Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 I>V ------m> Tilvera Myndlistarsýningar: Sólin, tunglið og stjörnurnar - níu Finnar sýna í Nýlistasafninu m. Nýlistasafniö viö Vatnsstíg 22. apríl næstkomandi veröur opnuö sýning níu finnskra myndlistarmanna í Nýlistasafninu. Á laugardaginn kemur klukkan fjögur eftir hádegi veröur opnuö sýningin Sólin, tunglið og stjömu- mar í Nýlistasafninu. Að sýning- unni stendur hópur níu finnskra myndlistarmanna sem sýnt hefur saman í fjölda finnskra safna frá árinu 1995. Listamennimir koma úr ýmsum áttum og em á öllum aldri, sá elsti er fæddur árið 1936 en sá yngsti 1971. Allir eiga þeir það þó sameiginlegt að fást einkum við rýmis- og/eða hugmyndalist. Verk sin vinna þeir út frá sömu grundvallarhugmyndunum sem tengjast meðal annars himintungl- unum eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna. Einnig athuga þeir hvemig náttúrleg fyrirbæri tengj- ast umhverfi mannsins og bygging- arlist. Verkin sem hópurinn sýnir í Ný- listasafninu era höggmyndir og rýmisverk auk módela í húsagerð- arlist. Einn útgangspunktur sýn- ingarinnar er fjarlægðin á mUli Helsinki og Reykjavíkur og velta listamennirnir meðal annars fyrir sér í verkum sínum hvað þessar tvær borgir eigi sameiginlegt og hvað skilji þær að. Meðal þess sem þeir taka fyrir er lega borganna, mismunandi menning þeirra, bygg- ingarlist og tungumál íbúanna. Þó að um sé að ræða tvær af mennirw> arborgiun ársins 2000 tengist sým ingin ekki beinlínis verkefninu Reykjavík menningarborg 2000 og er ekki styrkt af því. í tengslum við sýninguna í Ný- listasafninu mun einn listamann- anna, prófessor Lauri Anttila, halda fyrirlestur i húsnæði Lista- háskóla íslands í Laugarnesi. í fyr- irlestrinum sem nefnist Space- Time-Art mun hann auk þess að fjalla um sýningu hópsins segja frá eigin verkum en Anttila er einkum þekktur fyrir umhverfislistaverk sin. Fyrirlesturinn verður fiuttur föstudaginn 28. apríl og hefst klukkan hálfeitt. -EÖJ FREELANDER HEFUR LÆKKAÐ í 2.340.000 (VERÐ ÁÐUR 2.490.000, VERÐLÆKKUN KR. 150.000) FREELANDER XEI HEFUR LÆKKAÐ í 2.590.000 Grjóthálsi 1 • Sími söludeildar 575 1210 www.bl.is (VERÐ AÐUR 2.750.000, VERÐLÆKKUN KR. 160.000) VERÐI ÞÉR AÐ GÚÐU! FREELANDER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.