Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 11 DV Skoðun Skoðanir annarra Ofsahræðsla „Ofsahræðsla fyrir lokun kalla andstæðingar evr- unnar tilraunir stjórnarinnar til að hrekja fullyrð- ingar þeirra um að já við evrunni þýði lok velferðar- kerfisins og þar með afnám ellilíf- eyris. Loforð forsætisráðherrans likjast óneitanlega ofsahræðslu en hver er það eiginlega sem veldur hræðslunni? Sannleikurinn er jú að forsætisráðherrann hefði aldrei lent i þessari stöðu hefði það ekki verið vegna mælskulistar andstæðinga evrunnar. Umræðan um evruna er svo eldfim að andstæðingunum tókst að þvinga fylgjendur til að grípa til úrslitavopna. Það er grát- legt að umræðan um evruna skuli vera á þessu stigi og það er næstum óþolandi að forsætisráðherrann, eins trúverðugur og hann er þegar um ábyrgð er að ræða, skuli láta sig hafa það að ábyrgjast eitthvað enn einu sinni.“ Úr forystugrein Politiken 18. september Djarfari umbætur „Frelsi fjallar í raun ekki um að geta keypt sér valfrelsi. Frelsi á ekki að vera bara fyrir þá sterku og ríku. í nútímasamfélagi okkar fjall- ar frelsi um að hafa vald yfir lifi sínu. Að geta haft áhrif á vinnutíma sinn, starf sitt, þekkingu sína, dag- heimili sitt, umhverfi sitt, alla sam- félagsþróunina. Fyrir þess konar frelsi nægir ekki að lækka skatta til að fá meira fé í budduna. Þar eru hugmyndafræðilegum mörkin dreg- in. Jafnaðarstefnan ætti að vera miklu greinilegri, miklu framtaks- samari og miklu djarfari í umbótum á samfélaginu." Úr forystugrein Aftonbladet 21. september Bíllausi dagurinn „Maður getur ekki annað en sað- fest að bíllinn er bráðnauðsynleg vara, nema maður vilji vera óheið- arlegur. Oft kemur ekkert í staðinn fyrir hann, einkum í fjarlægum út- hverfum og uppi í sveit. Skýrsla frá framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins leiddi í ljós í gær að hlut- fall íbúanna sem notar almennings- samgöngur til að fara í vinnu hefur ekki aðeins ekki hækkað á fimmtán árum, heldur farið lækkandi, á sama tíma og dögum þar sem meng- un var nálægt hættumörkum í við- komandi borgum fjölgaði um sextíu prósent. Að bíllausa daginn í Evr- ópu skuli bera upp svo skömmu eft- ir hina miklu uppreisn gegn háu bensínverði ætti að vera frekar til umhugsunar og til að draga af því lærdóm en til að flissa að.“ Úr forystugrein Libération 21. september. Áhyggjur okkar og Gores „Enginn getur deilt um að margt er gagnrýnivert í fari bandariskra stórfyrirtækja. Við deilum þeim áhyggjum með A1 Gore, sem hann lýsti á þriðjudag, að mörg fyrirtæki geri ekki nóg til að standa vörð um einkahagi við- skiptavina sinna. Þessi málefni eru samt sjaldan spurning um hið góða gegn hinu illa, eins og Gore og með- frambjóðandi hans, Joseph Lieberman, gamall vinur trygginga- félaganna, vita vel. Lyfjafyrirtæki selja kannski vöru sína of dýru verði en lægra verð myndi líklega draga úr hvatanum til að búa til ný lyf. Markaðsverði á hráolíu er að mestu hægt að kenna um hækkandi bensínverð og hvað sem öðru líður er hátt bensínverð gott fyrir um- hverflð, eins og Gore hefði kannski einhvern tíma minnt okkur á.“ Úr forystugrein Washington Post 21. september. nýtt“. Það kom svipur á okkur fé- lagana og við misstum andann stutta stund. Kviðurinn bólgnaði þvi f stað brjóstkassans. Það virt- ist ekki hafa nein áhrif á ungu konuna sem fannst skyndilega að hún væri að verða gömul. „Ég verð að fá viðtækari reynslu," sagði konan og augljóst var að hún tók hvorki eftir kvið okkar né bringu. Við önduðum því eðlilega. „Má ég benda þér á það, góða mín,“ sagði ég, „að þú ert ung en ekki gömul. Ég á son sem er jafn- aldri þinn...“ Ég þagnaði í miðri setningu. Fyrirlesturinn varð ekki lengri enda hafði ég með orð- um mínum skipað mér í öldunga- deild, að minnsta kosti í huga ungu konunnar sem var orðin gömul í huganum. Staðfestingin var fengin. Fátt er nefnilega eldra og forgengilegra en foreldrar ungs fólks. Ég sá fyrir mér að faðir blaðakonunnar væri á mínum aldri. Spyrðu ömmu þlna Enginn efi er að krakkamir mínir, þeir eldri raunar orðnir fullorðnir, styðja aldursgreiningu ungu blaðakvennanna. Annar sona minna gerði til dæmis at- hugasemd við skókaup föður síns á dögunum. Ég dró upp glansandi fínar mokkasínur úr kassanum og mátaði heima. „Sjáiði kallinn," hrópaði strákurinn og kallaði til systkini sín. „Hvernig skó haldiði að hann hafi fengið sér í þetta sinn?“ hélt hann áfram á hærri nótunum. „Mokkasínur," svöruðu þau einum rómi. Tilgátan var rétt enda þykir mér sá skóbúnaður þægilegur, engar reimar, engin fyrirhöfn. „Þeir hafa víst fundiö upp aðrar gerðir af skóm,“ hélt strákurinn áfram. „Hefurðu ekki litið á lapp- irnar á fólki í aldarfjórðung?" sagði hann og rétti fram hægri ganglim sinn með breiðum þykk- botna pramma. „Þetta er ljótt,“ sagði ég, „og ábyggilega vont að ganga á þessu. Mínir eru með þunnum botnum þannig að maður er með tilfinningu í fótunum," bætti ég við og tók fyrir hann snúning í nýju mokkasínunum. „Ég er ekki síðri en Fred Astaire," sagði ég og bætti við steppi til þess að sanna mál mitt. „Fred hver?“ spurði strákurinn, „var hann skiptinemi hér þegar þú varst í skóla?“ „Hann var dansari," sagði ég og tók sambaspor í nýju skónum. „Vá,“ sagði strákurinn," og jafn- vel eldri en John Travolta?" Ég veit að guttinn kann að meta Tra- volta af nýrri myndum kappans en telur um leið diskóskeið hans tilheyra tertíertímabilinu. „Mamma! Hver var Fred Astaire, uppáhaldið hans pabba?“ kallaði strákurinn og gafst ekki upp. „Æ, þú verður að spyrja hana ömmu þína,“ svaraði móðirin. „Þú veist hvernig hann pabbi þinn er. Hann fæddist gamall." Hógvær bylting GSM-símhringing til yngsta fjöl- skyldumeðlimsins, dóttur okkar, bætti ekki stöðu mína. Hún er ell- efu ára gömul og fékk síma systur sinnar í vor þegar sú eldri endur- nýjaði og fékk sér annan fingerð- ari. Þar með voru allir á heimil- inu farsímavæddir nema fjöl- skyldufaðirinn. „Sérðu þetta?“ sögðu eldri systkinin einum rómi og bentu á þá litlu. „Hversu lengi á það að viðgangast að þú, einn manna hér, sért sambandslaus. Þú ert aflóga i öllum þanka, Neand- ertahlsmaður í orði og æði“. Þau stundu og virtust ekki heyra veik- burða mótbárur föðurins um truflun einkalífs og örbylgjur sem steiktu heilafrumur farsímakyn- slóðarinnar. „Pabbi, fáðu þér síma.“ Orð systkinanna endur- spegluðu fremur uppgjöf en skip- un. Faðirinn var talinn vonlaust tilfelli. Undrun þeirra var því einlæg sem og móðurinnar á heimilinu þegar ég birtist nokkrum dögum síðar og nefndi það í allri hógværð að frá og með þessari stundu væri ég farsímavæddur. Upp úr brjóst- vasanum dró ég GSM-síma og sýndi þeim. Þau horfðu á mig í for- undran. Nítjándu aldar maöurinn viðurkenndi loks iðnbyltinguna. Álfur í talhólfl „Kanntu á hann?“ sagði eldri dóttirin. „Nei,“ sagði ég sannleik- anum samkvæmt. Ég var tekinn í skyndinámskeið á staðnum. I flýti sýndi stúlkan mér ýmsa mögu- leika farslmans. Hann lék í þjádf- uðum höndum hennar en nem- andinn var stirðari. „Þú verður að tala inn á talhólfið," sagði hún og stillti upptöku símans fyrir stam- andi föðurinn. Róleg karlmanns- rödd í símanum leiðbeindi eigand- anum sem sagði nafn sitt, sagðist vant við látinn og bað menn að hringja í sig. Dóttirin stoppaði föður sinn á samri stundu. „Það er ekki í lagi með þig,“ sagði hún og hafði ekki tamið sér þolinmæði góðs kennara. „Skilurðu ekki að þú ert að tala við þá sem eru að hringja í þig. Það þýðir lítið að biðja þá að hringja sem eru einmitt að gera það. Þú átt að láta þá skilja eftir skilaboð." Ég hlýddi en ef vel er að gáð má heyra hlát- urinn i krökkunum í bakgrunni talhólfsins. Þeir höfðu aldrei kynnst slíkum áifl. Hringing við hæfi „Veljum lag svo hann þekki hringinguna til sín frá okkar,“ sögðu börnin símavönu. Þau spil- uðu alla þá tóna sem síminn bauð upp á, þekktar laglinur úr ýmsum áttum. Mér leist ágætlega á marg- ar þeirra en krakkarnir höfnuðu öllum. „Þetta dugar ekki,“ sagði stelpan. „Pabbi verður að fá við- eigandi hringingu. Við flnnum hana á Netinu“. Systkinin höfðu ekki frekari orð um það, tóku sím- ann og kveiktu á heimilistölv- unni. Eftir nokkra stund, pískur og fliss, réttu þau föður sínum símann. Ég stakk honum í brjóst- vasann. „Þetta er akkúrat fyrir þig, gamli minn,“ sögðu þau og hringdu í nýja símanúmerið. Úr vasanum heyrðist bítlalagið gam- alkunna, Yesterday. Glottið á þessum afkomendum mínum sagði meira en mörg orð. Þeir voru sama sinnis og blaða- konurnar ungu. Ég er maður gær- dagsins. „Þið eruð svo gamlir og vitrir að þið hljótið að vita þetta,“ sagði unga blaðakonan sem gekk á fund okkar tveggja stjómenda rit- stjómarinnar, manna tvímæla- laust á besta aldri. í sömu setning- unni klappaði hún okkur og löðr- ungaði, gældi við meinta visku okkar og reynslu en skaut okkur um leið í kaf með ellistimplinum. Konan unga sá aðeins tvo kalla á óræðum aldri og gaf raunar ekki mikið fyrir þann dúett. Það var að visu hugsanlegt að hafa svolítið gagn af honum en síðan ekki sög- una meir. Þetta voru fyrrverandi menn í öllum öðrum skilningi ungu konunnar. í þessari stöðu gátum við ekkert annað en kyngt stolti okkar um leið og við reyndum að svara því sem fyrir var lagt. Við urðum að minnsta kosti að reyna að standa undir viskustimplinum. Hann var huggun harmi gegn. Blaðakonan sætti sig við svörin og snaraðist burt en kinkaði þó kolli til jafn- öldru sinnar og stéttarsystur sem gekk um leið á fund okkar. Við, þessir á óræða aldrinum, reynd- um að draga inn kviðinn og blása út brjóstið svo við kæmum betur út i augum nýkomnu konunnar. í öldungadeild „Ég er orðin svo gömul,“ byrj- aði blaðakonan án þess að heilsa, „að ég verð að prófa eitthvað Jónas raldsson aöstoöar- ritstjóri Maður gærdagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.