Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2000, Blaðsíða 32
Trooper 159 hestöfl Sjálfskiptur Bflholmar ehf FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 Jóhann Ársælsson: Ekki nafn- breyting núna „Ég er nú ekki upptekinn af því hvaö flokkurinn á að heita og hef ekki reiknað með að menn gerðu breytingu á því núna, á stofn- fundinum. En það er ekki útilokað að menn breyti frá Samfylkingar- nafninu einhvem tíma og þá kann vel að vera að þessi tvö nöfn verði fyrir val- inu,“ segir Jó- hann Ársælsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og áður alþingis- maður fyrir Al- þýðubandalagið, j*um hugsanlega nafnbreytingu fylk- ingarinnar í Jafnaðarflokkinn eða Jafnaðarmannaflokkinn. „Ég held reyndar að ef menn hefðu dottið niður á eitthvert nafn sem passaði vel væru menn orðnir sammála um það. Það geti verið að umræðan um nafnbreytinguna hafi verið of stutt í gangi. Það er með nöfn á flokkum eins og nöfn á börn- um að það þarf að venjast þeim,“ segir Jóhann Ársælsson -GAR , Johann Ársælsson: „Ef menn heföu dottiö niöur á eitthvert nafn sem passaöi vel væru menn orðn- ir sammála. “ DV-MYND HILMAR ÞÓR Forseti í flughermi Forseti ísiands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór í heimsókn til Cargolux í fyrradag. Forsetinn kom viö í flughermi sem Cargolux hefur fyrir flugmenn sína og fékk aö fljúga um Lúxemborg. Hann stóð sig aö sögn prýöitega þótt lendingin væri nokkuö harkaleg. Meö á myndinni er Eyjólfur Hauksson, yfirmaöur flugdeildar Cargolux. Nánar um heimsókn forsetans á bls. 60. Laddi í DV á morgun er ítarlegt viðtal við manninn sem ætlaði að verða hús- gagnasmiður en varð vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Þórhall- ur Sigurðsson, Laddi, leikari og grín- fugl sem skemmt hefur þjóðinni í 30 ár, fagnar tímamótum með sérstakri hátíðadagskrá. í blaðinu er einnig við- tal við Jón Tynes, félagsmálastjóra í Ammassalik á Grænlandi, sem starfar þar við erfiðar aðstæður. Einnig er fjallað um Þjóðmenning- arhúsið, sagt frá stemningunni hjá Stoke á Wembley og rætt við einu ■'•fconuna á íslandi sem heitir Heiðlóa. Nýgerður kjarasamningur flugvirkja hjá Flugleiðum: Kolfelldur eldheit atriði“ réðu úrslitum n Flugvirkjar felldu í gærkvöld nýjan kjarasamning sem náðst hafði milli samninganefndar Flug- virkjafélags íslands og Flugleiða á miðvikudag í siðustu viku. At- kvæði voru talin í gærkvöld. Af 156 á kjörskrá greiddu 53 atkvæði með samningnum en 79 á móti. Flug- virkjaverkfall hafði verið boðað kl. 11 á fimmtudagsmorgunmn sl. Þeg- ar samkomulag í kjaradeilunni lá fyrir var því frestað til 3. maí nk., kl. 11 árdegis. „Menn eru óánægðir með hag- ræðingaratriði í samkomulaginu, svo sem vinnutímabreytingar,“ sagði Emil Eyjólfsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags íslands, við DV í morgun. „Menn gerðu engar athugasemdir við launaliðinn sem var sá sami og hjá Flóabandalaginu en þeir gátu ekki sætt sig við ýmis önnur atriði, m.a. sem snúa beint hér að vinnustaðn- um.“ Emil sagði að nú lægi fyrir að menn yrðu að setjast niður og skoða framhaldið. Aðspurður hvort búast mætti við að viðræður hæfust fljótlega aftur sagði hann það vera alfarið í höndum ríkis- sáttasemjara. „í fyrsta lagi verðum við að setj- ast niður og meta stöðuna í okkar hópi og sjálfsagt gera Flugleiðir hið sama sín megin. Síðan verða menn að takast á aftur. Takmarkið er að ná kjarasamningi. En þegar samningur er felldur þá er hann felldur sem heildarsamningur. Nú er þvi allt ttt skoðunar á nýjan leik. Það var ljóst þegar við skrif- uðum undir kjarasamninginn að þar inni voru atriði sem voru eld- heit. Við bentum þeim á að það yrði erfitt mál að fá félagsmenn ttt að samþykkja þau. Það reyndist vera raunin." -JSS Sjómenn á kaupskipaflotanum búast við verkfalli: Klassísk Allt stefnir nú í að verkfall skelli á hjá sjómönnum á flutningaskipum á sjálfan verkalýðsdaginn eða aðfara- nótt 1. maí. Þungt hljóð er i sjómönn- um og hvorki gengur né rekur í samn- ingamálum. „Það bendir allt til verkfalls," segir Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og segir lít- ið hafa þokast í samningamálum. „Ég reikna frekar með því að það verði stál í stál í dag. Menn fara í klassíska fýlu þegar verið er að boða verkfall, það er vaninn." Samningafundur átti að hefjast með dettuaðilum hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Ef til verkfalls kemur munu áætlunarskipin strax fara að stöðvast en Jónas áætlar að það geti tekið upp undir hálfan mán- uð þar til allur flotinn verði kominn í höfn. „Það er tekist á um launaliði, trygg- Jónas Garöarsson: Verkfall á verkalýösdaginn ingamál, frídaga og ýmis sérmál. Við krefjumst rétt tæpra 30 prósenta í launahækkun." Jónas segir að málið snúist einnig um að koma böndum á samninga eriendra sjómanna á kaup- skipaflotanum. Enn tími til stefnu Formaður samninganefndar kaup- skipaútgerða er Jón H. Magnússon. Hann segir lausn ekki í sjónmáli í fýla augnablikinu og menn séu ekki sér- lega bjartsýnir. - Hvað um samninga vegna er- lendra skipverja á kaupskipum? „Við höfum ekkert umboð ttt að semja um áhafnir á erlendum skipum. Þar eru aðrir vinnuveitendur. Þeir eiga ekki aðild að þessu máli. Það eru einfaldlega gerðir verksamningar við eigendur þessara leiguskipa. Það er ekki þannig að þeir sem taka skipin á leigu hafi eitthvað með áhafnirnar að gera. Við höfum þar ekkert samnings- forræði. - Stefnir í verkfall? „Það er ekki enn búið að boða það en fram hefur komið að það skelli á aðfaranótt 1. maí. Það er þó tími þang- að til ef menn hafa vilja. Menn þurfa hugsanlega að mætast einhvern veg- inn. Málið er nú hjá sáttasemjara og fundahöldin eru undir hans forræði." -HKr. Borgarfjörður: Börðust við elda í þrjá tíma Minnstu munaði að sinueldur færi úr böndunum við Svignaskarð siðdegis í gær og næði í skógarbelti og sumarbústað. Um tuttugu manns frá björgunar- sveitum, lögreglu og slökkviliðinu börðust við eldinn í þrjá tima. Bóndi, sem hafði leyfi frá land- búnaðarráðuneytinu til sinubruna í landi sinu, haiði kveikt eldinn en missti stjóm á honum. Björgunarmönnum tókst að slökkva eldinn án þess að skemmd- ir yrðu á mannvirkjum. -SMK , Áraessýsla: Atökum afstýrt Átökum var afstýrt á aðalfundi Veiðfélags Ámessýslu á Hótel Selfossi í gær. Stangaveiðfélag Selfoss gekk á milli fylkinga og mun hafa milligöngu um að netaveiðum verði hætt. Hreggviður Hermannsson hafði far- ið fyrir hópi manna sem vilja leggja netaveiðar í Ölfusá og Hvítá niður. Stefndi þvi í að kosiö yrði á milli hans og Gauks Jömndssonar í formanns- kjöri. „Það varð því að ráði að láta þá stjómarmenn í friði úr því þeir slök- uðu þetta á,“ sagði Hreggviður í sam- tali við DV í morgun. -HKr. brother P-touch 1200 Miklu merkilegri merkivél - Nýtt útlit 5 leturstærðir 9 leturstilllngar prentar í 2 llnur borði 6, 9 og 12 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.