Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 DV 131 lét lífið f flug- slysi á Filippseyjum 124 farþegar og sjö flugliðar létu í morgun lífið þegar Boeing 737 flugvél frá flugfélaginu Air Philiphines hrapaði á Filippseyjum. Farþegavélin var á leið frá höfuðborginni Manila til borgarinnar Davao á eynni Mindanao í suðurhluta landsins. Vélin var að lenda á flugvellinum í Davao þegar henni var af óþekktum ástæðum flogið yfir lendingarbrautina og áfram í suður. Því næst hvarf vélin af ratsjám. Samkvæmt frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN mun flugstjórinn hafa tilkynnt flugumferðarstjórum um einhvern vanda. Lágskýjað var á þessum slóðum þegar slysið varð og er þess vegna talið hugsanlegt að um mistök flugstjórans hafi veriö að ræða. Flak vélarinnar fannst síðar á óbyggðu svæði á eynni Samal. Rugslys Flak filippseysku farþegavélarinnar fannst á eynni Samal. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá. Björgunarmenn sem komu á vettvang greindu frá því að enginn hefði komist lífs af. Samkvæmt óstaðfestum fréttum í morgun hafði einn farþega flugvélarinnar hringt úr farsíma sínum til kunningja síns meðan á fluginu stóð og tilkynnt honum að hann hefði heyrt sprengingu í flugstjómarklefanum. Ekki var í morgun vitað um þjóðerni farþeganna. Forseti Filippseyja, Joseph Estrada, hefur fyrirskipað nákvæma rannsókn á flugslysinu sem er það versta í sögu landsins. Fjöldi alvarlegra flugslysa hefur orðið á Filippseyjum. Sautján manns létu lífið þegar tveggja hreyfla vél var flogið á klett í norðurhluta Filippseyja í desember í fyrra. Árið áður hrapaði farþegaþota í fjalllendi og létust allir um borð, 104 talsins. Stuttar fréttir______ Biðst lausnar Massimo D’Al- ema, forsætisráð- herra Ítalíu, tók þá ákvörðun í gær að segja af sér í dag. Þar með verður engin atkvæðagreiðsla um stuðningsyfir- lýsingu við forsætisráðherrann. Forseti Ítalíu, Carlo Azeglio Ciampi, hafnaöi í gær lausnarbeiðni D’Al- emas í kjölfar ósigurs vinstri flokk- anna og miðflokkanna í sveitar- stjómarkosningunum á sunnudag- inn. Skotárás í Detroit Maður, sem kallaður var á fund stjórnar fjölbýlishúss í Detroit í Bandaríkjunum vegna kvartana ná- granna mannsins um ósæmilega hegðun hans, sneri aftur til skrif- stofunnar með riffil og skaut tvær konur til bana. Dalai Lama Hittir Poul Nyrup á Kastrup. Poul Nyrup hittir Dalai Lama Deilur blossuðu upp í dönskum stjórnmálum í gær vegna fréttar um að Kína hefði veriö með í ráðum um væntanlegan fund Dalai Lama, and- legs leiðtoga Tíbet, og Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, 21. maí næstkomandi. Leið- togarnir tveir hittast á Kastrupflug- velli en ekki á skrifstofu Rasmus- sens þar sem vanalega er tekið á móti erlendum erindrekum. Haft er eftir heimildum Ritzau-fréttastof- unnar að Kínverjar hafi samþykkt fundinn á ofangreindum forsendum. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt málið harðlega og segir Kínveija engu ráða um slíkt. írar vilja loka Sellafield írar ítrekuðu kröfur sínar í gær um að Sellafield endurvinnslustöð- inni verði lokað eins fljótt og auðið er. Segja þeir að stjómarskipti leysi ekki vandann. „Við viljum loka henni. Það er svo einfalt og engin kynningarherferð mun draga úr óskum írsku rikisstjómarinnar um að Sellafield verði lokað," Joe Jacob, ráðherra innan írsku ríkisstjómar- innar í yfirlýsingu um málið. írar hafa barist lengi fyrir lokun Sellafield sem liggur rétt handan viö sundið á Norðvestur-Englandi. Þessar kröfur jukust svo til muna eftir að ljóst varð að starfsmenn Sellafield hefðu falsað vinnuskýrsl- ur. Talsmenn fyrirtækisins hafa sagt að öryggi verði aukið til muna í stöðinni á næstunni. Hungursneyö Ruqia Aroo, sem er áttræó, er meö fimm ára vannært barnabarn sitt, Khalif Sheikh Adan, í fanginu. í heimahéraöi Ruqia, Afder, vofir hungursneyð yfir íbúunum sem misst hafa hjaröir sínar vegna þurrka. Óttast að Mugabe setji á neyðarástandslög Stjórnarandstæðingar í Zim- babwe kváðust í gærkvöld óttast að Robert Mugabe forseti setti á neyð- arástandslög til þess að geta frestaö kosningunum sem fram eiga að fara í næsta mánuði. Fyrrverandi her- menn í Zimbabwe hafa nú myrt tvo hvíta bændur á nokkrum dögum og kveikt í búgörðum. í gærmorgun komu um 100 menn að búgarði Martins Olds. Þeir skutu á húsiö og Olds svaraði skothríð- inni. Hann særðist og hringdi í ná- granna og bað hann að senda sjúkrabíl. Þeldökkir árásarmenn- imir hindruðu ferð sjúkrabílsins. Lögregla kom ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar og hafðist þá ekkert að. Olds lést af sárum sínum. Stuðningsmenn stjómarinnar era sagöir hafa aukið ofbeldi sitt gegn stjórnarandstæðingum eftir að Mugabe sagði í ræöu í gær að hvitu Skotinn tll bana Martin Olds var skotinn við búgarö sinn. Lögregla haföist ekkert aö. bændumir væru óvinir þjóðarinn- ar. Ekkert kom fram í ræðunni sem benti til að Mugabe ætlaði að koma í veg fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna. í yfirlýsingu frá Hreyfingunni fyrir lýðræðislegum breytingum segir að fjöldi félaga flokksins hafi verið handtekinn. Ráðist hefði verið á aðra og fundir þeirra víðs vegar um landið truflaðir. Talið er að Mugabe þurfi að berjast hart fyrir sigri sínum verði kosningar haldn- ar í maí eins og ráðgert hefur verið. Stjómmálaskýrendur telja að Mugabe notfæri sér árásimar á bú- garða hvítra til að beina athyglinni frá alvarlegri efnahagskreppu í landinu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi við Mugabe í síma í gær og hvatti hann til að draga úr spennu í landinu. Mótmæla gagnrýni Um 100 þúsund Kúbumenn mót- mæltu við sendiráð Tékklands á Kúbu í gær. Sökuðu mótmælendur Tékka um svik þar sem þeir höfðu greitt atkvæði með ályktun Mann- réttindaráðs Sameinuöu þjóðanna um gagnrýni á stjórn Kúbuforseta. Meira áfengi fyrir Svía Ferðamenn sem koma til Svíþjóð- ar geta í júlí tekið með sér meira tollfrjálst áfengi til landsins en áður vegna samkomulags Svía og Evr- ópusambandsins. Varaforsetaefni Bush George Bush, for- setaefni repúblik- ana, sagði í gær að hann liti á fyrrver- andi keppinaut sinn, John McCain, sem varaforsetaefni sitt þar til McCain lýsti því sjálfur yflr að hann myndi ekki bjóða sig fram. „Ég veit að hann hefur sagt að hann hafi ekki áhuga,“ sagði Bush en bætti því við að hann ætlaði sjálfur að komast að því hvort McCain hefði áhuga. Stefha lögreglunni Foreldrar Amadous Diallo, sem lögreglan í New York skaut 41 skoti, ætla nú að heimta 41 milljón dollara í bætur, eina milljón fyrir hverja kúlu. Diallo var óvopnaður þegar lögreglan skaut hann. Ekki of bjartsýnn Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, sem ræddi viö málsaðila á N- írlandi í gær, var- aði i gær að loknum viðræðunum við of mikilli bjartsýni. Möguleikar á sátt- um væru þó enn. Lest ók á steypustykki Einn lést og 15 slösuðust er lest í Belgíu ók á steypustykki sem komið hafði verið fyrir á lestarsporinu. Krefjast dauðadóms Herstjómin í Pakistan áfrýjaði í gær lífstíðarfangelsisdóminum yfir Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Krefst stjómin dauðarefs- ingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.