Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 I>V Fréttir Hrefnuveiðar út af borðinu - ráðherra rólegur: Hrefnukjöt myndi slá á offitu Ameríkana - segir Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður sem borðaði hrefnusteik „Þessi niðurstaða var okkur von- brigði en er ekkert áfall fyrir það sem við erum að gera. Við vinnum eftir þingsályktunartillögunni sem gengur út á að við munum hefja hvalveiðar á ný. Þær veiðar eru ótímasettar enn þá. Við þurfum að kynna okkar málstað og munum gera það áfram,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í samtali við DV vegna áframhald- andi banns á sölu afurða úr hvölum. Hann sagði að íslendingar hefðu stutt við bakið á Norðmönnum sem komu fram með tillögu um hrefnu- veiðar. Hefði tillagan náð fram að ganga hefði það vissulega breytt landslaginu. Ráðherrann segir að niðurstaða fundar Cites, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um viðskipti með afurðir dýra í útrýmingarhættu sem hald- inn var í Kenýa, muni hafa meiri af- leiðingar fyrir Norðmenn en okkur en líklega minni fyrir Japani. Árni segir að ekkert vandamál sé að hefja veiðar á hrefnum hér við land stofnsins vegna. Norðmenn veiða en ílytja afurðirnar ekki út. Sat og snæddi hrefnukjöt Konráð Eggertsson, veiðimaður á ísafirði, sat að snæðingi þegar DV hringdi i hann. „Þetta er kostulegt, ég var að enda við að borða piparsteik úr hrefnu- kjöti með góðu rauðvíni. Ótrúlegt hvað þetta getur geymst, þetta dýr var veitt 1985 og hefur geymst vel síðan,“ sagði Konráð og hló. „Við erum með feitustu böm í Evrópu og ættum að hugsa okkur alvarlega um. í Ameríku dregur fólk rassinn á eftir sér af hormóna- son hrefnu- veiðimaður. Sat og borðaöi 15 ára hrefnu sem hann skol- aöi niöur meö rauövíni. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Ekkert áfall fyrir íslenska hags- muni. áti. Ef þau borðuðu þetta dýrlega hvalkjöt yrði góð breyting á þessu,“ sagði Konráð. „Það kostulega við þetta er að það skuli vera heilbrigðir menn sem taka þátt í þessu banni við veiðum. Vísindanefnd Alþjóöa hvalveiði- ráðsins segir að þessi dýr séu ekki í útrýmingarhættu. Formaður nefndarinnar sagði af sér af því að ekki var tekið mark á honum. Þetta er ekki spurning um vísindi lengur, heldur spurning um að ákveðnir menn ráði vissum hlut- um. Engin rök komast þar að. Þessi niðurstaða er því kjaftæði og Japan- ir og Norðmenn hljóta að segja skil- ið við svona fólk. Þingið okkar hef- ur sagt að við hefjum hvalveiðar ekki síðar en árið 2000 en því hefur verið frestað fram yfir kristnitöku og landafundahátíðir. Þetta hlýtur því að hefjast árið 2001 - ef ekki, þá sé ég ekki hvað við höfum við þjóð- þing að gera,“ sagði Konráð Egg- ertsson. -JBP DV-MYND GVA Barist við salmonellu Búiö er aö skipta stóöinu á Ármóti í afmarkaöa hópa. Sýni veröa tekin reglulega til að reyna að komast fyrir salmonelluna, segir eigandi hrossanna. Ármót: Enginn ævin- týrabúskapur - segir nýr eigandi „Þetta er allt á vinnslustigi hjá okkur. Til dæmis er ekki útrætt við núverandi eiganda jarðarinnar hversu lengi hrossin geta verið þar,“ sagði Jónas Ingi Ketilsson, nýr eigandi 300 hrossa stóðs á Ármóti á Rangárvöllum. Salmonella hefur greinst í stóðinu, eins og DV hefur greint frá. Skepnuhald að Ármóti var sett undir eftirlit í vetur þegar uppvíst varð um vanfóðrun. Þá voru um 40 hross felld. Síðar voru um 100 nautgripir á búinu felldir vegna salmonellusýkingar. Farbann hefur verið á Ármóti frá því að salmonellan greindist þar fyrst. Eig- andaskipti hafa orðið bæði á jörð- inni og stóðinu síðan þessir atburð- ir áttu sér stað. Jónas kvaðst hafa látið dýralækni taka sýni nýlega til að finna leiðir til að vinna á salmonellunni. í meirihluta hrossanna hefði ekki fundist nein jákvæð sýni en sýktir einstaklingar hefðu þó fundist. Aðalstóðinu hefði nú verið skipt í tvo hópa sem hefðu engan samgang. Annar hópurinn hefði reynst vera alveg hreinn en nokkur sýni hefðu verið jákvæð í folöldum og hluta stóðs. Öll hross sem hafi verið á húsi og í þjálfum hafi reynst ósýkt. Sama máli gegndi um hóp graðhesta sem hefði verið haldið sér. „Ég er nokkuð bjartsýnn eftir þessar niðurstöður að hægt verði að vinna á salmonelluvandanum. Þá stefni ég að því að fækka hrossun- um með sölu og á annan hátt,“ sagði Jónas. „Ef við finnum smitbera með þeirri einangrunarleið sem við not- um nú þá getur endað með því að þeir verði felldir. Sýni verða tekin reglulega til að sjá hvemig málin þróast. Svo gefum við hrossunum vel, höfum þau í fersku vatni og för- um eftir ráðgjöf dýralæknis," sagði Jónas, sem kvaðst m.a. myndu láta gelda eina þrjátíu graðhesta sem hann fékk með hrossastóðinu á Ár- móti. -JSS Ríkislögreglustjóraembættið í annað kjördæmi! Um 50 starfsmenn Ríkislögreglustjóraembættisins hafa flutt sig um set frá gömlu „RLR-byggingunni“ í Auöbrekku í Kópavogi yfir í nýbyggingu aö Skúlagötu 21 - örstutt frá embætti lögreglunnar í Reykjavík viö Hverfisgötu eins og sést á myndinni. í starfsmannahópi Ríkislögreglustjóra eru lögfræöingar, lögreglumenn og skrifstofufólk. Ríkislög- reglustjóraembættiö hefuryfirstjórn með lögregluembættum landsins og rannsakar hluta af sakamálum, s.s. um- fangsmikil efnahagsbrotamál. Byggingin veröur formlega tekin í notkun á næstunni. Meö flutningunum er gert ráö fyrir aö embættiö muni hafa meiri samskipti viö Hverfisgötulögregluna. Embættin tvö munu t.a.m. veröa meö sameiginlegt mötuneyti. Forstjóri Tryggingastofnunar þungorður: Sjúklingar í gíslingu vegna hagsmunapots - ef læknar hafa stöðvað krossbandaaðgerðir Karl Steinar Sjúklingar notaö- ir í sérhönnuöu hagsmunapoti. „Hafi læknar stöðvað þessar að- gerðir þá sýnist mér að verið sé að nota sjúklinga í sérhönn- uðu hagsmunapoti," segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, um þau ummæli bæklunarlæknis að engar krossbandaað- gerðir á hné hafi verið gerðar frá áramótum, þar sem Tryggingastofnun greiði ekki fyrir þær. Bæklunarlæknar hyggist senda sjúkrlinga til útlanda greiði stofhunin ekki fyrir umræddar aðgerðir. Karl Steinar telur illa vegið að stofn- uninni. Þetta sé henni gjörsamlega óviðkomandi, enda um að ræða að- gerðir sem gerðar séu á sjúkrahúsum. „Mér frnnst ástæða til að landlækn- isembættið taki þetta mál fyrir,“ segir hann. „Læknamir segjast senda sjúk- lingana til útlanda. Þeir hafa ekkert með það að gera. Enginn fær að fara til útlanda í aðgerð nema ekki sé hægt að gera þær hér heima. Þá var staðhæft, að siglinganefnd, sem metur hverjir fara utan til aðgerða, haldi ekki fundi Vegið að Trygglngastofnun Karl Steinar segir illa vegiö aö Tryggingastofnun. Máliö sé henni óviökomandi enda umræddar aögeröir geröar á sjúkrahúsum. nema einu sinni í mánuði. Hið rétta er að nefndin kemur saman hvenær sem er en er með fasta fundi einu sinni í mánuði. Okkur í Tryggingastofnun fmnst skelfúegt hvernig verið er að taka sjúk- linga sem gísla í einhverri tilbúinni hagsmunastreitu.“ -JSS Sandkorn Höröur kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Fagnaðarerindi framsóknar Ráðherrar Framsóknar- flokksins gera nú víðreist um álfur, væntanlega 1 þeim tilgangi að ; útbreiða fagnað- j arerindi is- lenskra fram- sóknarmanna. Fræg er camfílu- fór Guðna Ágústssonar til Kína á dögunum. Þá er Siv Friðleifsdótt- ir í Ástralíu en gárungarnir velta nú fyrir sér hvort þarlendir hafi einhverja Eyjabakka í eyðimörk- unum sem mögulegt er að sökkva. Ef þeir eigi ekki vatn til þess þá megi altént flytja það í brúsum frá íslandi. HaUdór Ásgrímsson fór ekki alveg eins langt, eða til Tyrk- lands. Þykir liklegt að utanríkis- ráðherrann muni miðla þarlend- um af lambakjötsuppskriftum með brúnuðum kartöflum, sósu og salmonellum í stað hins óhrjálega, niðurtálgaða kebab-réttar... Forystupar Bak við tjöld-1 in er bitist um formannsstöðu þingflokks Sam- j fylkingar. I Bryndísi Hlöðversdóttir [ mun þar duga I langt að Össur [ Skarphéðins- son er sagður henni hliðhollur. Yngsti þingmað- urinn í hópnum, Þórunn Svein- bjarnardóttir, er einnig sögð hafa mikinn metnað til starfsins. Munu þau Lúðvík Bergvinsson hafa myndað sterkt tvíeyki í þing- flokknum sem hefur haft frum- kvæði að því að sveigja Samfylk- inguna til aukins frjálslyndis. Gamalreyndir refir úr hópi fyrr- verandi þingmanna og sveitar- stjórnarmanna Alþýðuflokksins eru sagðir líta á þau sem forystu- par framtíðarinnar... Teflt við páfa Árni Johnsen alþingismaður komst á blað í síðustu viku er hann greiddi at- kvæði á móti til- lögu um að vísa máli til ráðherra. Áður höfðu þing- j menn samþykkt tillöguna í öllum efnisatriðum sem snerist um gömlu vindstyrksheitin. Segir sag- an að Árni hafi við fyrri atkvæða- greiðsluna verið löglega afsakaður í hörkutaflmennsku við páfann. Þegar kom að seinni atkvæða- greiðslunni var ljóst að minnst einn þingmann vantaði í salinn til að tillagan næði í gegn. Kom þá Ámi svifandi og töldu menn víst að þessi sæbarði Vestmannaeying- ur vildi halda í gömlu veðurheitin. öllum til undrunar ýtti hann þó á rauða hnappinn og felldi tillöguna. Segja gárungamir að Ámi hafi alls ekki ætlað að gera þetta, hann hafl bara enn verið með hugann við taflmennskuna... Klósettsmíði Sólveig Pét- ursdóttir var í fréttum vegna klósettsmíða á dögunum og Guðni Ágústs- son vegna campylosýking- ar sem hann fékk austur í Kína. Um þessa atburði orti Pétur Pétursson lækn- ir á Akureyri: Húsnœði Sólveigar hefur nú skúnað, hún mun það nýta í þrifnaðarskyni. Gott er aö klósettið getur hún lánað Guðna ráðherra Ágústssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.