Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 Skoðun r>v Spurning dagsins Hvað verður í páskamatinn hjá þér? Anna Sigrún Ólafsdóttir nemi: Ég verö í mat hjá mömmu og þaö veröur eitthvaö gott. Anna Stína Þórarinsdóttir gangavörður: Ég er aö hugsa um aö hafa ham- borgarhrygg. Karen Þorkelsdóttir, 6 ára: Þaö veröur einhver góöur matur hjá mömmu og svo auövitaö páskaegg. Sigrún Ólafsdóttir nemi: Þaö veröur lambahryggur. Dóra Guörún Ólafsdóttir nemi: Þaö veröur lambahryggur meö tilheyrandi. Allt tll reiöu Flugvél Flugfélags íslands að gera klárt fyrir flugið suöur. Greinarhöfundur er óánægöur meö þjónustu Flugfélagsins og vill sjá íslandsflug veita samkeppni. íslandsflug, hvar Guömundur Sigurösson skrifar:___________________________ Það er með ólíkindum við hvers slags bákn er að eiga þar sem Flugfé- lag íslands er annars vegar. Ég lenti í þeim hremmingum að þurfa að ferðast með félaginu um síðustu helgi. Ég hafði pantað far frá ísafirði á fóstudagskvöldið en þar sem ekki viðraði til flugs var því frestað fram á laugardag og allt í lagi með það, ekki stjórna menn veðurguðunum enn sem komið er. Á laugardagsmorgninum byrjaði ég að hringja tO að athuga hvort gæfl til flugs. Eftir að hafa ítrekað reynt um tveggja klukkustunda skeið að nú sambandi við lifandi manneskju hjá félaginu reyndi ég við símsvara sem gaf einungis úreltar upplýsing- ar. Þá var það textavarpið, þar var sömuleiðis um að ræða úreltar og gamlar upplýsingar. Loksins kom að „Að vísu fylgir frítt djús- glas með hjá Flugfélaginu í þessu flugi og vil ég nota tækifœrið til að óska ísfirðingum til hamingju með sex þúsund króna djúsglasið sitt. “ því að mér tókst að ná símasam- bandi við starfsmann Flugfélagsins á Akureyri og þrátt fyrir að fyrirætlun mín gerði ráð fyrir flugi frá ísafirði til Reykjavíkur spurðist ég fyrir um flugið þar enda stórum áfanga náð að ná símasambandi við lifandi veru hjá fyrirtækinu. Mér var tjáð að ég ætti að mæta á ísafjarðarflugvelli kl. 10.30. Þar sem ég var staddur í öðru byggðarlagi dreif ég mig af stað tO að ná vélinni. ert þú? Þegar á flugvöOinn á ísafirði var komið reyndist hér um síðbúið apr- Ogapp að ræða því ég varð að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að vélin mín kæmi. Heldur fór að stirðna skapið við þetta og þegar gengið var á starfsmenn Flugfélags íslands á ísafirði um hverju það sætti að ekki væri hægt að fá að vita símleiðis, nú á öld tækninnar, hvenær maður ætti aö mæta í flug, sögðu þeir einungis að þeim kæmi símsvörunin ekki viö! Það er sorglegt að íslandsflug skuli vera hætt innanlandsflugi. Bæði er að þjónusta Flugfélags ís- lands ber aOan keim af Flugleiðum, svo og hitt að fargjöld hafa tvöfaldast í verði. Að vísu fylgir frítt djúsglas með hjá Flugfélaginu í þessu flugi og vil ég nota tækifærið tO að óska ís- firðingum tO hamingju með sex þús- und króna djúsglasið sitt. Hver fær RÚV að gjöf? Siguröur Lárusson skrifar:___________________________ Á undanfornum árum hafa mörg ríkisfyrirtæki veriö seld - eöa eig- um við heldur að segja eins og er - gefin stóreignamönnum. Helst af öOu hafa þetta verið fyrirtæki sem hafa skilað ríkissjóði verulegum hagnaði. SOdarverksmiðjur ríkisins eru gott dæmi um þetta. Mig minn- ir að verksmiðjumar hafi skilað nýju eigendunum um tveim mOlj- örðum á fyrsta ári. Þetta kaOa ég fyrirhyggjulausa sóun á fjármunum ríkisins. Mörg önnur fyrirtæki hafa verið seld síðustu árin og ráðgert er að selja fleiri á næstu árum. Hvar endar þessi vitleysa? Eitt þeirra fyrirtækja sem ráðgert Mörg önnur fyrirtœki hafa verið seld síðustu árin og ráðgert er að selja fleiri á næstu árum. Hvar endar þessi vitleysa? hefur verið aö selja er RÚV, út- varps- og sjónvarpsstarfsemi. Hver á að fá RÚV að gjöf? Vonandi verð- ur ekki af þvi. Ég skora á aOa lands- menn að koma í veg fyrir að það óheOlaspor verði stigið. Þar er hins vegar margt sem bæta mætti, einkum hjá Sjónvarpinu og skal ég nefna dæmi því tO staðfest- ingar. Aðalfréttatiminn var fluttur frá klukkan 8 að kvöldi tO klukkan 7. Það kemur sér mjög Ola fyrir marga, einkum þá sem vinna lang- an vinnudag, tO dæmis bændur. Þetta fólk missir sambandið við fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Þá hefur fréttatíminn kl. 19 verið not- aður jöfnum höndum fyrir fréttir og auglýsingar. Ég vO að fréttatíminn sé eingöngu notaður fyrir fréttir og auglýsingatímar fyrir auglýsingar. Það er móðgun að lesa auglýsingar yfir fólki í fréttatímanum. Þeim hjá RÚV væri hoOt að hlusta grannt eftir ábendingum fólks sem þeir hafa því miður ekki gert og því er svo komið að þessi stofnun riðar tO faOs og bíður þess eins að verða gefin álitlegum vinum kerfisins. Dagfari Vegagerð grínast með snjóblásara Vegagerðin er á þönum með moksturstæki sín um allt land alla daga nema jóladag. Þjónustulund hins ástsæla fyrirtækis nær frá hæstu fjöOum tO fjöru. Ekki er tO það snjó- kom á þjóðvegum landsins sem Vegagerð- inni er óviðkomandi. Þetta á þó aðeins við um sjálft þjóðvegakerfið en nú hefur góð- mennska ríkisfyrirtækisins orðiö tO þess að fólk er farið að heimta meira en hóflegt er. Þannig hringdi sveitarstjóri, sem reyndar er löngu hættur störfum, og heimtaði að gamaO afdalavegur á Vestfjörðum yrði opnaður. Gamli sveitarstjórinn skOdi ekki að heiðin, sem kennd er við fæðingarbæ Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri, er ekki inni á plani Vegagerðarinnar og mönnum þar óviðkom- andi. Að vísu hafði snjóblásari sést þar tæpu ári áður en það var fyrir misskilning og Vest- firðingar eiga ekkert að þvælast um fjaOvegi á meðan Vetur konungur ríkir. Sjálf Vegagerðin stóð fyrir því á sínum tíma að bora göng fyrir íbúana á sínum tima þó þau liggi ekki undir um- rædda heiði. Göngin voru fokdýr og eðlilega er umferð beint um þau í stað þess að opna Þing- eyringum leið í hina áttina og minnka þannig arðsemi ganganna. Samkvæmt þessari hagræð- ingu hafa starfsmenn Vegageröarinnar nostrað Það er dýrt spaug að grínast með heilu snjóblásarana uppi á óþörfum heiðum. við að moka frá gangamunnunum til að sveitar- stjórinn og sveitungar hans komist örugglega í gegn. Ef þörfin tO aö komast til fjarðanna hinum megin Þingeyrar er svo brennandi þá getur sveitarstjórinn auðveldlega ekið suður um ísa- fjarðardjúp og norður SnæfeOsnes og þaðan til næstu fjarða. Það var því eðlilegt að Vega- gerðinni sámaði frekja sveitarstjórans og í stað þess að ausa hann skömmum sögðu for- svarsmennirnir honum kurteislega en óbeint að hann væri bara asni að halda að það þyrfti að moka. Svo gerðu þeir góðládegt grín að honum fyrir ruglið og enduðu með því að segja hann lyginn. Ekkert stóð tO með óþarf- an mokstur sem stuölaði að óhagræðingu. Daginn eftir að þeir gerðu grín að sveitar- stjóranum byrjuðu þeir síðan að moka. Það var auðvitað i gríni gert og tO þess að hinir ferðaglöðu og áttaviOtu Þingeyringar gætu áttað sig á því um páskana að þeir eiga ekk- ert erindi í hina áttina. Góðmennska Vega- gerðarinnar á sér engin takmörk og nú mok- ar hún meira að segja fyrir rugludaOa. Meira að segja símaat verður tO þess að vegheflar, snjó- blásarar og hjólaskóflm- taka af stað með rykk tO að moka, jafnvel þó að aOs ekki þurfi að moka. Nú er bara að vona að Þingeyringar nái áttum svo ekki þurfi aö kaOa þá lygara og eyða stórfé í að heOaþvo þá og eyða ranghugmyndunum. Það er dýrt spaug að grínast með heOu snjóblásarana uppi á óþörfum heiðum. ^ . Þjónustuliprir og í ódýrari kantinum Ánægður viðskiptavinur skrifar: í vikunni skoðaði ég verðkönnum á umfelgun í blaðinu ykkar. í þessa könnun fannst mér þó vanta dekkja- verkstæðið sem ég hef verslað við, en það er Smur- og dekkjaþjónusta Breið- holts í Jafnaseli 2. Ég vO koma þessu á framfæri vegna þess að hún er mjög ódýr en svona dæmi (umfelgun og aO- ur pakkinn) kostar 2970 krónur hjá henni sem er samkvæmt könnun DV næstódýrast og þar eru strákarnir einstaklega þjónustuliprir og þægileg- ir. Ég vOdi bara láta fólk vita af þess- um kosti þar sem það kom ekki fram í þessari verðkönnun. Ódýrír og góöir Lesendur benda á ýmsa góöa kosti í umfelgun. Verðið á umfelgun: Ódýr og alúðleg þjónusta Pit Stop Sigurður Sigurðsson skrifar: Nýleg könnun DV.á þjónustu dekkjaverkstæða leiddi i ljós lægsta verö á umfelgun hjá Pit stop hjól- barðaverkstæðinu við Kleppsmýrar- veg. Ég prófaði þjónustu þeirra í morg- un og í stuttu máli þetta: Ef fólk viO verulega ódýra og góða þjónustu og al- úðlegt viömót ætti það að snúa sér þangað. Verkstæðið sem ég hef verslað við í mörg ár bauð mér þessa þjón- ustu, þegar ég hringdi þangað, fyrir 6400 krónur, en í Pit stop greiddi ég 3500 krónur. Það munar rnn minna. Fólki ofbýöur Rusliö frá Atvinnuleysistryggingum ofbauö flestum. Vanvirða at- vinnulausa fólkið JMG skrifar: Frétt DV um að skjöl frá Atvinnu- leysistryggingasjóði hafi fundist í ruslagámi sýnir vel vinnubrögðin þar á bæ og virðingarleysi starfsfólksins fyrir þeim sem eru atvinnulausir. Þetta var því þörf frétt. Samtöl læknis og sjúklings eiga að vera trúnaðarmál en starfsmenn sumra stéttarfélaga heimta nákvæmar sjúkraskýrslur. Tölvuneind ætti að skoða þessi mál og setja um þau reglur, þar er víða pottur brotinn. Fólk sem ekki gengur heilt tO skógar er krafið um ítarlegar sjúkraskrár, annars er það tekið af bótunum og á því ekki um nett að velja. Það er engin furða þó mörgum ftnnist starfsfólk Atvinnuleysistrygg- inga setja sig á háan hest og ekki vinna fyrir atvinnlausa, fremur bregða fæti fyrir þá. PVJ Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: LesendasíAa DV, Þverholti 11,105 ReykJavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.