Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 50
58 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Tilvera I>V W" Oarkness Falls Þátíðar- spenna n Hefðbundinn frásagnarmáti kvikmynda er að byrja á byrjuninni, kynna persónurnar til sögunnar og rekja síðan atburðarásina nokkurn veginn í réttri timaröð. Þegar leikur- inn berst um víðan völl getur verið erfitt að koma atburðarásinni til skila á leiksviði á þennan hátt. Því er í leik- ritmn oft farin sú leið að segja frá uppgjöri söguhetjanna og láta áhorf- endur komast að þvi hvað gerst hafi í gegnum samræður persónanna. Þetta veitir einnig möguleika á að skapa spennu sem er ekki aðeins fólgin í því hvað muni gerast heldur einnig hvað hafi komið á undan. Þessa leið fer Darkness Falls, enda byggð á leikriti. Óboðinn gestur á glæsilegu heimili tekur „gestgjafa" sína í gíslingu. í byrjun hefur áhorfandinn ekki hug- mynd um hvað honum gengur til en smám saman er púslinu raðað saman þar til heildarmynd kemst á. Þessi taktík gengur mjög vel upp í þessari mynd. Handritið er vönduð smíð sem miðlar upplýsingum jafnt og þétt í áhrifaríkri sögufléttu. Reyndir enskir eðalleikarar gera persónurnar trú- verðugar og þar fer fremstur í flokki Ray Winstone sem skilar fullkomlega tilfinningaþrungnu hlutverki manns sem kemur fyrir sem rólyndismaður meðan allt er kraumandi undir niðri. Darkness Falls er breskt toppstykki og verulega góð ræma. -PJ Utgefandi: Háskólabíð. Leikstjóri: Gerry Lively. Aðalhlutverk: Ray Winstone, Sherilyn Fenn og Tim Dutton. Ensk, 1998. Lengd: 94 mín. Bönnuö innan 16 ára. Ray Winstone: Þrífst á ofsa Það eru sjálfsagt ekki margir sem vita hver Ray Winstone er enda hefur hann ekki verið áberandi í þeim myndum sem ná almennri hylli áhorf- enda. Hins vegar hefur hann öðlast virðingu kvikmyndaáhugamanna fyr- ir góðan leik í litlum myndum. Oftar en ekki leikur þessi fyrrum hnefa- leikakappi harðneskjulega menn, jafn- vel ofbeldisfulla, í myrkum jaðar- myndum. Hin síðari ár hefur vegur hans verið að aukast eftir að Gary Oldman valdi hann í aðalhlutverk í sínu fyrsta leikstjómarverkefni, Nil By Mouth (1997). verð f/OlRt 0AI1E Bankastræti 11 • Sími 511 6211 Meet Frank, Daniel and Laurence (1998) og The War Zone (1999) í leik- stjóm Tim Roth, en þar fékk hann aft- ur mjög góða dóma fyrir túlkun sina á illvígum fjölskyldufóður og var til- nefndur bæði til óháðu bresku og evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna. Mið- að við þann tíma sem það yfirleitt tek- ur breskar gæðamyndir að rata á ís- lenskar leigur ættum við vonandi að geta barið hana augum á næsta ári. Ray Winston í hlutverki sínu í Nil by Mouth. Ur boxinu í bíómyndirnar Ray Winstone er borinn og barn- fæddur Lundúnabúi. Hann hóf að æfa hnefaleika tólf ára gamall og þótti ansi efnilegur. Næstu árin safnaði hann verðlaunapeningum og bikurum og varð þrisvar Lundúnameistari skólastráka. Þrátt fyrir góðan árangur varð hann þreyttur á barsmíðunum og ákvað að reyna fyrir sér í leiklist. Átján ára gamall innritaðist hann í leiklistarskóla, en entist ekki nema eitt ár þangað til hann var rekinn fyr- ir ólæti og prakkarastrik. Þegar hann fór að kveðja félagana álpaðist hann inn á leikprufu sem leikstjórinn Alan Clarke hélt í skólanum fyrir nýja BBC-sjónvarpsmynd og fékk hlutverk í henni. Myndin nefndist Scum og fjallaði á óvæginn og opinskáan hátt um líf á betrunarheimili fyrir unga afbrota- menn. Myndin var reyndar of óvægin fyrir BBC sem ákvað að salta hana. Það var ekki fyrr en tveimur ánnn síðar að ákveðið var að dreifa mynd- inni í kvikmyndahús. Þetta var árið 1979 og sama ár fór Ray Winstone að sjást í öðrum myndum, þ.á.m. Qua- drophenia, sem var gæluverkefni rokkhljómsveitarinnar The Who, og That Summer, en fyrir hlutverk sitt í henni var hann tilnefndur til BAFTA- verðlaunanna (breski Óskarinn) sem besti nýliðinn. Hjólin fara að snúast Næstu árin fékk hann nóg að gera, einkum i sjónvarpsmyndum og þátt- um, en sást einnig í nokkrum kvik- myndum. Það var þó ekki fyrr en á miðjum tíunda áratugnum sem hann fór að vekja verulega athygli. Hann hlaut góðar umsagnir fyrir leik sinn í mynd Ken Loach (konung félagslega raunsæisins), Ladybird Ladybird (1994), en það var með magnaðri frammistöðu í hlutverki hins drykk- fellda og ofbeldisfulla fjölskyldufóður í Nil By Mouth árið 1997 sem hjólin fóru að snúast fyrir Ray Winstone. Hann vann óháðu bresku kvikmynda- verðlaunin fyrir leik sinn og var til- nefndur til BAFTA-verðlaunanna. Síð- ustu þrjú árin hefur hann leikið í fjölda mynda, þ.á.m. glæpamynd Antionia Bird, Face (1997), Darkness Falls (1998), gamanmyndinni Martha, Leikari á uppleið Ray Winstone virðist aldrei vera betri en þegar hann leikur hrotta- fengna harðjaxla. Hann nær einhvern veginn að glæða þá lífi þannig að áhorfendur og gagnrýnendur hrífast af. Að því leyti minnir hann á James Cagney, sem frægur er fyrir óteljandi bófahlutverk, en hann er goð í augum Ray Winstone, sem nefnir Cagney sem sina helstu fyrirmynd og segist hafa lært að leika í ofbeldisatriðum með því að horfa á myndimar hans. Gald- urinn við að glæða ofsafengna menn lífi er að vera jafn næmur á veikleika þeirra og vamarleysi, einblina ekki á hrottann í þeim. Ray Winstone einskorðar sig þó ekki við ofsafengna menn og hefur sýnt að hann er fullfær um að takast á við hlédrægari persónur. íslenskir áhorfendur geta kynnst þeirri hlið hans í Darkness Falls, sem fjallað er um annars staðar á síðunni, en þar fer hann á kostum í krefjandi hlut- verki. Þessi góði leikari er á uppleið eftir nokkuð tíðindalítinn feril framan af, og það verður virkilega forvitnilegt að sjá hvort hann heldur áfram á þeirri braut. Það er allavega vel þess virði að fylgjast með honum og ég veit að nafn hans á eftir að tæla mig til að sjá einhverjar myndir næstu árin. Pétur Jónasson Klassískt myndhand The Mlrror Crack’d iririci. Elsku hnýsna Jane Marple Alveg eins og Agatha Cristie hefur sterkan fylgishóp skáld- sagna sinna þá er nær ómögulegt að klúðra sögu frá henni. Sögum- ar eru fullar af litlum smáatriðum sem passað er uppá að komi fram í myndunum svo ekki eyðileggist nein vísbending. í þessari mynd er hópur stór- leikara sem kemur við sögu. Hver af öðrum hálfgerð klassík þegar þessi mynd er tekin. Undrar það mann að hún er frá 1980 en þegar maður byrjar að horfa sér maður að allir þessu frægu leikarar hafa elst þó nokkuð frá því þeir voru á sínum hápunkti. Gerir það leik þeirra engu verri heldur betri ef nokkuð er. Það endast fáir svo lengi nema hafa einhverja hæfi- leika. Förðunin er nokkuð góð í myndinni nema þegar kemur að forðuninni á Angelu Lansbury í hlutverki Jane Marple. Angela Lansbury er ekki alveg nógu göm- ul fyrir hlutverkið og virðist sem mestu máli hafai skipt að fá þekkta leikkonu í hlutverkið. Þetta myndi ég telja helsta galla myndarinnar. Klipping myndarinnar hefur tekist prýðilega og er skemmti- lega unnin og eykur spennu myndarinnar. Stórbrotinn hasar og glæfraleg áhættuatriði eru engin í mynd- inni enda byggist spenna hennar á allt öðru en sýndarmennsku hins sjónræna brelluheims. E.t.v. mætti segja að gæði sögunnar, sem myndin er byggð á, bjargi myndinni frá nútíma spennu- og hasarmyndum. Sjaldnast er talað um spennumyndir nú til dags nema í sterkri tengingu við hasar. Eltingaleikur á bílum, eldur, sprengingar, byssuskothríð- ir og önnur glæfraleg at- riði þurfa yfir- leitt að koma tfi svo úr verði spennu- mynd. Myndin ger- ist í bresku þorpi og litirn- ir í myndinni eru daufir og ná að endur- spegla Angela Lansbury Var ekki alveg nógu gömul til að leika Jame Marple. annars óspennandi um- hverfi. Einu persónumar sem fá að vera litríkari en almúginn eru karakterar Hollywood-leikarana sem eru í þorpinu við tökur á kvikmynd. Samspilið verður því vel heppnað og skemmtilegt. Telja má þó helstu lífseigju myndarinnar þá að handritið er eftir Agöthu Christie. Hún á sér fjölmarga aðdáendur og er sífellt vinsæl. Nú og auðvitað spillir leikarahópurinn heldur ekki fyr- ir. Það er ávallt góð skemmtun og afþreying fyrir alla fjölskylduna að horfa á mynd byggða á sögu Agöthu Christie. Eru myndir á borð við þessa æskilegri fyrir sál- arheil áhorfenda en margur hryll- ingurinn sem boðið er upp á. Guðrún Guðmundsdóttir Utgefandi: Myndform. Leikstjóri: Guy Hamilton. Aöalhlutverk: Angela Lansbury, Geraldine Chaplin, Tony Curtis, Edward Fox, Rock Hudson, Kim Novak og Eliza- beth Taylor. Bandarísk, 1980. Lengd: 101 mín. Leyfö fyrir alla aldurshópa. Myndbandaga An Ideal Husband ★"i Rómantíkin er aldrei einföld Nafnið Bar- bara Cartland kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar horft er á þessa mynd. Sögusviðið er 1895 og allar konur í sérlega flóknum kvenlegum klæðnaði og karhnennimir annaðhvort virðulegir eiginmenn eða' áhyggjulausir piparsveinar. Arthur | Goring er einn þessara áhyggjulausu piparsveina sem flækist inn i vef svika og laununga. Fljótt flækist vefúrinn og sífellt fleiri dragast inn í hann. Græðgi er allsráðandi - hvort sem um er að ræða græðgi í peninga, ást eða völd. Auðvitað er að minnsta kosti einn illur persónuleiki til staðar sem vill eyði- leggja allt fyrir öllum og þykir tiltölu- lega lítið mál þó svo mannorð og tilfinn- ingar fari veg allrar veraldar. Hin illa mannvera nýtur einfaldlega alls glund- roðans. Svo er bara spuming hvort hægt er að leysa úr málunum og hvemig fer í öllu klúðrinu. Hin hefðbundna flétta hinna svokölluðu rauðu sagna er alltof ríkjandi og er myndin nær þvi fyrirsjá- anleg. Ef fólk hefur lesiö eina ástarsögu er eins og það hafi lesið þær allar. Það virðist sem reynt sé að gera nokkurt háð að sagnahefðinni en það mistekst hrapallega. Niðurstaðan verður yfir- borðskennt andrúmsloft og leikaramir ná lítilli tengingu við hlutverk sin. Jafn- framt gera þeir fremur lítið fyrir mynd- ina annað en að líta vel út og það geng- ur ekki nema í stuttan tíma. VUjirðu sjá einfaldan reyfara horfðu þá endilega á myndina. -GG Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Oliver Park- er. Aöalhlutverk: Rupert Everett, Cate Blanchett, Jeremy Northam, Julianne Moore og Minnie Driver. Bandarísk, 1999. Lengd: 94 mín. Leyfö fyrir alla ald- urshópa. Savage Honeymoon ★★ Áfengi og kynlíf leysa allt! Það er alltaf að aukast á myndbandaleig- um úrval af myndum sem em frá öðrum löndum en kvikmyndarikinu Bandaríkj- unum. Þessi er ein þeirra - nýsjálensk. Þrátt fyrir að myndir séu ekki í hinum erkitýpíska Hollywoodstíl né frá Banda- ríkjunum þurfa þær ekki sjálfkrafa að vera afburðagóðar. Hins vegar kemur ákveðið mótvægi hvað varðar kímni og hvað þykir fyndið því hver menning hef- ur jú sinn eigin stil og húmor. Uppistaða Savage-fjölskyldunnar er eiginkonan og mamman, Louise Savage. Fjölskyldan samanstendur af fimm per- sónum: ömmunni, mömmunni, pabban- um, syninum og dótturinni. Amman er alls ekki hin hefðbundna amma með hárið bundið í hnút í hnakkanum, sitj- andi í ruggustólnum, né heldur eru mamman og pabbinn hefðbundin. Og ef út í það er farið verða krakkaskinnin nokkuð venjulegir unglingar miðað við eldri þrenninguna. Brestir koma í fjöl- skylduhlekkina þegar Louise telur eig- inmanninn hafa meiri áhuga á vinunum sinum og nær öllu öðru en sér. Hvað er þá til ráða? Myndin byrjar hægt og liggur við að öfgar persóna myndarinnar hreki mann frá sjónvarpinu. Gefi maður henni hins vegar smátíma fara þessar sömu persón- ur að venjast og verða jafhvel skemmti- legar. Orðbragðið er frekar klúrt og virðist eiga að skapa stemninguna. Leik- stjórinn skrifar sjálfur handritið og mætti helst halda það vera byggt á draumum manns um hvemig foreldr- amir hefðu átt að vera sé maður í upp- reisn gegn sómasamlegu samfélagi. -GG - Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Mark Beesley. Aöalhlutverk: Nicholas Eadie, Perry Piercy, Elizabeth Hawthorne, Steph- en Hall, Theresa Healy, Stephen Lovatt og Bruce Hopkins. Nýsjálensk, 1999. Lengd: 98 mín. Bönnuö innan 12 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.