Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 DV Fréttir 5 Sinueldar tröllríða skráþurri jörð: Mikil hætta stafar af eldum - í alla staði skaðlegt, segir starfsmaður garðyrkjudeildar Mikil hætta stafar af sinueldum Sinueldar geta valdið miklu tjóni á mannvirkjum oggróðri. Fólk getur sjálft slökkt lltla sinuelda, eins og þessi börn sem hjáipuðu borgarstarfsfólki að slökkva sinueld í Fossvogsdal í síðustu viku. Eldur er góður þjónn en harður húsbóndi, segir málshátturinn sem sumir hafa væntanlega fengið í páskaegginu sínu um helgina. Hið þurra vor um mestallt land hefur valdið þvi að sinubruni hefur farið úr böndunum og margsinnis hefur legið við stórskaða. Til dæmis mun- aði minnstu að sinueldur næði í sumarbústaði í Stóru-Skógum í Borg- arflrði um páskahelgina og unnu 50 manns að því að slökkva eldinn. Slökkviliðin á höfuðborgarsvæð- inu eru kölluð út mörgum sinnum á dag til þess að slökkva sinueld. „Þetta er að sumu leyti mjög vont veður,“ sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur og bætti því við að veðrið hefði verið óvenjuþurrt síðustu tvær vikumar á Suður- og Vesturlandi og snjór að mestu bráðnaður. Mikil dægursveifla er á hitanum, sem veldur því að efsta lag jarðarinn- ar þiðnar og vatnið gufar svo upp. Efsta lagið er því þurrara en ella væri og sinueldar kvikna því auð- veldlega og brenna hratt. Einhverri rigningu er spáð í vik- unni, sagði Trausti. Sinueldur skaðar Sinueldur getur valdið miklu tjóni. Margra ára gömul tré drepast vegna sinuelda, bæði í Elliðaárdal og í Öskjuhlíðinni, og fugla- og dýralíf er í hættu lika. Gunnsteinn Olgeirsson, verkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborg- ar, sagði að sú trú fólks að sinueldur væri góður fyrir gróðurinn væri mis- skilningur. „Sinan eins og hún er óbrennd er góð fyrir jarðveginn. Þegar búið er að brenna hana þá er lítið af næringarefn- um eftir í henni,“ sagði Gunnsteinn. „Síðan hitar þetta upp jarðveginn og örverur sem lifa i yfirborði jarðar drep- ast og að því leytinu til er þetta ekkert gott. í alla staði er þetta skaðlegt." Garðyrkjustjóri og gatnamálastjóri Reykjavikur hafa verið með átta til níu bíla, hvem með tveimur til þrem- ur starfsmönnum, á hverjum degi í því að slökkva sinuelda seinustu vik- umar. Bannað er að kveikja sinu innan borgarlands en úti á landi má fá leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu til sinubruna. Sinubrunar hafa orðið í lengri tíma í vor heldur en önnur vor vegna þurrkanna en Gunnsteinn sagðist ekki vita hvort það væru fleiri eldar í ár en önnur ár. Hann bætti þvi við að vegna þess hversu þurrt væri þá væru sinueldar famir að kvikna út frá sígarettuglóð. Taka tíma slökkviliðanna Aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Reykjavík, Kristján Ólafsson, sagði að ein helsta hættan sem stafar af sinueldum væri sú að slökkviliðin væru upptekin úti í móa við eldana. Ef eldur kviknar í miðbæ Reykjavík- ur þegar slökkviliðið er í útjaðri borgarinnar að slökkva sinueld þá getur það tekið langan tíma fyrir bil- ana að mæta á eldsstað, sérstaklega ef þeir em orðnir vatnslausir. Kristján sagði að mikilvægt væri að fólk gerði sér grein fyrir því að flestir geta slökkt lítinn sinueld. Skóflur, kústar og blautir strigapok- ar duga vel til þess að berja niður eldinn. Bæði hús og sumarbústaðir era skyldutryggð og í flestum tilfellum borga tryggingar skemmdir sem sinueldar valda á mannvirkjum. Til eru tryggingar á láusum munum sem sinueldar geta skemmt i görðum en þær tryggingar verður að kaupa aukalega. -SMK Fernt á slysadeild Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar á mánudagskvöldið. Farþegi i öðr- um bílnum og ökumaður ásamt tveim farþegum í hinum bílnum voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli. Báðir bílarnir voru mikið skemmdir og einnig skemmdist umferðarljósaviti i árekstrinum. Akureyri: Gæsluvellirnir aflagðir DV, AKUREYRI:______________________ Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur ákveðið að halda sig við fyrri ákvörðun um að aðeins verði boðið upp á eitt úrræði fyrir böm á leik- skólaaldri 1 bænum, þ.e. leikskóla, en það er m.a. hugsað svo að það efli starfsemi leikskólanna. Foreldrar hafa mótmælt og afhent undir- skriftalista en ákvörðun skólanefnd- ar stendur og gæsluvellimir verða aflagðir. í nýrri fundargerð nefhdarinnar segir að í febrúar og mars hafi að- eins sótt gæsluvellina að staðaldri 12 börn sem ekki era á leikskóla nú þegar eða á biðlista eftir leikskóla- plássi. Aftur á móti sæki 46 böm gæsluvellina sem era annaðhvort á leikskóla eða á biðlista. I bókuninni segir að þegar nýr leikskóli rís við Iðavelli og biðlistinn eftir leikskóla- plássi tæmist miðað við núverandi forsendur ætti aðsóknin að gæslu- völlunum að dragast enn saman frá því sem nú er. Þá ákvað skólanefnd- in að þangað til nýi leikskólinn verð- ur opnaður verði einn gæsluvöllur starfræktur í bænum, Eyrarvöllur. -gk Sumarnótt í Mýrdal. Buslað í fjörunni. Hjörleifshöfði í baksýn. Mýrdælskur eilífðar- himinn DV, SUDURLANDI Þær eru oft fallegar, sumar- næturnar í Mýrdalnum. Nú, þegar sumarið er komið enn á ný, eru nætumar farnar að styttast, mörgum til mikillar gleði. Þetta sjónarspil á mýr- dælskum næturhimni er til marks um hve náttúran getur verið okkur stórfenglegt sjónar- spil og skapað myndir og sýnir sem erfitt er aö láta úr huga renna. Þessi himnasýn er frá Vík til fjalla. í baksýn er Mýr- dalsjökull, til hægri er Hatta og vinstra megin er Grafarhöfuð eins og steinrunnið andlit sem vakir yfir öllu en virðir þó fyrir sér sköpunarverk náttúrunnar. -NH 14" sjónvarps- og myndbandstæki, sambyggt Cassiopeia lófatölva Hárblásari Heimilistæki SÆTÚNI 8 - SfMI 569 1500 umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.