Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 * Tilvera r>v ■ Möguleikhúsið við Hlemm sýnir f Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í ; dag kl. 16. Verkinu hefur verið , frábærlega tekið af gagnrýnend- um. Verk sem vert er að sjá. Klassík ■ KENNARAR I SALNUM I dag J munu Margrét Stefánsdóttir . flautuleikari og Dewitt Tipton pí- anóleikari flytja verk eftir Schubert, Copland, Hoover, Liberman og God- I ard. Tónleikarnir eru hluti af tón- y leikaröö kennara Tónlistarskóla I Kópavogs og hefjast kl. 17.00. . Leikhús . ■ MEP FVILUtl REISN Svning í kvöld kl.19. Miöasölusíminn er op- inn alla daga frá kl. 12 til 19. ■ SHOPPING ANP FUCKING EGG- leikhúsiö sýnir í samvinnu viö Leikfé- lag íslands í Nýlistasafninu verkiö Shopping and Fucking í kvöld, kl. 20. Verkiö hefur vakiö mikla athygli. t ■ AF STORMI OG ORMI Stormur V og Ormur er sýnt í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 kl. 15 í . dag. Sýningin hefur fengið mjög ’ góöa dóma. ■ BJARNI HAUKUR ER HELLISBÚI 1 Bjarnj Haukur er enn þá Helllsbú- i inn í Islensku óperunni. Sýningin , gengur enn fyrir fullu húsi. Holl lexía fyrir bæöi kynin. Leikstjóri er Sigurö- ' ur Sigurjónsson. Sýning í kvöld kl. , ■ SEX I SVEIT Sýningum á Sex í r sveit í Borgarleikhúsinu fer óöum fækkandi. Verkiö er sýnt í kvöld kl. ♦ 19. > ■ SJÁLFSTÆTT FÓLK Leikgerö r Kjartans Ragnarssonar og Sigríöar ! Margrétar Guömundsdóttur á SJálf- i stæöu fólkl eftir Halldór Laxness er ^ enn þá sýnd í Þjóðleikhúsinu viö j góöar undirtektir. Sýningin er nýkom- , in frá Expo 2000 í Þýskalandi þar \ sem þaö fékk einstakar viötökur. I Þaö er langur leikhúsdagur í dag og því báöir hlutarnir sýndir. Sýninga- fjöldi er takmarkaöur. , Kabarett ■ QUEEN A BROAPWAY Queen sýningln hefur fengiö frábærar viö- tökur og er um aö gera aö fjöl- menna á sýninguna á Broadway í kvöld. Eiríkur Hauksson og aðrir söngvarar fara á kostum í þessari sýningu þar sem allir helstu Queen- smellirnir fá aö hljóma. Opnanir ■ OPNANIR í GERÐARSAFNII dag kl. 15.00 veröa opnaöar sýningar á verkum Karólínu Lárusdóttur, Þórö- ar Hall og glerlistafólksins Slgrúnar Einarsdóttur og Sörens Larsens 7 Listasafni Kópavogs - Geröarsafnl. Sýningarnar standa til og meö sunnudagsins 8. október og eru opnar alla daga nema mánudag frá 11-17. Karólina Lárusdóttir opnar málverkasýningu í austursal safns- ins. í vestursal safnsins opnar Þórð- ur Hall sýningu á málverkum sem unnin eru í olíu á striga. ■ LANDSLAG í GALLERÍ REYKJA- VIK I dag kl. 15 opnar Olöf Birna Blöndal einkasýningu í Gallerí Reykjavík. Inntak hluta verkanna€M sótt til Mývatns- og Möðrudalsör- æfa með áherslu á birtu og litaskil í náttúrunni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18, laugardaga 11-17. Opnunardaginn er opiö frá 14-17. Sýningunni lýkur 7. október. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is Margrét Stefánsdóttir flautnleikari og Dewitt Tipton í Salnum : Tónlistarkennarar koma fram Tónlistarskóli Kópavogs efnir í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópa- vogi til tónleikaraðar þar sem kenn- arar Tónlistarskólans koma fram. Haidnir veröa sex tónleikar í vetur. Fyrstu tónleikamir í tónleikaröð- inni eru í dag kl. 17.00 og munu þau Margrét Stefánsdóttir flautuleikari og Dewitt Tipton pianóleikari flytja verk eftir Schubert, Copland, Hoover, Libermann og Godard. Margrét Stefánsdóttir flautuleik- ari stundaði tónlistamám á Akur- eyri en hélt til Bandaríkjanna í framhaldsnám og útskrifaðist með Bachelorgráðu í tónlistarkennslu frá Virginía Tech., Blacksburg Virg- inia og siðar mastersgráðu i flautuleik frá University of Rlinois, Champaign-Urbana. í framhaldi af því hlaut hún styrk frá University of Illinois til frekara náms. Hún lauk doktorsgráðu í flautuieik frá sama skóla árið 1999 undir hand- leiðslu prófessors Alexande Murray. Kyle og Scott Frekar niöurlútir eftir aö kviknaö hefur í bíl þeirra. Doktorsritgerð Margétar nefnist Pedagogical and Musical Aspects of Flute Duets. Margrét hefur komið fram sem einleikari víða og spilað með hljómsveitum i Bandaríkjun- um, Þýskalandi og á íslandi. Mar- grét er flautukennari við Tónlistar- skóla Kópavogs og leikur með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Dewitt Tipton píanóleikari lauk mastersgráðu frá University of Illin- ois, Urbana-Champaign áriö 1979 og doktorsgráðu í samleik og raddþjálf- un frá sama skóla árið 1997. Hann á langan feril að baki sem meðleikari, bæði með hljóðfæraleikurum og söngvurum, einleikari, kórstjóm- andi, organisti og kennari. Dewitt starfar nú sem leiðbeinandi í tónlist við Peace College, Raleigh, organisti við Raleigh Moravian Church, Raleigh, stjórnandi Asheville Symphony Chorus, AshevUle, North Carolina og sem free-lance píanó- leikari. Stjörnukvöld á Kringlukránni Gagngerum breytingum á húsnæði Kringlukrárinnar er nýlokið. í tilefni þess bauð kráin til kynningar á Stjörnukvöldum sem verða i boði um helgar í vetur. Dagskráin var fjöl- breytt og má nefna að Borgardætur sungu, Kristján Eldjám lék á gítar og Pálmi Gunnarsson, Sigga Beinteins og Björgvin Halldórsson sungu. Einnig kom Margrét Eir fram ásamt hljóm- sveit sinni. Gestgjafi kvöldsins var Rósa Ingólfsdóttir. Markmiðið með Stjömukvöldunum er að ná fram nálægð milli gesta og flytjenda, svipað því og gerist á svokölluöum „unplugged" tónleikum. Boðið var upp á pinnamat og veigar og sóttu 300 til 400 manns kynninguna sem stóð frá klukkan 8 til 24. Rósa Ingólfsdóttir Rósa var gestgjafi kvöldsins. Otti Þór Kristmundsson hjá Bónus og Harpa Hauksdóttir Boöiö var upp á pinnamat og veigar. Jón Rafnsson bassaleikari og Kristján Eldjárn gítarleikari Markmiöiö meö Stjörnukvöldunum er aö ná fram nálægö milli gesta og flytjenda, svipaö því og gerist á svokölluö- um „ unplugged“ tónleikum. m Bíógagnrýní Kringlubíó/Laugarásbíó - Road Trip: ★ ★ N eöanbeltishúmor Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Kyle og Scott Frekar niöurlútir eftir aö kviknað hefur i bíl þeirra. Einn helsti gallinn við banda- rískar gamanmyndir sem fjalla um líf háskólanema er hversu formið er fastmótað. Þú hefur í hverri myndinni á fætur annarri ná- kvæmlega sömu persónurnar og oftar en ekki sömu atburðarás með sömu bröndurunum, það er aðeins útfærslan á efninu sem er öðruvísi hverju sinni. Svo þegar allt í einu dúkkar upp frumleg mynd um þetta staðbundna efni, mynd eins og American Pie, þá er segin saga að í næstu kvikmyndum má sjá eitthvað sem líkist einhverju at- riði í American Pie. Inn í þennan ramma fellur Road Trip. Það er ekki aðeins að húmorinn er stund- um í anda American Pie heldur lék einn leikarinn, Seann WiUiam Scott, í þeirri mynd og minnir rækilega á hvaðan Road Trip er -upprunnin. Myndin er sögð af sögumanni sem i þessu tilfelli er í misheppn- aðri sýningarferð með hóp um há- skólann í íþöku. Til að bjarga mál- unum fer hann að segja söguna af félögunum fjórum sem fóru þrjú þúsund kílómetra á bíl til að koma í veg fyrir að póstsending bærist til kærustu eins þeirra. Pósturinn inn- heldur spólu sem sýnir þegar einn þeirra, Josh, eyðir heitri nótt með faUegri stúlku. Meinið er að sú sem er að fá spóluna í hendur er unnusta Josh. Mistök höfðu orðið og i stað þess að spóla þar sem Josh lýsir yfir eUífri tryggð við kærust- una fer þessi framhjáhaldsspóla í póstinn. Við fáum síðan skrautlega lýsingu á ferð Josh og félaga hans, auk þess sem við fylgjumst með sögumanninum inni á mUli, bæði í nútíð og fortið þar sem hann reynir að fæða kyrkislöngu á mús. Road Trip er að mörgu leyti fynd- in og skemmtUeg, húmorinn er oft- ast neðanbeltis, sem getur verið dá- lítið þreytandi tU lengdar, en geng- ur samt aö mestu leyti upp í þetta skiptið. Einn helsti gaUi myndar- innar er að hún er að reyna að vera bæði sæt og ljúf og gróf og hispurs- laus, blanda sem ekki virkar og ger- ir það að verkum að persónumar eru frekar léttvægar. Þær fá margar fyndnar setningar tU að fara með og lenda í ýmsum uppákomum, sem eru sniðugar en virka samt ekki. Það er ekkert á bak við þær frekar en aðrar persónur í myndinni sem sést bregða fyrir i einstaka atriðum. Lelkstjóri: Todd Phillips. Handrit: Todd Phillips og Scot Armstrong. Kvikmynda- taka: Mark Irwin. Mike Simpson. Aftal- hlutverk: Breckin Meyer, Seann William Scott, Amy Smart, Paulo Costanzo og DJ Qualls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.