Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 30
30
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
Helgarblað
mmmm
Systurnar þögðu yfir leyndarmáli í 20 ár:
Skerandi óp
móður um
miðja nótt
Það var úði um nóttina þann 11.
nóvember 1979. Það sást ekki kött-
ur úti á götu í bænum Isselburg í
Nordhrein-Westfalen í Þýska-
landi. Vindurinn gnauðaöi á
gluggunum í rauðu múrsteinshúsi
i bænum. Það var slökkt í öllum
húsum götunnar nema i þessu.
Skyndilega heyrðist skerandi óp
um miðja nóttina frá rauða hús-
inu. Litlu stúlkumar í húsinu,
Nicole, sem var 7 ára, og Sandra,
sem var 10 ára, vöknuðu skelfingu
lostnar. Hvaða hljóð var þetta?
Hver hafði æpt? Stúlkumar litu
hræddar hvor á aðra. Þær heyrðu
nú foreldrana rífast, hvorki mikið
né lengi því skyndilega heyrðu
þær dynk.
Eldri telpan, Sandra, steig fram
úr rúmi sínu og gekk að baðher-
berginu. Hún sá móður sína liggja
í baðkerinu. Faðir hennar stóð í
dyrunum og sagði: „Mamma er í
baði. Farðu bara aftur að sofa vin-
an.“
Móöirin
Hin lífsglaöa Erika Hebing ,,svipti sig
lífi“ daginn eftir aö hún keypti sér bíl
sem hún haföi lengi hlakkað til aö
eignast.
svipt sig lífi.“
Lögreglan fann Eriku Hebing,
sem var 28 ára, nakta og látna í
baðkerinu sem var fullt af vatni.
Hún var með gardínusnúru um
hálsinn. Annar endi hennar var
festur við handsturtuna. Heimilis-
læknir fjölskyldunnar skrifaði
dánarvottorðið. Dánarorsökin var
sögð sjálfsmorð. Réttarlæknir frá
háskólasjúkrahúsinu í Múnster
komst að sömu niðurstöðu: Erika
Hebing hafði án nokkurs vafa
svipt sig lífi.
Lögreglan hætti því rannsókn
sinni. Engum datt i hug að yfir-
heyra litlu stúlkurnar. Þær voru
jú bara börn, atburðurinn hafði
átt sér stað eftir miðnætti og sjálf-
sagt hefðu þær legið í fasta svefni
þegar móðir þeirra tók þessa
hræðilegu ákvörðun um að stytta
sér aldur. Og faðirinn hafði ekki
sagt neitt við Söndru til þess að
hræða hana ekki. Þetta var mjög
tillitssamur faðir.
Fyrningarfrestur
Þann 9. nóvember 1999 gekk
Werner Hebing, sem var 53 ára,
hvíldarlaust fram og aftur um
íbúðina sína. Hann leit enn einu
sinni á dagatalið og þvi næst
taugaóstyrkur á úrið sitt. Nú voru
aðeins 48 klukkustundir þar til,
sem sagt aðeins 2 dagar, liðin
væru 20 ár og fymingarfresturinn
þar með búinn að taka gildi. Þetta
höfðu ekki verið skemmtileg ár,
heldur þvert á móti. Þau voru
hins vegar senn á enda og hann
var enn frjáls maður. Bráðum
gæti hann slappað alveg af.
Honum skjátlaðist hrapallega.
Þegar Werner Hebing hafði nótt-
ina 1979 sent Söndru dóttur sína
aftur í rúmið beið hann lengi þar
til dætumar féllu aftur í svefn.
Eftir það hringdi hann til lögregl-
unnar og sagði: „Konan mín hefur
Systurnar
Nicole og Sandra þögöu í 20 ár yfir hræöulegu leyndarmáli.
Töluöu aldrei um ópin
Árin liðu og Nicole og Sandra
uxu úr grasi. Þær giftu sig og
eignuðust sjálfar börn. Þær töluðu
aldrei um ópin sem þær höfðu
heyrt nóvembernóttina 1979. Þær
ræddu heldur ekki um rifrildi for-
eldranna. Systurnar nefndu þetta
aldrei við annað fólk, ekki einu
sinni við eiginmenn sína. Þær
voru þögular, eins og þær vildu af-
neita þessu - þar til faðir þeirra
kvæntist aftur. Þar með þótti
þeim hann sýna að hann væri bú-
inn að vinna bug á sorginni vegna
„sjálfsmorðs" móður þeirra og þá
trúðu þær frænku sinni fyrir mál-
inu.
Þær sögðu henni frá því hversu
lífsglöð móðir þeirra hefði verið.
Hún hefði alltaf verið í góðu skapi
og þær hefðu gert margar glæsi-
legar framtíðaráætlanir með
henni. Þær sögðu henni að daginn
fyrir „sjálfsmorðið" hefði móðir
þeirra keypt sér nýjan bíl sem
hún hafði hlakkað til í marga
mánuði að eignast. Systurnar
sögðu jafnframt í fyrsta sinn frá
rifrildi foreldranna og ópinu sem
þær höfðu vaknað við. Og Sandra
greindi frá því að hún hefði séð
móður sína liggja í baðkerinu og
að faðir hennar hefði sent hana
aftur 1 rúmið.
Faöir þeirra þrátt fyrir allt
„Þið skuluð strax tilkynna lög-
reglunni þetta,“ sagði frænkan en
systurnar hikuðu. Þær mundu eft-
ir hversu sorgmæddur faðir
þeirra hafði verið við fráfall móð-
urinnar. Hafði það bara verið
hræsni? Þær vissu það ekki og
gátu heldur ekki vitað það. Hann
var auk þess þrátt fyrir allt faðir
þeirra og ef til vill var hann sak-
laus.
Þess vegna ákváðu þær fyrst að
leita til lögmanns til að biðja hann
að rannsaka málið nánar. Þær
höfðu ekki tækifæri til að lesa
skýrslu lögreglunnar en það hafði
lögmaðurinn. Þegar hann hafði
skoðað skýrsluna sá hann að i
Rauða múrsteinshúsið
Hús Hebing-fjölskyldunnar var í bænum Isselburg í Þýskalandi. Þaö var frá
þessu húsi sem óp barst vetrarnótt eina fyrir 20 árum.
Faðirinn
Werner Hebing meö Söndru dóttur sinni. Þegar Sandra vaknaöi um nóttina
við ólæti sendi hann hana aftur í rúmiö.
„Engum datt í hug að
yfirheyra litlu stúlk-
urnar. Þær voru jú
bara börn, atburðurinn
hafði átt sér stað eftir
miðnætti og sjálfsagt
hefðu þær legið í
fastasvefni..."
henni stóð ekkert um bílkaup
móðurinnar, ópið um nóttina, rifr-
ildið eða aðstæðurnar þegar
Sandra sá móður slna í baðker-
inu.
Lögmaðurinn ákvað að rann-
saka málið frekar. Hann komst að
því að nágrannar fjölskyldunnar
höfðu einnig heyrt skerandi óp frá
rauða múrsteinshúsinu fyrr-
nefnda nótt 1979.
Léleg lögreglurannsókn
Með þessar upplýsingar í
farteskinu hélt lögmaðurinn til
lögreglunnar. Hún hóf strax rann-
sókn á ný og bað um skýrslu rétt-
arlæknisins frá háskólasjúkrahús-
inu í Múnster. Nokkrir mánuðir
liðu hins vegar áður en
skýrslan barst. Og á
meðan nálgaðast sú
stund að fyrningarfrest-
urinn vegna mögulegs
glæps tæki gildi.
Loksins barst niður-
staða réttarlæknisins.
Hún var sú að allt benti
til að glæpur hefði verið
framinn og að rannsókn
lögreglunnar á sínum
tíma hefði verið
ábótavant.
Brotnaöi niður
Siðdegis þann 9. nóv-
ember sótti lögreglan Werner
Hebing. Það átti einungis að yfir-
heyra hann en þegar Hebing frétti
um ástæðu yfirheyrslunnar brotn-
aði hann niður. Hann viður-
kenndi glæpinn á augabragði.
Greinilegt var að honum létti við
að geta talað um voðaverk sitt.
Hann greindi frá því að
hjónaband hans og Eriku hefði
verið slæmt. Hann sagði það rétt
sem dætur hans hefðu sagt um
rifrildið um nóttina. Það hefði
farið úr böndunum og hann hefði
síðan kyrkt konuna sína með
gardínusnúrunni.
Werner Hebing bíður þess nú að
réttað verði yfir honum. Dætrum
hans líður iUa. Þær hafa fengið
aðstoð sálfræðings því að
atburðurinn, sem átti sér stað
fyrir 20 árum, varð aftur
ljóslifandi fyrir þeim. Menn velta
því fyrir sér hvers vegna þær
þögðu yflr grunsemdum sínum í
20 ár. Lögmaður þeirra telur sig
vita skýringuna. „Þær vildu ekki
einnig missa fóður sinn í kjölfar
dauða móðurinnar. Þess vegna
skipti það ekki máli hvað hann
hafði gert. Þó svo að þær væru
bara sjö og tiu ára gamlar vissu
þær að bamaheimilið biði þeirra
yrðu þær sviptar föður sínum."
Heimskuleg morðáætlun
Cranog Jones var þreyttur á konunni sinni og vildi
skipta á henni og vngri.s