Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 64
*u§ NY NISSAN ALMERA FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALOREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Þing Neytendasamtakanna: Staða samtak- anna mjög sterk - segir Jóhannes Gunnarson Þing Neytendasamtakanna var sett gær á Grand Hótel. Að sögn Jó- hannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, er staða sam- takanna mjög sterk. Fyrir tveimur árum var verulegur halli á samtök- unum en tekist hefur að rétta hann af og hagnaður er nú af starfseminni. „Ég séð fyrir mér að út á það eitt sé. hægt að auka starfsemina," segir Jó- hannes. Hann segir enn fremur að samtökin hafi haft mikinn meðvind meðal neytenda. „Það eru bjartir tim- ar fram undan og neytendur treysta greinilega Neytendasamtökunum og þau njóta virðingar hjá öðrum aðil- um á markaðinum," segir Jóhannes. Viðskiptaráðherra flutti ávarp á þinginu og ræddi meðal annars um mikilvægi þess starfs sem samtök á ' ■'* borð við Neytendasamtökin vinna og Jim Murrey, framkvæmdastjóri Evr- ópusamtaka neytenda, hélt fyrirlest- ur um neytendur á nýrri öld. Auk þess var farið yfir ársreikninga og tillögur fráfarandi stjórnar um stefnumótun í neytendamálum og starfsáætlun samtakanna 2000 til 2002 kynntar. -MA DV-MYND HILMAR ÞOR Sverrir Arngrímsson og Jóhannes Gunnarsson á þinginu í gær en þeir hafa báöir boðiö sig fram til aö gegna starfi formanns. Bíllaus dagur: Lögreglurannsókn vegna flugslyssins í Skerjafirði: Reykvíkingar áhugalausir Reykvíkingar virtust hafa lítinn áhuga á bíllausa deginum sem Reykjavíkurborg boðaði til í gær. Að sögn lögreglu var umferðar- þunginn í höfuðborginni svipaður og aðra föstudaga. Vagnstjórar SVR urðu ekki varir viö mikla fjölgun farþega og ekki þurfti að bæta við strætisvögnum vegna bíllausa dags- ins. „Aftur á móti sögðu margir vagnstjórar í morgun að þeim fynd- ist minni umferð heldur en vana- lega,“ sagði Lilja Ólafsdóttir, for- stjóri SVR. -SMK Hugmálastjóri situr á segulbandsupptökum lögregla leitar til dómstóla til að fá hljóritanir afhentar Tilboðsverö kr. 4.444 (J~X Lítil en ST' 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 línur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum P-touch 1250 Rmerkileg merkivél Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Þorgeir Pálsson ílugmálastjóri hef- ur neitað að af- henda Lögreglunni 1 Reykjavík afrit af segulbandsupptök- um flugumferðar- stjórnar frá þvi mánudaginn 7. ágúst sl. Þá um kvöldið fórst í Skerjafirðinum lít- il eins hreyfils flugvél frá Leiguflugi ísleifs Ottesen með þeim afleiðing- um að fjórir biðu bana og tveir sautján ára piltar liggja mjög alvar- lega slasaðir á gjörgæsludeild. Neitun flugmálastjóra barst lög- reglunni í fyrradag og má búast við því að lögreglan leggi fram kröfu um afhendingu segulbandanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Þorgeir Páls- son flugum- feróarstjóri Flak TF-GTI Flugslysiö í Skerjafiröi 7. ágúst sl. útheimti fjögur mannslíf og tveir þiltar liggja enn mjög alvarlega slasaöir á gjörgæsludeild. PA FER EG EKKI A VÖLLINN! Hafa vaöiö fyrir neöan sig Rannsókn Lögreglunnar i Reykja- vik fer fram að ósk aðstandenda annars piltsins sem lifði flugslysið af. Þess fyrir utan er Rannsóknar- nefnd flugslysa að rannsaka tildrög slyssins og hefur sú nefnd þegar fengið öll umbeðin gögn afhent, þar með taldar segulbandsupptökumar. Að sögn Þorgeirs Pálssonar vill Flugmálastjóm hafa vaðið fyrir neð- an sig áður en segulbandsupptök- umar er látnar lögreglunni i té. Hann segir lög um persónuvemd, tölvulög og fjarskiptalög gera að verkum að vafi geti leikið á því hvort réttar þeirra sem málið snert- ir sé nægilega gætt. „Allir sem að þessum upptökum koma eiga einhvem rétt í málinu. Hver einasti flugmaður og hver ein- asti flugumferðarstjóri á hugsan- lega hagsmuna að gæta. Þeir eiga sinn rétt og hans þarf að gæta,“ seg- ir Þorgeir. Þorgeir segir að þó að hann per- sónulega telji nánast sjálfgefið að að þær séu gagn í opinberu máli og að við eigum að fá þær,“ segir hann. Sigurbjöm Víðir segir lögregluna enn ekki tekna við að skrá fram- burð vitna en segir að það starf hefj- ist fljótlega. -GAR Formannskjör í Neytendasamtökunum: Stuðningur við óheiðarleg vinnubrögð - verði núverandi formaður endurkjörinn, segir Vilhjálmur Árnason Vilhjálmur Ámason, þingfúlltrúi andi formanni. „Það er löngu orðið á þingi Neytendasamtakanna, fagn- tímabært að gera breytingar í ar því að Sverrir Amgrímsson, Neytendasamtökunum," segir Vil- gjaldkeri samtakanna, hafi ákveðið að bjóða sig fram gegn Jóhannesi Gunnarssyni formanni. Hann telur að Sverrir sé mjög hæfur í starf formanns og er ánægður með að hann skuli hafa valið að bjóða sig fram gegn núver- hjálmur. Hann segir að það muni verða samtökunum til góða ef breytingar verða á stjóminni og það sé það sem samtökin þurfi í dag. Vilhjálmur segir að verði niður- staða sú í dag að núverandi for- maður verði endurkjörinn séu Neytendasamtökin að lýsa yfir stuðningi yfir óheiðarleg vinnu- brögð og er þar að vísa til vinnu- bragða formannsins á kaupum á ólöglegmn hugbúnaði fyrir samtök- in. „Ef núverandi formaður verður áfram á ég ekki lengur samleið með Neytendasamtökunum," segir Vilhjálmur að lokum. -MA Bikarúrslitaleikur: Eyjamenn edrú - synjað um vínveitingaleyfi Um tvö þús- und Vestmanna- eymgar, sem eru væntanlegir til Reykjavíkur á morgun til að fylgjast með bikarúrslita- leiknum i knatt- spyrnu á milli Eyjamanna og Akumesinga, IBV og IA Stuöningsmenn fá ekki aö skála fyrir leik. verða að fara þurrbrjósta á völlinn. Vestmannaeyingunum hefur verið synjað um vínveitingaleyfi í fordyri Laugardalshallarirmar þar sem þeir ætluðu að hita upp fyrir leikinn frá hádegi og fram til klukkan 14 þegar leikurinn hefst: „Þetta þykir okkur undarlegt. Ef um ballett eða myndlistarsýningu hefði verið að ræða þá hefði mátt veita áfengi en af því að þetta er kappleikur má það ekki,“ sagði Wil- helm Norðfjörð veitingamaður sem séð hefur um upphitunarveislur Eyjamanna undanfarin ár. „Borgar- stjóm ber fyrir sig nýjum reglum sem banna vinveitingar fyrir og eft- ir kappleiki. Þetta þykja okkur slappar móttökur og Eyjahópurinn er það stór að hann rúmast ekki hvar sem er. Upphitunin er í þeirra augum hluti af leiknum en margir þeirra eyða stórfé í höfuðborginni í gistingu og annað. Þeir skilja ekki þessar móttökur." -EIR lögreglan fái upptökurnar verði framkvæmdin að vera með réttum hætti. „Það eru til dæmis ýmis ákvæði um að þegar hlustað er á slíkar upptökur eigi þeir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta rétt á að vera viðstaddir," segir hann. Þorgeir segir að öll gögn frá umræddum degi séu til og að þau séu í öruggri vörslu. Sigurbjöm Víðir Eggerts- son, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni í Reykjavik, sem stjómar rannsókn lögreglunnar á flugslysinu í Skerjafirði, seg- ir lögregluna nú vera að afla sér gagna vegna rannsóknarinnar. Hann segir það hafa gengið vel að frátaldri neitun flugmálastjóra vegna segulbandsupptakanna, t.d. hafi fengist gögn úr radar um flug- umferð á umræddum tíma. Sigurbjöm telur aðgang að segul- bandsupptökunum grundVallarat- riði í rannsókn málsins. „Við teljum Ólgan í KR: Andri ekki til Salzburg Knattspymustjaman Andri Sig- þórsson flaug ekki utan í gær til samninga við knattspyrnufélagið Salzburg í Austurríki eins og hann hafði fyrirhugað. Mikil ólga hefur verið innan KR að undanfömu vegna samningsklúður við Andra sem getur leitt til þess að rekstarfé- lag KR fái ekkert fyrir sinn snúð geri skærasta stjama þeirra stór- samning við Salzburg. „Hann fór ekki en ég get ekki sagt hvers vegna,“ sagði kærasta Andra í gærkvöldi og Björgólfur Guð- mundsson formaður KR-Sport hf., sagði: „Þessi frestun á ferð Andra er ekki mnnin undan rifjum okk- ar.“ -EIR 'J-'t J •'fí .. / DVJHYNDIR SÆDÍS GUÐMUNDSDÖTTIR Mikið skemmdur Búnaöur úr bílnum var á víö og dreif um móana. Slökkvibíll valt DV, GRUNDARFIRDI: Tilkynnt var um eld í Lárkoti i Eyrarsveit kl. 13.35 í gær. Slökkvi- liðið lagði fljótt af stað í útkallið og var á akstri á malarvegi sem liggur að Lárkoti þegar vegkanturinn gaf sig. Valt bíllinn heilan hring og lenti á hjólunum. Slökkviliðsmenn- irnir sluppu með skrekkinn en bíll- inn er. þónokkuð dældaður. Bíll þessi er kominn til ára sinna, hann er af gerðinni Bedford árg. 1961. Búið er að ganga frá kaupum á nýj- um bíl sem er væntanlegur eftir áramótin -DVÓ/SHG 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.