A V!L, 8-13 m/9 Hiti -5« til 3" ' Vindur: // S-12 m/s Hiti .2* til 2° ^ NA 8-13 m/s, hvassari vlö austurströndina. Yfirleitt Gert er ráö fyrir léttskýjaö. Hlti 0 til 3 stlg noröaustanátt og éljum við suöurströndina en frost austanlands en skýjaö annars 1 tll 5 stig yfir veröur meö köflum vestan daglnn. til. Hægt hlýnandl veöur. Vindur: , 7-12 m;s Hiti .2° tii 2° Búlst er viö norðaustanátt og éljum austanlands en skýjaö veröur meö köflum vestan tll. Veöur fer hægt hlýnandi. AKUREYRI skýjaö -3 BERGSTAÐIR léttskýjaö -4 B0LUNGARVÍK alskýjað -1 EGILSSTAÐIR -5 KIRKJUBÆJARKL heiöskírt -1 KEFLAVÍK léttskýjaö -2 RAUFARHÖFN skýjaö -4 REYKJAVÍK léttskýjaö -1 STÓRHÖFÐI rykmistur 1 BERGEN alskýjaö 8 HELSINKI skýjaö 11 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 12 OSLÓ rigning 6 STOKKHÓLMUR 10 ÞÓRSHÖFN slydduél 2 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE skýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA alskýjaö 19 BERLÍN skýjað 12 CHICAGO alskýjaö 4 DUBLIN skúrir 6 HAUFAX súld 9 frankfurt léttskýjað 14 HAMB0RG skýjað 8 JAN MAYEN skafrenningur -9 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG skýjaö 11 MALL0RCA skýjaö 20 M0NTREAL þoka 4 NARSSARSSUAQ NEWYORK þokumóða 13 0RLAND0 þokuruðningur 19 PARÍS rigning 12 VÍN léttskýjaö 17 WASHINGT0N rigning 14 WINNIPEG léttskýjaö -9 TOHjMlliiifBdLWKÆWmahHIItmvæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.