Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nú geta allir höggvið Hafrannsóknastofnunin liggur vel við höggi þessa dag- ana. Þótt árum saman hafi verið farið að tillögum hennar um aflamagn, hafa fiskistofnar haldið áfram að minnka. Menn draga því fræðimennsku hennar í efa. Gamlir og ný- ir skottulæknar eru aftur komnir á kreik. Vandi Hafrannsóknastofnunar er ekki aðeins ótraust viðfangsefni hennar, sem er lifandi fiskur í sjó, heldur líka alls konar aukabyrðar, sem lagðar hafa verið á afla- tillögur hennar, svo sem ábyrgð á ranglátu skömmtunar- kerfi og hlut þess að vemdun fiskistofnanna. Síbreytilegar aðstæður í náttúrunni valda sveiflum, sem oft fara langt út fyrir spár Hafrannsóknastofnunar. Oftast reynist ástandið verra en gert hafði verið ráð fyrir, sem getur bent til, að stofnunin hneigist til að smitast af takmarkalausri bjartsýni flestra hagsmunaaðila. í vömum stjórnmálamanna og hagsmunaaðila fyrir ranglátu gjafakvótakerfi hefur því kerfi vísvitandi verið ruglað saman við árlegar aflamagnstillögur Hafrann- sóknastofnunar. Þessir aðilar hafa sagt, að viðhalda þurfi kvótakerfinu, af því að það verndi fiskistofna. Ekkert samhengi er milli leyfilegs heildarafla annars vegar og aðferða við skiptingu aflans. Hins vegar hefur hentað stjómmálamönnum og hagsmunaaðilum að draga Hafrannsóknastofnun inn í gjafakvótann. Það hefur um leið skert traust fólks á henni og skaðar hana nú. Stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hafa dregið upp mynd af nánast fullkomnu kerfi, þar sem reiknilikön vis- indamanna ákveði heildarafla, sem skiptist milli aðila með veiðireynslu og leiði til trausts viðhalds fiskistofna umhverfis landið, er sé öfundarefni annarra þjóða. Utanríkisráðherra hefur verið duglegastur við að koma þeirri firru á framfæri, að íslenzka flskveiðistjórnarkerfið í heild og þar með talinn gjafakvótinn, sé sífellt aðdáunar- efni, hvar sem hann fari um heiminn og muni innan skamms verða eins konar útflutningsafurð. Þetta er þvæla, sem dugar ráðherranum ekki lengi. All- ar tölur sýna, að veiðar íslendinga eru langt frá því að vera sjálfbærar. Nánast allir fiskistofnar hafa verið of- veiddir, sumir um langan aldur, aðrir í nokkur ár. Heild- armyndin er hægfara hnignun lífríkisins. Ef menn hefðu borið gæfu til að halda reiknilíkönum Hafrannsóknastofnunar utan við óskylda hagsmunagæzlu á borð við gjafakvótann, nyti stofnunin meira trausts og væri betur í stakk búin til að mæta gagnrýni skottulækna, sem nú hafa leikvöll umræðna að mestu fyrir sig. Mest fer að venju fyrir þeim, sem segja, að ekki eigi að skammta aflamagn, heldur leyfa öllum að veiða að vild, svo að stofnar grisjist eðlilega og leiði af sér færri og stærri fiska. Þessi aðferð er mest notuð um allan heim og hefur alls staðar leitt til hruns og hörmunga. Að auki ber í fyrsta skipti töluvert á annarri og lúmskri kenningu um, að taka beri aukið tillit til svokallaðra fiski- fræða sjómannsins, sem er fint hugtak ímyndunarfræð- inga yfir það, sem áður voru kallaðir fordómar skamm- sýnna hagsmunaaðila og eru alls ekkert annað. Því miður hefur hinn nýi og sennilega fremur ístöðu- litli sjávarútvegsráðherra látið fallerast fyrir hinu nýja hugtaki. Það bendir til, að hann muni heimila nokkru meira aflamagn en Hafrannsóknastofhunin mælir með og þar með enn draga úr fiskistofnunum. Það mun reynast honum auðvelt, því að traustið á Haf- rannsóknastofnun hafði áður verið rýrt með því að draga hana að ósekju inn í rifrildið um gjafakvótann. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Sjómannadagsræða framkvæmdastjóra LÍÚ „Þrátt fyrir nœr tveggja áratuga notkun kerfisins hafa meginmarkmið þess ekki náðst. Veiðar margra helstu nytjastofna hafa minnkað. Þorskveiðar minnka stöðugt og nú liggur í loftinu að skerða þurfi kvótann. “ Framkvæmdastjóri LÍÚ sendi Áhugahópi um auðlind- ir í almannaþágu kveðju i há- tiðarræðu sinni á sjómanna- daginn. Var helst á honum að skilja að tillögur hópsins um fiskveiðistjórnun væru ábyrgðarlausar og byggðust á reynslu- og kunnáttuleysi. Ég hef oft lýst þeirri skoðun minni að sagnfræðingar framtíðarinnar muni undr- andi skoða framvindu þess- ara mála, eignatilfærslu, byggðaröskun og reyndar lénskerfið allt. Enn er rétt að árétta helstu atriði gagnrýni hópsins. En hafa verður í huga að hópurinn er einhuga þeirrar skoðunar að stýra beri fiskveiðum við ísland með aflahámarki á helstu teg- undir, þ.e. með kvóta. Úthlutun veiði- réttinda er meginatriði gagnrýni okkar. Gagnrýnis- og umhugs- unaratriði 1) Óverjandi er að úthluta, gefa, öll veiðiréttindi við íslandsstrendur þeim sem áttu skip á þrem til fjórum árum á níunda áratugnum. 2) Veiðiréttindi sem e.t.v. nema um 300 þúsund milljónum króna verður síðan að kaupa af þessum aðilum. Á 20-30 árum hverfa þeir sem þessi veiðiréttindi fengu úr útgerð og fara með andvirði þeirra, sumir til útlanda. Um er að ræða hundruðir og þúsundir milljóna til ein- stakra aðila. 3) Byggðarlög sem hafa i aldir byggt tilveru sína á sjávarútvegi sitja eftir án veiðiréttinda þegar útgerð- araðila þóknast að selja rétt- indi sin. Eignir verða verðlitlar og at- vinnuleysi veldur búferlaflutningum. Er árangur kerfisins ásættanlegur? Þrátt fyrir nær tveggja áratuga notkun kerflsins hafa meginmarkmið þess ekki náðst. 1) Veiðar margra helstu nytjastofna hafa minnkað. Þorskveiðar minnka stöðugt og nú liggur i loftinu að skerða þurfl kvótann. 2) Fiskveiðiflotinn hefur stórlega stækkað á tímabilinu, vélarafl stór- lega aukist og veiðarfæri eru nú stór- um afkastameiri en við upphaf kerfis- ins. Sparnaður í flárfestingu virðist ekki nást fram sem þó var eitt mark- mið kerfisins. 3) Skuldir sjávarútvegs hafa stór- lega aukist á tímabilinu, líklega um 50-60 milljarða síðan 1995. Framtí&in Svo virðist sem skuldir útgerðar- innar muni halda áfram að aukast á næstu árum. Skuldaaukningin frá 1995 getur fljótlega farið upp í 100 milljarða. Útgerðin verður að leysa Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur Þátttaka í félagauppeldi foreldrið lærði af reynslu og sumt er vond reynsla. Og hefði getað farið verr. Því er rétt að gera grein fyrir hættum af of mikilli áfengisneyslu og hvemig megi hemja hana, ef menn einsetja sér það fyrir fram. Það er hægt að sýna félagahópnum fram á að hann muni mæta aðilum sem vilji afgreiða hann yflr í mgl. Það er hægt að sýna hvemig þeir að- ilar eru. Og ef félagahópurinn verður andsnúinn afgreiðslu niður í ræfil- dóm og rugl ver hann sig og félag- amir hver annan. Ekki alltaf vellíöan Það er háttur allrar sölumennsku að það sem er verið að selja eigi að gera þeim gott sem kaupir. Um það eru seljandi og kaupandi sammála. En það er oft ofgerð í þessu. Hún veldur því að fólki finnst að því eigi alltaf að líða vel. Og gera hvað sem er til þess. Þetta er atriði sem þarf að taka upp við böm og unglinga, við félagahópinn. Það er alls ekki alltaf hægt að líða vel. En það er hægt að koma í veg fyrir mgl sem mun valda því að fólki muni líða mjög illa. Það er einnig hægt að sýna að góðir hlutir gerast hægt og við erfiði. En þetta kemst ekki til skila nema samband sé til staðar, vináttusamband. Það er foreldranna að halda vináttu við fé- laga barna sinna til að geta miðlað jákvæðri reynslu. Það er að segja, foreldra sem nenna að láta sig varða. Þorsteinn Hákonarson „Við skulum ekki gleyma því að foreldrið lœrði af reynslu og sumt er vond reynsla. Og hefði getað farið verr. Því er rétt að gera grein fyrir hœttum af of mikilli áfengis- neyslu og hvemig megi hemja hana, ef menn einsetja sér það fyrir fram. “ Helsta vörn foreldra gegn því að missa börn og unglinga í vondan og hættulegan félagsskap er að sýna fé- lögum barnanna vináttu. Þegar bömin komast á unglingsár lenda þau í fullorðinsgagnvirkni við heim- inn. Og þau gera það saman í vina- og vinkvennahópum. Hópurinn tek- ur fullorðinsgagnvirkni á heiminn saman. Sambandsmissir Þessi gagnvirkni segir einstakling- um hvað gangi og hvað gangi ekki. Þar er tískan, þar er orðbragðið, þar er aðdáun á fyrirmyndum og gagn- virkni við ríkjandi margmiðlunar- tækni. Það er svolítið spennandi að fara niður í bæ fyrir unglinginn en hið ómerkilegasta mál fyrir hinn fullorðna. Tískan á hverjum tíma er alltaf andstæð hin- um fullorðnu, brilljantínið, síða hárið, dátabrækur, leð- uijakkar, gærukápur, rifr- ildisbrækur, víðar hnéklofs- brækur, tattú og stungu- skraut. En hinn fullorðni átti nú sína tíð í einhverju þessa. í meirihluta tilfella missa foreldrar samband við börn og unglinga ef þau ná ekki sambandi við félagahópinn. Ef foreldri er vinur félag- anna er það vinur eigin barna. Ef foreldri er stíft á hvemig hlutimir eigi að vera, hreint of flott heima, enginn umgangur og annað í þeim dúr hrekur það eigin börn og ung- linga til heimsgagnvirkni annars staðar. Svikavfnir Ef ekki er vinátta við fé- lagahópinn og honum kennt að vara sig saman á vond- um tilboðum hrekst félaga- hópurinn burt og rekst á að- ila sem eru „spennandi" í einhverju rugli og djammi. Það er hættulegt fyrir ung- ling að fara einn á útihátíð en það er ekki hættulegt fyr- ir félagahópinn að fara sam- an og gæta hver annars. En það þarf að tala um það við hópinn í vináttu og skilningi. Oft fleiri foreldrar sam- an. Við skulum ekki gleyma því að Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Með og á móti til Sauðárkróks Þetta er einboðið Ég veit ekki hvaða stofnun ætti fremur að vera á landsbyggðinni en Byggðastofnun. Hún er þá í tengslum við það svæði sem hún starfar og á að vera í fararbroddi fyrir. Það kann að vera að stofnun í Reykjavík sinni sínu hlutverki á landsvisu fullkomlega. Hugar- farslega á landsbyggðinni hafa menn hins vegar minni trú á Byggða- stofnun og þeim sem þar ráða ef þeir geta ekki hugsað sér að búa úti á landi. Með því að flytja stofnunina til Sauðár- króks - væntanlega að miklu leyti með nýju starfsfólki - kemur á nauðsynlegt umrót og endurmat á ýmsu í rekstri stofnunarinnar. Þróunarsvið Byggðastofnunar, sem þegar er komið á Sauðárkrók, hefur sannað að svona breyting er mjög til bóta. Þróunarsviðið er hvað framsæknast í stofnun- inni. Þar er nýtt fólk með mikla yfirferð, þekkingu og hæfni til að takast á við verk- efnin. Það er athyglisvert og til fyrirmyndar hvað þetta fáa starfsfólk hefur afkastað á að- eins tveimur árum. Þar má nefna svo- kallaða byggðabrú - myndflutningskerfi þar sem fólk getur verið á sama fúndin- um á 6-8 stöðum í gegnum tölvur og síma. Gagnaflutningur ailur hefur sýnt að það er hægt að vera hvar sem er á landinu með svona starfsemi. Hjálmar Jónsson alþingismaöur Höfuðstöðvar í Reykjavík „Ég hef verið I þeirrar skoðunar - að það þurfi ekki 7 endilega að flytja starfsemi stofnana eins og Byggðastofnunar út á land - stofnunar sem hefur verið með útibú úti á landi. Mér flnnst að frekar eigi að einbeita sér að nýjum stofn- unum hvað varðar flutning út á land. Byggðastofnun, Rarik, Vegagerð ríkisins og nokkrar stofnanir eru með útibú á landsbyggðinni. Þær hafa fært sína starfsemi í auknum mæli út tO þeirra sem eru að nýta starfsemina á hverjum stað. En höfuðstöðvamar og umsýslan sjálf hefur verið í Margrét Frímannsdóttir aiþingismaöur Reykjavlk. Þetta finnst mér gott fýrirkomulag vegna þess að höfuðstöðvarnar þurfa ná- lægð við stjómsýsluna að öðru leyti. Þess vegna er eðlOegra að nýjar stofnanir og verkefni sem koma upp hjá ríkinu séu flutt út á land. Mér finnst skynsemin segja að eðlOegra sé að standa þannig að verki. Verkefni á sviði byggðamála heyra nánast undir öO ráðuneyti. Þess vegna er eðlOegt að höfuðstöðvamar séu í Reykjavík í nálægð við stjóm- sýsluna en að ákveðnir þættir starf- seminnar séu fluttir út.“ Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt elnróma að flytja alla stofnunlna til Sauðárkróks. Þriðjungur stofnunarinnar, þróunarsvið, er þar fyrir. tO sín fiskveiðiheimOdimar. Hagur útgerðar getur þvi farið versnandi í framtíðinni vegna þessa kerfis. Auðlindagjaldið verður greitt í formi vaxta og þá e.t.v. tO erlendra banka. Eignarrétturinn Margir kunnir hagfræðingar hafa fært sönnur á hætturnar sem eru í þessu eignarformi fiskveiðiréttinda. Þeir segja að þjóð sem á verulegar auðlindir og afhendir nokkrum aðil- um aðgöngumiðann að þessum auð- lindum nái ekki að njóta auðlind- anna almennt. Markaðskerfi sé eina trygging þess að arðurinn skOi sér út í þjóðfélagið. Af hverju afhenda Norðmenn ekki olíufélögunum olíulindirnar? Þau hafa verið að nýta þær. Af hverju af- henda ekki Bandaríkjamenn timbur- fyrirtækjunum skógana, sem þau hafa verið að nýta? Af hverju selja þjóðir takmarkaðan aðgang að sjón- varpsrásum á markaði? - Vegna þess að gamla lénsfyrirkomulagið gengur ekki upp, að lénsherrann eigi skóg- ana, akurlendið, veiðOendumar og hinir leigi hjá þeim. Guömundur G. Þórarinsson Ummæli _______ Opinber stuðningur við listalífið „Vandinn við opin- bera flármagnið er hins vegar hvemig á að út- deOa því. Úthlutunar- nefndir og embættis- menn eru dæmdir tO að gera mistök sem aldrei eru afhjúpuð. Listamenn í fOabeinsturn- um, sem fá aura í áskrift rykfalla og koðna niður. Þess vegna þarf stöðugt að róta upp í aðferðunum og best væri að koma á valddreifmgu í þessu ferli, t.d. með því að veita fyrirtækjum og mOlj- arðamæringum skattaafslátt fyrir stuðn- ing við listastarfsemi." Hallur Helgason, form. Leikfélags ís- lands ehf., í Viöskiptablaöinu 7. júní. Kemur járnbraut? FuO ástæða er tO þess að kanna þetta nánar þar sem mjög langt er á milli þeirra kostnaðartalna sem heyrst hafa í umræðunni. Lægstu töl- ur gera ráð fyrir kostnaði upp á 6 mOljarða en hæstu tölur upp á 40-50 mOljarða við lagningu jámbrautarinn- ar ... Það er sjálfsagt mál að taka þetta tO skoðunar og ætti ekki að vera inni á borði hjá borgaryfirvöldum, heldur ráðuneyti samgöngumála. Þar hefur hins vegar gætt tregðu á að flaOa um málið, og þess vegna hefur Alfreð Þor- steinsson borgarfuOtrúi fundið sig knúinn tO að ýta málinu áfram.“ Úr netmiölinum Maddaman.is 6. júní. Opinberar tölur rangar „Upplýsingar frá op- inberum aðOum um ráðstöfunartekjur eldri borgara em rangar. Meðalflölskyldutekjur hjóna og sambúðarfólks meðal eftirlaunaþega vom 149.000 á mánuði en meðalflöl- skyldutekjur allra hjóna og sambúðar- fólks á mánuði í landinu vom 277.000. Tekjur eldri borgara vom því 54% af meðaltali aOra á árunum 1995-98.“ Ólafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir og form. FEB í Reykjavík, I Mbl. 7. júnl. Týndi 200 þúsund þorsktonnum „Það kemur mér ekk- ert á óvart að Hafrann- sóknastofnun skuli vera búin að týna 200 þús- und lestum af þorski. Maður hlýtur að spyrja hvað gert væri við bankastjóra FBA ef þeir týndu 40 mOlj- örðum króna. Æfli þeir mættu segja að þeir heíðu bara talið vitíaust í kassan- um í fyrra? Þess vegna kemur mér það ekki á óvart þótt þeir játi nú á sig vit- leysu síðustu ára.“ Kristinn Pétursson, fyrrv. alþm., I Degi 7. júnl. Efþeir halda áfram að koma með fleiri gervihnattastöðvar munum við ________ ,iGu>S& Geysisgos og ein- stakt fræöasetur Geysissvæðið í Haukadal er eitt af náttúruundrum íslands og eitt allra flölfarnasta ferðamannasvæði á ís- landi, enda er svæðið þekkt um nær aOan heim. AOt of lengi hefur verið óvissa um þetta svæði. Eigendur að stórum hluta svæðisins eru hinir dugmiklu afkomendur Sigrúnar Bjarnadóttur og Sigurðar heitins Greipssonar. Skyida ríkisstjórnarinnar AOt frá árinu 1991 hefur verið heimOdarákvæði i flárlögum um að ríkið kaupi hlut eigenda svæðisins, enda er svæðið svo sérstakt að eðli- legast er að það sé sameign þjóðar- innar. Ég er einn þeirra sem setið hafa í nefnd um málefni Geysissvæð- isins. Nefndin skOaði áliti fyrir löngu og meginniðurstöður voru þær að ríkið gengi strax tO samn- ingaviðræðna um kaup á svæðinu og tryggði tO þess flármagn. Síðan að lokið verði rannsóknum á svæðinu. Loks að gengið verði frá skipulagi svæðisins og hafnar framkvæmdir við merkingar, göngustíga, girðingar o.fl. Gert var ráð fyrir í álitinu að framkvæmdum, rannsóknum og allri skipulagsvinnu yrði lokið fyrir árið 2002. Það er ríkisvaldinu tO mikiOar skammar að draga þetta mál jafn- lengi og raun ber vitni og í aOa staði ólíðandi. Bæði er að eftir því sem málið dregst koma fleiri að samning- um sem gerir málið enn flóknara. Hitt er líka mjög brýnt að öfl aðstaða á svæðinu verði bætt með tOliti tO hins mikla umgangs sem þar er. Það er þvi skylda þessarar ríkisstjórnar að ganga tO samningaviðræðna um kaup á Geysissvæðinu þegar í stað og hefla framtíðarskipulagsvinnu. Meiri rannsóknir Eitt af því sem einnig hefur verið mikið í umræðunni er hvort ekki sé ástæða tO þess að Geysir gjósi með reglulegu millibili. Fyrrverandi sveitarstjóri Biskupstungnamanna, Gísli heitinn Einarsson, var mikOl áhugamaður um Geysisgos, eins og reyndar flölmargir aðrir. Nú hefur loks verið ákveðið að hreinsa Geysi með gosi i dag. Mun verða sett sápa í hverinn kl. 15. Margir telja að nauðsynlegt sé að Geysir gjósi með ákveðnu mOlibOi, m.a. tO þess að viðhalda endurnýjun skálarinnar sem í kringum hann er. Vonandi verður framhald á Geysis- gosum því þau hafa auðvitað í for með sér enn meiri áhuga fólks á þessu svæði. Nauðsyn- legt er að meiri rannsóknir fari fram á þessu stórkostlega svæði og að við íslendingar nýtum okkur það bæði í vís- indaskyni og ferðaþjónustu, enda getur það mætavel farið saman. Fræöasetur á heimsvísu Þau hjónin Sigríður VO- hjálmsdóttir og Már Sigurðs- son hafa aldeilis skákað ríkis- valdinu og sjálf byggt upp stórkostlegt náttúrusetur sem nefnt hefur verið Geysisstofa en hún var einmitt tekin í notkun við hátíðlega athöfn um síðustu helgi. Náttúrustof- an er angi af menningartengdri ferðamennsku þar sem fólk getur skynjaö á undraverðan hátt ógnir og fegurð íslenskrar náttúru og búskap- arhætti í Ámessýslu fyrr á tímum. - Hér er um að ræða fræðasetur á heims- vísu. Aðalhönnuður sýning- arinnar er Guðmundur Jónsson arkitekt, og er verk hans göldrum líkast, en aðalhönnuður bygg- inga er Erlendur Magnús- son útskurðarmeistari. Þátttaka Orkustofnunar í verkefninu er þakkar- verð og sýnir reisn þeirr- ar ríkisstofnunar. Frumkvæði þeirra hjóna, Sigríðar og Más, í þessum efnum er einstakt og vonandi kemur ríkið til móts við þetta gagnmerka framtak. Það eru orð að sönnu, er fram komu í ræðu forseta íslands, aö Geysisstofa sé svo sannarlega vegvísir inn í nýja öld. ísólfur Gylfi Pálmason ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur Vonandi verður framhald á Geysisgosum því þau hafa auðvitað í för með sér enn meiri áhuga fólks á þessu svœði. - Eitt af náttúruundrum íslands og eitt allra fjölfamasta ferðamannasvæði landsins. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.