Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Page 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
I>V
Óðinn Bolli Björgvinsson BASE-stökkvari:
Ólýsanleg sælutilfinning
„Það er ólýsanlegt sælutilfinn-
ing sem grípur mann þegar fall-
hlífm opnast og maður flýgur eins
og fugl til jarðar. Áður en maður
lætur sig vaða fram af og fyrst á
eftir er maður auðvitað alveg skít-
hræddur og rosalega stressaður.
Annað væri óeðlilegt. En svo þeg-
ar allt gengur upp þá upplifir mað-
ur fulikomna afslöppun og sælu í
fáeinar sekúndur. Þessar fáu sek-
úndur endast manni í mörg ár.“
Þannig lýsir Óðinn Bolli Björg-
vinsson upplifun sinni af BASE-
jumping sem hann hefur fengist
við í um eitt og háift ár og er ann-
ar tveggja íslendinga sem fæst við
það og sá eini sem er búsettur hér-
lendis og má þvi með nokkrum
rétti kallast frumherji í þessari
sérstöku iþrótt á íslandi
Hvað er BASE?
BASE-stökk felst í því að
stökkva með litla sérhannaða fall-
hlíf á bakinu fram af klettum,
sjónvarpstumum, loftnetum,
brúm eða mjög háum byggingum
og svífa heilu og höldnu til jarðar.
BASE er skammstöfun fyrir
B=building, A=antenna (loftnet),
S=span (brú eða svipað mann-
virki) og E= earth (jörð). Til þess
að öðlast viðurkenningu sem
BASE-stökkvari þarf viðkomandi
að hafa stokkið fram af að minnsta
kosti einu sinni af hverri tegund
mannvirkjanna sem skammstöf-
unin stendur fyrir.
Þessi íþrótt hefur rutt sér nokk-
uð til rúms meðal fallhlífa-
stökkvara undanfarin ár en þetta
er athæfi sem er ekki við allra
hæfi og þarf sérstæða blöndu af
hæfni, þekkingu og áræði til að
stunda BASE-stökk.
„Ég er um þessar mundir að
sækja um að fá mitt BASE-númer
í röðum stökkvara. Til þess að fá
það sendi ég skrá yfír BASE-stökk
sem ég hef stokkið til hjóna i
Bandaríkjunum sem annast út-
hlutunina,“ segir Óðinn sem hefur
stokkið 23 slík stökk af mannvirkj-
um eða klettum í öllum flokkun-
um Qórum og uppfyllir því öll skil-
yrði. Það segir sína sögu um út-
breiðslu þessarar íþróttar að enn
sem komið er hefur einungis rúm-
lega 600 númerum verið úthlutað.
Rennismiður og hraðafikill
Óðinn er rennismiður sem hefur
fengist við ýmsar íþróttir áður
sem eiga það allar sameiginlegt að
fela í sér hraða, spennu og
ákveðna áhættu. Hann fékkst við
keppni á mótokross-hjólum en
lagði það á hilluna þegar hann
eignaðist öflugan sportbíl sem átti
- hefur stokkiö fram af Lómagnúpi í fallhlíf
hug hans allan í nokkum tíma.
Hann er fallhlífastökkvari með
verulega reynslu en hefur einnig
fengist viö ijallamennsku af ýmsu
tagi, þar á meðal hjólreiðar, niður
brattar fjallshlíöar á sérstaklega
útbúniun fjallahjólum.
„Ég ók mjög hratt meðan ég átti
bílinn. Þegar ég var að koma úr
fyrsta frjálsa fallhlífastökkinu
mínu var ég stöðvaður einu sinni
sem oftar á Hellisheiðinni á leið-
inni 1 bæinn og var þá sviptur
ökuskírteininu fyrir of hraðan
akstur. Síðan ég byrjaði í þessu
sporti hef ég aldrei ekið of hratt.
Ég hef ekki þörf fyrir það lengur.“
Það má segja að BASE-stökkvar-
ar skipti viðfangsefnum sinum í
nokkra flokka eftir aðstæðum.
Sumum finnst mest gaman að
stökkva fram af mjög háum kletta-
veggjum þar sem aðstæður er erf-
iðar og hættulegar en aðrir fá
mest út úr því að stökkva ofan af
tiltölulega lágum klettum þar sem
tíminn er mjög naumur og ekkert
má út af bera. Menn hafa stokkið
fram af húsum og klettum sem eru
aðeins 70 metra há og skíðastökk-
pallar úti í heimi hafa einnig kom-
ið þarna við sögu. T.d. hafa menn
stokkiö af Holmenkollen-pallinum
fræga í Noregi sem er aðeins 70
metra hár. Við aðstæður sem þær
er timinn sem fallhlífin fær til að
opnast afspyrnustuttur og það ger-
ir stökkið enn hættulegra.
Vil helst hafa um 100 metra
„Það lægsta sem ég hef stokkið
er ofan af klettavegg í Hrútafelli
undir Eyjafjöllum sem var tæplega
100 metra hár. Mér finnst það vera
á mörkunum og hef ekki hugsað
mér að stökkva úr minna en 90
metra hæð,“ segir Óðinn.
ísland er fátækt af virkilega
háum byggingum og ekkert hús á
íslandi er nógu hátt til þess að
BASE-stökkvarar vilji fást við það.
Mastrið á Gufuskálum, sem áður
sendi út lórangeisla en er nú lang-
bylgjusendir RÚV, er meira en
nógu hátt en tæknilega séð er það
erfitt, að sögn Óðins, og hann hef-
ur aldrei stokkið úr því. Það var
einu sinni gert meðan engin starf-
semi var í stöðinni en þar var á
ferð Kristinn Pálsson, eini kollegi
Óðins á íslandi. En hvar hefur Óð-
inn einkum verið að stökkva?
„Ég hef sótt mikið til útlanda. í
Noregi eru frægir klettaveggir
sem ég hef stokkið af og ég hef
stokkið af brúm og byggingum í
Ameríku. Hér heima hef ég stokk-
ið fram af Lómagnúpi sem mun
vera hæsta standberg á íslandi. Ég
stökk einu sinni af klettum undir
Hér lætur Obinn sig vaöa fram afklettunum í Kjearag í Noregi sem eru tæplega 1000 metra háir.
Óðinn Björgvinsson
Hann er annar tveggja íslendinga sem fæst viö svokölluö BASE-stökk. BASE felst í því aö stökkva meö litla fallhlíf á bakinu fram af háum klettum,
byggingum, turnum. loftnetum og fram af brúm.
EyjaíjöUum og ég hef nokkrum
sinnum stokkið af Hjörleifshöfða
og við Háafoss. Vlð Hjörleifshöfða
eru mjög góðar aðstæður, bratt og
hátt berg sem slútir og þar er gott
að stökkva.
Það eru áreiðanlega margir aðr-
ir staðir í íslenskri náttúru sem
bjóða upp á skemmtUeg BASE-
stökk. Ég á eftir að kanna það nán-
ar og á áreiðanlega eftir að
stökkva á mörgum nýjum stöð-
um.“
Hættulegt sport
BASE-stökk voru lengi afar um-
deUd íþrótt og þó einungis vanir
faUhlifarstökkvarar stundi þetta
þá var tU skamms tíma ólöglegt að
stunda hvort tveggja og fallhlífar-
stökkvarar t.d. í Noregi misstu
réttindin ef upp komst að þeir
fengust við BASE. Þetta hefur
mikið breyst og smátt og smátt
öðlast þetta athæfi viðurkenningu.
SennUega er Troldveggen eða
TröUaveggurinn í Noregi einn
frægasti staður stökkvara af þessu
tagi en þar hafa orðið mörg
banaslys og þar fórst 1984 einn af