Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 25
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
25
DV
Helgarblað
„Þetta eru ncer undan-
tekningalaust ekki menn
sem fremja glœpi sakir
einhverrar glœpahneigð-
ar. Þetta eru fíklar sem
grípa til glœpa til að
svala fíkninni. Megnið af
þessu fólki er dáið í dag.
Það sýnir hvað líftíminn
hjá fCklunum er stuttur. “
var orðin það lítil og kvíðinn svo
mikill að mér þótti óþægilegt að hitta
fólk - þurfti helst að fá mér bjór áður.
Ég reyndi þó að rífa mig upp aftur og
tók eitt ár í ballett og komst upp með
það þrátt fyrir drykkjuna. En það var
svakaleg vinna fólgin í því að halda
henni í skefjum og láta sem allt væri
í lagi. Vanlíðanin var orðin alveg
gríðarleg og þótt ég reyndi ýmislegt
jókst bara þunglyndið. Það kom svo
að því að ég reyndi að drepa mig en
það tókst sem betur fer ekki.“
Marta fór svo loksins í meðferð
1994: „Það var fyrst á Vogi sem ég
uppgötvaði að ég væri alkóhólisti.
Þessari útskýringu á óforum mínum
var ég mjög fegin og lagði mig alla
fram í afvötnuninni. Ég var þó af-
skaplega viðkvæm og átti erfítt með
að umgangast annað fólk á Vogi. Ég
var edrú í tvö ár eftir meðferðina en
það voru samt hræðileg ár. Bakslag-
ið frá neyslunni var mikið og ég átti
enn jafnerfítt með að fúnkera í þjóð-
félaginu. Ég var kvíðin sem fyrr og
sjáifshatrið var mikið. Seinna árið
var ég í stöðugum sjáifsmorðshug-
leiðingum. Það var skelfileg tilfinn-
ing að vita að mér liði iila, hvort sem
ég var edrú eða í neyslu. Á þriggja
mánuða tímabili skar ég mig á hönd-
um og fótum með rakvélablöðum."
Marta sýnir á sér hendurnar þar sem
eru ör við ör. Tugir sára sem þurfti
að sauma saman. Hún flúði sex eða
sjö sinnum inn á Vog þegar hún var
að því komin að fremja sjáifsmorð
eða fá sér í glas.
Fjölskylda Mörtu hafði miklar
áhyggjur af henni og lagði hana inn
á geðdeild með því að svipta hana
sjálfræði. Þar segir hún lækna hafa
hrúgað í sig geðlyfjum sem gerðu
bara illt verra: „Þetta var ömurleg
edrúmennska svo að ég gafst upp á
endanum. Ég ákvað að drekka mig í
hel - drepa mig úr alkóhólisma. Síð-
an labbaði ég inn á Keisara staðráðin
í að hætta öllum þykjustuleikjum. Ég
fór strax í mikla neyslu - áfengi og
amfetamín. Ég var að nær stanslaust
í ellefu mánuði og vildi ekki hætta
fyrstu átta mánuðina - nema þá til að
deyja. Þolið jókst og alltaf þurfti ég
meira og meira - sérstaklega eftir að
ég var komin í sprauturnar. Ég var á
götunni og átti bara fótin sem ég var
í.“
Leitað skjóls í Byrginu
Það var á miðju þessu ofsafengna
neysluæði á árinu 1997 sem Marta
kynntist Ragnari: „Við urðum strax
mjög samheldin og vorum hvort öðru
trú og trygg sem er sjaldgæft meðal
utangarðsfólksins þar sem allir eru
jafnan með öllum. Raggi tók mig að
sér og ég fékk húsaskjól eftir fjóra
mánuði á götunni. Þetta var þó enn
sama fikniefnavitið. Við vorum bæði í
gríðarlegri neyslu og ég var orðin út-
keyrð. Skotin voru hætt að virka og
ég var hreinlega ofsóknarfull. Um
haustið fann ég hvernig ég var að
deyja innra með mér og mig langaði
til að hætta. Ég fór að vinna í sjoppu
en það stöðvaði ekki neysluna. Ég
vann á daginn en djammaði á nótt-
unni en gafst svo upp. Ég er enn með
samviskubit yfir því að hafa ekki lát-
ið neinn vita - mætti bara ekki einn
daginn í vinnuna. Ég var það langt
leidd í neyslunni að m.a. lýsti læknir
því yfir við móður mína að ég myndi
deyja innan tveggja ára með þessu
áframhaldi. Það var búið að afskrifa
mig. Mamma bað mikið fyrir mér og
fór með fyrirbæn uppi í klaustri. Þá
varð löngunin til að verða edrú sterk-
ari.“
í örvæntingu sinni hafði Marta
samband við móður sína sem hjálpaði
henni inn á Vog sem var annars hætt-
ur að taka á móti henni. Eftir að hafa
verið þar í fimm daga fór hún aftur til
Ragnars sem þá var í stifri neyslu. Að
öðrum fimm dögum liðnum var löng-
unin i vímu orðin slík að hún flúði i
Byrgið: „Þar var mér tekið opnum
örmum. Ég þekkti lítið til Byrgisins
en vissi að það hafði komið mörgum
langt leiddum til bjargar auk þess sem
það hafði eitthvað með Guð að gera
sem þarna kom inn í líf mitt og hrein-
lega bjargaði mér. Það vantaði aftur á
móti Ragga sem ég hafði miklar
áhyggjur af.“ Hér grípur Ragnar inn í
og segir: „Þegar hér er komið sögu gat
ég eiginlega hvorki verið edrú eða
fullur. Helst vildi ég vera uppi í rúmi
í myrkrinu. Svartnættið var algert."
Hann samþykkti að vera eina nótt í
Byrginu en þau hjónin eru þar enn.
Meðferð sem virkar
Þau er sanunála um að dvölin í
Byrginu hafi breytt öllu og segjast
hafa kynnst þar bæði kærleiksríku
fólki og Guði. Marta varð snemma
ólétt og segir það hafa hvatt þau
áfram í baráttunni. 1 því bendir sólar-
geislinn þeirra, Mikael Jafet, sem er
búinn að vera á vappi um stofuna, á
mynd af forsetahjónunum sem hann
kailar í bamslegri einlægni afa og
ömmu og geta foreldrar hans þá ekki
varist hiátri.
Marta og Ragnar geta ekki lagt
nógu mikla áherslu á að þau hafi ver-
ið búin að reyna allt annað áður en
Byrgið kom þeim til bjargar og það
eigi við um fleiri. Spurð að því hvað
það hafi fram yfir önnur meðferðarúr-
ræði svara þau: „Það er persónulegra
en staðlaða meðferðin. Þetta er vemd-
„Það var búið að afskrifa mig“
Marta er hláturmild og sparar ekkl brosin í dag.
Myrkur fortíöarinnar er aö baki.
Ragnar í líkamsræktarsal Byrgisins en hann smíöaöi sjálfur tækin sem fylla salinn. Er þaö dæmigert fyrir atork-
una sem einkennir allt hans fas.
að umhverfi þar sem menn hjálpa
hver öðmm á uppbyggilegan máta.
Það er hlúð að einstaklingnum og
hann virkjaður. Trúin skiptir líka
miklu en því fer fjarri að hún sé
þvinguð upp á okkur." Hjónin eru nú
orðin ráðsmenn Byrgisins við Vestur-
götu í Hafnarfirði: „Það hjálpar okkur
líka að hjálpa öðrum. Það getur held-
ur enginn bjargað alkóhólista nema
alkóhólisti. Enginn annar skilur
hann.“
Þeim þykir hið opinbera og sér-
staklega Hafnarfjarðabær horfa fram
hjá því sem áunnist hefur með starf-
semi Byrgisins. Ragnari er mikið
niðri fyrir þegar hann segir: „Við
erum búin að spara ríkinu og þessu
bæjarfélagi fleiri milljónir með þessu
sjálfboðastarfi. Fólk sem þyrfti á fé-
lagsþjónustu þeirra að halda eða
væri innan fangelsismúranna er hér
i góðu yfirlæti. Þeir sjá þetta ekki -
hvað þá mannslífm sem við höfum
bjargað. Manneskjur sem Vogur
hafði gefist upp á og talið ólæknandi.
Fólk sem hefur ekki átt sér viðreisn-
ar von er að breytast í nýta þjóðfé-
lagsþegna. Um daginn voru sjö
manns frá mér í vinnu sem höfðu
ekki unnið árum saman. Og það
hjálpar svo sannarlega ekki þegar
við erum rekin út á götuna, fyrir óá-
sættanlegar brunavarnir án þess að
okkur hafi verið tilkynnt um hvaða
breytinga væri þörf. Við misstum
fimm manns á fyllirí þegar húsið var
rýmt. Annars eru þessar bruna-
varnaofsóknir bara yfirklór. Ég held
að bærinn ásælist húsið og vilji losna
við okkur. Hann sýnir okkur engan
áhuga og fulltrúar hans fást ekki til
að setja fundi með okkur. Sýna eng-
an lit. Við erum aftur á móti í ágætu
sambandi við Eimskip, eiganda húss-
ins, og lögregluna sem sér á götunni
hvaða starfi við erum að skila.“ Fé
lagsmálastofnun Hafnarfjarðarbæjar
gat ekki veit þessari þriggja manna
fjölskyldu nokkra aðstoð þegar hún
var komin á götuna. Og þótt hún
dveljast þessa stundina í Byrginu er
hún viðbúin því að yfirgefa húsið.
Einu lofa þau þó, uppfull af bjartsýni:
„Hvernig sem þetta fer höldum við
starfseminni áfram.“
-BÆN
KAJAKHÁTÍt)
*
i
Nauthólsvík
Seayak
Kaiakklúbþurjnn stendur fyrir
KAJAKHATIÐ í Nauthólsvík
laugardac^
inn 13. maí,
1-17:00
Sportbúð Títan verður með
kynningu ó sjókajökum og
búnaði. Nokkrir bótar verða
d staðnum til sýnis og hœgt
verður að prpfa bata í
flœðarmálinu. I boði verður
sérstakt KAJAK-TILBOf)
sem gildir einungis í
takmarkaðan tíma.
* Allir velkomnir *
Kodiak
Sjáumst hress í
Nauthólsvíkinni.
Sportbúð Títan
Seljavegi 2/101 Reykjavík
s: 551-6080
www.isa.is/titan
Millenium