Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 Fréttir JOV Hugmyndir aö miklum breytingum á félagsstarfi góðtemplara: Stórstúkan lögð niður - í núverandi mynd - breytingar aö norskri og þýskri fyrirmynd Hugmyndir þær sem uppi eru um breytingu á starfsemi Stórstúku ís- lands IOGT gera m.a. ráð fyrir að nú- verandi siðakeríí hennar verði lagt niður. Þá er gert ráð fyrir að þær ser- emóníur sem eru viðhafðar við fund- arsetningu og fundarslit hverfi, en verði þó ekki bannaðar. Hugmyndin er að hreyfingin verði byggð upp á litlum hópum. Þeir myndi svæðahópa og svæðin kjósi til landsþings annað hvert ár. Stórstúkunafnið verði fellt niður, svo og heitið góðtemplararegl- an, en hreyfingin heiti IOGT á Is- landi. Starfinu verði breytt úr reglu í félagsskap. Hreyfingin deilist upp í þrjár frjálsar deildir bama, unglinga og fullorðinna. Hver deild verði með sina stjóm og sérþing. Nefnd vinnur nú að því að endur- skoða reglumar. Tillögur hennar verða lagðar fyrir stórstúkuþing á næstu vikum. „Markmiðið er að ná til stærri hóps og jafnframt að ná samstarfí við aðra sem eru ekki langt frá okk- ur í skoöunum," sagði Hilmar Jóns- son, fyrrverandi stórtemplar, sem sæti á í nefndinni er undirbýr breyt- ingatillögumar. Þær eru að norskri og þýskri fyrirmynd. Núverandi siðakerfi byggir á því að fólk þarf að fara á tiltekinn „reynslutíma" til að komast inn í hreyfmguna. Fara þarf í gegnum nokkur stúkustig áður en fólk kemst inn í sjálfa stórstúkuna. Nokkrar seremoníur eru viðhafð- ar við fundahöld í stórstúkunni. Æðstitemplar er fundarstjóri. Hann, ásamt kapellán, varatemplar og fyrr- verandi æðsta templar, leika stærst hlutverk í fundasetningu og fundaslitum. Hópur embætismanna starfar í stúkunni. Nöfn þeirra eru lesin upp og merkt við hverjir séu mættir. Að því loknu eru tiltekin at- riði lesin upp úr stúkuhandbókinni. í upphafi eru yfirleitt sungin tvö lög upp úr templarabókinni og tvö önn- ur í lok fundar. Bannað er að koma inn við fundarsetningu, en menn Temlarar breyta / húsi Stórstúku íslands viö Stangar- hyl 4 fer starfsemi templara frarn.' Nú ber hátt hugmyndir aö miklum skipulagsbreytingum innan hreyfing- arinnar sem miöa aö því .að breyta henni úr reglu í félagsskap. geta komið inn strax á eftir. Áður þurftu menn að mæla fram „inn- gangsorö" til að komast inn en það hefur nú verið afnumið. Þá hefur fyrir löngu verið lagður niður sá sið- ur að „kæra“ stúkubróður eða -syst- ur sem sést hefur undir áhrifum milli funda. Skiptar skoðanir eru meðal stúku- fólks á þeim hugmyndum um breyt- ingar sem fram hafa komið. Sumir vilja halda í gamlar hefðir og halda a.m.k. stúkufundi með núverandi fyrirkomulagi tvisvar á ári, þannig að hefðirnar gleymist ekki. Aðrir tala um að þetta fyrirkomulag sé þunglamalegt og gamaldags og fæli fólk frá. Einn stúkubróðir komst þannig að orði við DV að það tæki allan fundartímann að setja fundinn og slíta honum. Snarfækkað hefur í góðtemplara- reglunni á undanfömum árum. í henni eru riflega talið um 700 manns, þar af í mesta lagi 200 full- orðnir. -JSS Gott að taka frí frá slátrun í Skotlandi - segir Robert Moore, einn þrettán Hálandabúa sem koma og vinna við slátrun í Borgarnesi DV, BORGARNESI:____________________ Þrettán Skotar úr Hálöndunum eru meðal tuttugu erlendra starfs- manna sem vinna þessa dagana við slátrun hjá Sláturfélagi Vestur- lands. Þeir fá góða einkunn fram- kvæmdastjóra félagsins, Marteins Valdimarssonar, eru harðduglegir og fylgnir sér að hætti Skota, að hans sögn. DV rakst á Robert Moore frá Hawick í Skotlandi sem er í forsvari fyrir Skotana. Hann sagði að þetta væri í annað sinn sem hann kæmi að vinna hjá Sláturfélagi Vestur- lands og honum líkaði vistin hér Góöir starfskraftar Nokkrir Skotar önnum kafnir viö sauöfjárslátrun. Þeir fá bestu einkunn hjá yf- irmönnum sinum og þaö fær annarra þjóöa fólk sömuleiöis. DV-MYNDIR DANÍEL V. ÓUFSSON Góö tllbreyting Robert Moore er hér viö sauðfjárslátrun en heilt knattspyrnuliö ásamt vara- mönnum vinnur nú í Borgarnesi viö slátrunina. Útlendingar þar eru 20 af 70 manna starfsliöi. vel. Hann kom í fyrra og segir að launin séu betri i Skotlandi en á ís- landi í slátruninni en það skiptir ekki máli því að hann tekur sér frí frá vinnu í slátrun í heimabæ sín- um eingöngu til að komast annað til að fá tilbreytingu og ísland sé gott land í því skyni. Annars vinnur hann allt árið í Hawick. „Borgames er mjög vinalegur og fallegur bær, fólkið er vinalegt og tekur okkur mjög vel og vill allt fyr- ir okkur gera, þess vegna kom ég aft- ur í ár,“ sagði Robert við DV. -DVÓ Til styrktar tryggingafélögum Bifhjólaáhugamenn og -konur ætla aö halda styrktartónleika á morgun á Ingólfstorgi fyrir tryggingafélögin, vegna bágborinnar stöðu þeirra. Bifhjólafólk: Styrktartón- leikar fyrir tryggingafélög Á morgun, sunnudag, munu bif- hjólaáhugamenn og -freyjur halda styrktartónleika til styrktar trygg- ingafélögum sem tryggja mótorhjól og bíla. „Vegna mikils barlóms og bág- borinnar stöðu tryggingafélaga að undanfómu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótor- hjólum hefur mótorhjólafólk tekið höndum saman og hyggjumst við safna fé til handa tryggingafélögun- um svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól,“ segir í fréttatil- kynningu tónleikanna en að þeim standa Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, Vélhjólafélag Gamlingja, MC Fafner, Vélhjólaíþróttaklúbbur- inn VÍK og Óskabörn Óðins. Tónleikamir eru öllum opnir og eru fulltrúar tryggingafélaganna sérstaklega boðnir velkomnir. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru KFUM and the and- skotans, Bjami Tryggva, Stimpil- hringirnir, Hundslappadrifa og Chemobyl. Einnig verða til sýnis hjól bif- hjólamanna á Ingólfstorgi á meðan tónleikarnir vara. „Ætti að vera hægt að sjá hinar ýmsu útgáfur af hjólum, allt frá sófasettum til drullumallara," segir í tilkynning- unni. -SMK Borgin kaupir tvo sumarbústaði - og trjágróður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt kaup á tveimur sumarbú- stöðum sem standa á framtíðar- byggingaflandi. Annar bústaðurinn stendur við Reynisvatn og tilheyrir honum hálfs hektara landspilda með tals- verðum trjágróöri. Kaupverö eign- arinnar er 13,3 milljónir króna og þar af er trjágróðurinn metinn á 10,9 milljónir. Hinn bústaðurinn er við Rauða- vatn og er kaupverð hans 2.750 þús- und krónur. Veðrið í kvöld ^ ts>~‘ ^ vV;- W' % w ^ 'JH Víða léttskýjað Fremur hæg breytileg átt og stöku skúrir sunnan til en annars léttskýjaö, hiti 8 til 12 stig á morgun. Einstakir haustdagar Þeir eru einstakir haustdagarnir þegar sólin skín og vindarnir hafa hægt um sig. Þá er um aö gera aö vera úti og njóta veöursins og þá er líka upplagt aö skoöa haustlitina sem eru að taka völdin. Svo er líka hægt aö fela sig í þeim ef maöur vill ekki finnast. Sólargangur og sjávarföli REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag i kvöld 19.24 19.09 Sólarupprás á morgun 07.17 07.02 Síódeglsflóó 14.40 19.13 Árdegisflóð á morgun 03.25 07.59 Skýringar á veðurtáknum ^♦--VINDÁTT 10V-HITI 10° * 'JI\VINDS'n'RKUR i metrum á sekúmtu "Nfrost HEIÐSKÍRT ■£> o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAD W/ W-í >v° ö RIGNiNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q Q ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA immmmBsi Milt veöur sunnan til Norðaustan 10 til 15 m/s og fer aö rigna suðaustanlands en annars fremur hæg austlæg átt og víöa léttskýjað. Hiti veröur 6 til 11 stig, mildast sunnan til. Manudagur Vindur:^^ 5—10 m/» Hiti 9° til 13° Þriðjudagur Vindun 'V 5-8 m/% > Kiti 9° til 13° Austiæg átt, strekklngur og rigning um landló sunnanvert en hægarl og skýjaö noröan til, hltl 9 tii 13 stig. Suöaustanátt og skúrir sunnan- og vestan til en skýjaö meö köflum á Noröurlandl. Mllt i veörl. Fremur hæg breytlleg átt, stöku skúrir og milt. Veðrið kl. 6 AKUREYRI skýjaö 9 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 12 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 11 EGILSSTAÐIR kirkjubæjarkl. alskýjaö 11 KEFLAVÍK úrkoma 10 RAUFARHÖFN rigning 10 REYKJAVÍK skúr 10 STÓRHÖFÐI úrkoma 10 BERGEN skýjaö 15 HELSINKI léttskýjaö 15 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16 ÓSLÓ skýjað 12 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN rigning 12 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 18 ALGARVE léttskýjaö 26 AMSTERDAM skýjaö 19 BARCELONA heiöskírt 24 BERLÍN hálfskýjaö 18 CHICAGO hálfskýjaö 12 DUBLIN skúrir 15 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT léttskýjaö 16 HAMBORG léttskýjað 16 JAN MAYEN þoka 7 LONDON skýjaö 21 LÚXEMBORG skýjaö 16 MALLORCA heiöskírt 28 MONTREAL heiöskírt 8 NARSSARSSUAQ þoka 2 NEW YORK léttskýjaö 15 ORLANDO alskýjaö 26 PARÍS skýjaö 22 VÍN súld 13 WASHINGTON léttskýjaö 9 WINNIPEG þoka 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.