Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Keflavíkurmorðið: Enn unnið að rannsókn Lögreglan í Reykjanesbæ vinnur enn að rannsókn Keflavíkurmorðs- ins svokallaða. Ung kona, Áslaug Óladóttir, beið bana eftir að Rúnar Bjarki Ríkharðsson réðst inn á heimili hennar að morgni 15. apríl sl. Rúnar Bjarki, sem er 21 árs, var handtekinn sama dag og játaði hann verknaðinn við yfirheyrslur. Hann er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Talið er víst að dauði Áslaugar tengist nauðgunarmáli sem átti sér stað í Reykjanesbæ í mars. Rúnar Bjarki er sakaður um að hafa nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og bar Áslaug vitni gegn honum í því máli. „Rannsókn á því máli er svo gott sem lokið og það verður sent til sak- sóknara innan tíðar,“ sagði Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ. Alþingi fundar enn Ekki tókst að ljúka umræðum og at- kvæðagreiðslum í gær um þau mál sem enn voru á dagskrá Alþingis þeg- ar fundur hófst þar í gærmorgun. Al- þingismenn voru að tram á kvöld en umræðum um samgöngumál og skattamál forseta íslands hafði verið frestað til klukkan niu í dag en ekki var ljóst hvort umræðum um fleiri mál yrði frestað. Búast má við því að þinghaldið þurfl að halda áfram á mánudag þannig að þingmenn komast ekki í sumarfrí enn um sinn. -GAR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI 5 LU > o z í SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA DV-MYND GVA Byggt við Öxarárfoss - leiðin frá bílastæðum að hátíðarsvæði 7/7 aö gestir á kristnitökuhátíð komist einfaida og fallega leið frá bílastæðum niður að hátíðarsvæði er verið að byggja tröppur, sjá t.v., paila og brýr niður að völlunum þar sem hátíðin fer fram. Sjá nánar á bls. 6. Menningarborg 2000: Erfingjar stöðva kvik- myndasýningu Erfingjar Óskars Gíslasonar kvik- myndagerðarmanns hafa komið í veg fyrir að kvik- mynd Óskars, Reykjavík vorra daga, verði sýnd á vegum Menning- arborgar 2000 og Kvikmyndasafns ts- lands í Háskólabíói á sunnudaginn. Sættu erf- ingjar Óskars sig ekki við að búið var að stytta myndina um heilar þrjár kiukkustundir en upphaflega útgáfa myndarinnar tekur fjóra tíma í sýningu. Að sögn Sigurjóns Baldurs Haf- steinssonar, safnstjóra í Kvik- myndasafni íslands, voru einnig tæknilegir örðugleikar á sýningu myndarinnar. Menningarborg 2000 hafði sent út fjölmörg boðskort af þessu tilefni og munu boðsgestir ganga bónleiðir til búðar á sunnudaginn vegna óánægju erflngja Óskars Gíslasonar með styttingu myndarinnar. Reynt verður að sýna Reykjavík vorra daga í ásættanlegri lengd i septem- ber að sögn Sigurjóns Baldurs Haf- steinssonar. Ögmundur Jónasson útilokar ekki sérframboð Vinstri-grænna til borgarstjórnar: R-listinn er haldinn einkavæðingaráráttu „Það er að eiga sér stað uppstokk- un í islenskum stjómmálum sem á sér málefnalegar rætur. Þvi fyrr sem menn losa sig við þær söguskýringar sem þeir eru að daðra við núna, því betra,“ segir Ög- mundur Jónasson, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, um stöðu síns flokks í sambandi við Reykja- víkurlistann. Hann segir fólk vera að koma til liðs við nýjar stjóm- málahreyfingar á sínum eigin for- sendum. „Við höfum markað mjög skýra stefnu sem er frábrugðin stefnu Sam- fylkingar i ýmsum veigamiklum mál- um. Það mun ráðast á sveitarstjórnar- vettvangi sem á landsvísu hvemig málefni skipast. Við munum taka af- stöðu til framboða á grundvelli mál- efna,“ segir Ög- mundur. Hann segist hafa sterkan fyrir- vara við ýmislegt í stefnu Reykja- víkurlistans. „Ég hef verið mjög gagnrýninn á stefnu R-listans í málum á borð við einkavæðingu þar sem hart hefur verið gengið fram. Ég fæ ekki betur séð en slík áform séu aftur uppi gagnvart Strætisvögnum Reykjavíkur. Ég minni á að SVR-mál- ið varð öðrum fremur til þess að fella Sjálfstæðisflokkinn i borginni á sín- um tíma, þannig að ég hefði haldið að fólk léti sér það að kenningu verða. Gagnrýni min á R-listann á við í mörgum málum og m.a. vegna þessar- ar einkavæðingaráráttu og ég sé ekki betur en þessi draugur sé að rísa upp aftur núna í formi hugmynda um að gera SVR að hlutafélagi," segir Ög- mundur og bætir við að einmitt á þessum forsendum taki menn afstöðu til sameiginlegs framboðs. Aðspurður um það hvort VG stefni þá ekki í sérframboð sagði Ögmundur það ráðast af málefnum. „Ég get hugsað mér að við höfum þau áhrif á stjóm borgarinnar að berj- ast fyrir okkar hugsjónum. Hvaða form sem sú barátta tekur er síðan önnur saga,“ segir Ögmundur og telur sjónarmið sín faila ahnennt að sjónar- miðum annarra flokksmanna VG. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, tók í sama streng og sagði afstöðu til framboðs undir hatti Reykjavíkurlistans ráðast fyrst og fremst af málefnum. „Menn standa frammi fyrir því, hvað varðar samstarf innan sveitar- stjórna, að flokkar sem stóðu að fram- boðum í síðustu kosningum eru ein- faldlega horfnir og aðrir komnir í staðinn. Það blasir við ef litið er til skoðanakannana að drjúgur hluti þeirra sem kusu R-listann og önnur sameiginleg framboð gefur sig upp sem stuðningsmenn okkar. Nú á að láta þetta kjörtímabil líða en setjast síðan niðtu' þegar nær dregur kosn- ingum og ákveða hvort um sameigin- legt framboð verður að ræða eða flokkarnir bjóði sjálfir fram,“ segir Steingrímur J. Sjá nánar fréttaljós: Með lík í lest- inni á bls. 14 og tengdar fréttir á bls. 6. -rt Ogmundur Jónasson. Vonir stóðu til í gær að pólfaraleiðangurinn kæmist til Kanada í dag: Eurovision-kvöld í Ottawa? - ásýndin heima verður breytt þegar ég kem, segir Haraldur Örn „Ég hef spáð í það af og til hvað er að gerast yflrleitt heima, grasið að grænka og svo framvegis. Þegar ég fór að heiman var vetrarbylur þcumig að ásýndin verður breytt þeg- ar ég kem. Ég heyrði fréttayfirlit á Bylgjunni áðan (í gær) og hjó þá eft- ir því að það er Eurovision-keppni núna. Það hafði ég ekki hugmynd um. Ætli það verði ekki bara Eurovision-kvöld hjá okkur þegar við verðum væntanlega komin til Ottawa í Kanada á laugardagskvöld- ið,“ sagði Haraldur Öm Ólafsson við DV í gær. Þá var hann staddur á rek- andi ísnum, um 3 kílómetra frá norðurpólnum, þar sem hann ætl- aði 6 klukku- stundum síðar, um miðnættið í gærkvöld, að taka á móti Unu Ómarsdóttur konu sinni, bak- varðasveitar- mönnum og flugmönnum á Twin Otter-vél. Sólin skein á pólnum og frostið var 10 stig fyrir utan tjaldið þegar Haraldur sat þar inni og ræddi við DV. „Ég get eiginlega varla verið í flíspeysunni hér inni, það er það heitt og ég svitna það mikið,“ sagði Haraldur Öm. Góðar líkur vom á að flugvélin gæti lent enda var hagstæð veðurspá fram eftir kvöldi. Hins veg- ar var ekki ólíklegt að veðrið breytt- ist í nótt. Tækist leiðangrinum að lenda með Harald Öm í Resolute í morgun var gert ráð fyrir að hópur- inn færi til Ottawa í kvöld og Boston á morgun. Þaðan verður flogið til Keflavíkur á mánudagsmorgni. - En hvað langar pólfarann mest að vita um hvað hefur verið að gerast í fréttum þann tíma sem hann hefur verið í burtu? „Ég hef mestan áhuga á þjóð- málaumræðunni, hvað er að ger- ast í þjóðfélaginu. Síðan er ég for- vitinn um heimsfréttirnar, hvem- ig forsetaframboðin verða næst, þingkosningarncU’ og hvernig hlut- irnir ganga í Evrópu. Ég hef á síð- ustu 2 mánuðum mest verið að ímynda mér hvað hefur verið að gerast.“ -Ótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.