Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Paula Yates Fjögurra ára dóttir hennar er nú munaðarlaus. Barist um yngstu dóttur Paulu Yates Hungurpopparinn Bob Geldof hefur tímabundið fengið forræöið yflr Tiger Lily, íjögurra ára dóttur Paulu Yates og söngvarans Michaels Hutchence. Að sögn breskra blaða var það Tiger Lily sem fann móður sína látna í rúm- inu síðastliðinn sunnudagsmorgun. Bob Geldof er fyrrverandi eigin- maður Paulu og faðir þriggja eldri dætra hennar. Pauia skildi við Bob og tók saman við Michael fyrir nokkrum árum. Michael framdi sjáifsmorð á hótelherbergi í Sydney fyrir þremur árum. Móðir Michaels og systir hans, Tina og Patricia Glassop, sem báðar búa í Kalifomíu hafa þegar haft sam- band við lögmenn í London til þess að tryggja sér forræðið yfir Tiger Lily. Breska blaðið Times hefur það eftir Patriciu að hún ætli að berjast til að reyna að fá forræðið yfir litlu stúlkunni. Faðir Michaels Hutchences, Kell, sem býr í Ástralíu, telur hins vegar að bamabarninu muni líða best hjá Geldof. „Ég óska Tiger Lily aðeins hins besta. Ég held að báðir aðilar eigi eftir að setjast niður saman og gera áætlun um framtíð hennar," sagði Kell í viðtali á heimili sínu í Ástralíu. Krufning hefur enn ekki leitt í ljós dánarorsök Paulu. Breskir íjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi drukkið á laugardaginn, auk þess sem leifar af heróíni og hassi hafi verið á náttborði hennar. Á borð- inu var einnig tómt verkjalyfjaglas. Heygaröshornið Af hverju lætur konan svona? leiðarvísir um tíðahring kvenna Tíðahringur konunnar er 28 dag- ar. Hormónar og boðefni eru öflug- ustu stjómtæki náttúrunnar sem hafa bæði áhrif á líkama og sál. Skapferli kvenna breytist í takt við sveiflur í hormónabúskapnum og það getur verið skammt milli hjúf- urþarfar og morðæðis. Það getur því skipt sköpum í samskiptum kynjanna að karlmenn þekki á klukku tíðahringsins og viti hvers vegna konur eru eins og þær eru. Lítum aðeins nánar á málið. Dagar nr. 1-5 Við upphaf tíðahrings minnkar magn estrógen-hormóna í blóð- inu. Á þessum tíma eru að- eins 2% líkur á að samfarir leiði til getnaðar. Þetta gætu verið góðar fréttir en eru það ekki því lágt estrógenmagn gerir að verkum að konan hefur lít- inn áhuga á kynlífi. í henn- ar augum er karlmaðurinn húsgagn þessa daga. Skortur á estrógeni veldur einnig andvökum og eirðarleysi svo á þessum dögum eru konur sér- lega afkastamiklar og áhugasamar um húsverk. Dagar 6-9 Um þessar mundir líður konunni vel. Hún er í góðu jafnvægi og hormónar og boðefni eru í góðu jafnvægi. Nýjar hugmyndir eru vel þegnar og þeim er oft tekið með stillingu og jafnaðargeði. Þetta gæti þvi verið góður tími til að koma á breytingum, lægja öldur og gera upp gömul ágreiningsefni. Kannski fær gamla hugmyndin um tveggja holu golfvöll í garðinum grænt ljós. Dagar 10-14 Nú fer að verða gaman því aukið magn andrógen-hormóna í blóði kvenna vekur með þeim heilbrigð- an og lifandi áhuga á kynlífi. Um þessar mundir þarf ekki að grenja út neitt með eftirgangsmunum held- ur er konan alltaf til í tuskið og snarast úr naríunum af minnsta til- efni. Þetta eru því skemmtilegir en krefiandi dagar fyrir eiginmenn og elskhuga. Dagur 15 Þessi dagur er eiginlega há- punktur tíðahringsins. Hér eru mestar lík- ur á getnaði og konan beinlínis óðfús til þess að lifa kynlífi. Það þarf ekki endilega að vera með eigin- manninum því rannsóknir sýna að á þessum stað í hringnum eru konur lík- legastar til að halda fram hjá. Rannsóknir í nætur- klúbbum sýna að á þessu skeiði klæðast konur flegnari og aðskornari fötum en aðra daga. Ástæðan? Þær eru í veiðihug. Þess vegna er skynsamlegt að sleppa þeim ekki út af heimilinu heldur sinna af alúð því hlutverki sem náttúran ætlast til og gera dag- inn að degi kynlífs og losta. Dagur 16-23 Nú fer estrógen aft- ur minnk- andi og dregur úr frjósemi. Af ein- hverjum furðulegum ástæðum lað- ast konur að mjúkum kvenleg- um mönnum á þessu skeiði. Það er vegna þess að hún er ekki lengur að leita að stórum og sterkum manni heldur einhverjum sem sinnir heimilinu. Það getur því borgað sig að vera almennilegur og reyna að snúa mýkri hliðinni út. Nú er vinsælt að setja á sig svuntuna og muna eftir að vökva blómin og horfa með henni á Providence eða Friends í sjónvarp- inu. Dagar 24-26 Estrógen minnkar Tíðahríngurinn Það eru 28 dagar í tíðahringnum. Á þessum tíma getur skapferli kvenna sveiflast frá hjúfur- þörf til moröæðis á skömmum tíma. enn en progesteron-hormón eykst í staðinn. Á þessum dögum er skap- ferli kvenna afskaplega óstöðugt og getur blossað upp í ofsalegum bræðiköstum með engum fyrirvara. Konan er viðkvæm fyrir gagnrýni, uppstökk, grjátgjöm, úrill, áhuga- laus og hefur nagandi áhyggjur af útliti sínu. Þetta eru því góðir dag- ar til þess að fara út að skokka og brenna við það bæði hitaeiningum og fá útrás fyrir pirring og reiði. Á þessum tíma eru skynsamir eigin- menn undirgefnir og leiðitamir og forðast þrætur og uppistand því hjónabandiö er jarðsprengjusvæði. Þetta er nefnilega sá tími tíða- hringsins sem hin illræmda fyrir- tíðaspenna nær hámarki sínu en fyrirtíðaspenna er nokkurs konar safnheiti yfir fiölda einkenna sem flest eru hættuleg. Það er á þessum tíma sem leirtauið getur flogið, hjónabönd rofna, það er grátið út af tómati sem datt í gólfið og það er á þessum tíma sem konur myrða eig- inmenn sína. Förum varlega, bræð- ur. Dagar 26-28 Þetta er tiltölulega hættulítill tími þvi fyrirtíðaspenna hverfur eða dregur úr henni. Enn dregur úr flæði hormóna því nú er hringur- inn við það að lokast og hefiast að nýju. Þetta getur leitt til löngunar í feitmeti og sætindi sem getur vissu- lega hresst upp á sálina en situr lengi á líkamanum. Það er því ekki ráðlegt að láta eftir þessum löngun- um. Eiginmaður sem vill vera góð- ur við konu sína ætti því ekki að fara og sækja ís handa henni. Hon- um yrði eflaust kennt um að hafa látið hana borða sætindi sem gera hana svo feita. -PÁÁ Þessi hvimleiða hrósþörf Gu&mtindur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV Er þetta ekki að verða ágætt með þetta víkingaskip? í hvert sinn sem „Is- lendingur" leggur að höfn einhvers staðar við Ameríkuströnd linnir ekki látum hér heima yfir stórsigrum í land- kynningu, frábærum viðtökmn og lang- vinnu lófataki þar vestra yfir því að „við“ hefðum „fundið" Ameríku; lát- laus viðtöl dynja á manni þar sem eng- inn á orð yfir velgengninni og misgáfu- legar bollaleggingar þarlendra um Leif Eiríksson og „rit hans“ vekja hér ómælda hrifningu. Og skipið ekki einu sinni komið til New York. Það er að sjálfsögðu skemmtilegt að fólk skuli láta rætast skringilega drauma og áhöfnin á „íslendingi" er áreiðanlega að upplifa mikið ævintýri, skipstjórinn og skipasmiðurinn hefur sýnt mikla djörfung og lofsverðan dugnað við að lita líf sitt og samferða- fólks síns um ókominn aidur og ferðin sjálf er skemmtOegt ævintýri á borð við það þegar fólk smíðar skútu og fer í kringum hnöttinn. Þessu mætti öllu gera skil í greinargóðu viðtali í sunnu- dagsblaði Moggans að aflokinni ferð- inni, en óþarfi er að minna okkur hér heima á það á tveggja daga fresti að okkur beri að vera eitthvað sérstaklega stolt yfir þessu tiltæki eða lifa okkur inn í það umfram það að horfa yfirleitt með vinsemd á brölt náungans. Allt snýst þetta um sjálfsmynd. Allt snýst þetta um löngun lltillar þjóðar til að bera höfuðiö hátt í heiminum. Spumingin er bara: hvemig fórum við að þvi? Yfir hveiju eigum við að bera höfuðið hátt? Að hafa fundið Ameríku? Fundum við Ameríku? Hvemig sem ég leita í sjálfum mér verð ég hvergi var við það að í mér sé að finna þess háttar mann sem finnur Ameríku, hvort sem sú Ameríka er í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Þetta eilífa landafundatal felur í sér hvimleiöa yf- irfærslu og kjánalegan þjóðarbelging: Hamrað er á því að við Islendingar séum í eðli okkar „landafundaþjóð" og látið liggja að því að við séum öðrum jarðarbúum fremri á því sviði að finna einhverja Ameriku - í eðli okkar nokk- urs konar uppfinningamenn, sífellt að finna eitthvað nýtt, hvort heldur í tækni og vísindum eða listum. Öllum þjóðum er nauðsyn að eiga sér skáldaða sjálfsmynd - öðm nafni sjálfsblekkingu. Og hver veit nema þessi hugmynd geti reynst einhverj- um nauðsynlegur aflvaki til ein- hverra afreka. En það fer ekki vel á því að hafa mjög oft orð á sínum sjálfsblekkingum - þá kann að falla á þær of sterkt ljós. Og það er líka um- deilanlegt hversu geðslegt er að sam- sama sig svo mjög hugmyndinni um víkinga, þessa sjóræningja og ribb- alda sem létu greipar sópa um önnur Víð unnum þau afrek okkar á pappír og skinn sem okkur fannst að við œttum að hafa unnið. Þar fundum við daglega okkar Ameríku. Og unn- um þá um leið bók- menntaleg afrek sem sjálfsagt og eðlilegt er að vera stoltur af - nægilega stoltur af til að láta ógert að betla lof um það frá Guntheri Grass, svo ann- að nýlegt dœmi um þessa hvimleiðu hrósþörf sé tekið. lönd og stóðu þar að voðaverkum í líkingu við þau sem við fordæmum öll nú á dögum þegar hetjur og skáld fara með stríð á hendur konum og böm- um, líkt og í fyrmm Júgóslavíu. Þurfi fólk endilega að lifa sig inn í það að með því búi arfbomir eigin- leikar komnir frá gengnum kynslóð- um fer ekki hjá því að nærtækara sé fyrir íslendinga að lifa sig inn í hlut- skipti fómarlamba slíkra raufara sem víkingar vom: við voram um aldir vopnlaus og þrautpínd af náttúm og vondri samfélagsgerð og þegar enskir í;/ >i / X V \ ■ ■ 1 » A-' ræningjar komu hér varð fátt um vamir; að ógleymdum þeim alþjóða- lýð sem hér gerði strandhögg og hefúr verið kenndur við Tyrki svo lengi sem elstu menn muna - þá hlupu meintir afkomendur víkinga í felur. Eins og Hermann Pálsson orðaði það einhvern tímann í snjallri ræðu þá vomm við íslendingar pappírsvík- ingar. Við unnum þau afrek okkar á pappír og skinn sem okkur fannst að við ættum að hafa unnið. Þar fundum við daglega okkar Ameríku. Og unn- um þá um leið bókmenntaleg afrek sem sjálfsagt og eðlilegt er að vera stoltur af - nægilega stoltur af til að láta ógert að betla lof um það frá Guntheri Grass, svo annað nýlegt dæmi um þessa hvimleiðu hrósþörf sé tekið. Sérvitur smáþjóð sem kunni ekki með sverð að fara, hvað þá plóg og hafði naumast fúndið upp hjólið en var haldin undursamlegu ritæði: er það ekki sjálfsmynd sem nægir til að bera höfúðið hátt í heiminum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.