Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 10
10 Skoðnn LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 E>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og! gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frímerktur flokkur Sorglegt var að lesa skrifstofustjóra Alþingis verja stuld Samfylkingarinnar á póststimpli Alþingis með því að segja, að þingmenn verði sjálfir að gæta meðalhófs. Hann lét þess ógetið, hvorum megin við meðalhófið væri stuldur á 16.000 póststimplunum. Alþingi tekur löglegan þátt í ýmsum kostnaði þing- manna og þingflokka, greiðir rekstrarkostnað þeirra upp að skilgreindu marki, sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni. Alþingi á ekki að taka neinn þátt í kostn- aði umfram þann, sem þar er skilgreindur. Alþingi kemur umfram þetta ekkert við, hvað þing- flokkar eða þingmenn telja sig þurfa að verja miklu til að halda uppi sambandi við kjósendur. Þeir verða að gera slíkt á eigin kostnað. Og allra sízt kemur Alþingi við boðsbréf til aðalfundar Samfylkingarinnar. Það er eins og margir átti sig ekki á, að stofnanir þjóðfélagsins eru margs konar og hafa hver sitt verksvið og sínar tekjur. Alþingi er ekki sama og ríkisstjórn, ekki sama og stjórnmálaflokkar og ekki sama og þing- menn. Menn verða að vita, hvað er hvað. Ekki er nýtt, að menn rugli saman opinberum sjóðum og öðrum sjóðum. Stundum hafa ráðherrar verið staðn- ir að því að rugla saman ríkissjóði og einkakostnaði sín- um og sinna. Þannig ætlaði nýr iðnaðarráðherra að fjár- magna afmæli sitt um daginn. Munurinn á iðnaðarráðherra og þingflokksformanni Samfylkingarinnar er þó mikill, því að ráðherrann sá um síðir eftir öllu saman og lofaði að endurgreiða rík- inu það, sem hún hafði haft af því. Þingflokksformaður- inn er hins vegar enn staffírugur í spillingunni. Studd öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar hefur hún varið þjófnaðinn á póststimpli Alþingis. Hún sér greinilega ekkert rangt við hann. Spilling hennar er ein- föld og barnsleg: Flokkur hennar þarf að eiga samskipti við fólk og skattgreiðendum ber að borga. Samfylkingin hefur enga tilraun gert til að endur- greiða stuldinn og biðja forláts á þeim, sem hafa verið settir yfir lítið. Þess vegna er ástæða til að vara kjósend- ur við því að setja þetta lið yfir mikið. Þeir eru hættu- legastir, sem eru einlæglega spilltir. Þeir, sem reyna að stela meira en hálfri milljón króna í litlu embætti með þröngu svigrúmi, munu reyna að stela margföldum upphæðum í háum ráðherraembætt- um með víðu svigrúmi. Þeir, sem eru einlæglega spillt- ir, nýta sér alltaf svigrúmið til fulls. Skrifstofa Alþingis reynir að hylma yfir spillingunni með því að neita að gefa upplýsingar. Vafalaust mim hún halda fram, að rúmlega ársgömul lög Alþingis um upplýsingaskyldu stjórnvalda nái ekki til sjálfs Alþing- is. Þannig er hugarfar innstu koppa búrsins. Þegar þingmenn og oddvitar þeirra eru svo einlæg- lega spilltir sem þetta dæmi sýnir og þegar skrifstofu- stjóri Alþingis muldrar um meðalhóf í spillingu, er kom- inn tími til að opna fjárreiður Alþingis og leyfa kjósend- um að meta, hvað sé spilling. Allan kostnað, sem ekki fellur innan ramma hinna skilgreindu fjárhæða, sem falla þingmönnum og þing- flokkum í skaut lögum samkvæmt, þarf að sundurliða á hvern þingmann. Undir það falla póstburðargjöld og umfangsmeiri liðir á borð við ferðakostnað. Mörgum mun svo verða minnisstætt, að stjórnmála- flokkur skuli einmitt hefja göngu sína og stimpla sig í þjóðarvitundina með þjófnaði úr opinberum sjóði. Jónas Kristjánsson Pólitísk vakning? Mikið líf hefur færst í bandaríska háskólapólitík aö undanförnu og stúdentar hafa veriö áberandi í mótmælaöaögeröum gegn alþjóðastofnunum á undan- förnum mánuðum. Enn er þó óljóst hvort hér er um aö ræöa öfluga pólitíska fjöldahreyfingu eöa stundarfyrirbrigöi. Síðustu tvo áratugi hefur verið fremur hljótt í bandarískri há- skólapólitík. Vissulega hafa komið upp ýmsir pólitískir straumar i tengslum við fjölmenningu, póstmódernisma og þjóðfræði en tengslum stjórnmála og efnahagsmála lítill gaumur gefinn Mótmælaaðgerðirnar gegn Heimsvið- skiptastofnuninni í Seattle í nóvem- ber og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum í Washington í síð- asta mánuði hafa beint sjónum að aukinni pólitískri virkni stúdenta í Bandaríkjunum. Nú snýst málið um alþjóðlegan kapítalisma, vald stórfyr- irtækja og alþjóðabankastofnana. Því er freistandi að tengja þessa vakningu við þær fjöldahreyfingar, sem spruttu upp á 7. áratugnum og tóku þátt í bar- áttunni gegn Víetnamstríðinu. Eins og þá eru hvítir miðstéttarstúdentar virkastir. Á 7. áratugnum sóttu stúd- entar hugmyndir sínar úr háskólun- um og reistu mótmæli sín á kenning- um manna eins og Herbert Marcuse. Nú er mun meiri áhersla lögð á póli- tískar aðgerðir en hugmyndafræði. Gamalt vín á nýjum belgjum? Þessar pólitísku hreyfingar eiga það sameiginlegt að berjast gegn Heimsviðskiptastofnuninni, Alþjóða- bankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Að öðru leyti eru þær að mörgu leyti ósamstíga um markmið. Þær al- þjóðastofnanir sem stúdentar hafa beint spjótum sínum að eru langt frá því að vera hafnar yfir gagnrýni, enda ekki veitt takmarkað lýðræðislegt að- hald. Alþjóðabankinn hefur stundum gert iilt verra með lánaskilyrðum sín- um í tengslum við efnahagsaðstoð handa rikjum sem orðið hafa fyrir skyndilegu efnahagslegu áfalli. En AI- þjóðabankinn veitir stjórnvöldum í fá- tækum ríkjum lán undir markaðs- vöxtum. Ef hann yrði lagður niður má gera ráð fyrir því að Þriðji heimurinn yrði mun háðari einkafjármagni en nú tíðkast. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvað eigi að taka við af þessum alþjóðastofnunum. Sú kjötkveðjuhátíðarstemning sem einkenndi mótmælin í Seattle og Was- hington var án efa árangursrík aðferð til að vekja athygli á málstaðnum. En skilaboðin og vígorðin voru oft innan- tóm: „Við viljum strengjabrúðu, ekki strengjabrúðustjórn" hljómaði eitt þeirra og var ekki það versta. Hér er um að ræða mjög sundurleita hópa: anarkista, sósíalista, umhverfisvemd- arsinna, verkalýðsfélög og neytenda- samtök. Anarkistar hafa verið áber- andi í þessu mótmælum, enda mjög vel skipulagðir. Nú er það svo að eng- in hefð er fyrir anarkisma í Banda- ríkjunum. Af viðtölum við stúdenta sem kenna sig við þessa stefnu má ráða að þeir séu ekkert of vel lesnir í hugmyndasmiðum anarkismans. Þeir láta sér oft nægja að segja að anark- ismi sé sósíalismi án ríkisvalds. Ein ástæða þess að anarkisma er svo mik- ið hampað er án efa sú að hann teng- ist ekki kommúnisma. En mörgum anarkistum gengur ekkert annað til en stunda skemmdarverkastarfsemi og ráðast á „kapítalísk skotmörk" eins og MacDonalds-hamborgarstaði. Og slíkar aðferðir eru hvorki vænleg- ar tU pólitísks árangurs né fjöldafylg- is. Samstarfiö við verkalýöfélög Þeir stúdentar sem hafa verið virkastir í baráttunni gegn alþjóða- stofnunum vUja reyna að ná til verkalýðsfélaganna og almennings. Það tókst að nokkru leyti í Seattle, enda voru verkalýðsfélögin AFL- CIO meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum. En hér er ekki um pólitískt bandalag að ræða. Bandarísku verkalýðsfélögin eru gagnrýnin á alþjóðavæðingu á þeirri forsendu að hún dragi úr atvinnuör- yggi verkamanna. Fundi heimsvið- skiptastofnunarinnar var ætlað að brjóta blað í alþjóðavæðingu með Valur Ingimundarsson stjórnmáta- sagnfræðingur i Erlend tlðindi því að gera heimsviðskipti frjálsari og brjóta niður tollamúra. Þetta var því kjörið tækifæri fyrir AFL-CIO til að reyna að hefta þá þróun. En fund- ir Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðins voru venjulegir árs- fundir sem höfðu í raun enga sér- staka þýðingu. Um 50 þúsund manns tóku þátt í mótmælunum í Seattle en aðeins 15 þúsund i Washington. AFL-CIO hefur í raun haft lítið á móti þessum alþjóðastofnunum og það er aðeins á síðustu mánuðum, að verkalýðsfélögin hafa tekið undir gagnrýni á þær. Róttækir hópar hafa vissulega beint sjónum að mál- um sem efst voru á baugi á 7. ára- tugnum, eins og ástandinu í Þriðja heiminum og valdi Bandaríkjanna í heiminum. En bandarísku verka- lýðsfélögin hafa aldrei tekið upp andameríkanisma í stefnu sinni: Þau tóku virkan þátt í baráttunni gegn kommúnisma í kalda stríðinu á 6. áratugnum og mótmæltu ekki Víetnamstríðinu. Þau hafa vissulega færst lengra til vinstri undanfarin ár en láta eigin baráttumál ganga fyrir. Annað vandamál, sem stúdent- ar standa frammi fyrir, er að póli- tískir andstæðingar yst á hægri væng, eins og Pat Buchanan, fyrr- verandi forsetaframbjóðanda repúblikana, beitir mjög svipuðum rökum gegn alþjóðastofnunum og þeir. Næstu mótmælaaðgerðir hafa verið boðaðar í tengslum við flokks- þing demókrata og repúblikana í sumar vegna forsetakosninganna í nóvember. Þá verður ef til vill unnt að svara því hvort hér er um að ræða pólitíska vakningu eða bólu sem mun hjaðna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.