Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Útlönd DV Poul Nyrup Rasmussen Margir alþjóðlegir hagfræðingar telja að nei við evrunni geti leitt til vaxta- lækkunar og styrkt krónuna. Þaö er þvert á það sem ríkisstjórn Rasmus- sens hefur spáö. A-Evrópa þreytt á andstæöingum evrunnar Austur-Evrópubúar eru hræddir um að segi Danir nei við evrunni muni aðild þeirra að Evrópusam- bandinu dragast á langinn. Þess vegna eru þeir þreyttir á þeim and- stæðingum evrunnar sem segja að nei muni hjálpa þeim A-Evrópu- löndum sem sækja um aðild. Starfs-._ menn a-evrópskra sendiráöa í Dan- mörku segja það lygi að höfnun á evrunni muni gagnast þeim. Þeir segja Dani styðja stækkun Evrópu- sambandsins í austur. Hafni þeir evrunni muni staða þeirra í sam- bandinu veikjast. Þar með verði stækkun slegið á frest. Danmörk: Félagsráðgjafi og lögmaður í barnaklámhring Félagsráðgjafi í Danmörku, sem áður hafði verið ráðgjafi nefndar gegn glæpum, er meðal þeirra sem kærðir hafa verið vegna bamaklám- hrings sem afhjúpaður var í síðustu viku. Áður hafði komið fram að lög- maður lögreglunnar væri meðal hinna kærðu. Félagsráðgjafmn hafði bamaklám undir höndum og dreifði því úr einkatölvu sinni. Hann vísar því hins vegar á bug að hann sé bamaníðingur. Dæmdur til dauða Uppreisnarmaðurinn Juillani Guliang var dæmdur til dauöa í gær fyrir mannrán. Stjórn Filippseyja: Bandarískur gísl á bandi ræningja Gíslamálið á Filippseyjum tók óvænta stefnu í gær þegar yílrvöld sökuðu bandaríska gíslinn Jeffrey Schilling um aö hafa snúist á band þeirra sem rændu honum. Sonur Gaddafis Líbýuleiðtoga gekk enn lengra. Hann sagði Schilling vopna- sala í viðskiptum við uppreisnar- menn Abu Sayyaf-samtakanna. Samtökin hafa hótað að hálshöggva Schilling. Sjálfur sagði hann í sím- tali við móöur sína í gær að stærsta ógnunin við líf hans væm hemað- araðgerðir yfirvalda gegn uppreisn- armönnum. Ottast ofbeldi á kosninganótt Stuðningsmaður júgóslavnesku stjórnarinnar í Belgrad skaut á fimmtudagskvöld til bana lögreglu- mann í Svartfjallalandi sem var ekki á vakt. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Svartfjallalandi greindi frá þessu í gær. Mennimir höfðu rifist um stjómmál á veit- ingastað nálægt höfuðborginni Podgorica. Samkvæmt heimildarmanninum er talið að byssumaðurinn sé liðs- maður í sjöundu herdeild júgóslav- neska hersins. Yfirvöld í Svartfjalla- landi segja liösmenn í herdeildinni hliðholla yfirvöldum i Belgrad og Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta. Talið var líklegt í gær að morðið myndi auka spennuna fyrir kosningarnar á morgun. Vojislav Kostunica, helsti fram- bjóðandi stjómarandstöðunnar, seg- ir þá ákvörðun Milosevic að sitja fram á mitt næsta ár hver sem úr- slitin verða ekkert hafa með stjóm- arskrána né heilbrigða skynsemi að gera. „Þetta sýnir að það ríkir ótti í Kosningaauglýsing Andstæðingar Milosevics Júgóstaviuforseta i Svartfjallalandi hafa krotað yfir kosningaauglýsingu úr herbúðum hans. herbúðum Milosevics," sagði Kost- unica í gær. Sitji Milosevic þar til kjörtímabil hans rennur út næsta sumar verður það hann sem velur næstu stjóm. Ritstjóri stjómarandstöðublaðsins Blic, Veselin Simonovic, er sann- færður um að umfangsmikið kosn- ingasvindl verði. Nú geti Milosevic aðeins reiknað með 1,5 milljónúm at- kvæða. Til að vinna þurfi hann að stela 1 miiljón atkvæða. Simonovic telur að stjórnarand- staðan hvetji stuðningsmenn sína til mótmæla annað kvöld lýsi menn Milosevics yfir sigri með yfir helmingi atkvæða. Þyrpist mótmæl- endur út á götur og torg megi búast við ofbeldi yfirvalda. Einnig sé mögulegt að Milosevic lýsi yfir sigri í fyrri umferð kosninganna og mæti Kostunica i seinni umferðinni. Þá megi búast við mikilli herferð gegn stjórnarandstöðunni. Simonovic segir Milosevic einnig munu velta fyrir sér hvemig hann geti aflýst seinni umferðinni. Einangrunin rofin Um áttatíu manna hópur lækna, ungra listamanna og íþróttamanna frá Frakklandi kom í ieiguflugvél til Bagdad i írak i gær. Andstæöingar refsiaðgerða gegn írak tóku flugvélina á leigu og héldu til íraks þrátt fyrir andstöðu yfirvalda í Bandarikjunum og Bretlandi. Stuðningsmennirnir fengu að sofa í Hvíta húsinu Þegar bandarísku forsetahjónin skáluðu við indverska ráðamenn í Hvíta húsinu fyrir tæpri viku skál- uðu þau einnig við tugi gesta sem gefið höfðu fé til kosningabaráttu Hiliary Clinton í New York. Um 700 gestir voru í kvöldverðarboðinu sem haldið var til heiðurs Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands. Um 12 prósent gestanna höföu gefið i kosningasjóð forseta- frúarinnar. Bandarísk yfirvöld hafa viður- kennt að gefendur hafi gist i Hvíta húsinu. Hins vegar var lögö áhersla á að þeir heföu ekki fengið gistingu að launum fyrir framlög sín í sjóð Hill- ary sem sækist eftir því að verða Hillary Clinton Leyfði stuðningsmönnum sínum að sofa í Lincolnherberginu. öldungadeildarþingmaður fyrir New York. Bill Clinton var harðlega gagn- rýndur er í ljós kom í kosningabar- áttu hans 1996 að hann hefði boðið stuðningsmönnum að gista í Lincolnherberginu í Hvíta húsinu. Starfsmenn Hvíta hússins hafa nú lofað að afhenda lista með nöfn- um þeirra stuðningsmanna sem fengið hafa aö gista i Lincolnher- berginu í þakklætisskyni fyrir ör- læti þeirra. Lincolnherbergið var í raun ekki svefnherbergi Abrahams Lincolns forseta heldur skrifstofa. Hann átti þar oft fund með vinum og stuðnings- mönnum sem vildu fá góðar stöður í staðinn fyrir veittan stuðning. Stuttar fréttir Mútuféð í banka í Sviss Franska blaðið Le Monde greindi frá því í gær að Jean- Claude Mery, starfsmaður flokks Chiracs forseta, sem nú er látinn, hefði greint frá því í við- tali á myndbands- upptöku að hann hefði lagt mútufé inn á bankareikninga í Sviss. Féð rann í kosningasjóð flokksins. Síamstvíburar aðskildir Áfrýjunardómstóll í Englandi úr- skurðaði í gær að aðskilja ætti síamstvíburana Jodie og Mary þótt víst sé að önnur stúlknanna deyi. Foreldrarnir munu nú áfrýja úr- skurðinum til lávarðadeildarinnar. Styrkja evruna Seðlabankar Evrópu, Bandaríkj- anna og Japans keyptu í gær evru til að styrkja gjaldmiðilinn. ETA lýsir yfir ábyrgð Aðskilnaðarhreyfing Baska lýsti í gær yfir ábyrgð á fjölda hryðju- verka á Spáni, meðal annars morð- inu á stjómmálamanni í síðasta mánuði, misheppnuðu tilræði og fimm sprengjuárásum. Bannað að deyja Gil Bemardi, borgarstjóri í Le Lavandou á frönsku Rivierunni, bannar fólki að deyja í bænum. Að minnsta kosti þeim sem ekki eiga frátekiö leiði í kirkjugarðinum. Borgarstjórinn segir bannið ekki fá- ránlegra en bann yfirvalda við gerð nýs kirkjugarös. Svæðið þar sem hann átti að vera er verndað sam- kvæmt umhverfisvemdarlögum. Læri af Frelsisflokknum Jörg Haider, fyrr- verandi leiðtogi Frelsisflokksins í Austurriki, sagði í gær að Þjóðverjar ættu að kynna sér stefnu Frelsis- flokksins í innflytj- endamálum. Lærðu þeir af henni þyrftu þeir ekki að glíma við jafnmörg kynþáttavanda- mál. Rússneskt vopn gegn MI6 Rússneskur eldflaugapallur var notaður við árásina á aðalstöðvar bresku leyniþjónustunar MI6 á mið- vikudaginn. Slikt vopn hefur ekki áður fundist í Englandi. Það hefur hins vegar fundist á N-írlandi. Móðgaði prinsessuna Tveir illvirkjar, sem börðu ritstjóra tímarits með ösku- bakka fyrir að hafa vanvirt Masako prinsessu, voru í gær dæmdir í 16 mánaða fangelsi. Ritstjórinn hafði ekki sett virðingartitil við nafn prinsessunnar. Fjórir hvítir bændur í Simbabve hafa verið handteknir fyrir að hafa ætlað að kynda undir ofbeldi og hvetja vinnumenn sina til að hrekja landtökumenn burt. Tólf vopnaðir uppgjafahermenn réðust á hóp bænda og vinnumenn þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.