Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 3DV Juro Um þessa helgi ganga þjóðir Evrópu til keppni um það hver þeirra hafi á boöstólum hugljúfasta sniiidarverkið á sviði tónlistar til að færa tón-og listelsk- um jarðarbúum. Júróvisjónkeppnin er í kvöld. Eftir kvöldið í kvöld hafa heiminum bæst tuttugu Og fjögur ný tónverk sem hvert um sig á eftir að fanga hjörtu tón- listarunnenda og þeirra blessaðra guðs- bama sem byggja Evrópu eða jafnvel heimsbyggðina alla. Mestan unað, hugfró og fullnægju mun lag númer eitt veita lýðum þjóðanna, en minnstan imað það lagið sem verður aft- ast. En eins og alltaf þegar góð tónlist er annars vegar munu öll tónverkin stuðla að friði og farsæld og mannbætandi ást á öllu því sem gott er og fagurt. Eftir helgina verður heimurinn tutt- ugu og fjórum tónverkum ríkari. Þegar stórviðburður einsog Júró- visjónkeppni Evrópuþjóða stendur fyrir dyrum leikur venjulega undarlegur and- blær um íslensku þjóðarsálina. Ógnarleg spenna liggur í loftinu. Dagana fyrir keppnina em í sjónvarp- inu lög hinna ýmsu þjóða leikin svona einsog undanrásir í íþróttum og flestir hailast að því að okkar lag sé best. Sem það áreiðanlega er. Þá kem ég að skuggahlið þessa máls. Þegar nær dregur sjálfri keppninni ger- ist það stundum að loft verður - einsog sagt er - lævi blandið og öfundarraddir fara að láta á sér kræla. Virtir tónlistarmenn storma fram á öld- um ljósvakans og finna þroskaferli söng- kvenna allt til foráttu. Svo langt hafa sum- ir þeirra gengið að finna okkar bestu söngkonum það til foráttu að „þær séu hættar að syngja smápíkupopp og farnar að syngja fullorðinspíkupopp“ (einsog einn þeirra orðaði það svo undur ósmekklega í sjónvarpinu á dögunum). Auðvitað verður hver smámey að lúta lögmálum náttúrunnar, að eldast, þroskast og blómstra og því ferli fylgja lífifærin að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu kemur þetta sjáifri Júró- visjón-keppninni ekki nokkurn skapaðan hlut við og er vert að kveða í kútinn þá sem veitast að þessum listviðburði með ómaklegum hætti. Þegar Telma fékk gubbupestina og komst ekki til Svíþjóðar með hinum staf- aði kveisan einfaldlega af því að hún var að hlusta á belgíska lagið og það fer - skilst mér- ekki sérlega vel í maga. Nú hefur óslensku sendisveitinni sam- kvæmt læknisráði verið bannað að hlusta á belgíska lagið og víst raunar nokkur önnur sem kváðu fara ótrúlega iila í maga. En í þessu sambandi má benda á það að eins dauði er annars brauð og vænlegt til vinnings ef fólki verður óglatt af öllum lögunum nema því íslenska sem mér skilst að sé titiilagið úr kvikmyndinni „That thing you do“ íslenska lagið heitir hins vegar „Tell Me“ og telur höfundur það til marks um hve undursamlega gott það sé að það er eiginlega næstum einsog titillagiö í kvik- myndunni. En þetta er nú einsog hver annar titt- lingaskítur. Það sem mest er um vert er það að Júróvisjónkeppnin er sameiginlegt áhuga- mál íslensku þjóðarinnar. Næstinn allir landsmenn hafa vit á þessari tónlist. Næstrnn allir landsmenn hafa skoðun á þessari tónlist. Og næstum öllum lands- mönnum vekur þessi tónlist yndi, unað og listræna fuUnægju. Mariah Carey Carey veröur aö gæta betur aö unnusta sínum, Luis Miguel, en hann sást meö annarri konu um borö í snekkju á dögunum. Kærastinn stað- inn að verki Mariah Carey söngkona nýtur mikilla vinsælda, svo vart eru dæmi um önnur slík. Hún er á þvælingi um alla heimsbyggðina að syngja fyrir fólk og eins og allir vita geta langar fjarvistir haft óholl áhrif á Qölskyldulífið. Unnusti Carey er af spænsku bergi brotinn og heitir Luis Miguel. Honum hefur sennilega verið farið að leiðast eftir spúsu sinni. Að minnsta kosti náði sjónvarpsstöð í Miami myndum af honum þar sem hann frílystaði sig lun borð í snekkju sinni með gamalli unnustu. Sú er fræg sjónvarpsstjama á Spáni og heitir Sofia Vergara. Þetta var klukkan fiögur um nótt og þótti því afar óliklegt að um kurteisisheimsókn væri að ræða. Sérstaklega ekki þar sem Verg- ara gekk ekki frá borði fyrr en í birtingu daginn eftir. Miguel reyndi að skrökva sig út úr öllu saman og sagði að þau væru aðeins vinir en þegar upp komst að þau væru gamalt kærustupar datt kom þegar í stað leki að málflutningi hans og trúverðugleikinn sökk eins og steinn. Mariah tjáði sig ekkert um málið en flaug til Miami þegar í stað og var komin á vettvang að kvöldi næsta dags og var að sögn ekki bllðleg á svip þegar hún stormaði á fund unnustans. Eltir sjúkrabíla - í starfi sínu þarf Ágúst Mogensen að mæta á vettvang banaslysa Til eyrnayndis hef ég einsog aðrir lands- menn lagt mig fram um að tileinka mér júróvisjóntónlist. Mér finnst mikið hag- ræði að því að lögin eru einhvernveginn öll eins svo maöur kann þau eiginlega fyr- irfram og það er dáldið gott. Mér finnst líka að tónverkin og textam- ir séu betri eftir því sem flytjendur eru snoppufríðari og hafa lengri læri. En þetta hljóta að vera afskaplega falleg ljóð og lög og göfgandi hljómlist, sem „nær til fólksins", annars væri þjóðin ekki svona hugfangin af þessu stórmerka árlega tónlistarátaki íslenska sjónvarps- ins, sem mér skilst aö leggi drjúgan skerf til heimsmenningarinnar með því að senda fremstu listamenn íslensku þjóðar- innar í júróvisjónkeppni. Guð láti gott á vita Flosi Síðastliðinn miðvikudag var í Borgarleikhúsinu haldin ráð- stefna undir yfirskriftinni Bætt umferðarmenning - burt með mannfómir! Boðað var til hennar vegna versnandi umferðarmenn- ingar sem lýsir sér m.a. i fiölgun mnferðarslysa jafnt innan þéttbýl- is sem utan. Kostnaðurinn sem af þessu hlýst er gríðarlegur auk mannfóma sem ekki verða metn- ar til fiár. Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa lék mikilvægt hlut- verk á ráðstefnunni en til hennar var stofnað fyrir fiómm árum í von um að varpa mætti ljósi á helstu orsakir umferðarslysa. Hana skipa Rögnvaldur Jónsson, tækniforstjóri hjá vegagerðinni, Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, og Símon Sigvaldason lögfræð- ingur sem er jafnframt formaður hennar. Haraldur Sigþórsson um- ferðarverkfræðingur starfar með nefndinni en eini starfsmaður hennar í fullu starfi er Ágúst „Ef ég gerði ekkert nema að hugsa um banaslys all- an daginn færi ég ekkert fram úr á morgnana. Það er samt alltaf sami hnút- urinn í maganum þegar ég kem á vettvang. “ Mogensen og meðal skyldustarfa hans er að fara á vettvang aflra banaslysa í umferðinni. Yflrsýn yfir slysln „Starfið er fólgið í því að halda utan um daglegan rekstur, gögn sem nefndinni berast, lögreglu- skýrslur og annað sem tengist umferðarslysum - einkrnn þó banaslysum. Ég vinn síðan úr þessum gögnum og undirbý árs- skýrslu sem er síðan yfirfarin af öðram nefndarmönnum.“ Ágúst var ráðinn til starfa um síðustu áramót og með tilkomu hans var hægt að öðlast betri yfirsýn yfir banaslys i umferðinni: „Ef ein- ungis er stuðst við lögregluskýrsl- ur er hætta á mistökum þar sem DV-MYND ÞÖK Ágúst Mogensen í skærgula jakkanum sem hann klæðlst í útköllum. „Þaö er alltafsami hnúturinn í maganum þegar ég kem á vettvang. “ nefndin þekkir sjálf ekki aðstæð- umar. Með því að mæta á staðinn fáum við miklu skýrari mynd af slysinu auk þess sem við og lög- reglan eriun ekki endflega að rannsaka sömu hluti. Þegar banaslys verða er fyrst hringt í mig en náist ekki í mig hlaupa aðrir í skarðið. Ég fer á vettvang innan Reykjavíkursvæðisins og skynsamlegs radíuss frá borginni en þegar slys verða úti á lands- byggðinni er ég í símasambandi við lögregluna. Nefndarmenn, Nefndarmenn, sem eru sérfrœðingar á sínu sviði, fara nákvœmlega yfir hvert slys hver fyrir sig og bera saman bœkur sínar að því loknu. sem era sérfræðingar á sínu sviði, fara nákvæmlega yfir hvert slys hver fyrir sig og bera saman bækur sínar að því loknu. Síðan velta menn fyrir sér hvemig hefði verið hægt að standa betur að málum og jafnvel koma í veg fyr- ir slys.“ Ágúst sér fyrir sér að í framtíðinni verði hægt að skoða fleiri gerðir umferðarslysa en eins og staðan er í dag vanti til þess starfskrafta. Hann segir þó nefndina loksins komna með byr undir báða vængi og því ekki ólíklegt að hún geti fært út kví- amar áður en langt mn líður. Meft hnút í maganum Aðkoma að banaslysum er einatt yfirþyrmandi. Flestir myndu því eflaust telja það mikla byrði að fara á vettvang þeirra - og vera ávallt í viðbragðsstöðu. Það er því óumflýjanlegt að spyrja Ágúst í lokin hvemig honum gangi að glíma við þennan hluta starfsins: „Ég hafði sérstakar áhyggjur af þessu áður en ég byrjaði. Ég hugs- aði þetta vel og reyndi að undirbúa mig sem mest. Það hefur síðan gengið bærilega að fást við þetta. Nú, ef ég verð fyrir einhvers konar áfalli þá hef ég aðgang að áfalla- hjálp líkt og aflir aðrir sem koma að þessum slysum.“ Hann hefur ekki þurft að nýta sér hana og sef- ur rólega um nætur - engar martraðir: „Ef ég gerði ekkert nema að hugsa um banaslys allan daginn færi ég ekkert fram úr á morgnana. Það er samt alltaf sami hnúturinn i maganum þegar ég kem á vettvang. Annars held ég að ef hans nyti ekki við væri komin hálfgerð tilfinningabrenglun í mann. Það verður aldrei eðlilegt að mæta á vettvang. Dagurinn sem það gerist verður dagurinn sem ég hætti." -BÆN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.