Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 DV Fréttir Uppreisnarforinginn Foday Sankoh í Sierra Leone: Lét höggva hendur af óbreyttum borgurum „Valdið og auðinn í hendur fólks- ins.“ Þannig hljóðar áletrun á vegg- spjaldi sem fannst utan við hús Fodays Sankohs, uppreisnarforingja í Afríkuríkinu Sierra Leone, sem hópur mótmælenda lét greipar sópa um í byrjun vikunnar. Þannig hljóð- ar líka slagorðið sem Sankoh lagði upp með þegar hann hóf stríð sitt gegn stjórnvöldum í Sierra Leone árið 1991. Sankoh hitti í mark með slagorði sínu. Sierra Leone, sem er auðugt að demöntum, hafði lengið verið stjórnað af spilltri valdaklíku sem samanstóð af líbönskum kaupsýslu- mönnum og innfæddum blökku- mönnum úr borgunum. Margir þessara innfæddu valdamanna voru afkomendur leysingjanna, sem höf- uðborgin Freetown er kennd við og mynduðu þar forréttindastéttina. Að uppræta spillinguna Hinn gráskeggjaði Foday Sankoh, sem nú er kominn á sjötugsaldur- inn og hefur vart meira en barna- skólamenntun að baki, var hins veg- ar fulltrúi öreiganna í sveitum landsins. Hann og hersveitir hans í Sameinuðu byltingarsamtökunum (RUF) segja að með hernaði sinum 1991 hafi þeir ætlað að uppræta þá miklu spillingu og óstjórn sem ríkti í landinu. Víðtæk spilling og ólögleg við- skipti með demanta hafa valdið því að Sierra Leone er eitthvert fátæk- asta land í heimi. Kanadískir eftir- litsmenn segja að demöntum fyrir milljónir dollara sé smyglað yfir landamærin til nágrannaríkisins Líberíu á hverjum degi og afrakstur sölu þeirra sé notaður til að fjár- magna stríðsrekstur uppreisnar- manna. Augu umheimsins hafa beinst aö Sankoh og mönnum hans alla þessa viku vegna þess að þeir halda í gísl- ingu um fimm hundruð friðar- gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna og láta ófriðlega. Gæsluliðamir voru handteknir í vikubyrjun eftir að ágreiningur kom upp milli þeirra og uppreisnarmanna um tilhögun af- vopnunar hinna síðarnefndu. Sameinuðu þjóðirnar hafa tæp- lega níu þúsund friðargæsluliða í Sierra Leone en þeim hefur gengið erfiðlega að sinna störfum sínum eins og skyldi. Breskir hermenn komu til Sierra Leone í vikunni og hafa þegar flutt hundruð erlendra ríkisborgara á brott. Gamli friðargæsluliðinn Það er hálfkaldhæðnislegt að E! mM Foday Sankoh og menn hans skuli halda friðargæsluliðum SÞ í gisl- ingu í valdatafli sinu í heimaland- inu. Sankoh var nefnilega sjálfur i þessum sömu gæslusveitum fyrir fjörutíu árum eða svo. Þá var hann ungur undirforingi í breska ný- lenduhemum og var sendur til Kongó-Kinshasa sem þá hafði ný- lega öðlast sjálfstæði. Sameinuðu þjóðirnar sendu þangað hersveitir til að reyna að koma aftur á friði. Sankoh segist hafa fyrirskipað þegar þeir reiddu sveðjurnar og ax- imar til höggs. Sankoh var dæmdur til dauða fyr- ir landráð eftir að hersveitir Vestur- Afríkuríkja, undir forystu Nígeríu- manna, komu Ahmad Tejan Kabbah forseta aftur til valda árið 1998, eft- ir skammlífa herforingjastjórn. í kjölfar friðarsamningsins sem und- irritaður var i Lomé, höfuðborg To- gos, þann 7. júlí 1999 voru Sankoh og mönnum hans gefnar upp sakir. Það sem meira er, Sankoh var gerð- ur að varaforseta. Hann fer einnig með yfirráð yflr náttúruauðlindum landsins í ríkisstjórninni. Friöargæsluliði SÞ i Sierra Leone Indverskur gæsluliöi fylgist meö brottflutningi útlendinga. Pappírstigrisdýrið S.Þ. Uppreisnarmennimir féllust á að láta vopn sín af hendi í skiptum fyr- ir sakaruppgjöf. Það hafa þeir aftur á móti ekki gert. Þeir ráða nú yfir demantanámum landsins og þær gefa gott af sér. Þá hafa þeir gert friðargæsluliðum S.Þ. erfitt fyrir, einkum þó í demantahéruðunum. „Þeir geta ekki neytt neinn til að láta vopn sín af hendi og ef þeir reyna það eiga þeir eftir að iðrast þess,“ sagði Sankoh um gæsluliðana í desember síðastliðnum. „Hvað geta Sameinuðu þjóðirnar gert? Þær eru bara pappírstígrisdýr." En hvað svo sem segja má um Foday Sankoh er nokkuð ljóst að ekki verður fundin varanleg lausn á vargöldinni í Sierra Leone án þátt- töku hans. Byggt á New York Times, Libér- ation, Reuters, Aftenposten, Washington Post, Aftonbladet og Le Monde. Trúarsetningar og maóismi Fyrri helming síðasta áratugar var Sankoh að mestu úti í frum- skógum landsins þar sem hann þjálfaði skæruliða sína og prédikaði yfir þeim blöndu trúarsetninga, her- Ahmad Tejan Kabbah Forseti Sierra Leone situr viö völd í skjóli friöargæslusveita SÞ sem eiga í mesta basli meö aö hafa hemil á uppreisnarmönnum Sankohs. Á flótta undan vígamönnum Þúsundir óbreyttra borgara í bænum Waterloo flúöu undan framsókn uppreisnarmanna í vikunni og héldu til höfuöborgarinnar Freetown. Her Sierra Leone tókst aö stööva sókn uppreisnarmanna og reka á flótta. ----------------------------------------------Blóði drifinn uppfcionofforingi Foday Sankoh, leiötogi uppreisnarmanna í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone, á blóöi drifmn feril að baki í heimalandinu. Hann hóf hernaö gegn stjórnvöldum á árinu 1991 og allt þar til friöarsamningar voru geröir í fyrrasumar drápu menn hans og limlestu þúsundir óbreyttra borgara. Sankoh er enn á allra vörum, nú vegna fimm hundruö friöargæsluliöa SÞ sem menn hans halda í gíslingu og hafa ekki enn fengist til aö leysa úr haldi. mönnum sínum að láta gæsluliðana lausa en viðurkennir að hann hafi kannski ekki fullt vald á þeim. „Friðargæsluliðamir ættu að hætta að ögra bardagasveitunum þar sem þær gætu tekið til sinna ráða, án yfirstjórnar minnar," sagði Sankoh í liðinni viku. Fann guð í fangelsinu Sankoh var löngum upp á kant við ráðandi öfl í her Sierra Leone. Hann gagnrýndi liðsforingjana sem frömdu fyrsta valdaránið árið 1967 og gerðu Siaka Stevens að forseta. Hann mátti dúsa sex ár í fangelsi á valdatíma Stevens á áttunda ára- tugnum, dæmdur fyrir að skipu- leggja valdarán. í fangelsinu snerist Sankoh til kristinnar trúar. Þegar Sankoh losnaði loks úr tugthúsinu gerðist hann meðal ann- ars ljósmyndari og ferðaðist milli námuborganna í austurhluta lands- ins. I bænum Bo í Sierra Leone sunnanverðu skipulagði hann sellu stúdenta sem varð síðan grunnur- inn að uppreisnarher hans. Megnið af liðsmönnum RUF eru hins vegar unglingar sem Sankoh rændi i þús- undatali. Nýliðamir voru síðan mataðir á krakki, kókaíni og öðrum eiturlyfjum og sendir út að berjast og fremja hvert voðaverkið á fætur öðru. Fyrrum liðsmenn Sankohs segja að innrætingin hafl meðal annars falist í því að segja þeim að foreldrar þeirra væru látnir og að Sankoh væri nú faðir þeirra. kænsku, maóisma í anda Pols Pots og afriskrar þjóðernisstefnu. Hagur Sankohs á hemaðarsvið- inu fór ekki að vænkast almenni- lega fyrr en á árinu 1990 þegar hann var í slagtogi við Charles Taylor sem þá var helsti stríðsherrann í Lí- beríu. Taylor, sem nú er forseti landsins, notaði Sierra Leone sem bækistöð fyrir hernað sinn. Sankoh hóf stríðsrekstur sinn heima fyrir árið 1991. Hann fylgdi þeirri stefnu Taylors að beina spjót- um sínum að óbreyttum borgurum, kvelja þá og pína svo mikið að þeir gerðu kvalara sinn að forseta til þess eins að binda enda á þjáning- arnar. Sveðjurnar syngja Sankoh og uppreisnarmenn hans eru alræmdir fyrir þá miklu grimmd sem þeir beittu óbreytta borgara í stríði sínu. Uppreisnar- menn hikuðu ekki við að höggva hendur og handleggi af saklausum borgurum svo þúsundum skipti. Belgískir nýlenduherrar höfðu beitt sömu aðferð áratugum fyrr í ný- lendu sinni í Kongó. Sankoh og menn hans hjuggu hendurnar af fólki af því að það hafði notað þess- ar sömu hendur til að kjósa núver- andi forseta landsins, Ahmad Tejan Kabbah, árið 1997. Engar hendur, ekki fleiri at- kvæði, sögu uppreisnarmennirnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.