Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 I>V 58______ -?Tilvera Being John Malkovich *★** Þvllík aíbragösskemmtun! Það er auövelt að láta dæluna •^jjanga meö háttstemmdum lýsing- arorðum en ég skal reyna að stilla mig. Og þó. í þessari súrrealisku kómedíu um sjálfsmyndarkrísu, reíilstigu frægðarinnar og leitina að eilífðinni rekur hver kostulega uppákoman aðra og eins og góðum myndum sæmir vekur hún miklu fleiri spumingar en hún svarar. -HK American Beauty *★* Til allrar hamingju fer Amer- ican Beauty vel með þetta marg- þvælda efni, gráa fiðringinn, ótt- -pm við að eldast og lifsins allsherj- mr tilgangsleysi. Styrk og hljóðlát leikstjórn ásamt einbeittum leik- arahópi lyftir þessari mynd yfir meðalmennskuna og gerir hana að eftirminnilegu verki. -ÁS Man on the Moon *** Það er kvikmyndinni Man on the Moon til mikils lofs að hún fylgir hinni einstrengingslegu sýn grínistans Andys Kaufmans á tU- veruna allt til enda. Jim Carrey sýnir fantagóðan leik í aðalhlut- verkinu. Við gleymum því tiltölu- lega fljótt að Carrey er ein mesta stjama kvikmyndanna um þessar mundir og sogumst inn í þennan karakter sem um leið er aldrei ráð- inn eða útskýrður með sálfræðileg- ®um visunum. -ÁS Fiaskó *★* Aðall Fíaskó er hvernig á galsa- fullan en um leið vitrænan hátt þrjár sögnir um ólík viðhorf til lífs- ins tengjast. Myndin er fyndin og um leið mannleg. í fyrstu kvikmynd sinni i fullri lengd fer Ragnar Braga- son vel af stað. Það er viss ferskleiki í kvikmynd hans og enginn byrj- endabragur á leikstjóminni sem er örugg og útsjónarsöm. Honum tekst að láta smáatriðin vera mikilvæg fyrir framvindu sögunnar og hefur * góð tök á leikurum sem upp til hópa em i sínu besta formi. -HK Græna mílan *** Vel gerð og spennandi kvik- mynd með áhugaverðum söguþræði á mörkum raunsæis og þess sem enginn kann skýringu á. Leikstjór- inn, Frank Daramont, sem einnig skrifar handritið, fylgir sögunni vel eftir og er lítið um breytingar hjá honum. Þar af leiðandi er myndin mjög löng, nánast engu er sleppt, og hefði að ósekju mátt stytta hana að- eins. Hún hefði þá sjálfsagt orðið skarpari og með sterkari áherslum á hið góða og illa. -HK ^Oogma *'*★* Þetta er ein af hinum óborgan- legu vangaveltum hins ófor- skammaða Kevins Smiths (Clerks, Chasing Amy) um lífið, tilveruna, trúna og Guð. Hér gerir hann stólpagrín að tilraunum mannanna til að skilja Drottin og ganga á hans vegum en um leið er ljóst að Kevin er trúmaður mikill og um- hugað um Hann/Hana/Það. Vegna þessarar djúpu sannfæringar hans er auðvelt að hlæja hjartanlega að þessari ósvífnu hugleiðingu um hinstu rök tilverunnar. -ÁS The Hnd of the Affair *** Skáldsaga Grahams Greens er vel skrifuð gamaldags ástarsaga sem gerist i stríði. Það sem gerir ■^hana forvitnilega í augum nútíma- mannsins er að hún er sjálfsævi- söguleg og lýsir vel þeim tilfinning- um sem kraumuðu í brjósti ungs rithöfundar á róstutímum. Neil Jor- dan aðlagar söguna nútímakröfum með því að færa atburðarásina fram og aftur í tíma og leyfir sér að sýna sömu atburðina frá tveimur sjónar- homum. Þetta tekst honum fullkom- lega þótt ekki takist honum að losna undan ofhlaðinni dramatík og geri litla tilraun til þess. -HK The Hurricane *** Hinn margreyndi leikstjóri, pJorman Jewison, hefur gert áhrifa- mikla og góða kvikmynd þar sem réttlæti og óréttlæti er í deiglunni. Myndin er byggð á reynslu hnefa- leikakappans Rubins „Hurricane" Carters sem sat átján ár í fangelsi. Leikur Denzels Washingtons i hlut- verki Carters er stórbrotinn og vel verðugur tilnefningarinnar til ósk- arsverölauna. -HK Mission to Mars: Til bjargar Marsleiðangri I dag verður frumsýnd í kvik- myndahúsum á höfuðborgarsvæðinu Mission to Mars sem er nýjasta kvik- mynd hins þekkta leikstjóra, Brians Flaggaö á Mars Geimfarar í fyrri leiöangrinum til Mars flagga bandaríska fánanum. De Palma. Myndin gerist 2020. Enn eitt risaskrefið hefur ver- ið tekið í sögu mann- kynsins. Lending mannaðs geimfars hefur tekist á Mars og allir eru himinlif- andi, sérstaklega í höfuðstöðvum NASA. Gleðin breyt- ist samt fljótt í kvíða þegar leiðang- ursforinginn tilkynnir að eitthvað hroðalegt sé að gerast og síðan slitn- ar sambandið. NASA bregst skjótt við og allt er lagt í sölumar til að út- búa björgunarleiðangur. í honum eru reyndir geimfarar sem fá stuttan æfmgartíma fyrir sex mánaða ferða- lag og íjallar myndin um ferðalagið og það sem þeir uppgötva sér til undrunar þegar þeir loks komast til Mars. I helstu hlutverkum eru Gary Sinese, Tim Robbins, Don Cheadle, Connie Nielsen og Jerry O’Connell. Brian De Palma, sem er kannski þekktur af allt öðm en ævintýra- kvikmyndum, segir að það hafl ver- Um borð í geimfarinu Gary Sinese og Connie Nielsen láta sig fljóta í þyngdarleysinu innan geimfarsins. ið viss áskorun fyrir hann að gera þessa kvikmynd: „Ég hef aldrei gert vísindaskáldsögukvikmynd áður svo mér þótti tími kominn til þegar ég fékk handritið að Mission to Mars í hendumar. Ég viðurkenni að það er mjög erfitt að komast hjá klisjum í slíkum myndum en ég reyndi þó að forðast þær eftir því sem ég gat og reyndi að halda mig við raunveruleikann enda á myndin að gerast í nánustu framtíð." Ástæðan fyrir því að myndin er látin gerast 2020 er einfaldlega sú að þá gera vísindamenn ráð fyrir að fyrsta mannaða geimfarið verið sent til-Mars. -HK Brian De Palma Sem táningur hafði Brian De Palma gaman af því að fylgjast með fóður sínum sem var bæklunar- skurðlæknir. Þegar hann vildi fá eitthvað enn meira fyrir augað átti hann það til að fá leyfi hjá vinum foður hans í lækna- stéttinni til að fá að fylgjast með heila- og augnupp- skurðum. Sjálfsagt hefur þetta áhugamál siast inn í hann þvi vísa má í þessa reynslu hans í fyrstu myndum hans sem eru blóðugar, svo ekki sé kvik sagt. Þegar kom að háskólanámi lagði De Palma fyrir sig heimspeki við Col- umbia-háskólann í New York en breygði af braut þegar hann í kynni við starf- ii leikhóp innan skólans. Hann varð sér úti um 16 mm kvikmyndatökuvél og hóf að kvikmynda leikritin sem vinir hans voru að setja á svið. Út úr þessari vinnu urðu til nokkrar stuttmyndir sem hjálpuðu honum að fá styrki. Snemma ákvað De Palma að gera leikna kvik- mynd i fullri lengd og eyddi hann tveimur Brian De Palma Umdeildur leikstjóri sem styr hefur staðið um í mörg ár. arum í að undir- búa tvær kvikmyndir, Greetings og The Wedding Party, og fékk til að leika aðalhlutverkin tvo vini sem voru að koma sér áfram i leiklist- inni, Robert De Niro og Jill Clayburgh. Myndimar fóru að vísu aldrei í almennilega dreifmgu og það var ekki fyrr en þau öll voru orðin þekkt að áhugi á þeim jókst til muna. í kjölfarið fylgdi svo Hi Mom sem er framhald af Greetings. Eftir þessa reynslu sína fór DePalma að kynna sér kvikmyndir Hitchcocks og í næstu myndum hans má sjá áhrif frá þessum meist- ara hrollvekjunnar. 1 dag hefur De Palma styrkar stoðir í bandarískri kvikmyndagerð en það er ekki þar með sagt að allir séu sáttir við myndir hans. Yfirleitt eru málsvar- ar hans færri en þeir sem hafa yndi af því að klekkja á honum. Hverju sem umtali um gæði mynda hans líður þá er Brian De Palma einn þeirra stóru í bandarískri kvik- myndagerð og það er ávallt viss spenna sem fylgir þvi að sjá nýja kvikmynd eftir hann. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem De Palma hefur leikstýrt: Greetings, 1968 The Wedding Party, 1969 Hi Mom, 1970 Sisters, 1973 Phantom of the Pardise, 1974 Obsession, 1976 Carrie, 1976 The Fury, 1978, Home Movies, 1980 Dressed to Kill, 1980 Blow out, 1984 Scarface, 1983 Body Double, 1984 Wise Guys, 1986 The Untouchables, 1987 Casualities of War, 1989 The Bonefire of Vanities, 1990 Raising Cain, 1992 Carlito’s Way, 1993 Mission: Impossible, 1996 Snake Eyes, 1998 Mission To Mars, 2000 -HK Biogagnryni ,/f V,'1 ! Háskólabíó - Snjór fellur á Cedrusvið: Drama í litlu samfélagi Snjór fellur á Sedrusvið (Snow Falling on Cedars) er fyrsta kvik- mynd Scott Hicks frá því hann gerði The Shine fyrir fjórum árum. Cedars er stórvirki og greinilegt er að Hicks hefur lagt mikinn metnað í verkið. Myndin er glæsileg útlits og í þessu útliti á ekki lítinn þátt kvikmynda- tökumaðurinn Robert Richardson, sem þekktastur er fyrir störf sín með Oliver Stone. Kvikmyndataka hans er meistarlega vel af hendi leyst og áhrifarik. Það er samt þessi mikli metnaður Hicks sem verður honum aö falli. Hann virðist stundum gleyma sér í eigin hugmyndaheimi um lausnir og hefur það áhrif á vandmeðfarinn söguþráð þar sem farið er fram og aftur í tíma. Það er ekki fyrr en líður á myndina að nægileg festa næst í söguna og dramatíkin verður áþreifanleg. Snjór fellur á Sedrusvið er gerð eftir samnefridri skáldsögu sem farið hefur sigurfor um heiminn og meðal annars komið út á íslensku. Myndin hefst og endar sem réttarhaldsdrama þar sem verið er að rétta í morðmáli. Atburðirnir gerist á eyju i norður- héruðum Bandaríkjanna. Ungur maður finnst látinn í neti skips síns þokunótt eina árið 1950. Japanskur fiskimaður, Kazuo Miyamoto (Rick Yune), er grunaður um morðið og handtekinn. Blaðamaðurinn Ishmael Chambers (Ethan Hawke) fylgist með réttarhaldinu og það kemur fljótt í ljós að tilfinningar hans eru blendnar. Hann á erfitt með að vera óháður og ástæðan er sú að eiginkona Kazuo, Hatsue (Youki Kudoh), er æskuunn- usta hans. Þau höfðu átt í leynilegu ástarsambandi um tima, ekki þorað að gera það opinbert og hittust í laumi í skóginum undir cedrusviði. Þegar heimsstyrjöldin skellur á verða utanaðkomandi árekstrar kynflokkanna þeim erfiðir og Hatsue sker á sam- band þeirra. Þetta hefur Ishm- ael aldrei fyrirgefið henni og þegar hann kemst á snoðir um vitneskju sem líklega hreinsar Kazuo af morðinu þá er hann á báðum áttum hvort hann eigi að hjálpa eða ekki... Þar sem Scott Hicks er svo upptek- inn af möguleikum í úrvinnslu efnis- ins þá hefur hann vanrækt leikarana og það kemur helst niður á Ethan Hawke. Þar sem Ishmael er einnig sögumaður hefði átt að fást skýrari mynd af honum. í staðinn er hann meira eins og áhorfandi og er stund- Hvað geröist þegar tveir sjómenn hittust úti á sjó? Rick Yune og Eric Thal í hlutverkum bandaríska og japanska sjómannanna sem réttarhöldin snúast um. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir um eins og Hawke viti ekki almenni- lega hvemig hann á að túlka persón- una. Þetta á við um fleiri persónur, sérstaklega Kazuo sem nánast enga afgreiðslu fær frá Hicks. Lögfræðing- arnir, sem þeir Max Von Sydow og James Rebhom leika, hafa aftur á móti sterka útgeislun í myndinni. Þótt margt megi frnna að að- ferð Hicks við að koma efninu frá sér og að maður hafi á til- finningunni að hann sé dálítið upptekinn af sjálfum sér þá verður það ekki af honum tek- ið að mynd hans er drama sem lætur fáa ósnortna. Leikstjóri: Scott Hicks. Handrit: Ron Bass og Scott Hicks. Kvik- myndtaka: Robert Richardson. Tónlist: James Newton Howard. Aöalhlutverk: Ethan Hawke, Youki Kudoh, Max Von Sydow, James Rebhorn, Sam Shepard, James Cromwell og Rick Yune. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.