Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Side 2
2 Fréttir FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 I>V Verðbólgan hefur magnast, þvert á forsendur kjarasamninga: Verðbólgan ógnar kjarasamningum - stefnir í kaupmáttarrýrnun þrátt fyrir 3,9% hækkun „Við höfum miklar áhyggjur af þvi sem gerst hefur frá því í fyrstu kjarasamningunum í mars. Hug- myndafræðin var sú að verðbólg- an færi hratt lækkandi en það hef- ur hún ekki gert,“ segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ. Og það er ekki ofsögum sagt því verðbólga næstliðinna tólf mánaða mældist 5,6% í febrúar sl. en 5,9% í nýjustu mælingunni frá í maí. I kjarasamningunum er trygg- ingarákvæði sem kveður á um að ef ekki dragi úr verðbólgu fram til febrúar á næsta ári sé samningur- inn uppsegjanlegur. ASÍ og Sam- tök atvinnulífsins (SA) hafa ekki gefíð upp við hvaða verðbólgustig sé miðað í þessu sambandi en vert er að hafa í huga að samið var um 3,9% kauphækkun og markmið verkalýðshreyfingarinnar var að verja þann kaupmátt sem til stað- ar var. Þvi má ætla að miðað sé við að verðbólgan mælist a.m.k. ekki hærri en 3,9% þegar stáðan verður metin í febrúar 2001. En Rannveig segist engu vilja svara um það verðbólgustig sem ASÍ og SA miðuðu við. Vill samstillt átak „Það var samkomulag að tölumar yrðu ekki uppgefnar enda voru sum- ir hræddir við að þá myndi verðbólg- an bara hanga í þeirri tölu. En við gerðum ráð fyrir því að hægt yrði að ná verðbólgunni það hratt niður að kaupmáttur ykist á samningstíman- um,“ segir Rannveig. Veröbólgan verö- ur að minnka „Ef viö náum ekki veröbólgunni hratt niöur er hættan sú aö samningunum veröi sagt upp vegna þessa verðbólguákvæö- is, “ segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræöingur ASÍ. Að því er Rannveig segir er það svo að þegar almennt er samið um 3,9% launa- hækkun á árinu og að á sama tíma geri spár ráð fyrir 5% verðbólgu innan ársins og 4% verðbólgu innan næsta árs séu forsendur gjör- beyttar: „Ef við náum ekki verð- bólgunni hratt niður er hættan sú að að samn- ingunum verði sagt upp vegna þessa verðbólguákvæðis.“ Rannveig segist telja að stjórn- völd þurfi sérstaklega að beina sjónum sínum að hækkunum á innflutningsvörum sem í mörgum tilfellum eigi sér hvorki stoð í gengisþróun né verðlagi í við- skiptalöndunum. „Viö höfum viljað að allur inn- flutningur sé skoðaður en ríkis- stjórnin hefur valið að skoða bara matvöruna. Og nú þarf að gerast það sem gerðist 1990 og 1991 þegar verðbólgan var keyrð niður með samanteknum ráðum og eftirliti. Það þarf að skoða hvem þátt þeg- ar hann hækkar og allir þurfa að vera á verði,“ segir Rannveig Sig- urðardóttir. -GAR Byggðastofnun til Sauðárkróks: Ráðherra ákveður hag- kvæmniathugun DV, AKUREYRI: A ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Akureyri i gær, var samþykkt að leggja til við iðnaðar- ráðherra að flytja stofnunina alfarið frá Reykjavík til Sauðárkróks en um þriðjungur starfsemi Byggðastofnun- ar er þegar á Sauðárkróki, þ.e. þró- unarsviðið. Litlar umræður urðu um þetta á fundinum og virtist einhugur ríkjandi um flutninginn. Byggðastofhun heyrir nú undir iðnaðarráðherra eftir að hafa heyrt undir forsætisráðuneytið til þessa. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra hefur í framhaldi af ákvörðun stjómar Byggðastofnunar ákveðið að fram fari hagkvæmniathugun á flutningi stofnunarinnar til Sauðár- króks og verður hún unnin af hlut- lausum aðilum. Sú ákvörðun að flytja Byggðastofn- un út á landsbyggðina er hugsuð sem liður í byggðastefnu en Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjómar stofh- unarinnar, segir að árangur byggða- stefnu á landsbyggðinni hafi verið síðri en á höfúðborgarsvæðinu vegna þess að hið opinbera hafi beitt sér mun meira á höfuðborgarsvæðinu. -gk DV-MYNÐ-E. ÓL. Almannavarnaæfingin Samvöröur 2000 hófst í gær Almannavarnaæfingin Samvörður 2000 er hafm og mun standa yfir dagana 7.-12. júní. Rússiand er eitt þátttökuríkjanna en samskipti Rússlands og Atlantshafsbandalagsins rofnuöu á meðan á loftárásum bandalagsins stóð í Júgóslavíu í fyrra. Á myndinni er rússneskur sjóliði. Fimm manns hafa séð umdeildan starfslokasamning formanns VMSÍ: Kjaftasögur um að ég hafi stolið kassanum - segir Björn Grétar Sveinsson og hafnar því að vera á gráu svæði „Þegar kjaftasögur um að ég hafi hirt kassann hjá Verkamannasam- bandinu bárust fjölskyldu minni til eyma fann ég mig knúinn til að segja frá þvi að ég væri hættur af öðmm ástæðum," segir Bjöm Grétar Sveins- son, fráfarandi framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands, vegna þeirra orða Hervars Gunnarssonar, sitjandi varaformanns VMSÍ, að hann væri kominn á grátt svæði með yfir- lýsingum sínum um starfslokin. Fram kom hjá Hervari að formaður- inn hafi jafnvel brotið gegn ákvæðum samningsins. 1 starfslokasamningn- um, sem færir Bimi Grétari full laun í tvö ár er, samkvæmt heimildum DV, ákvæði um að formaðurinn frá- llcivar OunnarMon vcilur varafonnaður Vcrkainanna.vamixiudsint: Björn Grétar á gráu svæði - t-f ckki brotlegur viö ákræði ctarfslokasamnings farandi tjái sig ekki um málefni VMSÍ á gildistímanum. Það er mat Hervars að Bjöm Grétar sé kominn á ystu nöf í þeim efnum. Sjálfur þver- tekur Bjöm Grétar fyrir slíkt og seg- ir einnig rangt sem kom fram hjá Hervari í DV að aðeins tveir menn hafi séð samninginn umdeilda sem vakið hefur gífurlega reiði í landsbyggðar- armi Verkamanna- sambandsins. „Samningurinn er undirritaður af tveimur auk þess að á honum era þrír vottar sem skrá nöfn sín á hann. Ég hef engar yfirlýsingar gefið um innihald hans og hvergi sneitt að neinum í við- tölum sem nauðsynlegt var að gefa svo ekki væri haldið áfram að rægja mig með ásökunum um þjófnað. Þeg- ar ekkert er sagt spretta upp allskyns sögur,“ segir hann. Bjöm Grétar, sem er 56 ára, segist hverfa af vettvangi verkalýðsmál- anna með hreina samvisku. „Ég vann í 15 ár fyrir íslenskt verkafólk og hverf með hreina sam- visku. Ég hef áður skorað á menn að snúa sér að aðalatriðunum sem er að sameina verkafólk og vinna að hag þess. Ég hef þó herðar til að bera það umtal sem sprottið hefur af brott- hvarfi mínu,“ segir Bjöm Grétar sem neitar að öðra leyti að tjá sig um skyndileg starfslok sem rakin era til forystumanna Flóabandalagsins og þriggja formanna landsbyggðarsam- taka. Áður hefur hann sagst vera sáttur en þó hugsa sitt eftir uppgjörið. -rt Geysisgos beint á Vísi.is í dag klukkan þijú verður sápa sett í Geysi. Búast má við að gos verði um klukkustund síðar. Hægt verðu að fylgjast með viðburðinum á beinni út- sendingu á VísLis. Halldór hittir foreidra Halldór Ásgríms- son mun eftir hvíta- sunnuhelgina hitta þá foreldra þroska- heftra bama sem gagnrýndu harðlega ummæli félagsmála- ráðherra um sambýli fatlaðra í opnu bréfi formanns Framsóknarflokksins sem birt var í Morgunblaðinu i gær. Mbl. sagði frá. lika skerðing á Grund Elliheimilið Grand getur ekki frek- ar en Hrafnista veitt fulla þjónustu í sumar. Undanfarin ár hefúr Grund tekið við öldraðum sjúklingum sem era útskrifaðir vegna sumarlokana. Það verður hins vegar ekki gert í sum- ar. RÚV sagði frá. Tannhirða og fyrirburafæðing Fundist hafa tengsl slæmrar tann- hirðu á meðgöngu og fyrirburafæðing- ar, en efriin sem myndast við sýkingu í tannholdi era þau sömu og koma af stað fæðingu. Bylgjan sagði frá. Fuilorðnir rúðubrjótar Tveir karlmenn á þrítugsaldri vora handteknir í miðborg Reykjavíkur um háiffjögurleytið í nótt grunaðir um að bijóta rúður í versluninni Pelsinum í Kirkjuhvoli og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mennimir vora fluttir á lögreglustöð og gisti annar þeirra fangageymslur lögreglu í nótt. Vísir.is sagði frá. Kosið aftur á Raufarhöfn? Umboðsmaður Alþingis hefur úr- skurðað að félagsmálaráðuneytinu hafi borið að ógilda kosningar til sveit- arstjómar í Raufarhafnarhreppi 1998. > Ef kosningamar yrðu ógildar þyrfti að kjósa á ný í Raufarhafharhreppi. Mbl. sagðifrá. Vilja nýjan sæstreng Landssíminn vill að gerðar verði botn- rannsóknir á fyrir- huguðu legusvæði nýs sæstrengs frá ís- landi. Gera má ráð fyrir að farið verði í undirbúning að út- boði á þessum rann- sóknum með það í huga að leggja sæ- strenginn jafnvel strax næsta sumar. Mbl. sagði frá. Stjórnmálamenn óhræddir Stjómmálamenn virðast telja óhætt að veiða meira en Hafrannsóknastofn- un leggur tiL Taka þarf tiilit til þjóðar- búsins, segir Haildór Ásgrímsson. Jó- hann Ársælsson viil aflaregluna burt og viðræður vísinda- og stjómmála- manna um málið. Dagur sagði frá. tög um kynferðislega áreitni Evrópuráðið hefur lagt fram tiilögu að nýjum lögum sem gilda eiga í Evr- ópu og sem skiigreina eiga hvað telst kynferðisleg áreitni. Lögin eiga einnig að auka rétt launþega af báðum kynj- um sem kvarta undan kynjamismun- un á vinnustað og tryggja rétt mæðra til að snúa aftur til vinnu sinnar eftir mæðraorlof. Enn þá prófessor Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður Gunnars Þórs Jóns- sonar, prófessors við læknadeild HÍ, segir að Gunnar Þór sé enn þá i starfi pró- fessors við deildina eftir niðurstöðu I nefndar sem fjallaði um tímabundna brottvikningu hans úr starii prófess- | ors. Mbl.sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.