Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 17
Útgáfufélag: Frjáls fjðlmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu' og plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samkeppni íflugi Go, dótturfélag British Airways, hefur boöað samkeppni í flugi milli íslands og Bretlands. Frá og með 26. maí næst- komandi hyggst flugfélagið bjóða flug til London fjórum sinnum í viku á kjörum sem ekki hafa þekkst hér á landi áður. Með þeim fargjöldum sem í boði eru mun Go ekki að- eins keppa við Flugleiðir um farþega í millilandaflugi held- ur ekki síður við Flugfélag íslands og íslandsflug um hylli farþega sem ferðast innanlands sér til skemmtunar. Far- gjald milli Reykjavíkur og Akureyrar eða ísafjarðar er svipað eða jafnvel hærra en það sem Go býður milli ís- lands og Bretlands. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Flugleiðir hafa staðið frammi fyrir samkeppni erlendra flugfélaga milli íslands og annarra landa, en fram að þessu hefur félaginu tekist að standast þá samkeppni. Og sú samkeppni var ekki alltaf á jafnréttisgrunni, enda keppt við ríkisrekin flugfélög sem gátu og geta sum enn í dag teygt sig í djúpa vasa skatt- greiðenda. Hvort Go verður betur ágengt en öðrum flugfé- lögum á tíminn eftir að leiða í ljós. Lágfargjaldafélög eins og Go hafa rutt sér leið víða um heim undanfarin ár og mörg hver átt góðu gengi að fagna þó enn sé of snemmt að segja til um rekstrarlegan árang- ur sem er forsenda fyrir langlífi. Áætlunarflug Go milli íslands og Bretlands mim örugg- lega koma íslenskum ferðaiðnaði vel enda líklegt að far- þegum frá Bretlandi muni fjölga. Að því leyti munu Flug- leiðir hagnast óbeint á aukinni samkeppni þar sem við- skiptavinum hótela í eigu félagsins mun fjölga. En fyrst og fremst er samkeppnin heilbrigð fyrir alla. Hún laðar fram það besta í rekstri fyrirtækja. Samkeppnin við Go er ekki ógnun við Flugleiðir heldur kærkomin áminning um að enginn getur kastað eign sinni á neytendur, að minnsta kosti ekki án stuðning ríkisvalds- ins, en vonandi er tími opinberra afskipta á sviði flug- rekstrar að mestu að baki. Þörf áminning Gífurleg lækkun á hlutabréfum viða um heim í síðustu viku og í kjölfarið lækkun á verði hlutabréfa hér á landi mirmir á þá einföldu staðreynd að þrátt fyrir allt eru hluta- bréf áhættusöm fjárfesting. Á síðustu misserum hafa margir einstaklingar og stærri fjárfestar hagnast verulega, að minnsta kosti reiknings- lega, á spákaupmennsku með hlutabréf. Margir hafa stofn- að til mikilla skulda til að taka þátt í gleðiveislu sem stað- ið hefur á hlutabréfamörkuðum undanfarið. Aðrir hafa nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið þátt í veisluhöldunum og grátið yfir lánleysi sínu. Þó ekkert bendi til annars en að lækkun hlutabréfa sé ekki annað en eðlileg leiðrétting á of háu verði og þá ekki síst á bréfum hátæknifyrirtækja, er nauðsynlegt að réttir lærdómar séu dregnir af reynslunni. Þegar gömlum og góð- um gildum er kastað fyrir borð er ekki von að vel fari. Þeg- ar fjárfestar eru hættir að líta á rekstrarárangur eða mögu- leika á framtíðarhagnaði sem mælikvarða í hlutabréfavið- skiptum eiga þeir skilið að tapa peningum. Þegar það skiptir meira máli að viðkomandi fyrirtæki sé í „tisku“ en að fjárhagsleg staða þess sé þokkaleg og arðsemin í takt við verð hlutabréfanna eiga spákaupmenn ekki annað skil- ið en tapa peningum. Þeir sem haft hafa gömlu gildin á há- vegum geta tekið lífinu rólega meðan spákaupmennirnir vinna sig út úr skuldafeninu sem þeir hafa komið sér í. Óli Björn Kárason “1“ ____________________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000_MIDVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 DV _______49v. Skoðun Ríkissjónvarpið og skákin Það hafa verið skáká- hugamönnum gríðarleg vonbrigði að fylgjast með áhugaleysi Ríkissjónvarps- ins á skáksviðinu. Hér var haldið heimsmót í skák, at- skákmót i Kópavogi. Kepp- endur voru allra sterkustu skákmeistarar veraldarinn- ar. Þar má telja Kasparov heimsmeistara og Indverj- ann Anand auk Kortsjnoj sem hefur teflt um heims- meistaratignina og bestu skákmeistara íslendinga. Kasparov og Anand eru tveir stiga- hæstu skákmeistarar veraldarinnar í dag. Alls staðar þar sem þessir menn tefla er það talinn viðburður. En Rík- issjónvarpið sá sér ekki fært að sýna frá mótinu. Skjár 1 gerði það. Atskák er gott sjónvarpsefni. Atskákin er hæfilega hröð til þess að vera áhuga- verð í sjónvarpi. Mér fmnst þessi frammistaða Rik- issjónvarpsins ótrúlega slök. Það fær upp í hendumar á siihirfati svona sjónvarpsefni og treysl r sér ekki til að gera neitt. Fyrir nokkrum tóku Skáksambandið og VISA sig saman Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur og gáfu Ríkissjónvarpinu rafstýrð skákborð sem gera kleift að sýna skákir beint og jafnóöum. Skilyrðiö var að þau yrðu notuð. Allt svikið. Ríkissjónvarpiö treystir sér ekki til að sýna íslandsmeistaramótið í at- skák, úrslitaskák, klukku- tíma prógram, einu sinni á ári, þó gefin hafi verið tæk- in til sýninga. Þetta er óvið- unandi. Hæglætismenn eins og ég spyrja sig hvort ekki sé unnt að segja þessu sjón- varpi upp, hætta áskrift. Er nú til of mikils mælst að Ríkissjónvarpið sýni klukkutíma íslandsmót í atskák einu sinni á ári eða eins og eina skák frá heimsmóti þegar tveir sterkustu skákmenn heimsins teíla hér á landi? Hvað er að? Getur verið að þetta ráðist ein- göngu af því að það séu ekki skáká- hugamenn á Ríkissjónvarpinu? Skáksambandið getur lagt til að kostnaðarlausu menn til þess að stjórna svona útsendingu. íslending- „Við hljótum að minnsta kosti að geta sagt upp áskrift af svona fyrirtæki. Það er kominn tími til að skáká- hugamenn, Skáksambandið og taflfélög víða um land, ég tala nú ekki um skákklúbbana sem starfrœktir eru í hundraðatali, láti í sér heyra, geri harða atrennu að þessu áhugalausa Rikissjónvarpi. “ Harðstjórn og hörmungar Alkirkjuráðið í Genf sem er sam- tök á fjórða hundrað kirkjudeilda í yfir 100 löndum með um 400 milljón- ir meölima hefur sent frá sér áskor- un til Sameinuðu þjóðanna um að aflétta viðskiptabanninu á írak. Skortur á kærleika Vesturlandabúa birtist m.a. í þessu ómannúðlega við- „Skortur á kœrleika Vesturlandabúa birtist m.a. í þessu ómannúðlega viðskiptabanni sem beitt er gegn þjóðinni í írak. Þar erum við íslendingar beinir þátt- takendur, beinir gjörendur þjáningar þegar við eigum að vinna kærleiksverk. “ skiptabanni sem beitt er gegn þjóðinni í írak. Þar erum við íslendingar beinir þátttakendur, beinir gjör- endur þjáninga þegar við eigum að vinna kærleiks- verk. Um þetta bann hafa margir mætir menn ritað greinar í blöð á liðnum árum en talað fyrir daufum eyrum. Það virðist enginn hafa áhuga. Nú hefur Al- kirkjuráðið vakið athygli á þessum hræðilega glæp Vesturlanda gegn þjóð sem má sín einskis gagnvart hryllilegum harð- stjóra og hefur hinn svokallaða sið- menntaða heim að óvini að auki. Páfinn hefur vakið athygli á þessu máli og hjá Sameinuðu þjóðunum hafa nokkrir yfirmenn sagt upp störfum sínum vegna þess að sam- viska þeirra þolir ekki aö viðskipta- banninu sé framfylgt. Og við íslend- ingar erum beinir gerendur þessara hörmunga með þvi að vera i slagtogi með þeim sem hafa hervald heims- ins í hendi sér. Svarið er í blænum Milljónir manna um heim allan hrópa á hjálp. í þekktum enskum söngtexta segir: „Hve oft getur mað- urinn litið undan og látið sem hann sjái ekki? Hversu oft þarf maðurinn að líta upp svo hann sjái himininn? Hver mörg eyru þarf einn maður að hafa svo hann heyri fólkið gráta? Hve mörg dauðsfoll þarf til þess að maðurinn viti að of margir hafa dáið?“ Og svarið er í blænum, söng Bob Dylan, The Answer My Friend is Blowing in the Wind. Lausn þjóð- lagasöngvarans má túlka á þann veg að svarið sé á leiðinni. Það er í blænum sem í vændum er, í framtíð- inni. Að vísa í blæinn á sér hliðstæður í myndhvörfúm Biblíunnar. í Gamla testa- mentinu er sagt frá Elía spámanni sem var í felum eftir að hafa gagnrýnt vald- hafa. Hann var hræddur og hafðist við i helli. Þar mætti Guð honum og talaöi til hans. En hvernig mætti Guð honum og í hverju? Stormurinn æddi og jörðin skalf og nötraði en Guð var ekki í þeim fyrir- gangi. En svo kom blíður blær og þar var Guð, þar heyrði Elía rödd hans. Blærinn er mildur. Hann minnir á kyrrð hugans. Kirkjan íhugar þjáningu Krists á föstunni Og þar sem kyrrðin ríkir eru meiri líkindi til þess að fólk heyri hjartslátt heimsins og neyðaróp þjáðra. Á fostunni íhugar kirkjan þjáningu Krists og um leið þjáning- una í heiminum. Tilvísun Dylans í blæinn má skilja sem vísun til heilags anda Guðs sem vekur okkur til vitundar um neyð heimsins og kallar okkur til að rétta hlut kúgaðra og koma á réttlæti í heiminum. Kyrrðin er forsenda þess að við heyr- um rödd sannleikans, rödd Guðs. Kyrrum hugann á fóstunni og hlust- um á blæinn sem boðar þjáðum lausn. En það er ekki nóg að hlusta. Við þurfum líka að verða verkfæri þeirrar lausnar sem boðuð er og þar með gerendur friðar. Öm Bárður Jónsson Orn Bárður Jcnsson prestur Með og á móti heimasíðu á vefiium Opnum okkar síðu í maí Skora á KSÍ að laga þetta J Knattspymu- JtLm. samband íslands K mun opna heima- síðu sína um miöjan maí. Knattspyrnusambandið hefur gert samning við öfl- ugt hugbúnaðarfyrirtæki um hönnun síðunnar auk þess sem fyrirtækið mun smíða nýtt upplýsinga- og mótakerfi fyrir sambandið. Þetta nýja kerfi mun leysa núverandi kerfi af hólmi Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ. um næstu áramót. Rétt er að benda á aö KSl hefur um nokkurra ára skeiö birt úrslit allra leikja á vegum sambands- ins á íslenska íþróttavefn- um (toto.is). Við höfum farið okkur hægt á þessum vettvangi en notað tímann til þess að undirbúa ýmis gögn fyrir KSÍ heimasíðuna. agKta Það er ótrúlegt að ■H langstærsta sérsam- bandið innan ÍSÍ skuli r ekki vera komið með eigin heimasíðu fyrir löngu. Önnur minni sambönd hafa skotið þeim KSÍ-mönnum ref fyrir rass. Á sama tíma og ís- lenska landsliðið náði góðum ár- angri í undankeppni fyrir Evrópu- mót landsliða í sumar er viðbúið að margir erlendir knattspyrnuá- hugamenn hafi viljað fræðast meira um íslenska knattspyrnu. Arnar Björnsson íþróttafréttamaöur á StöO 2 Þá smu. hefði góð heimasíða komið að gagni. Hér með er skorað á KSÍ að laga þetta hið snarasta. Fótboltinn er vinsælasta iSj íþrótt heims og hægt er að 11 finna margar magnaðar vef- siður bæði erlendra knatt- spyrnusambanda svo og knatt- spyrnufélaga. Greinilegt er að í þetta er lagður mikill metnaður. KSÍ-menn hafa greinilega ekki mikinn áhuga á þessum þætti í öflugu starfi Það er miður. Knattspyrnusamband Islands er stærsta einstaka sambandið innan ISI en hefur enn ekki sett upp heimasíöu á veraldarvefnum þar sem áhugafólk getur nálgast upplýsingar og fróöleik um íslenska boltann. 13 önnur sambönd hafa þegar sett upp heimasíöu þar á meöal hin þrjú boltasamböndin. f ar hafa getið sér gott orð fyrir frammistöðu á skáksviðinu í marga áratugi. Frægt er þegar Karpov, þá- verandi heimsmeistari hélt ræðu við verðlaunaafhendingu á Ólympiumóti og undraðist skákkunnáttu þessarar litlu þjóðar á eyju úti í miðju Atl- antshafi. Þá áttum við Ólympíu- meistarana innan 16 ára, heims- meistarann innan 20 ára og vorum í 5. sæti á sjálfu Ólympíumótinu. Skákmennt stendur á sterkum grunni hér á landi. Það er ekki bara ergilegt hvernig Ríkissjónvarpið kemur fram við skákunnendur. Það er óviðunandi, það koma varla frétt- ir af úrslitum stórmóts í Reykjavík, það er ekki unnt að skjóta þeim inn á milli frétta af ítalska eða spænska boltanum. Við hljótum að minnsta kosti að geta sagt upp áskrift af svona fyrir- tæki. Það er kominn tími til að skák- áhugamenn, Skáksambandið og tafl- félög víða um land, ég tala nú ekki um skákklúbbana sem starfræktir eru í hundraðatali, láti í sér heyra, geri harða atrennu að þessu áhuga- lausa Ríkissjónvarpi. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Karlmennskutákn „Hér í landi liggur hlaðin byssa við hvers manns rúm. Er eins konar karl- mennskutákn Banda- ríkjamanna. Þær eru til sölu á hverju götu- homi. Þarf ekki einu sinni að skrá kaupin. Það væri skerð- ing á persónufrelsi, segja Kanamir! Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Enginn er lengur óhultur. Og nú er svo komið að í upphafi hvers dags - að loknum morgunsöng og guðsorði - er leitað á nemendum í efstu bekkj- um bamaskóla og í gagnfræðaskólum. Það er að visu ekki enn farið að leita meðal yngstu nemendanna!" Bryndís Schram skrifar bréf til Kollu í Degi 10. aprll. EFTA hentaöi betur „Niðurstaða könn- unarinnar var að Efhahagsbandalagið, EB, hentaði ekki okk- ar hagsmunum en Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, gerðu það. Að bestu manna yfirsýn gerðumst við því aðilar að EFTA 1970 og höfum verið það síðan. I dag er ekkert sem bendir til þess að röng ákvöröun hafi verið tekin árið 1970. Þvert á móti. Tíminn og reynsl- an hafa sannað að okkar bestu hags- munum var þjónað með þvi að hafna EB en velja EFTA.“ Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra, í Mbl. í gær. Sagan endurtekur sig „Það er ekki nokk- ur munur á einokun- arverzlun Dana fyrr á öldum og einokun kvótamanna á fisk- veiðum við ísland í dag. Báðir aðilar komu á einokun sem þeir notuðu siðan til að skapa sjálfúm sér ofsagróða sem ekki hefði fengizt í frjálsri samkeppni og með jafnræði á milli allra þegna landsins. Er ekki sagt að sagan endurtaki sig.“ Lúövík Gizurarson lögfræðingur í DV. Bændur gíslar hins opinbera „Auðvitað áttu bændur ekki ann- arra kosta völ en að samþykkja nýjan sauðfjársamning - þeir eru fyrir löngu komnir upp aö vegg. En vitleysan heldur áfram. Opinberum fjármunum er sólundað. Bændur eru áfram gíslar ríkisins - eiga allt sitt undir náð og miskunn ofríkra stjórnmálamanna." Óli Björn Kárason ritstjóri í leiðara DV á mánudag. Ávarp á degi bókarinnar á íslandi 23. apríl 2000: Bækur, gler og blóð Fóik hefur skemmt sér við það víða upp á síðkastið að kjósa mann eða konu þúsaldarinnar sem nú er að ljúka. Kanadamenn voru ekki í vafa. Þeir kusu Johannes Gutenberg sem fann upp prentlistina og gerði með því bækur að almenningseign. Smám saman varð það frumkrafa til hvers manns að hann væri læs á bók. Mörgum kann að þykja það skrýt- ið að Kanadamenn skuli hafa staldr- að við uppfinningu prentlistarinnar frekar en til dæmis uppgötvun þyngdarkraftsins eða þróunar lífs- ins, eða þá tækniundur eins og kjamorkuver, geimför eða tölvur. Þeim þykir það trúlega skrýtið vegna þess hvað bækur eru afspyrnu hversdagslegir hlutir, og hafa verið öldum saman. Bækur eru svo sjálf- sagðar að við þurfum ekki að taka eftir þeim í kringum okkur, hvað þá að við hugleiðum þær sem eitt af undrum veraldar. Við tökum yfír- leitt ekki heldur eftir gleri í gluggum eða blóðinu í æðum okkar, og eru þó bæði gler og blóð undursamlegir hlutir hvort á sína vísu. Þær fylgja okkur alla ævi Við skoðum bækur í bemsku löngu áður en við getum lesið þær, og nauðum svo í öðrum um að lesa þær fyrir okkur, og síðan fylgja þær okkur alla ævina, í skóla, við störf og í tómstundum. Þá er ekki von að við hugs- um út í það að án bóka hefðu til dæmis engin siða- skipti orðið í Evrópu, og án bóka hefðu engin nútíma- vísindi og tækni orðið til. Á okkar dögum standa margir á öndinni yfir nýj- um aðferðum við að dreifa efni bóka: þegar útvarp og sjónvarp voru orðin nógu hversdagsleg fengu menn tölvuna með veraldarvefnum til að dást að. Menn standa meðal annars á öndinni yfir öllum þeim fróðleik sem hægt er að nálgast á vefnum með litlum tilkostnaði og lít- illi fyrirhöfn. En enginn lofsyngur bókasöfn sem geyma þó margfalt meiri aðgengilegan fróðleik. Bók er best vina Það er ekki til handhægari hlutur en bók. Þaö má lesa hana í fjailaferö eða í strætisvagni, og hafa hana með sér í stólinn hjá tannlækni. Ef mað- ur á hana sjálfur má skrifa aðfinnslur og aðrar athuga- semdir í spássíuna, og oft á hún það til að svara manni þegar lengra er lesið. „Bók er bezt vina,“ segir gamalt máltæki. Ég held að bækur séu einar um það meðal allra dauðra hluta að bók má eiga að vini. Það má til að mynda leita til bókar í raunum sinum. Bók er ekki bara gler sem leyfir okkur að sjá um viða veröld. Bók er líka blóð af blóði bæði höfundar og lesenda. Bókbindari sem ég þekki sagði mér af orðaskiptum tveggja rosk- . j inna manna sem báðir voru grónir viðskiptavinir hans. Þeir söfnuðu bókum, og létu stundum binda fyrir sig, og nú hittust þeir á bókbands- stofunni. Annéir þeirra var einhleyp- ur og bamlaus. Hinn spuröi hvað hann hefði hugsað sér að yrði um bækumar hans þegar að því kæmi að hann félli frá. „Æ ég veit það ekki,“ var svarið. „En ég vona að þær lendi hjá einhverjum bóka- manni.“ Þorsteinn Gylfason Kjallari . t - : Þorsteinn Gylfason prófessor Bœkur eru svo sjálfsagðar að við þurfum ekki að taka eftir þeim í kringum okkur, hvað þá að við hugleiðum þær sem eitt af undrum veraldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.