Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 Viðskipti DV Umsjön: Vidskiptabladid Kaupþing með nýja sérhæfða fjármálaþjónustu: Alþjóðleg einka- bankaþjónusta - opnar einstaklingum greiðari leið til fjárfestinga Kaupþing hefur hleypt af stokk- unum nýrri fjármálaþjónustu sem hlotiö hefur nafnið Alþjóðleg einka- bankaþjónusta. Þar hyggst bankinn mæta þörf einstaklinga fyrir sér- hæfða fjármálaþjónustu sem byggist á víðtækri persónulegri aðstoð fjár- festingarráðgjafa og reyndra sér- fræðinga. Vegna þess góðæris sem ríkt hef- ur á fjármálamörkuðum undanfarið hafa æ fleiri einstaklingar nýtt sér hagnaðartækifærin og þörfin fyrir ráðgjöf hefur aukist að sama skapi. Um leið hafa landamæri fjármála- markaða verið að hverfa og nýir möguleikar opnast með aukinni net- og alþjóðavæðingu. Alþjóðleg einka- bankaþjónusta Kaupþings miðar að því að opna einstaklingum greiðari leið til fjárfestinga um allan heim og tengja þá beint við fjármálamið- stöðvar um víða veröld. Að sögn Kaupþings felst í Alþjóð- legri einkabankaþjónustu ótvírætt hagræði fyrir þá sem vilja ávaxta íjármuni sína með aðstoð færustu sérfræðinga. Hægt er að velja þjón- ustustig eftir umfangi eigna en með- al þess sem boðið er upp á er varsla verðbréfa, eignastýring, fjárfesting- ar- og skattaráðgjöf, aðstoð við stofnun og rekstur eignarhalds- félaga, þátttaka í útboðum, lánveit- ingar og kreditkort útgefm í Lúxem- borg, auk víðtækrar upplýsinga- þjónustu með aðstoð tækninnar. Kaupþing hefur aukið umsvif sin jafnt og þétt á undanfomum árum og átt mikilli velgengni að fagna, ekki síst í stýringu erlendra sjóða. Fyrir nokkrum árum hóf bankinn útrás á alþjóðlega markaði með góð- um árangri og rekur æ stærri hluta starfsemi sinnar erlendis. Stofnun dótturfyrirtækis Kaupþings í Lúx- emborg var mikilvægt skref í þessari þróun vegna hagstæðs fjár- mála- og skattaum- hverfis landsins en Kaupþing rekur auk þess skrifstofur í New York, Færeyjum og Stokkhólmi. Hjá bank- anum starfa nú í heild rúmlega 200 starfs- menn með víðtæka menntun og reynslu á öllum sviðum fjár- mála. Þar af vinna 40% á erlendum mörk- uðum. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir einkabankann mæta vaxandi þörf: „Sívaxandi áhugi á er- lendum fjárfestingum" - bein tenging við fjármálamiðstöðvar um allan heim, segir Vilhjáhnur Vilhjálmsson Kaupþing kynnti í gær nýja fjár- málaþjónustu sem kallast Alþjóðleg einkabankaþjónusta. Sigurður Ein- arsson, forstjóri Kaupþings, segir að bankinn hyggist með þessu mæta þörf einstaklinga fyrir sérhæfða fjármálaþjónustu sem byggist á víð- tækri persónulegri aðstoð fjárfest- ingarráðgjafa og reyndra sérfræð- inga. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að frumforsendan fyrir fjármálaþjónustu á borð við Alþjóðlegu einkabankaþjónustuna sé sú mikla þekking og reynsla sem Tilvalin fermÍQgargjöf Didribsons Vindgalli léttur og regnheldur til í bláu og grænu 5.990 kr HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is starfsmenn Kaup- þings búa yfir, auk al- þjóðlegrar útrásar Kaupþings. „Af 200 starfsmönnum Kaup- þings starfa um 40% með einum eða öðr- um hætti að erlend- um viðskiptum og sá þáttur kemur líklega til með að vaxa. Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir geti látið einn starfsmann sjá um öll sín við- skipti og í því alþjóð- lega umhverfi sem við störfum í eru miklar kröfur gerðar Siguröur Einarsson forstjóri Kaupþings. til okkar starfsmanna. Fjármálamarkaðir eru orðnir alþjóðlegri en þeir voru og ís- lendingar hafa mikinn og sívaxandi áhuga á erlendum tjárfestingum. Ný tækni í upplýsingageiranum hefur ýtt undir þessa þróun og gert íslend- ingum kleift að svala þessum áhuga sínum. íslenski verðbréfamarkaður- inn er lítill og það er hægt að minnka áhættu sem fylgir smæð- inni með því að fjárfesta einnig er- lendis. Um leið aukast ávöxtunar- möguleikarnir. Við teljum að ekki sé hægt að reka svona þjónustu án þessarar alþjóðlegu sýnar sem við þá beint við fjármálamiðstöðvar um víða veröld. í alþjóðlegri einka- bankaþjónustu felst ótvírætt hag- ræði fyrir þá sem vilja ávaxta fjár- muni sína með aðstoð færustu sér- fræðinga. Hægt er að velja þjónustu- stig eftir umfangi eigna en meðal þess við bjóðum upp á er varsla verðbréfa, eignastýring, fjárfesting- ar- og skattaráðgjöf, aðstoð við stofnun og rekstur eignarhalds- félaga, þátttaka í útboðum, lánveit- ingar og kreditkort útgefm i Lúxem- borg, auk víðtækrar upplýsinga- þjónustu með aðstoð tækninnar," segir Vilhjálmur. Lögmannafélagiö og Europay ísland í samstarf: Fyrirtækjakort fyrir lögmenn Gengið hefur verið frá samkomu- lagi milli Europay íslands og Félags- deildar Lögmannafélags íslands um notkun Fyrirtækjakorts fyrir lög- menn og lögmannsstofúr til nota við kaup á rekstrarvörum og þjónustu. Fyrirtækjakortið er til nota við út- tektir sem eiga að koma fram í kostn- aðaryfirliti fyrirtækisins. Kortin verða merkt LMFÍ með upphleyptum stöfum. Með mánaðarlegum reikning- um Europay íslands fylgir reiknings- útskrift þar sem fram koma sundur- liðaðar upplýsingar um allar úttektir á tímabilinu. Á þeim stofum þar sem margir lögmenn starfa saman með sameiginlegan rekstur getur móður- korthafi fengið sameiginlegt yfirlit frá öllum aðilum innan fyrirtækisins sem nota Fyrirtækjakort. Hver lög- maður fær yfirlit yfír sína úttekt og móðurkorthafi fær eitt yflrlit yfir út- tektir allra lögmanna á timabilinu. Er þannig hægt að fylgjast með öllum kostnaði á einu yfirliti. Samhliða þessu hefur Lögmanna- félagið samið um afslátt fyrir félags- menn Félagsdeildar LMFt hjá fjöl- mörgum verslunum og þjónustufyrir- tækjum. Eingöngu með framvísun Fyrirtækjakortsins fæst afsláttur hjá aðilum að bestukjarasamningi LMFÍ. 0sIf 15%:l © Marel 14 % i o Skagstrendingur 13 % i © Nýherji 12 % í höfum. Útrás okkar á alþjóðamarkað og hæft starfsfólk gerir þetta kleift," segir Sigurður. Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstöðu- maöur eignastýring- ar Kaupþings, segir að einkabankaþjón- usta sé fyrst og fremst eignastýring fyrir fjárfesta. „Þessi þjónusta miðar að því að opna einstak- lingum greiðaá leið til fjárfestinga um allan heim og tengja HEILDARVIÐSKIPTI 895 m.kr. - Hlutabréf 346 m.kr. - Húsbréf 295 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Samherji 40 m.kr. C Tryggíngamiðstööin 40 m.kr. O Baugur 35 m.kr. MESTA HÆKKUN O Skýrr 22,1% O Básafell 16,7% © SÍF 9,8% MESTA LÆKKUN O íslenskir aðalverktakar 5,6% O Flugleiöir 3,9% © Þróunarfélag íslands 3,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.731 stig - Breyting O +2,07% MESTU VH9SKIPTI O fba © Islandsbanki o Landsbanki Össur © ísl. hugb.sjóðurinn síöastliöna 30 daga 1.226.872 1.190.043 995.824 952.130 490.801 mi\ ÍEMS3P Mna O Delta hf. O Ehfélag Alþ.bankans © Básafell © Lyfjaverslun © ísl. Fjársjóöurinn 30 daga 42' 27 1 17 1 15' 14 1 síöastliöna 30 daga o Stálsmiðjan 20 % ! íslenskir aðalverktakar: Hluthafar fá 7% arð Ársreikningur íslenskra aðalverk- taka hf. var samþykktur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Var samþykkt að greiða 7% arð til hluthafa félagsins. Með vísan til 55. gr laga nr. 2/1995 um hlutafélög með síðari breytingum var samþykkt að heimila stjóm félagsins á næstu 18 mánuðum að kaupa hlut í félaginu sjálfú að natnverði allt að 140 m.kr. Kaupverð hlutanna má ekki vera lægra en nafnverð hluta margfaldað með 2,0 og ekki hærra en nafnverð hluta margfaldað með 5,0. I stjóm félagsins vom kjömir: Jón Sveinsson hrl., Ámi Grétarsson hrl., Bjami Thors viðskiptafræðingur, Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri, og Tryggvi Þór Haraldsson umdæmis- stjóri. í varastjóm vora kjömir Vilberg Vilbergsson framkvæmdastjóri og Sig- uijón Sigurjónsson byggingarverkfræð- ingur. Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum, Jón Sveinsson er stjómarfor- maður og Sveinn R. Eyjólfsson varafor- maður. _____ Hoow JONES 10699,01 O 1,10% jl * ÍNIKKEI 18969,52 O 0,21% ||SÍP 1430,73 O 2,09% jWNASÐAO 3741,98 O 5,73% IͧFTSE 6074,00 O 1,32% E3dAX 7196,49 O 0,13% [OCACAO 6147,44 O 1,43% 19.4.2000 U. 9.15 KAUP SALA Bslpollar 73,670 74,050 feSpund 116,310 116,900 1*1 Kan. dollar 49,790 50,100 SHlPönsk kr. 9,3610 9,4130 HBÍNorsk kr 8,5390 8,5860 53 Sænsk kr. 8,4370 8,4840 H—i R. mark 11,7294 11,7999 8 Fra. frankl 10,6318 10,6957 V'H Bolg. franki 1,7288 1,7392 Sviss. franki 44,3300 44,5700 BHoII. gyllini 31,6466 31,8367 "Ipýsktmark 35,6574 35,8717 [1 ít. líra 0,03602 0,03623 LfcJAust. sch. 5,0682 5,0987 ; Port. escudo 0,3479 0,3500 ElSpá. peseti 0,4191 0,4217 [•]jap.yen 0,70450 0,70870 V ■ i írskt pund 88,551 89,083 SDR 98,78000 99,37000 Hecu 69,7399 70,1590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.