Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Messað um bæk- ur í Gautaborg Á hverju ári eru haldnar ótal bókamessur og bók- menntahátíðir víðs vegar um álfuna. Jón Yngvi Jó- hannsson, bókmennta- gagnrýnandi á DV, var á bókamessunni í Gauta- borg um síðustu helgi og segir hér frá messunni og þátttöku íslendinga. Það fyrsta sem mætir manni við innganginn að bókamessunni í Gautaborg er skjaldarmerki ís- lenska lýðveldisins sem prýðir ráð- stefnuhús sænsku messunnar. Þótt manni hafi verið sagt ýmislegt um útþenslu íslendinga á norrænum bókmenntamarkaði virðist þetta kannski vera heldur langt gengið. Þegar nánar er að gáð kemur hin raunverulega ástæða í ljós: stofn- andi messunnar og framkvæmda- stjóri reynist jafnframt vera ís- lenski konsúllinn: Bertil Falck. Það er kannski engin furða að íslensk- um bókmenntum hafi verið sinnt vel á þessari messu undanfarin tíu ár. Fyrir saklausan gagnrýnanda ofan af íslandi, sem hefur aldrei komið á svona messu fyrr, er stærð- in og fólksfjöldinn allt að því yflr- þyrmandi. Þetta er eins og að koma á iðnsýningu í Laugardalshöllinni - ef einhver man eftir þeim - marg- faldað með tíu. Og allt þetta fólk er þama komið til að skoða bækur, tala um bækur og ekki síst selja bækur. Sýningin sjálf fer fram á einni hæö í nokkrum sölum en á efri hæð eru ráðstefnusalir þar sem var samfelld dagskrá frá tíu til sex alla daga. Fyrstu tvo dagana er messan aðeins opin fagfólki en á laugardag og sunnudag er hún opin almenningi og þá streymir fólkið inn, bæði Svíar og jafnvel Danir og Finnar sem hafa brugðið sér yflr sundið. Ásýnd messunnar breytist svolitið við þetta, fólkinu fjölgar og meðalaldurinn lækkar - allt í einu eru barnavagnar á hverju homi, salarkynnin verða erfiðari yflrferð- Einar Kárason vakti athygli fyrir markvissar spurningar. Einar starfaöi um hríö í útvarpi viö hliö Stefáns Jóns Hafsteins sem hefur án efa skólaö hann. ar og biðraðir myndast við kvennaklósett. íslensk þátttaka i messunni fór al- veg örugglega ekki fram hjá neinum að þessu sinni. Kápa sýningarskrár- innar var prýdd málverki eftir Sig- rúnu Eldjám, sem var einnig með sýningu í íslenska básnum á mess- unni. Þar mátti einnig finna úrval íslenskra bóka á íslensku og erlend- um málum ásamt landslagsmyndum eftir Sigurgeir Sigurjónsson sem vöktu mikla athygli gesta sem komu í básinn. Þema bókamessunnar að þessu sinni var norrænar bókmenntir - þetta var augljóst á ráðstefnuhlut- anum þar sem norrænir rithöfund- ar og bókmenntafólk voru áberandi. Það voru þó bara Finnar, íslending- ar og Færeyingar sem vom með sér- staka bása á sýningarsvæðinu, auk óteljandi sýningarbása frá sænsk- um forlögum, fjölmiðlum og menn- ingarstofnunum. íslenski og finnski básinn stóðu hlið við hlið og Finn- arnir voru með mikla dagskrá sem íslenski básinn naut góðs af. Is- lenski básinn hefur nú staðið á svip- uðum slóðum á Gautaborgarmess- unni í 10 ár og notiö mikilla vin- sælda. Hann er nær eingöngu verk einnar konu, Önnu Einarsdóttur hjá Máli og menningu, sem bæði sér um Hinn íslenski klassíker Thor Vilhjálmsson var af spekingum í Gautaborg talinn til alþjóðlegra klassískra höfunda. básinn og skipuleggur fjölda uppá- koma með íslenskum rithöfundum ár hvert. Þar er lika samkomustað- ur íslensku þátttakendanna og stundum mátti sjá þar við af- greiðslu rithöfunda eða aöra þátt- takendur. Fyrir tíu ámm voru íslenskar bókmenntir sérstaklega í sviðsljósi hátíðarinnar. Þá voru vart aðrir höfundar en Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson þýddir á sænsku. Nú koma verk fjölda ís- lenskra höfunda út á sænsku og öðr- um Norðurlandamálum á ári hverju en útgáfa þar hefur reynst besta leiðin til að ná til lesenda sunnar i Evrópu, í Þýskalandi, á Spáni, ítal- íu og á hinum risavaxna enskumæl- andi markaði. Íslensk-írskt, íslensk-finnskt, íslensk-norskt Flest atriðin sem íslendingar tóku þátt í fóru fram á fóstudegin- um og laugardeginum. Undirritaður tók raunar þátt í pallborði um nor- rænar bókmenntir og bókmenntalíf á fimmtudeginum en á fóstudegin- um var komið að íslenskum skáld- um og rithöfundum, auk þeirra Ömólfs Thorssonar og Gísla Sig- urðssonar sem ræddu um landa- fundi í sérstakri dagskrá. Eitt af því sem samfelld þátttaka íslendinga á messunni hefur skilað er að íslensk- Steinunn Siguröardóttir Steinunn kom Svíum til aö hlæja enda gefur hún Hallgrími lítiö eftir þegar skopiö er annars vegar. ir rithöfundar eru orðnir skipu- leggjendum messunnar vel kunnir. Þeir koma því ekki aðeins fram í sérstökum kynningum á íslenskum bókmenntum heldur í hlutverki við- mælenda eða spyrla í dagskrám með annarra þjóöa höfundum. Að þessu sinni ræddust t.d. við Stein- unn Sigurðardóttir og írska skáld- konan Nuala O’Faiolain, Jóhann Hjálmarsson og finnska skáldið Martin Enckell og Einar Kárason og Roy Jacobsen. Andri Snær Magna- son tók svo þátt í málþingi ungra höfunda ásamt tveimur sænskum skáldkonum. Þarna gefst tækifæri að sjá gamalkunnug andlit í nýju samhengi. Það var til dæmis gaman að fylgjast með Einari Kárasyni spyrja Roy Jacobsen út úr eins og Einar væri vel þjálfaður blaðamað- ur eða bókmenntafræðingur. Samfé- lag norrænna rithöfunda verður manni líka áþreifanlega ljóst þegar hefðbundinni dagskrá er lokið. Þá safnast þátttakendur í dagskrá messunnar saman á einu glæsileg- asta hóteli borgarinnar, Park Hotel, og þar má sjá íslenska, danska, norska, sænska og finnska rithöf- unda í einum hrærigraut þar sem hver þekkir annan, rétt eins og maður sé kominn á ættarmót í ís- lensku félagsheimili. Íslandstríó Af alíslenskum atriðum má nefna Íslandstríó þeirrra Einars Más Guð- mundssonar. Hallgrims Helgasonar og Steinunnar Sigurðardóttur. Stjómandinn, Svíinn Sven Hallon- sten, minnti á að Einar Már hefði birst á messunni tíu árum áður og komið fyrir sjónir eins og gjósandi eldfjall. Nú var annað uppi á ten- Hallgrímur Helgason fór á kostum á bókamessunni í Gautaborg Hallgrímur hefur lengi skemmt íslendingum en nú er skáldsaga hans, 101 Reykjavík, nýkomin út í sænskri þýöingu og mun seljast röskiega í Svíaríki. Á sama tíma fer samnefnd kvikmynd sigurför um kvikmyndahátíöir heimsins. ingnum og yfirbragðið rólegra. Þetta var svolítið eins og maður væri kominn með þau þrjú inn í stofu þar sem þau kynntu hvert annað, lásu upp og skutu inn brönd- urum, jafnvel fremur tvíræðum þeg- ar þannig bar undir. Hallgrímur kynnti Einar Má með einu tilbrigði við þjóðsögurnar af sölumennsku Einars þegar hann gaf út fyrstu ljóðabækur sínar - sagði Einar hafa birst í svefnherbergi sínu með bók á lofti einn laugardagsmorgun. Stein- unn kynnti þar á eftir Hallgrím sem „altmuligmand“ og „stand up comedian“, en sagðist aldrei í svefn- herbergi hans hafa komiö. Hall- grímur brást þá skjótt við og full- vissaði áhorfendur um að hann væri bæði altmuligmand og stand up comedian þar líka! Þessi um- ræða átti sér raunar líka alvarlegri hliðar. Þannig kynnti Steinunn t.d. skáldsöguna 101, Reykjavík, sem er nýkomin út á sænsku, með þeim „Hdllgrímur kynnti Einar Má með einu tilbrígði við þjóðsögumar af sölu- mennsku Einars þegar hann gaf út fyrstu Ijóða- bœkur sínar - sagði Einar hafa birst í svefnherbergi sínu með bók á lofti einn laugardagsmorgun. Stein- unn kynnti þar á eftir Hallgrím sem „alt- muligmand“ og „stand up comedian“, en sagðist aldrei í svefnherbergi hans hafa komið. “ orðum að hún birti „nýja heims- skipan“ í samskiptum kynjanna. Svona bók hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum. „Thor islándsk modern klassiker" í sérstakri dagskrá ræddust þeir við Thor Vilhjálmsson, prófessor Lars Lonnroth og Inge Knutsson sem hefur þýtt Morgunþulu í strá- um eftir Thor og u.þ.b. 50 aðrar ís- lenskar bækur á sænsku. Nokkuð var rætt um muninn á fyrri og al- þjóðlegri bókum Thors og svo aftur þeim nýrri og „íslenskari". Thor var á þvi að finna mætti íslenskan þráð í gegnum allt höfundarverkið en sneri svo vöm í sókn og krafðist réttar síns til að vera alþjóðlegur höfundur þótt hann kæmi frá litlu málsamfélagi. Hann sagðist hafa ná- kvæmlega sama rétt til evrópsks og alþjóðlegs arfs og erlendir samtima- menn hans og nefndi Allain Robbe- Grillet í því samhengi. Thor gerði jafnframt uppsteyt gegn því að rit- höfundar frá smærri þjóðum þyrftu alltaf að vera þiggjendur áhrifa, hann samtímamaður módernism- ans og frönsku nýsögunnar ekki undir áhrifum frá þeim! Og allir hínir Bókamessa af þessu tagi er ekki bara tækifæri til að sjá og heyra ís- lenska og norræna rithöfunda og selja og kaupa bækur. Þar gefst líka tækifæri til að berja augum heims- fræga rithöfunda og menningarvita. Undirrituðum tókst að berja þama augum bæöi Susan Faludi, senni- lega einn frægasta femínista sam- tímans, og Edward Said, sem er meðal mestu gúrúa samtímabók- menntafræði. Heiöursgesturinn, sem var fjarr- verandi, var þó ameriski metsölu- höfundurinn Brett Easton Ellis, höf- undur American Psycho. Sú saga gekk um messusvæðið að Ellis hefði sett það skilyrði fyrir komu sinni að hann fengi að sitja við hliðina á flugmanninum á leiðinni austur yflr haf! Það fékk hann ekki og sat því heima. Það breytti hins vegar litlu, Bóka- messan var merkileg upplifun og ís- lenskir þátttakendur stóðu sig þar með prýði. Það var kannski allra ánægjulegast að sjá að þeir vom þama sem fullgildir þátttakendur í umræðum, ekki sem sýnishom af lítilli smáskrítinni og skrifandi þjóð, eins og stundum heyrist í út- löndum og hér heima. Jón Yngvi Jóliannsson Erum flutt Gallerf upphengi NÝTT Super gler NÝTT Tilbúnir rammar, nýjar gerðir Tilbúnir álrammar, 24 stærðir Síðumúla 34 • 108 Reykjavík að Síðumúla 34. Sími 533 3331 Sérverslun með innrömmunarvörur RAMMA MIÐSTOÐIN Sími 533 3331 • Fax 533 1633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.