Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 I>V Utlönd 13 Sjálfstæðisbarátta Færeyinga í baklás: Færeyingar eru hræddir við Dani Færeyskir kjósendur eru undir svo miklum áhrifum frá dönsku ríkisstjórninni að þeir hafa í auknum mæli snúið baki við landstjóminni og baráttu hennar fyrir sjálfstæði. Kemur þetta fram í nýrri skoð- anakönnun sem var lögð fyrir færeyska kjósendur á mánudag- inn og eru niðurstöður hennar mikið reiðarslag fyrir stjórnar- flokkana sem hafa unnið ötullega að því síðustu misseri að öðlast sjálfstæði frá Dönum. Samkvæmt henni vill aðeins fjórði hver Færeyingur að eyjarn- ar verði sjálfstæðar ef árlegir danskir ríkisstyrkir til Færeyja hætta að fjórum árum liðnum. Samkvæmt Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, yrði þetta einmitt raunin ef Fær- eyjar kysu að slíta sig frá Dönum eins og hann greindi frá í viðræð- um þjóðanna 17. mars síðastlið- inn. Annað sem veldur stjómar- flokkunum áhyggjum er að ef efnt yrði til þingkosninga nú myndi stjómarandstaðan, Sósíaldemókrat- ar og Sambandsflokkur, ná meiri- hluta en samkvæmt skoðanakönn- Hogni Hoydal H0gni segir Poul Nyrup hafa skapaö aðstæöur þar sem Færeyingar eru hræddir við eigin efnahag. unum myndu þeir fá 17 af 32 þing- sætum. Stjórnarandstaðan hefur hingað til sett sig upp á móti sjálf- stæðisþreifingum landstjómarinnar en hefur þess í stað sagst myndu fara eigin leiðir og knýja fram sjálf- stjóm. Hogni Hoydal, sem fer með sjáif- stjórnarmálin fyrir hönd stjórnar- flokkana og gegnir formennsku í Þjóðveldisflokknum, segir niður- stöður skoðanakönnuninnar ekki koma sér á óvart þar sem Færey- ingum standi hreinlega beygur af hótunum Dana. Segir Hoydal hót- anir Pouis Nyrups hafa náð tilsettu marki þar sem hann hafi lagt sig fram um að draga dökka mynd af efnahagsástandi Færeyinga ef þeir hljóta sjáifstæði og líkir því við neyðarástand. Segir Hoydal að Poul Nyrup leggi þar með til við Færeyinga að þeir séu mun betur settir með að halda áfram að þiggja gjafir frá frændum sínum Dönum. „Hann hefur skapað aðstæður þar sem Færeyingar eru hræddir við eigin efnahag,“ segir Hoydal. Það jákvæða við þessa sömu skoðanakönnun er að 49 prósent aðspurðra segja já við sjálfstæði á móti 39 prósentum sem segja nei ef sjálfstæðisferlið tekur lengri tíma en fjögur ár. Þetta eru góðar fréttir fyr- ir Hoydal sem mun hefja aftur viðræður við Dani 2. maí næstkom- andi. Bless bursti Nú á ég skilið að fá uppþvottavél 50 U-W Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og - vettlingana með hæfilegri virðingu. AEG Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Verðdæmi. Lítil skreyting í körfu, téte a téte Skreyting í körfu, chrysanthemum °pnunartími Skírdagur, kt. 10~2i þPerj^ Paskadagur, lokaö Annar í Páskui ™, kl. 10-21 GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNARMIÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.