Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
Fréttir
DV
Vestfirðir eru með hæst hlutfall félagslegra íbúða:
Rúmlega níu þús-
und á landinu öllu
- nærri helmingur íbúðanna er í Reykjavík
Neöra Breiöholtiö í Reykjavík
Byggt aö stórum hluta á félagslegum grunni.
Fjöldi félagslegra íbúða sem út-
hlutað hefur verið i gegnum tíðina á
landinu öllu er SEimkvæmt tölum
íbúðalánasjóðs samtals 9.052, eða
9,45% af heildarfjölda íbúöa lands-
manna sem eru 95.757 talsins. Hlut-
fall félagslegu íbúðanna er breyti-
legt eftir landshlutum, þó mest á
Vestfjörðum, en Reykjavík er með
hátt í helming íbúðanna.
Úthlutun félagslegra íbúðabygg-
inga var ákvörðuð um áraraðir af
Húsnæðismálastjóm. Þar var
ákveðið hvar og hversu margar
íbúðir skyldi byggja árlega um allt
land. Breyting varð á öllum þessum
málum með tilkomu nýrra laga um
íbúðalánasjóð sem tók við af gamla
íbúðalánakerfinu eftir 1998.
Þegar tölur eru skoðaðar nánar
kemur í ljós að langflestar félagsleg-
ar ibúðir eru í Reykjavík, eða 4.129.
Það eru 10,36% af heildaríbúðafjöld-
anum sem eru 39.871 talsins.
Á höfuðborgarsvæðinu, utan
Reykjavíkur, er 1.321 félagsleg íbúð,
eða 7,76% af 17.014 ibúðum. Þar af em
630 í Hafnarfirði og 529 í Kópavogi.
Á Reykjanesinu sjálfu eru sam-
tals 372 ibúðir í þessu kerfi, eða
6,99% af heildarfjölda íbúða sem
teljast vera 5.322. Þar af eru 229 fé-
lagslegar íbúðir í Keflavík.
Á Vesturlandi eru félagslegar
íbúðir taldar vera 316 talsins, eða
6,06% af öllum íbúðum á svæöinu
sem eru 5.216. Þar af eru flestar fé-
lagslegar íbúðir á Akranesi, 116.
Á Vestfjörðum eru 472 félagslegar
íbúðir sem eru 13,13% af 3.595 íbúð-
um í kjördæminu. Flestar eru íbúð-
imar á ísaftrði (gamla sveitarfélag-
inu), 181.
Á Norðurlandi vestra eru félags-
legu íbúðimar 427, eða 11,41% af
heiidaríbúðatölunni sem er 3.742.
Á Norðurlandi eystra eru 1.098 fé-
lagslegar íbúðir sem eru 11,80% af
heildaríbúðafjöldanum sem er 9.302.
Flestar félagslegu íbúðirnar í kjör-
dæminu eru á Akureyri, 694 talsins.
Á Austurlandi eru 514 félagslegar
íbúðir sem eru 11,14% af 4.613 íbúð-
um í kjördæminu. Flestar eru íbúð-
imar á Seyðisfirði, eða 76, og 75 fé-
lagslegar íbúðir em á Höfn í Homa-
firði.
Á Suðurlandi eru félagslegu íbúð-
irnar 403 talsins sem eru 5,69% af
heildarfjölda íbúða á svæðinu sem
eru 7.082. Er þetta jafnframt lægsta
hlutfall félagslegra íbúða af heildar-
íbúðaljölda einstakra kjördæma.
Vestfjaröakj'ördæmi meö
vinninginn
Hlutfallslega em þannig flestar fé-
lagslegar íbúðir í Vostfjarðakjör-
dæmi, eða 13,13% af heildarfjölda
íbúða á svæðinu. Næst þessu kemur
Norðurland eystra með 11,80%. Norð-
uriand vestra og Austurland eru þar
skammt á eftir en þá kemur Reykja-
vík með 10,36% hlutfall félagslegra
íbúða af heildaríbúðafjöldanum.
Súðavík trónir efst
Ef skoðuð eru einstök sveitarfélög
er hlutfall úthlutaðra félagslegra íbúða
í gegnum tíðina hæst í Súðavik, eða
26,58%, og á Seyðisfirði, þar sem hlut-
fallið er 22,65%. Önnur sveitarfélög
með yfir 20% hlutfall em Blönduós,
Höfðahreppur og Suðureyri. -HKr.
Hæstiréttur:
Dæmdur fyrir
manndrápstilraun
Síðastliðinn fimmtudag dæmdi
Hæstiréttur 21 árs gamlan Reykvík-
ing, Ragnar Davíð Bjarnason, í 3 1/2
árs fangelsi fyrir líkamsárás, brot
gegn valdstjórninni og tilraun til
manndráps. Áður hafði Héraðsdómur
Reykjavíkur gefið Ragnari Davíð
sama dóm, og staðfesti Hæstiréttur
hann.
Ragnar Davíð var ákærður fyrir að
hafa stungið annan mann með veiði-
hníf tvisvar í vinstri síðu hans í sundi
við Hafnarstræti í Reykjavík í nóvem-
ber í fyrra. Ragnar Davíð bar því viö
að sér hefði staðið ógn af manninum,
en Hæstarétti þótti sá framburður
ótrúverðugur og að sannað væri að
Ragnar Davið hafi vísvitandi veitt
manninum lífshættulega áverka.
Einnig var Ragnar Davíð ákærður
fyrir líkamsárás fyrir utan veitinga-
hús í Hafnarstræti i apríl á síðasta
ári, sem og brot gegn valdstjórninni
við handtöku hans í júlí i fyrra, þegar
lögreglumenn handtóku hann í tengsl-
um við rán í verslun. Ragnar Davíð
sýndi mótþróa við handtökuna, svo
kallað var á fleiri lögreglumenn áður
en hann var settur í handjárn. Er ver-
ið var að handjárna Ragnar Davíð
stangaði hann einn lögreglumann-
anna, sem hlaut áverka í andliti við
höggið. Þótti héraðsdómi skýring
Ragnars Davíðs ótrúverðug, en hann
bar þvi við að hann hefði óvart rekið
höfuðið í lögregluþjóninn. Hæstirétt-
ur staðfesti það mat. -SMK
Veöurguöirnir í betra skapi
Þrátt fyrir aö veöurguöirnir hafi hrellt íbúa á Noröurlandi meö snjókomu á dögunum og klætt fjallstoppana í hvítan
vetrarskrúöa voru þeir greinlega komnir í betra skap þegar Ijósmyndarinn var á ferö um Akureyri í vikunni. Höfuöstaö-
ur Noröurlands skartaöi sínu fegursta í fallegu haustveöri.
Lilleput missir vínveitingaleyfið
- grunur um að sala fíkniefna væri stunduð á staðnum
DV, HAFNARFIRÐI:________________________
Fíkniefni fundust nýlega á veit-
ingastaðnum Lilleput í Hafnarfírði
og lék grunur á að þar væru seld
fikniefni. Sýslumaðurinn í Hafnar-
firöi hefur nú sent bæjarráði Hafn-
arfjarðar bréf þar sem hann, á
grundvelli fyrirliggjandi gagna, get-
ur ekki gefið jákvæða umsögn um
endumýjað veitingaleyfi fyrir veit-
ingahúsið Lilleput við Lækjargötu.
Staðnum hefur verið lokað.
„Þegar skorið er undan manni þá
er allt búið, það er ekki krá sem ekki
býður upp á bjór,“ sagði rekstraraðil-
inn og einn eigenda, Njáll Sigurjóns-
son veitingamaður, í gær. Hann sagði
að það væri ekki sannað að fikniefni
hefðu verið seld á Lilleput og meðaij.^,.
svo væri gæti hann ekki talist sekur.
Njáll taldi að hann mundi reyna eftir
megni að fá aftur leyfi til sölu á
áfengi á staðnum. Hann segist ekki
hafa vitað af fikniefnum á staðnum
en það væri rétt að eitthvað hefði
fundist af sliku á Lilleput.
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjaröar í
vikunni var fjallað um þetta mál.
Jafnframt var lagt fram bréf fram-
kvæmdastjóra stjómsýslu- og fjár-
málasviðs frá 15. september þar sem
vinveitingaleyfi fyrir veitingahúsið
Liiieput við Lækjargötu er aftur-
kallað. Bæjarráð staðfesti afturköll-
un á umræddu vínveitingaleyfi.
-DVÓ/JBP
Sandkorn
Höröur Kristjánsson
netfar.g: sandkom@ff.is
í vasa Framsóknar
------Fiórðungsþing
Vestfirðinga
stendur nú yfir
í Súðavík og
þar eru rædd
4 öll helstu mál
V sem á Vestfirð-
I ingum brenna.
R Athygli vakti
HPlœa að fulltrúi K-
lista i minni-
hluta bæjarstjómar á ísafirði gat
ekki mætt. Kratar eiga þrjá full-
trúa í bæjarstjóm og virðist enginn
þeirra hafa verið viðlátinn. Var því
Guðna G. Jóhannessyni, meiri-
hlutafulltrúa Framsóknar, falið að
fara með atkvæði krata á þinginu.
Telja gárungar að nú sé farin að
fólna kratarósin í „Rauða bænum“
og fokið i flest skjól fyrir ísafjarð-
arkrötum þegar þeir framselja at-
kvæðavald sitt tÚ Framsóknar...
Iðravelgja
Athygli hefur
vakið að nú
virðist stefna í
harðan for-
mannsslag í
Neytendasam-
tökunum. Þar
stefnir i að
Sverrir Arn-
grímsson, for-
stöðumaður
rekstrardeildar Tækniskólans, hjóli
í þaulsetinn Jóhannes Gunnars-
son sem talinn hefur verið ímynd
allrar neytendaumræðu í landinu.
Kemur þetta mitt í allri umræðu
um salmonellufaraldur sem rakinn
er til matvæla. Lítt hefur þó farið
fyrir Neytendasamtökunum í þeirri
umræðu og telja gárungar líklegt
að Jóhannes hafi fengið í magann
eins og fleiri og hafi því ekki verið
til stórræðanna. Ef ekki þá muni
átökin við Sverri örugglega valda
honum iðravelgju...
Gleymdist að strika út
Hin fræga
jyðijörð, Hóll á
Fljótsdalshéraði,
heldur áfram að
þvælast fyrir
starfsmönnum
landbúnaðar-
ráðuneytisins
rúmmn sextán
mánuðum eftir
að Guðmund-
ur Bjamason, þáverandi landbún-
aðarráðherra, seldi Hól á síðasta
degi sínum í embætti. Ráðuneytið
hefur nú birt lista á heimasíðu
sinni á Intemetinu yfir jarðir í um-
sjón sinni. Þeirra á meðal er Hóll.
Ríkissjóður hefur þó ekki eignast
Hól að nýju. „Hóll er seldur, þetta
er bara villa sem verður leiðrétt.
Þaö hefur gleymst aö strika jörðina
út,“ segir Sigríður Norðmann, yf-
irmaður jarðadeildarinnar. Sér-
fræöingar munu nú velta fyrir sér
hvort víðar sé „gleymska" í skrán-
ingu á seldum eignum. Hvort ekki
megi t.d. selja Áburöarverksmiðj-
una eða Fiárfestingarbankann aft-
ur...
Allt í samræmi
Lögreglustjór-
inn í Reykjavík,
Böðvar Braga-
son, leitar nú
með logandi
ljósi að pening-
um til að halda
fikniefnadeild-
inni gangandi.
Þetta fjársvelti
kemur í ljós á
sama tíma og upplýst er um ótæpi-
lega flutninga fíkniefna um Kefla-
víkurflugvöll, t.d. fjórtán þúsund E-
töflur á dögunum. Þykir þetta mál
í góðu samræmi við aðgerðir lög-
regluyfirvalda í umferðarmálum.
Þar hefur vegalögga ýmist verið
slegin af eða stofnuð á ný eftir því
sem menn hafa viljað slá um sig í
fjölmiðlum. Niðurskurður í vega-
löggu hafi einmitt gerst á sama
tíma og bílar hafa aldrei verið
fleiri á götunum...