Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 28
60 -^Tilvera MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 DV lí f iö E F T I R V I N N U Fyrsti íslenski bankinn erlendis: Jóhannesar- gpassian Mótettukór Hallgrimskirkju flytur ásamt einsöngvurum og Kammersveit Hallgrímskirkju Jóhannesarpassíuna eftir Johan Sebastian Bach undir stjórn Harð- ar Áskelssonar í Hallgrímskirkju klukkan 20. Einsöngvarar eru Gunnar Guðbjörnsson (tenór - guðspjallamaður), Marta G. Hall- dórsdóttir (sópran), Davíð Ólafs- son (bassi - Jesús), Sigríður Aðal- steinsdóttir (alt), Loftur Erlings- son (bassi) og Benedikt Ingólfs- son(bassi - Pílatus). POPP I PLASTIKMAN A GAtlKNUM Það er ofurrafheilinn Richie Hawthin •sem er Atóm nr. 4 á Gauki á Stöng. Richie er kannski betur þekktur und- ir nafninu Plasticman. En hvaö sem nafngiftum líöur þá mun hann stíga á stokk umkringdur alls konar græj- um, eins og plötuspilurum og rafdóti ýmiss konar, í þeim tilgangi einum aö láta okkur líöa eins og í draumi annars staöar, einhvern veginn. Þaö er engin leið að láta þetta fram hjá sér fara. Það bara gerir sig ekki. Klúbbar ■ SALSAVEISLA A KLAUSTRINU Salsaö veröur á sínum staö viö Garöinn á Klaustrinu.Chillið í Kjallar- anum og Svali & Big Foot sjóðheitir *við dansgólfið meö réttu blönduna af R'N’B, dans & Salsa. San Miquel er á tilboði og einnig mun Tequila fljúga meö ööru hvoru. Opið frá kl. 21. Krár ■ BALKANSTEMNING A NÆSTA BAR Maöur nokkur er Lucky vill nefna sig mun sjá um Balkantónlist á miövikumótum Næsta bars. Alltaf frítt inn og hefst skemmtunin kl. 22. ■ FÖTIN FYRIR FULLORPNA FÓLKIÐ Gildran mætir órafmögnuö á Alafoss föt bezt, Mosfellsbæ, til þess aö fagna sumri en skemmst er aö minnast aö sveitin gerði allt vit- laust ásamt Eika Hauks fyrir stuttu á staðnum. Sveitin ’Sá CAFE MENNING DALVIK Hljóm sveitin Hálft í hvoru kveður veturinn á Café Menningu Dalvík ásamt Eyjólfi Kristjánssyni Byrjar kl. 23. Opnanir ■ HAFNARHUSIÐ VH) TRYGGVA- GOTU Listasafn Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu opnaö. í tilefni þess verður sett upp yfirlitssýning á úrvali úr þeirri listaverkaeign sem er í Lista- safninu. Þessi sýning verður til fram- tíðar. Einnig veröur opnuö sýningin Islensk myndlist á 20. öld og einka- sýning Fabrice Hybert sem heitir Á eigin ábyrgð. Síöustu forvöö ■ FINNSKT GULL OG LEÐUR Finn inn Harri Syrjánen lýkur sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ofeigs aö ~ Skólavöröustíg 5. Harri er gull- og ^eðursmlður o| hefur rekið listhús og vinnustofu T miðbæ Helsinki í 29 ár. Á sýningunni eru skartgripir úr ýmsum efniviöi svo og töskur og bakpokar úr leðri. Listamaðurinn veröur viöstaddur opnunina. Sport ■ MEISTARADEILDIN A SPORT- KAFFI Tveir leikir veröa í Meistara- deild Evrópu. Báöir eru þeir sýndir á ísafold Sportkaffi og byrjar sá fyrri, Man. U-Real Madrid, kl. 18.40, en sá seinni, Porto-Bayern M., kl. 21. Kaldur á krana. Feröir SKIÐAFERÐ UTIVISTAR Dagana T.9.-23. apríl fer Utivist í skíðaferð. Afangastaöir: Langjökull - Hveravell- ir - Kjölur. í þessa ferö sem aðrar- lengri ferðir þarf aö panta og taka farmiöa á skrifstofunni aö Hallveig- arstíg 1. Sími Útivistar er 561 4330. Forsetinn í Lúxemborg Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, var í heimsókn í Lúxemborg í gær og í fyrradag. Fyrri daginn þáöi hann heimboð ís- lendingafélagsins í landinu en félaginu eru nú um 400 manns. Einnig heimsótti Ólafur Ragnar Cargolux en hjá fyrirtækinu vinna um 100 íslendingar og þótti því við hæfi að forsetinn heimsækti fyrir- tækið í ferð sinni til Lúxemborgar. Þá var forsetinn viðstaddur þegar Kaupþing opnaði þar fyrsta íslenska bankann á erlendri grund, Kaup- thing Bank Luxemburg. Með opnun hins nýja banka Kaupþings var þannig brotið blað í íslenskri bankasögu og var vel fagn- að þegar forseti Islands opnaði bankann formlega. Kaupthing Bank Luxemburg er með um 30 milljarða króna i vörslu sinni og er búist við að sú upphæð tvöfaldist á þessu ári. Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni við þetta tilefni að hann fagnaði Forsetinn kemur Ólafur Ragnar kemur til móttöku vegna opnunar Kaupthing Bank Lux- emburg. Forsetinn heilsar Magnúsi Guömundssyni, bankastjóra nýja bankans. Meö þeim á myndinni er eiginkona Magnúsar, Lovísa María Gunnarsdóttir, og við hliö hennar Johnie Brögger en viö hlið Magnúsar er Guömundur Hauksson sparisjóösstjóri. Aö baki forsetanum stendur Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Brussel. ÖC CUiLLCgL au land velji Lúx- emborg sem samstarfsaðila á fjármála- markaðnum Eftir móttök- Feögarnir Óttar^SF^Su sem búiö hefur, LúxembofgVo ^ JÓhann* Kaffileikhúsið í kvöld: Sigurður Flosason með Stórsveit Reykjavíkur - einstakur viðburður í íslenskum djassi Sjá ná 'r: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Kaffileikhúsinu í kvöld, klukkan 20.30. Flutt verður tónlist eftir Sigurð Flosason saxófónleikara í nýjum útsetningum sænska stór- sveitarstjórans og útsetjarans Dani- els Nolgárds. Nolgárd, sem þykir með færustu mönnum á sínu sviði í heimalandi sínu, hefur unnið að út- setningum verkanna í tvö ár. Hann er yfirmaður djassdeOdar Tónlistar- háskólans í Ingesund í Svíþjóð en Sigurður gegnir sambærilegri stöðu við djassdeild FÍH. Skólarnir hafa veriö í nánu sambandi á undaníom- um árum, meðal annars meö gagn- kvæmum nemenda- og kennara- skiptum, og sagði Sigurður að sam- starf þeirra Nolgárds hefði sprottið upp af því. Á tónleikunum verða leikin ellefu verk sem Sigurður samdi á árunum 1987-1996. Þau hafa öll verið flutt DV-MVND HARI Frá æfingu Stórsveitar Reykjavíkur Sveitin hyggst fiytja nokkur verk Siguröar Flosasonar í nýjum útsetningum Svíans Daniels Nolgárds í Kaffileikhúsinu í kvöld. áður opinberlega en ekki nema fimm í hinum nýju útsetningum Daniels Nolgárds. Voru þær frum- fluttar á Djasshátíð Reykjavíkur i september 1998 og hélt Nolgárd sjálf- ur um tónsprotann þá eins og nú. Ekki verða haldnir nema einir tónleikar í Reykjavík og gerir Sig- urður því ráð fyrir að fylla Kaffi- leikhúsið. Næsta vetur er áformað að fara utan og flytja sömu efnis- skrá með fimm helstu stórsveitum Svíþjóðar og einni norskri. I fram- haldinu sagði Sigurður að stefnt væri að því að gefa verkin út bæði á nótum og á diski og verða annað- hvort notaðar upptökur með Stór- sveit Reykjavíkur eða einhverjum hinna norrænu sveita. Verður sá diskur væntanlega einhver sárabót fyrir þá sem ekki komast í Kaffileik- húsið í kvöld. -EÖJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.