Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 Fréttir DV Vilhjálmur Ingi Árnason, stjórnarmaöur í Neytendasamtökunum: Jóhannes segi af sér „Ástandið innan Neytendasam- takanna er svipað nú og það var þegar uppgötvað- ist i sumar að samtökin notuðu stolinn hugbún- að. Fólki finnast mistökin við gerð matvöru- könnunarinnar skammarleg og framkvæmda- stjómin reynir að þegja málið i hel, rétt eins og kristilegir demókratar í Þýskalandi," segir Vil- stjórnar- Vilhjálmur Ingi Arnason: Ófremdarástand innan Neytenda- samtakanna. gerðu hjálmur Ingi Árnason, Ákall til heimilislæknis Guömundur Jónsson óperusöngvari ritaöi opiö bréf í Vetvakanda þar sem hann ávarpaði lækni sinn. Hann hefur nú náö sambandi. Bréfið svínvirkaði „Læknirinn hafði samband við mig og þetta er allt í lagi,“ sagði Guðmundur Jónsson óperusöngvari sem fór þá óvenjulegu leið að skrifa sérfræðilækni sínum opið bréf í Morgunblaðinu sl. laugardag til að spyrja hann um niðurstöður rann- sóknar sem hann sendi Guömund í síðastliðiö haust. Læknirinn haíði samband við Guðmund strax eftir helgina og fór Guðmundur i tíma til hans i fyrradag. Kæri læknir | „Bréf geta hrifið stöku sinnum, einkum ef maður er ekki að skamm- ast, þá er allt í lagi,“ sagði Guð- mundur við DV. Spurður um fóta- mein sitt sagði Guðmundur að það væri gömul sykursýki sem væri að hrjá sig. Hún hefði eytt taugaboðum þannig að fætumir létu ekki al- mennilega að stjóm. „Ég er stirður þegar ég stend upp en svo er allt í lagi þegar ég er kominn á ról, það tekur bara tíma,“ sagði þessi ást- sæli óperusöngvari íslensku þjóðar- innar. -JSS - jámenn koma í veg fyrir mótmæli maður Neytendasamtakanna. „Ekki er við starfsfólk að sakast, það vann starf sitt undir mikilli pressu. Kurr er í mönnum en ég sé ekki að gerð verði krafa um að Jó- hannes eða aðrir í framkvæmda- stjórninni segi af sér. Ástæðan er sú að Jóhannes hefur á 20 ára ferli sinum í samtökunum safnað í kringum sig flokki jámanna í framkvæmdastjórnina þar sem ákvarðanir eru teknar og þeir kaf- færa lýðræðislega ákvarðana- töku.“ Vilhjálmur segir að ófremdará- stand hafi ríkt vegna þessa innan Neytendasamtakanna síðastliðin 6 ár og tími sé kominn til að Jó- hannes segi af sér. „Það er nú eða aldrei sem eitthvað gerist í þess- um málum. Þegar hugbúnaðarsvik samtakanna komu upp í ágúst sið- astliðnum áttu samtökin á hættu að fá allt að 10 milljóna króna sekt en með því að gera dómsátt við lögmann Microsoft hérlendis var sektin lækkuð niður í nokkur þús- und dollara. Ég get staðfest það en fékk aldrei að vita nákvæma tölu þar sem mér var bolað út úr fram- kvæmdastjórninni í sumar.“ Vilhjálmur Ingi segir að hann hafi aðeins haldið stöðu sinni í stjórn Neytendasamtakanna vegna þess að hann njóti stuðnings fé- lagsmanna á Akureyri. -HG Einungis um að ræða minni háttar innsláttarvillu „Ég hef ekki haft afskipti af verð- könnunum Neytendasamtakanna þannig að ég get ekki tjáð mig mikið um könnunina sem hefur verið í fjöl- miðlum síðustu daga,“ segir Jón Magnússon, varaformaður Neytenda- samtakanna. Hann segist þó telja að of mikið sé gert úr matvörukönnun- um í fjölmiðlum miðað við þann ávinning sem neytendur hafa af því. „1 þetta sinn var einungis um að ræða minni háttar innsláttarvillu. Það þarf þó ekki að þýöa að kannan- irnar séu óalandi og óferjandi. Auð- vitað þykir okkur miður að villa hafi komið fyrir en ég tel að hér hafi verið gerður úlfaldi úr mýflugu enda er einfalt að lesa út úr könnun- inni raunveruleg- an verðmun milli verslana." - Nú má ætla að trúverðugleiki Neytendasamtakanna hafi beðið hnekki vegna þessa máls. Hvernig telur þú best að endur- heimta það traust? „Mér flnnst nú fljótfærnislegt að telja að samtökin hafi beðið varan- legan skaða af málinu. Allir skilja að mannleg mistök geta orðið og hver hefur sína skoðun á því hvern- ig er best að bæta úr stöðunni. Við störfum í lýðræðislegum samtökum. Við munum haga okkur i samræmi viö það og taka lýðræðislega ákvörðun um rnálið," segir Jón Magnússon. -HG Jón Magnússon: Innsláttarvilla. DV-MYND GK ~ T1 ífw & fW* |L. \ ■ tfA Ford-stúlkur á Akureyri Stúlkurnar sem taka þátt í úrslitum Ford-fyrirsætukeppninnar hér á landi heimsóttu Akureyri i gær. Þar skoöuöu þær m.a. Mjólkursamlag KEA og aö því loknu smökkuöu þær á hinu eina sanna KEA-skyri og virtist líka þaö vel. Lögreglan telur sig hafa nægar sannanir gegn Rúnari Ríkharðssyni frá Keflavík: Myndband í nauðgun- armáli lagt fyrir dóm Samkvæmt heimUdum DV mun myndbandsupptaka af meintri nauðgun verða eitt af gögnum í máli ákæruvaldsins gegn Rúnari Bjarka Ríkharðssyni - manninum sem um helgina, og mánuði eftir meinta nauðgun, banaði Áslaugu Óladóttur, 19 ára vinkonu kærand- ans í nauðgunarmálinu. Þeir sem komið hafa að þessu máli telja það afar sérstakt. Heimildir DV í Keflavík herma að þegar Rúnar var yfirheyröur hafi hann þrætt fyrir að hafa gerst brotlegur gagnvart stúlkunni sem kærði hann fyrir nauðgunina. Lög- reglan í Keflavík vill ekkert stað- festa um myndbandsupptökuna. Hins vegar er DV kunnugt um að lögreglan telur sig hafa það sterkar sannanir að máliö veröur fljótlega sent fullrannsakað til ákæruvalds- ins. 30-35 ára maður sem lögreglan hefur lýst eftir í tengslum við manndrápið að Skólavegi 2 í Kefla- vík hefur ekki gefið sig fram. Hann sást á tali við Rúnar Bjarka á veit- ingahúsi skömmu áður en voðaat- burðurinn átti sér stað á Skólavegi aðfaranótt laugardagsins. Ástæða þess að lýst er eftir þessum til- tekna manni er sú að lögreglan vill einfaldlega vita hvað honum og Rúnari fór á milli, svo stuttu fyrir manndrápið. Oröið eins og í New York „Þetta er orðiö eins og í New York,“ sagði hárgreiðslustúlka sem starfar í næsta húsi við Skóla- veg 2 í Keflavík. „Auðvitað bregð- ur manni rosalega en mér flnnst hræðflegt að þetta skuli gerast hér í húsinu við hliðina," sagði konan. Rúnar Bjarki er 21 árs og starf- aði á Keflavíkurflugvelli. Hann var fluttur í gæsluvarðhald frá Kefla- vík austur á Litla-Hraun á mánu- dagskvöldið. Hann er grunaður um að hafa sent hinni látnu SMS-skOa- boð á síma hennar eftir að hún bar vitni í nauðgunarmálinu. í byrjun aprfl var hann handtekinn vegna meints áreitis en var slepppt aftur. Áslaug heitin hafði þá lagt fram kæru á hendur Rúnari fyrir að hafa sent sér ósæmOeg SMS-skOa- boð. -Ótt/-SMK Kanna bótarétt Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður og Gunnar G. Schram lagapró- fessor hafa tekið að sér mOligöngu um að koma hópi ís- lendinga, sem hafa orðið fyrir heOsutjóni í kjölfar reykinga, í sam- band við banda- rískt lögfræðifirma í því skyni að kanna hugsanlegan bótarétt þeirra á hendur bandarískum tóbaksfram- leiðendum. Mbl. greindi frá. Fleiri vilja afsökun Neytendasamtökin hafa notað sömu aðferð í könnun á matvöruverði verslana í mörg ár. í kjölfar kvörtun- ar Baugs á vöruverði í verslunum sin- um leiðréttu samtökin viOu í aðferð sinni. Nú hafa fleiri fyrirtæki íhugað að kreíja samtökin um opinbera af- sökun því miklir hagsmunir séu í húfi. RÚV greindi frá. Nýtt nafn í maí Líkur eru taldar á að Samfylking- in fái nýtt nafn á formlegum stofn- fundi flokksins í byrjun maí. Sam- kvæmt fréttum RÚV eru tvö nöfn talin líklegust, Jafnaðarflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn. Kjafturinn í lagi „Ég er allur gifsaður núna og þarf að staulast við hækjur næstu tvær vikurnar. ... Áfram er ég með kjaftinn og hausinn í lagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon við Dag, en hann hann sleit hásin í vinstra fæti á vikulegri knattspymuæfmgu þingmanna sl. fóstudag. Ræktaðu garðinn þinn Á Akranesi er verkefnið „Ræktaðu garðinn þinn“ að hefjast en það er átak í heimajarðgerð. Verkefnið mið- ar að því árið 2005 muni 500 heimOi á Akranesi jarðgera lífrænt sorp. Sinubruni við Rafveituveg SlökkvOiðið í Reykjavík var kall- að að sinueldi við Rafveituveg i El- liðaárdalnum rétt fyrir klukkan 2 í nótt. Það tók slökkviliöið um hálf- tíma að slökkva eldinn og engar skemmdir urðu á mannvirkjum. Íslandssími lækkar Islandssími mun á næstu dögum lækka miOOandagjaldskrá sína enn frekar. Fyrirtækið mun bjóða þeim sem tekið hafa tOboðinu Frímínútur upp á að hringja til helstu viðskipta- landa íslands fyrir kr. 11,90 á mínútu. Sigurður ráðinn Sigurður Þór Salvarsson var í dag ráðinn deOdarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri og tekur viö af Amari Páli Haukssyni. Sigurður fékk öU atkvæði útvarpsráðsmanna en aUs sóttu fimm um stöðuna. Sjúkraflug norður |~| Ingibjörg Pálmadóttir, heO- k brigðis- og trygg- B ingaráðherra, í hefur ákveðið að M fela Ríkiskaupum að bjóða út sjúkraflug í land- / inu í samvinnu W við samgöngu- ráðuneytið. Þá hefur ráðherra einnig ákveðið að miðstöö sjúkra- flugsins verði á Akureyri og styðst ákvörðunin viö sérstaka úttekt sem ráðuneytið lét gera á sjúkraflugi í landinu. Mbl. greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.