Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað ____________________________________________________________________________________DV Mótorhjólamenn landsins sameinast á sunnudag: Safna fé fyrir tryggingafélögin „Okkur fannst við verða að gera eitthvað í þessu. Trygginga- félögin virðast hafa það svo bág- borið, samanber hversu há ið- gjöldin eru, að þeim veitir ekki af stuðningi," segir Víðir Finns- son, ritari Bifhjólasamtaka lýð- veldisins, um áheitatónleika þá sem haldnir verða á Ingólfstorgi á simnudag. Þar ætla hin ýmsu bifhjóla- samtök landsins að sameinast og safna fé fyrir tryggingcifélögin. Fjöldi tónlistarmanna Á meðan tónlistarmenn úr röðum bifhjólaeigandanna stiga á stokk, menn eins og Bjarni Tryggva og hljómsveitirnar KFUM and the andskotans og Stimpilhringirnir, munu tón- leikagestir geta sýnt stuðning sinn við tryggingafélögin með fjárframlögum. „Ég býst við að söfnunarbauk- ur verði látinn ganga á milli,“ segir Víðir og bætir við að pen- ingunum verði dreift bróðurlega á milli tryggingafélaganna. Hvað búist þið við að safna miklu? „Við höfum ekki sett okkur nein takmörk en vonum nátt- úrlega að almenningur sé á sama máli og við og sjái það að tryggingafélögin þurfa á stuðningi að halda," segir Víðir. Hann vonast til þess að sjá sem flesta bifhjólaeigendur koma á fákum sínum á Ingólfstorgið enda er þessi góðgerðasamkoma kjörið tækifæri til að sýna hjólin áður en þeim verður flestum lagt inn í skúr fyrir veturinn. Dagskráin hefst kl. 14. -snæ Prinsessan Marta Lovísa hefur ekki hneykslað norsku þjóðina eins mik- ið og Hákon bróðir hennar. Norska prinsessan: Les fyrir börnin Á meðan norski krónprinsinn Há- kon er litinn hornauga fyrir það að vera kominn í óvígða sambúð með einstæðri móður vinnur systir hans, prinsessan Marta Lovísa, sig í álit meðal norsku þjóðarinnar. Fljótlega mun hún nefnilega gleðja börn lands- ins með söguupplestri í norska ríkis- sjónvarpinu. Sögurnar munu að sjálf- sögðu fjalla um prinsessur og prinsa eins og sönnum ævintýrum sæmir en hugmyndina að upplestrinum mun prinsessan sjáif hafa átt. Hverjir eru líka hæfari til þess að lesa upp kon- ungleg ævintýri en einmitt prinsess- ur? Prinsessan mun þó ekki vera á konunglegum launum við verkið held- ur verður hún í sama launaflokki og aðrir starfsmenn ríkissjónvarpsins. Þetta framtak á örugglega eftir að gleðja böm landsins og kannski dreifa athyglinni frá bróður hennar sem hef- ur heldur betur þurft að þola sviðs- ljósið að undanfórnu. Menn með markmíð Sniglarnir standa fyrir útitónleikum á Ingólfstorgi á sunnudag. Bifhjólaeigendur eru hvattir til aö mæta á fákum sínum og almenningur með aflögu aura í vasanum til styrktar tryggingarfélögum landsins. Survivor 16 manns eru sendir á eyðieyju og í lokin stendur aðeins einn eftir með milljón dollara. Þáttur sem er að gera allt vitlaust í USA. i% 'Sfí'íí /-'V; The Practice Líf og starf lögfræðinga á lítilli lögmannsstofu. Þættirnir hlutu EMMY verðlaunin 1999 sem besta þáttaröðin vestanhafs. 'wm* Judging Amy Einstæð móðir flytur í smábæ og gerist dómari. Þættirnir hafa hlotið lof gagnrýnenda og verið tilnefndir til fjölda EMMY verðlauna. föstudagur 0 Charmed Fylgist með systrunum og heillanornunum Charmed berjast við djöfla og dára. Providence Stórborgarlæknirinn sem snýr aftur til heima- bæjarins. Einn vinsælasti þátturinn á SKJ ÁEINUM. Oh! Grow Up Allt getur gerst þegar þrír ólíkir karlmenn búa saman og glíma við ýmis spaugileg vandamál. Two Guys a Girl and a ... Þessi skemmtilegi gamanþáttur snýr aftur og verður á dagskrá á laugardagskvöldum. Everybody loves Raymond Gamanþáttur fyrir alla fjölskylduna. Hlaut EMMY verðlaunin árið 2000 fyrir bestu aðalleikkonu í gamanþætti fimmtudagur 21:00 5 . Son of the Beach Howard Stern er ekkert heilagt og sannar það í þessum sprenghlægilegu þáttum þar sem gert er óspart grín að þáttum á borð við Baywatch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.