Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 57 Uppskriftir Nykaup Þar sem ferskleikinn býr DV Tilvera Eldað eftir minni ósk - að ég hélt Það er Gísli Einarsson sem er matgæðingur vikunnar. Hann stundar nám við Háskóla íslands og lærir þar líffræði af miklum áhuga. „Áhuginn minn á mexíkóskum mat vaknaði strax á unglingsaldri. Ég var eins og margir unglingar mjög matvandur og sökum „mat- vendni" minnar var það þannig oft- ar en ekki á heimilinu að matseðill- inn var tví- ef ekki þríréttaður. í upphafi var það þannig að ef ekki var matur sem hentaði matarvenj- um mínum fékk ég yfirleitt að velja eitthvað annað. Ég bjó þá hjá móð- urforeldrum mínum og gekk svo sannarlega á lagið. Áður en langt um leið var amma mín farin að elda samkvæmt minni ósk þegar t.d. fiskur var á borðum eða eitthvað álíka óspennandi. Kjúklinga „burrito“ fyrir fjóra Hveiti-tortillaskökur (mjúkar) Úrbeinaður kjúklingur (tvær bringur og tvö læri) Cajun kryddblanda Grófmalaður pipar Herbes de Provence BBQ-sósa Laukur Sveppir Salsasósa, mild Tómatar, skomir smátt Jöklasalat (Dole) Sýrður rjómi (18%) Mexíkósk baunastappa Hrísgrjón Lýðháskóli í Danmörku Einstakt tækifæri! Námskeið ... fyrir þig, ef þú ert 18 ára eða eldri og með áhuga á altskonar list. Meiriháttar upplifun í 4Vi, 8Vi, 17 eða 25 mánuði. Kennsla - Skemmtun; veislumatur alla daga; Hreint ótrúlegt umhverfi og verðíö er sanngjarnt. Allar nánarí upplýsíngar í; Síma: 0045 - 75883555 Faxí: 0045-75883650 Eða kikið á heimasiðu skólans á (danska / onska) www.engelsholm.dk koramlk - skúlptúr og fleira. Fyrsta mexíkóska matinn fékk ég þvl í gegnum slíkan „gikkshátt". Það er þó ekki þannig að mér hafl þótt allur matur vondur og óætur heldur notaði unglingurinn sér að- stöðuna til fulls. Amma mín dó ekki ráðalaus því auðvitað vissi hún að drengur á unglingsaldri þurfti virkilega á holl- um mat að halda fyrir líkamann. Hún fór því að lauma fisk, lauk og alls kyns mat sem ég hafði aldrei borðað inn í bökumar og alltaf borðaði ég með bestu lyst og hugs- aði hlýlega til ömmu sem skildi mig svo vel. Ég er því mjög stoltur af ömmu minni fyrir að hafa komið mér í kynni við framandi matargerð á þessum árum. En það skal tekið fram : að í dag borða ég flest en þegar til ömmu er kom- ið situr sú gamla oftar en ekki í gamla farinu og ber á borð marg- réttaðar máltíðir og „laumar" holl- ustunni inn i matargerðina,“ sagði Gísli. Listauki fyrir fjóra Margarita: skot tequila 4 skot triple sec Blandist i lítra könnu (2 pint). Myljum ís og fyllum að þremur fjórðu. Setjum tequila og Triple Sec út í og fyllum með sítrónu og lime safa. Glös bleytt á börmum með sneið af limeávexti og dýft í salt svo það sitji á brún- um. Skreytt með sítrónusneið og af lime. báti Strawberry daiquiri: 4 skot af Bacardi fersk jarðarber (blönduð í mat- viimsluvél) limesafi Blanda jarðarberja og limesafa (3:1) Sletta af ferskum appelsínusafa Notum lítra könnu (2 pint). Mylj- 1 ís og fyllum að þremur fjórðu. Bætum út í Bacardi. Fyllt upp með jarðar- berjablöndu og limesafa. Að endingu er örlitlu af appelsínusafa bætt í. Skreytt með appel- sínusneið og háti af lime. Kjúklingurinn er skorinn í smáa bita og steiktur á pönnu. Pipar og salti stráð yfir eftir smekk ásamt cajun kryddi. Næst er lauknum (ekki of smátt söxuðum) bætt út á pönnuna og látinn steikjast með kjúklingnum. Þegar laukurinn er orðinn meir er BBQ-sósu bætt í eft- ir smekk og allt hrært saman. Látið krauma í nokkrar mínút- ur. Meðlæti er svo ferskir sveppir sem eru skornir í sneiðar, saxaðir tömatar, saxað jöklasalat (Dole), sýrður rjómi og mexíkósk bauna- stappa (með eða án chillipipars). Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Grill gúff Þorir þú að drekka kók með þessum? 100 g rifið súkkulaði 3 stk. kókosbollur 500 g ávaxtasalat, t.d. jarðarber, kiwi, bláber, vínber, perur, ban- anar og epli. Ávextirnir skomir í bita og settir í álbakka. Súkkulaðinu sáldrað yfir og kókosbollunum þrýst ofan á. Grillið í u.þ.b. 10 mínútur við lág- an hita. Humar með villisveppum Fyrir 6 500 g skelflettur humar 50 g smjör Villisveppasósa 30 g þiurkaðir villisveppir 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauks- geiri 2 msk. furuhnetur 1 peli rjómi 1 dl fisksoð eða vatn og teningur 2 msk. rjómaostur salt og pipar 1 stk. súputeningur Meðlæti Laufsalat, t.d. eik- arlauf og smá- brauð. Byrjið á að laga sósuna. Hitið smjörið á pönnu uns freyðir. Þerrið humarinn og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið tilbú- inni sósunni yfir og látið sjóða í eina mínútu. Berið strax fram. Skreytið með laufsalati og steinselju. Villísveppasósan Sjóðið villisveppina í tveim dl af vatni í fimm mínútur, veiðið síðan sveppina upp úr. Saxið laukinn og steikiö glæran ásamt villisveppun- um og örlítilli oliu, bætið síðan furuhnetum og hvítlauk saman við. Kryddið með salti og pipar. Bætið í rjóma, rjómaosti, sveppasoði og ten- ingum. Sjóðið við vægan hita í 3-4 minútur. Hollráð Gætið þess að ofelda ekki humar- inn. Því minna sem hann er eldaður þvi betri verður hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.