Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 DV 56_______ *Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 100 ára Tryggvi Helgason, Austurbrún 2, Reykjavík. ^SOára________________ Bára Stefánsdóttir, Vetrarbraut 15, Siglufiröi. Björgvin Halldórsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 75 ára Aslaug V. Jónsdóttir, Njálsgötu 47, Reykjavlk. Jarþrúður Guömundsdóttir, Fannborg 3, Kópavogi. 70 ára_________________________________ Jens Sumarliðason, Hörðalandi 10, Reykjavík. Hann veröur að heiman á afmælisdaginn. Ketill Axelsson, Ægisíöu 70, Reykjavík, verður sjötugur á skírdag. Eiginkona hans er Margrét Gunnlaugsdóttir. Þau munu taka á móti ættingjum og vinum í Odd- fellowhúsinu, Vonarstræti, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Ketill afþakkar afmælisgjafir en þeim sem vilja gleöja hann er bent á Barnaspítalasjóö Hrings- ins, reikningsnr: 101-26-450, í Lands- banka íslands. Stefán B. Einarsson, Keilusíðu 12c, Akureyri. Þorfinnur Jóhannsson, k Hrauntungu 20, Hafnarfiröi. 50 ára Björg Valgeirsdóttir, Hrísholti 10, Selfossi. Guðrún Antonsdóttir, Skipasundi 56, Reykjavík. Margrét Guðjónsdóttir, Brekkugðtu 46, Þingeyri. Tryggvi Jakobsson, Víðimel 37, Reykjavík. 40 ára Bessi Gunnarsson, Einholti 4c, Akureyri. t_ Curtis Pendelton Snook, Huldulandi 26, Reykjavík. Eyrún Ósk Jensdóttir, Suöurgötu 100, Hafnarfiröi. Hafþór Hermannsson, Bakkasíðu 7, Akureyri. Heigi Einarsson, Leirubakka 24, Reykjavík. Hilmar Þórarinsson, Huldubraut 6, Kópavogi. Ketill Hallgrímsson, Ásgeröi 5, Reyðarfirði. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, Svarthömrum 32, Reykjavík. Sigurður Hafliði Árnason, Álfhólsvegi 59, Kópavogi. Sævar Steingrímsson, Birkihlíö 4, Sauöárkróki. Vilberg Viggósson, Brekkustíg 35c, Njarövík. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\\f mil// hirr,/no — Smáauglýsingar ir»rai 560 6000 Andlát Nína Björk Árnadóttir skáld, Flyðru- granda 6, dó í Reykjavík sunnudaginn 16.4. Steinunn Hall, Vesturgötu 52, Reykja- vík, andaðist á Landspítalanum Foss- vogi, mánudaginn 17.4. Marvin Minske, Waseca, Minnesota, lést fimmtudaginn 13.4. Ólöf Sigurðardóttir, frá Teygingalæk, slðast til heimilis I Engihjalla 3, Kópa- ^vogi, lést sunnudaginn 16.4. sl. á Sunnuhllö I Kópavogi. Haraldur Sigurgeirsson, Spltalavegi 15, Akureyri, andaöist á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 15.4. Systir María Hildegard, fyrrv. príorinna á St. Jósefsspítala Landakots, andaðist á hjúkrunarheimili reglunnar I Kaup- mannahöfn mánudaginn 17.4. Folk i frcttum Hannes Hlífar Stefánsson Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák Hannes hefur fyrir löngu sannaö sig sem efnilegasti skákmaöur þjóöarinnar. Hann hækkaöi umtalsvert í ELO-stigum við aö sigra Reykjavíkurskákmótið. stórmeistari í skák Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari í skák, Miðstræti 10, Reykjavík, varð einn í efsta sæti á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk á fimmtudaginn var. Starfsferill Hannes Hlifar fæddist í Reykja- vík 8.7. 1972 og lærði að tefla fimm ára. Hann gekk kornungur í Tafl- félag Reykjavíkur, varð skákmeist- ari þess 1986, unglingameistari 1981 og 1987, vann einstaklingskeppni í norrænni skólaskák 1983-87 og 1990, varð skólaskákmeistari Reykjavík- ur í yngri flokki 1984 og skólaskák- meistari íslands í Bolungarvík 1984, varð drengjameistari Islands í flokki fjórtán ára og yngri 1984-86 og í þessum aldursflokki á skák- þingi Reykjavíkur 1985 og haust- móti TR 1985, varð skólaskákmeist- ari Reykjavíkur í eldri flokki 1986 og 1987 og skólaskákmeistari íslands sömu ár. Hannes varð heimsmeistari ung- linga í skák, sextán ára og yngri, í Innsbruch í Austurríki 1987, varð alþjóölegur skákmeistari á íslands- mótinu í Hafnarfirði 1988, var sigur- vegari á IBM-skákmótinu í Reykja- vík 1988, sigraði á alþjóðlegu skák- móti á Gausdal í Noregi 1990 og náði þar fyrsta áfanga sem stórmeistari í skák, náði öðrum áfanga í Reykja- víkurskákmótinu 1992 og varð stór- meistari á Ólympíuskákmótinu í Manilla 1993. Hannes sigraði á cdþjóðlegu skák- móti í Kaupmannahöfn 1998, á afar sterku móti í Andtwerpen í Belgíu 1998 og ávann sér rétt til að keppa á heimsmeistaramótinu í Las Vegas 1999, varð íslandsmeistari í skák á Skákmóti íslands 1998 og sigraði nú á Revkjavíkurskákmótinu. Fjolskylda Hannes Hlífar á tvo hálfbræður: Friðrik Öm Egilsson, f. 17.4. 1965, rafvirkja í Reykjavík, en kona hans er Helga Bragadóttir; Þráin Vigfús- son, f. 25.10. 1967, viðskiptafræðing og fjármálastjóra hjá Kynnisferð- um, búsettur í Kópavogi, kvæntur Svövu Líf Edgardsdóttur og eiga þrjú börn. Foreldrar Hannesar: Stefán Jens Hannesson, f. 2.3.1944, d. 1974, kenn- ari í Reykjavík, og Sesselja Friðriks- dóttir, f. 18.3. 1939, matráðskona í Reykjavík. Ætt Stefán var sonur Hannesar, póst- fulltrúa í Reykjavík Árnasonar, b. í Krossgerði á Berufjarðarströnd, bróður Gísla, afa Gisla Gunnarsson- ar prófessors. Móðir Árna var Málmfríður, systir Sigríðar, ömmu Vals Gíslasonar leikara, fóður Vals bankastjóra. Málmfríður var dóttir Gísla, b. í Krossgerði, Halldórsson- ar, b. í Krossgerði, Gíslasonar, bróð- ur Brynjólfs, langafa Ólafs Davíðs- sonar ráðuneytisstjóra. Móðir Hannesar var Hansína Bergsveins- dóttir, b. í Urðarteigi, Skúlasonar. Móðir Stefáns er Hlíf Bjamadótt- ir, vinnumanns á Ósi í Breiðdal, Snjólfssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður, systir Jóhönnu, langömmu Más Elíssonar. Móðir Hlífar var Dagrún, systir Jónínu, ömmu Atla Eövaldssonar, landsliðs- þjálfara í knattspyrnu. Dagrún var dóttir Siguröar, b. á Grjótáreyri í Seyðisfirði, Sveinssonar, b. í Mjóa- nesseli, Vigfússonar. Sesselja er dóttir Friðriks, hrepp- stjóra í Hvestu í Amarfirði, Jóns- sonar, b. í Neðri-Hvestu, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. á Núpi, Magn- ússonar. Móðir Jóns eldra í Hvestu var Ástríður Gísladóttir af Vigurætt, systir Odds, langafa Guð- mundar G. Hagalín rithöfundar. Móðir Friðriks var Sesselja Guð- brandsdóttir, smiðs á Hvalskeri við Patreksfjörð, Magnússonar og Veróniku Árnadóttur. Móðir Sesselju var Sigríður, kennari Þóröardóttir, b. í Eystri- Hóli í Landeyjum, Tómassonar, bróður Ingibjargar, ömmu Guðrún- ar Helgadóttur rithöfundar. Móöir Þórðar var Jóhanna Jónsdóttir, pr. í Kálfholti, Sigurðssonar, talinn laun- sonur Jóns Þorlákssonar, pr. og skálds á Bægisá. Móðir Jóhönnu var Guðný Jónsdóttir, b. á Kirkju- bæjarklaustri, Magnússonar, foður Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjar- val. Móðir Sigríðar var Guðrún, systir Boga yfirkennara og Jóns, bankastjóra. Guðrún var dóttir Ólafs, b. í Sumarliðabæ í Holtum, Þórðarsonar og Guðlaugar Þórðar- dóttur. Móðir Ólafs var Helga Gunn- arsdóttir, b. í Hvammi Einarssonar, og Kristínar Jónsdóttur, b. á Vind- ási, Bjarnasonar Halldórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættar þeirra Jóns Helgasonar, Davíðs Oddsson- ar, Guðlaugs Tryggva og Benedikts Sveinssonar. É Auður Alexandersdóttir skrifstofumaður í Snæfellsbæ Auöur Alexandersdóttir skrif- stofumaður, Háarifi 33, Rifi, Snæ- fellsbæ, er sextug í dag. Starfsferill Auður fæddist að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi en ólst upp á Stakkhamri. Hún var starfsmaður við Landsbanka íslands 1980-90 en hefur síðan starfað á skrifstofu Vél- smiðju Áma Jóns á Rifi. Fjölskylda Auður giftist 11.7. 1959 Smára Jónasi Lúðvíkssyni, f. 14.3. 1938, húsasmíðameistara. Hann er sonur Lúðvíks Albertssonar og Veróniku Hermannsdóttur á Rifi. Börn Auðar og Smára Jónasar eru Alexander Kristinn, f. 18.7.1960, læknir á Akureyri, en kona hans er Rósa Kristjánsdóttir og em böm þeirra Kristján Friðrik, Ásgeir, Auður og Ásdís Rós; Lúðvík Ver, f. 29.8. 1961, kennari og skipstjóri á Rifi, en kona hans er Anna Þóra Böðvarsdóttir og er sonur þeirra Smári Jónas; Örn, f. 5.10. 1967, rekstrartæknifræðingur í Reykja- vik en kona hans er Edda Gunnars- dóttir og eru dætur þeirra Ásta Jón- Ina og Auður Alexandra; Hildigunnur, f. 7.2. 1969 nemi við Listaháskóla íslands en maður henn- ar er Árni Hermanns- son og er sonur þeirra Hermann. Systkini Auðar: Guðbjartur, f. 16.8.1931, bóndi í Miklaholti; Bjami, f. 20.11. 1932, bóndi á Stakkhamri; Hrafnkell, f. 12.2. 1934, húsasmíða- meistari í Stykkishólmi; Guðrún, f. 14.8. 1935, húsmóðir í Ólafsvík; Þor- björg, f. 13.12. 1941, húsmóðir í Rifi; Magndís, f. 24.3.1945, skrifstofumað- ur í Stykkishólmi; Friðrik, f. 28.10. 1947, tæknifræðingur í Reykjavík; Helga, f. 3.7. 1952, leikskólastjóri í Reykjavík. Foreldrar Auðar voru Alexander Guðbjartsson, f. 5.3. 1906, d. 21.4. 1968, bóndi og kennari á Stakk- hamri, og Kristjana Bjamadóttir, f. 10.11. 1908, d. 25.11. 1982, húsfreyja. Auður tekur á móti gestum á heimili þeirra hjóna laugardaginn 22.4. eftir kl. 19.00. Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður á Sauðárkróki Árni Pálsson, rannsóknarlög- reglumaður á Sauðárkróki, Lauga- túni 7, Sauðárkróki, varð fertugur í gær. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp við Hverfisgötuna í Hafnarfirði. Hann lauk 3. stigs prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1986, og prófum frá Lögregluskóla ríkisins 1993. Ámi var háseti, bátsmaður og stýrimaður á skipum Eimskipa- félags Islands 1977-91, en hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík 1990 og hefur stundað löggæslustörf síðan. Ámi hefur leyst af sem aðstoðar- varðstjóri og varðstjóri á Austfjörð- um og er nú starfandi rannsóknar- lögreglumaður á Sauðárkróki. Árni var varaformaður og síðan formaður Nemendafélags Stýri- mannaskólans í Reykjavík 1984-85. Hann hefur verið stjórnarmaður í IPA, íslenskri deild, frá 1995. Fjölskylda Ámi kvæntist 24.8. 1991 Þuríði Ingvarsdóttur, f. 30.6. 1956, deildar- stjóra mál- efna fatlaðra hjá sveitar- félaginu Skag Ingvars ívarssonar sem lést 1990, og Gyðríðar Þorsteinsdóttur, fyrrv. ræstingastjóra í Hafnarfirði. Dætur Þuríðar eru Margrét Betty, f. 8.8. 1975, nemi við KHÍ, gift Sigur- þór Rúnari Jóhannessyni húsasmið; Jóhanna Björk, f. 22.8. 1980, nemi, gift Eiríki Unnari Kristbjömssyni verkamanni. Sonur Árna er Elías Ingi Áma- son, f. 12.8. 1983, nemi við FNV. Dóttir Árna og Þuríðar er Alma Hrund Ámadóttir, f. 29.12. 1989. Systir Áma er Ingibjörg Pálsdótt- ir, f. 26.11. 1951, búsett í Keflavík. Hálfsystur Árna, samfeðra, eru íris og Kristín. Foreldrar Áma: Páll Ingimars- son, f. 25.11. 1928, d. 11.12. 1996, bif- reiðaeftirlitsmaður, og Gróa Svan- heiður Ámadóttir, f. 13.4. 1930, fyrrv. verslunarmaður. Árni og Þuríður taka á móti ættingjum og vinum í bústað nr. 68 í Munaðamesi miðvikudaginn 19.4. frá kl. 19.00. Merkír íslendingar Magnús Kjaran stórkaupmaður fæddist 19. apríl 1890 að Vælugerði í Flóa en átti heima í Reykjavík frá átta ára aldri. Magnús var íþróttamaður á yngri ár- um, einn af forystumönnum Ungmenna- félags Reykjavíkur, stundaði skauta- hlaup, var í hópi íslenskra glímu- manna sem fóru á Olympíuleikana 1912, og æfði golf á efri árum. Hann stundaði nám við VÍ, stundaði síðan verslunarstörf, varð meðeigandi verslunarinnar Liverpool 1918, aðaleig- andi 1925-30 og síöan einn umsvifamesti stórkaupmaður landsins. Hann var bæj arfulltrúi í Reykjavík, sat í stjóm Félags íslenskra stórkaupmanna og í stjóm Rauða kross íslands. Magnús lést 17. apríl 1962. Magnús Kjaran Magnús var framkvæmdastjóri Alþingis- hátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Honum er öðrum fremur að þakka hve hátíðin tókst vel. Magnús var glæsimenni á velli, höfðingi í lund, vinamargur og vinsæll. Hann var mikill áhugamaður um ís- lenska ljóðlist og málaralist og átti ómetanlegt safn sjaldgæfra bóka. Tómas Guðmundsson hafði bókaáhuga Magnúsar í huga þegar hann orti til hans sjötugs þetta erindi af þremur: Og oss er tjáó, að einnig síðast hafni vor eigin saga í drottins bókasafni, og þar kvað vera sitt afhvoru að sjá. En hvort mun þar þann höfund skorta hylli, sem hefur sína lífsbók skráó af snilli, og hvorki tryggð vió bók né vini brá? Jarðarfarir Kveöjuathöfn um Sigríði Ásgeirsdóttur frá Flateyri, ferfram frá Fossvogskirkju miðvikud. 19.4. kl. 15.00. Jarðsett frá ísafjarðarkirkju laugard. 22.4. kl. 14.00. Grettir Jóhannesson, Gullsmára 9, Kópavogi, áður á Skarði I Þykkvabæ, verðurjarðsunginn frá Digraneskirkju miövikud. 19.4. kl. 13.30. Karl Kristinn Kristjánsson, Kirkjubraut 5, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju miðvikud. 19.4. kl. 14.00. Ásta Þóra Jónsdóttir, Tómasarhaga 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Nes- kirkju miðvikudaginn 19.4. kl. 10.30. Elín Ólafsdóttir, Bræðraborgarstíg 37, verður jarðsungin frá Neskirkju miövikud. 19.4. kl. 15.00. Leifur Þorbjarnarson bókbindari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikud. 19.4. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.