Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Framsóknarmenn eru jaröbundnir, tortryggnir og seinir til stórra breytinga: Verðum að fara að líta upp - segir formaöur Evrópunefndar flokksins sem kortleggur nú afstöðuna til ESB Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er staðráð- inn í að leiða flokkinn inn í Evr- ópuumræðu og útspil hans síö- ustu mánuði virðist eindregið benda til þess að hann sé þegar orðinn því mjög fylgjandi að nán- ara samstarf verði tekið upp við ESB. 1 viðtali við DV fyrir skömmu kom greinilega fram að Halldór telur EES-samninginn ekki geta þróast meira en orðið er. Þetta túlka menn þannig að íslending- ar þurfi að fara í alvöru að taka afstöðu til hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu, eða í það minnsta mun nánari samvinnu. Þá skipaði Halldór sérstaka Evr- ópunefnd innan flokksins sem hélt sinn fyrsta fund sl. sunnu- dag. Þann fund sátu 38 manns og í þeim hópi voru alla vega fjórir óflokksbundnir menn sem komu þar inn vegna sérþekkingar sinn- ar á málinu. Formaður nefndar- innar er Jón Sigurðsson, verkefn- isstjóri hjá Verslunarráði ís- lands. Afstaöa manna kortlögð „Við vorum að þessu sinni ekki að ræða sjálft viðfangsefnið, held- ur hvernig við ætluðum að halda á því,“ sagði Jón Sigurðsson. „Spurningalista upp á eina og hálfa síðu var dreift þar sem reynt er að grafast fyrir um allar hliðar málsins. Þá var lauslega um það talað að næsti áfangi gæti orðið umræður sem ganga út á sameiginlega skráningu á mati á stöðunni og horfunum fram und- an. Með þessum spurningum erum við að kortleggja afstöðu manna til málsins. Við vitum að skoðan- ir manna eru mjög skiptar. Ég tel að með því að ræða öll þessi mál getum við alveg náð sameigin- legri skilgreiningu og sameigin- legu mati þó við kunnum að vera ósammála um það hvort við eig- um að ganga inn í ESB eða ekki. Mér finnst að við eigum ekkert að vera að rífast um það á þessu stigi hvort við viljum ganga í Evrópusambandið eða ekki. Við eigum að reyna að tala um það hvaða skilmála við viljum gera í viðskiptalegri samvinnu við aðr- ar þjóðir. Þá er það útlendingur- inn sem verður að bregðast við því sem íslendingurinn er að segja. Það má vel vera að það loki alveg fyrir að ESB vilji tala við okkur, en þá vitum við af hverju það er.“ Jarðbundinn, tortrygglnn og seinn til „Sjónarhóll framsóknarmanna er gjarném nánasta umhverfi okk- ar hér á íslandi. Þetta hefur verið okkar hlutverk i stjórnmálunum. Framsóknarmaður er sá sem er svolítið jarðbundinn, tortrygginn og seinn til stórra breytinga. Hann er dálítið héraðsbundinn og bundinn við nærtæka hags- muni og vandamál. Þegar við erum komin fram á 21. öldina verðum við að fara að líta upp og taka önnur sjónarmið mjög alvar- lega til skoðunar. Þess vegna vilj- um við taka þetta mál sérstaklega út úr og fara yfír það á svolítið vandaðan hátt án þess að stilla fólki upp og segja ertu með þessu eða hinu. Þetta er bara ekki við- fangsefnið. Það er að fræðast um þetta, ræða málin og samræma sjónarmið. Við munum reyna að ljúka þessu verki tímanlega fyrir flokksþingið sem er í mars. Við erum að vinna þetta svolít- ið samþjappað núna til að reyna að ná því að verða jafnfætis öðr- Evrópa Aðild íslands að Evrópusambandinu er nú mjög í umræöunni. Jón Sigurðsson Formaöur Evr- ópunefndar Framsóknar- flokksins. Olafur Orn Haraldsson Örugglega skipt- ar skoðanir. um flokkum," sagði Jón Sigurðs- son sem telur að bæði Sjálfstæðis- flokkur og Samfylkingin séu komin mun lengra á veg í þessari umræðu en Framsóknarflokkur- inn. Ekki allir sammála Þingmenn flokksins eru ekki allir jafnsannfærðir um ágæti hugsanlegrar aðildar að ESB. Kristinn H. Gunnarsson hefur t.d. lýst yfir miklum efasemdum um ESB-aðild og að margt mæli gegn slíku. Fleiri raddir gegn ESB-aðild hafa komið fram að undanfömu og vakti þar m.a. hörð andstaða og viðvaranir Steingríms Hermannssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, athygli. Þá er það mat margra að Steingrimur hafi enn töluverð áhrif innan flokksins þó hann sé formlega kominn út úr pólitík- inni. Fleiri hafa viðrað skoðanir sínEU' á ESB, þar á meðal Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Örugglega sklptar skoð- anlr Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður flokksins, segist gera ráð fyrir því að Steingrímur Her- mannsson eigi enn sterk ítök í flokknum og hans sjónarmið nái því inn í raðir flokksmanna. Hann vill þó ekkert segja til um hvernig menn skipa sér í sveitir innan flokksins gagnvart ESB. „Það er alveg öruggt að bæði innan nefndarinnar og í Fram- sóknarflokknum eru skiptar skoðanir um þetta. Mér heyrist þó að það sé samdóma álit að það sé rétt að vinna í málinu. Við ætl- um að sjá til þegar að flokksþingi Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaðamaður kemur hvað við höfum þá í hönd- unum. Þá hvort og í hvaða bún- ingi það verði lagt fyrir þingið. Menn vilja taka á þessu af mikilli alvöru og vinna málið rækilega. Ég legg áherslu á að í þessari vinnu verði ekki bara setið og tal- að, heldur fái menn þar gögn og Halldór Asgrímsson Opnaði Evrópu- umræöuna innan flokksins. Kristinn H. Gunnarsson Hefur miklar efa- semdir um ágæti ESB. upplýsingar til að skoða nánar. Þetta er flókið og umfangsmikið mál og það hafa ekki allir haft tækifæri til að sökkva sér niður í þetta. Við verðum að reyna að átta okkur á hver verði þróun Evrópusambandsins til lengri tíma litið.“ SUF sammála formannin- um Samband ungra framsóknar- manna, SUF, hélt sitt 28. þing á Hólum í Hjaltadal i júní. Þingið kom talsvert inn á utanríkismál og telur að meginmarkmið utan- ríkisstefnu íslands sé að varð- veita sjálfstæði íslensku þjóðar- innar, yfirráð yfir auðlindum hennar, tryggja öryggi landsins, efla viðskipti við aðrar þjóðir og tryggja aðgang að erlendum mörkuðum. Ungir framsóknarmenn telja mikilvægt að samstarf Norður- landaþjóðanna haldi áfram. Þeir segja í ályktun sinni að stærsti vandi þessarar samvinnu sé sá að þjóðirnar eru ýmist aðilar að Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA) eða Evrópusambandinu (ESB) en síðan segir: „Ljóst er að EFTA eru samtök á undanhaldi á meðan ESB styrkist ár frá ári. Flestöll ríki í Evrópu hafa annaðhvort sótt um aðild að ESB eða eru líkleg til að gera það á næstu árum. Samstarfið um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur gengið vel það sem af er. Þróunin virðist hins vegar vera sú að við munum í æ ríkara mæli þurfa að taka löggjöf ESB óbreytta inn í íslenskan rétt án þess að hafa beina þátttöku í póli- tískri ákvörðunartöku. Nú siðustu mánuði hefur Evr- ópuumræðan farið af stað á nýjan leik hér á íslandi. SUF fagnar frumkvæði Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra og er ljóst að við íslendingar verðum að fylgjast náið með framvindu mála á þeim vettvangi. Þing SUF skorar á ríkisstjórn íslands að hefla sem fyrst vinnu við að skilgreina markmið ís- lands ef til aðildarviðræðna að ESB kemur. Núverandi kjörtima- bil verði nýtt til þessarar vinnu undir forystu Framsóknarflokks- ins.“ Nú reynir á Halldór Á þessu virðist ljóst að ungir framsóknarmenn eru tilbúnir að leggjast duglega á sveif með for- manni flokksins, Halldóri Ás- grímssyni. Ljóst er að næstu mánuðir verða framsóknarmönnum erfið- ir og þá mun virkilega reyna á leiðtogahæfileika flokksfor- mannsins og hvort honum tekst að sameina alla framsóknarmenn á bak við hreina og klára afstöðu til Evrópusambandsins og þá væntanlega með nánara sam- starfi við ESB af einhverju tagi. í dag hafa framsóknarmenn ekki fastmótaða stefnu í Evrópumál- unum og lítið að byggja á öðru en fáum orðum í stefnu flokksins fyrir núverandi kjörtímabil þar sem segir: „Að áfram verði unnið að því að styrkja samskipti íslands við ESB og vera vakandi fyrir breytt- um aðstæðum sem geta haft áhrif á framtíðarhagsmuni íslands." í sáttmála ríkisstjórnarflokk- anna er heldur engin afstaða tek- in til ESB-mála. Þar segir einung- is að áfram verði náið fylgst með þróun Evrópusambandsins með framtíðarhagsmuni íslands að leiðarljósi. Hugsanlegir árekstrar í ríkisstjórn Þrátt fyrir látlaust oröalag í ríkisstjómarsáttmála er vitað að afstaða Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, í þessum málum er alls ekki í þá veru að ESB-um- sókn sé neitt í deiglunni. Hann hefur marglýst þeirri skoðun sinni að ekkert sé í spilunum sem gefi tilefni til að sækja um aðild að ESB. Ef Framsóknarflokknum tekst, á grunni umræðna sem þegar eru hafnar, að móta ákveðna afstöðu til ESB-aðildar er ljóst að sam- starf viö Sjálfstæðisflokkinn verður mjög erfitt í framhaldinu. Því er spurning hvort framsókn- arforystan reyni ekki að teygja lopann varðandi stefnumótun þar til lengra verður liðið á kjörtíma- bilið. Þeir sem telja sig vel til þekkja segja þó ólíklegt að brjóta muni á þessu máli i ríkisstjórn- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.